Morgunblaðið - 29.01.2019, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2019
Sólóhúsgögn ehf. Gylfaflöt 16-18 112 Reykjavík Sími 553 5200 solohusgogn.is
Retro borð
Hringlaga eldhúsborð með ryðfríum stálkanti
og harðplastlagðri plötu.
Stærð og litur að eigin vali.
Einnig fáanlegt í ferkantaðri útfærslu.
Verð frá kr. 102.700
E60 orginal stóll, verð kr. 32.100
E-60 Bekkur
Fáanlegur í mismunandi lengdum.
Verð frá kr. 71.200
Íslensk
framleiðsla
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Nær öll árleg aukning útgefins
reiðufjár Seðlabanka Íslands á árinu
2018 átti sér stað í desembermánuði ,
samkvæmt upplýsingum frá Stefáni
Jóhanni Stefánssyni, ritstjóra á
skrifstofu seðlabankastjóra. Aukn-
ing reiðufjár í umferð í desember
síðastliðnum nam tæpum 4,4 millj-
örðum króna, sem er svipað og í
desember árið 2017, en þá jókst
reiðufé í umferð um tæpa 4,3 millj-
arða. Í desember árið 2016 var um
minni aukningu að ræða, eða rúma
3,6 milljarða, og í desember árið
2015 jókst reiðufé í umferð um tæp-
lega 3,2 milljarða króna í mánuð-
inum.
„Aðalástæðan fyrir þessu út-
streymi í mánuðinum er aukið um-
fang í þjóðfélaginu í desember. Stór
hluti útstreymis í desember kemur
svo að jafnaði til baka í janúar. Það
er einnig reyndin nú það sem af er
þessum mánuði,“ segir Stefán í sam-
tali við Morgunblaðið.
Aðeins 375 milljónir hina 11
mánuði ársins
Athygli vekur hve lítið reiðufé í
umferð jókst fyrstu ellefu mánuði
síðasta árs til samanburðar við aukn-
inguna í desember, eða aðeins 375
milljónir króna. Það er umtalsverð
breyting frá árunum á undan, en árið
2017 jókst reiðufé í umferð um tæp-
lega 1,4 milljarða fyrstu ellefu mán-
uði ársins, um þrjá milljarða fyrstu
11 mánuði 2016 og 2,5 milljarða árið
2015.
Þegar allt er talið saman varð
aukningin á milli áranna 2017 og
2018 minni en árin á undan. Í fyrra
jókst reiðufé í umferð um tæpa 4,8
milljarða króna, sem er 16% minni
aukning á milli ára en árið á undan.
Reiðufé í umferð jókst þó um 7%
milli ára og voru samtals 72,8 millj-
arðar í umferð allt árið í fyrra,
samanborið við 68,0 milljarða árið
2017.
Ferðamenn ástæða
Eins og kom fram í frétt í Morgun-
blaðinu síðasta haust eru ferðamenn
hluti af ástæðu þess að reiðufé er að
aukast en reiðufé meðal Íslendinga
hefur einnig aukist.
Þegar seðlar og mynt í umferð eru
skoðuð í samhengi við verga lands-
framleiðslu sést að í nokkuð langan
tíma var hlutfallið um 1%, en í kjölfar
áfallsins sem íslenskir viðskipta-
bankar urðu fyrir í októbermánuði
2008 hækkaði hlutfallið og í lok árs
2017 var það um 2,4%, að því er fram
kemur á vef SÍ.
Jókst mest í desember
Reiðufé í umferð jókst um 7% á milli ára og var 73 milljarðar í fyrra Aukning
ársins 2018 kom nær öll í desembermánuði Aukið umfang í þjóðfélaginu
Seðlar og mynt í umferð í lok desember 2018
Milljónir króna
68.740.000.000 kr. var heildarverðgildi seðla í umferð 4.033.138.000 kr. var heildarverð-gildi myntar í umferð
Heimild: Seðlabanki Íslands
6.000
4.000
2.000
0
3.178
2.539
3.617
3.040
4.295
1.384
4.391
4.766
5.717
6.657
5.679
2015 2016 2017 2018
Aukning fyrstu 11 mánuði ársins
Aukning í desember
375
Aukning í reiðufé útgefnu af Seðlabanka Íslands
Verðgildi seðla í umferð utan SÍ, milljarðar króna Verðgildi myntar
í umferð utan SÍ,
milljónir króna
38,9
57%
21,6
31%
0,2
0,3%
584
15%
6,3
9,2%
128
3,2%
2.521
62%
1,7
2,5%
120
3,0%
680
17%
skamms á nýjan leik,“ segir Páll
Harðarson. Kauphöllin hætti að
birta lista yfir tuttugu stærstu
hluthafa í skráðum félögum
vegna nýrra persónuverndarlaga
sem tóku gildi síðasta sumar.
