Morgunblaðið - 29.01.2019, Side 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2019
Ný vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Sími 555 3100 www.donna.is
Honeywell keramik hitarar
Kalt? Hitaðu uppmeðHoneywell
Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma
Greiddir reikningar allra stofnana í A-
hluta ríkissjóðs eru nú komnir inn á
vefinn opnirreikningar.is en stofn-
unum hefur verið bætt við í áföngum
síðan verkefninu var hleypt af stokk-
unum fyrir rúmu ári. Innleiðingunni
er nú lokið.
Birtir reikningar eru nú um 169.000
talsins en frá því í október 2018 hefur
fjöldi þeirra tvöfaldast, að því er segir
í tilkynningu frá Stjórnarráðinu.
Undanfarna mánuði hafa upplýsingar
stórra stofnana, svo sem Landspítala,
verið birtar á opnum reikningum.
Gera má ráð fyrir að heildarumfang
upplýsinga sem finna má á vefnum
nemi árlega um 45 milljörðum króna.
Opnum reikningum var komið á fót
í samræmi við stefnu stjórnvalda um
bætt viðmót og aðgengi að stjórn-
sýslu. Þeim er ætlað að veita einfalda
og skýra mynd af viðskiptum stofn-
ana með því að birta yfirlit yfir
greidda reikninga. Markmiðið er að
hægt sé að skoða greidda reikninga
nálægt rauntíma, en vefurinn er upp-
færður mánaðarlega. Hægt er að
skoða viðskiptin út frá stofnunum,
birgjum, tegund kostnaðar og tíma-
setningu.
132 stofnanir á vef
um opna reikninga
Fjöldi reikninga hefur tvöfaldast
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Stjórnarráðið Gera má ráð fyrir að heildarumfang upplýsinga sem finna
má á vefnum Opnir reikningar nemi árlega um 45 milljörðum króna.
Áður en langt um líður verður lokið
við að gera upp við þá sem skilað
hafa veglyklum og afsláttarmiðum til
Spalar. Reiknað er með að um leið
verði allar inneignir á áskriftar-
reikningum greiddar út. Þetta kem-
ur fram í frétt á heimasíðu Spalar.
Búið var að gera upp við tæplega
23 þúsund viðskiptavini Spalar þann
18. janúar síðastliðinn og endur-
greiða þeim samtals um 330 milljónir
króna. Þá höfðu 72% inneigna hjá fé-
laginu verið greidd út. Viðskiptavin-
irnir höfðu ýmist átt inneign á
áskriftarreikningum hjá Speli eða
fengu endurgreitt fyrir veglykla og
afsláttarmiða.
Þeir sem enn eru með veglykla
eða afsláttarmiða eiga áfram kröfu á
Spöl. Tilkynnt verður um formlegan
kröfulýsingar- og innköllunarfrest
síðar á árinu í tengslum við ákvörðun
og tilkynningu um að slíta Speli ehf.
Hlutafélagið Spölur var stofnað
25. janúar 1991 á Akranesi. Speli hf.
var breytt í eignarhaldsfélag 1995
sem síðan hafði það hlutverk að eiga
eina hlutabréfið í Speli ehf. Þetta var
gert til að auðvelda veðsetningu
hlutafjár. Hluthafar héldu upp á 28
ára afmæli Spalar með því að renna
eignarhaldsfélaginu inn í einkahluta-
félagið Spöl. Eitt Spalarfélag verður
því starfandi þar til yfir lýkur. Hlut-
hafar í eignarhaldsfélaginu eignast
allt hlutafé í einkahlutafélaginu í
sömu hlutföllum.
Umferð um göngin hefur aukist
Umferð í Hvalfjarðargöngum hef-
ur aukist frá því að gjaldheimtu var
hætt. Þetta kom fram í skýrslu
stjórnar Spalar á hluthafafundinum.
Alls fóru liðlega tvær milljónir öku-
tækja í gegnum göngin á fyrstu níu
mánuðum ársins 2018, þ.e. til loka
rekstrartíma Spalar, og var 2% meiri
en sömu mánuði 2017. Samkvæmt
upplýsingum frá Vegagerðinni um
umferðina í október-desember 2018
var heildarumferðin í fyrra 2.625.206
ökutæki en var 2.545.625 ökutæki ár-
ið 2017. Umferðin í fyrra var því um
3,1% meiri í fyrra en í hittifyrra.
Ljóst er að umferðin jókst þegar
gjaldheimtu var hætt um mánaða-
mót september og október 2018. Það
þótti vera fyrirsjáanlegt, að sögn
Spalar, og í samræmi við reynsluna
t.d. frá Noregi. gudni@mbl.is
Slit Spalar ehf. undirbúin
Búið að gera upp við um 23.000 viðskiptavini Enn er hægt að skila veglyklum
og afsláttarmiðum Umferð um göngin jókst eftir að gjaldheimtu var hætt
Ljósmynd/Spölur
Hluthafafundur Spalar 2019 Unnið er að því að leggja félagið niður.
Á þingfundi í dag verður lagt fram
frumvarp um að sálfræðiþjónusta
verði færð undir greiðsluþátt-
tökukerfi Sjúkratrygginga Íslands,
en sálfræðiþjónusta er nú undan-
skilin almennri greiðsluþátttöku
Sjúkratrygginga.
Í greinargerð frumvarpsins segir
að markmiðið með frumvarpinu sé að
þjónustan verði veitt á sömu for-
sendum og önnur heilbrigðisþjón-
usta. Því sé ætlað að tryggja aðgengi
einstaklinga að sálfræðiþjónustu. Þar
er enn fremur greint frá mikilvægi
þess að tryggja að þeir sem séu með
virk einkenni fái lausn á vanda sínum
sem fyrst til að koma í veg fyrir víta-
hring lyfja, þunglyndis og óvirkni.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
formaður Viðreisnar, er fyrsti flutn-
ingsmaður og í fréttatilkynningu seg-
ir að að minnsta kosti 21 þingmaður
muni flytja frumvarpið með Þor-
gerði.
Sálfræði-
þjónusta
færist til SÍ
Nýtt frumvarp