Töldu forsvarsmenn Kauphallar-
innar að ekki væri ljóst hvort
birting hluthafalistans uppfyllti
skilyrði nýrra laga um persónu-
vernd og hættu því birtingu. Að
undanförnu hafa mörg félög kos-
ið að birta þessar upplýsingar
sjálf.
Vonir standa til þess að Kaup-
höllin geti á ný birt lista yfir
stærstu hluthafa skráðra félaga á
heimasíðu sinni. Beiðni þess efnis
hefur verið send til Persónu-
verndar og búast má við af-
greiðslu hennar innan skamms
tíma. Þetta segir Páll Harðarson,
forstjóri Kauphallarinnar, í sam-
tali við Morgunblaðið.
„Persónuvernd er með erindi
frá okkur til skoðunar og við ger-
um okkur vonir um að geta hafið
birtingu á þessum yfirlitum innan
Vilja birta hluthafalista á nýjan leik
Persónuvernd skoðar erindi þess efnis
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hluthafalistar Páll vonast til þess að geta birt hluthafalista innan skamms.
● Hlutabréf Arion banka hækkuðu um
3,2% í viðskiptum í Kauphöll Íslands í
gær. Var það mesta hækkunin sem sást
meðal félaga á aðallista hennar. Námu
viðskipti með bréf í bankanum 85 millj-
ónum krón. Næst mest var hækkunin
með bréf Sjóvár en þau hækkuðu um
ríflega 1% í 88 milljóna króna við-
skiptum. Skammt á hæla Sjóvár komu
svo bréf Icelandair Group sem hækk-
uðu um 1,04% í 102 milljóna króna við-
skiptum.
Mesta lækkun á markaðnum kom
fram í viðskiptum með bréf Regins.
Þau lækkuðu um 1,79% í 197 milljóna
króna viðskiptum. Þá lækkuðu bréf
Skeljungs um 1,63% í takmörkuðum
viðskiptum upp á 35 milljónir króna.
Arion banki hækkar
mest í Kauphöllinni
29. janúar 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 119.44 120.02 119.73
Sterlingspund 156.08 156.84 156.46
Kanadadalur 89.57 90.09 89.83
Dönsk króna 18.121 18.227 18.174
Norsk króna 13.939 14.021 13.98
Sænsk króna 13.151 13.229 13.19
Svissn. franki 119.89 120.55 120.22
Japanskt jen 1.087 1.0934 1.0902
SDR 166.15 167.15 166.65
Evra 135.32 136.08 135.7
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 167.3707
Hrávöruverð
Gull 1282.95 ($/únsa)
Ál 1865.5 ($/tonn) LME
Hráolía 61.13 ($/fatið) Brent
● Eva Sóley Guð-
björnsdóttir hefur
verið ráðin í starf
framkvæm,dastjóra
fjármálasviðs Ice-
landair Group. Hún
tekur við stöðunni af
Boga Nils Bogasyni,
sem ráðinn var for-
stjóri félagsins í
byrjun desember
síðastliðins. Eva Sól-
ey kemur til Icelandair frá Advania þar
sem hún hefur verið framkvæmdastjóri
þjónustu- og rekstrarsviðs frá maímánuði
í fyrra. Þar áður var hún framkvæmda-
stjóri fjármála- og rekstrarsviðs Advania á
Íslandi frá 2015. Eva Sóley er með B.Sc. í
hagverkfræði og hagfræði sem aukagrein
og M.Sc. í fjármálaverkfræði frá Col-
umbia-háskólanum í New York.
Tekur við fjármálasviði
Icelandair Group
Eva Sóley
Guðbjörnsdóttir
STUTT