Morgunblaðið - 29.01.2019, Page 17

Morgunblaðið - 29.01.2019, Page 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2019 SMÁRALIND www.skornirthinir.is Síðustu dagar útsölunnar • Hlýir og vatnsheldir • Rennilás að framan • Stamur grófur sóli skór verð 0 14.995 38-42 30-70% afsláttu r Útsölu . Stærðir Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Frans páfi kvaðst í gær óttast blóðs- úthellingar í Venesúela vegna valda- baráttunnar milli Nicolás Maduros, leiðtoga sósíalistastjórnarinnar, og Juans Guaidós, leiðtoga stjórnar- andstöðunnar, sem hefur lýst því yfir að hann hafi tekið við embætti for- seta landsins. Páfi hefur ekki tekið afstöðu til deilunnar þótt kaþólska kirkjan í Venesúela hafi verið mjög gagnrýnin á ríkisstjórn sósíalista vegna efnahagshruns sem hefur leitt til óðaverðbólgu og mikils skorts á lífsnauðsynjum. Guaidó hefur hvatt til allsherjar- verkfalls í Venesúela á morgun til að „krefjast þess að herinn taki afstöðu með þjóðinni“ í deilunni. Hann hvatti einnig til fjöldafunda á laugardaginn kemur til að láta í ljós stuðning við „úrslitakosti“ sex Evrópuríkja sem kröfðust þess á laugardag að boðað yrði til forsetakosninga í Venesúela innan átta daga, ella myndu þau styðja embættistöku Guaidós. Vaxandi óánægja í hernum Herinn hefur stutt stjórn sósíalista frá því að þeir komust til valda undir forystu Hugos Chavez fyrir rúmum 20 árum. Þó hafa komið fram vís- bendingar um vaxandi óánægju með- al hermanna með sósíalistastjórnina vegna efnahagshrunsins. Sósíalistastjórnin hefur einnig not- ið stuðnings hæstaréttar og yfir- kjörstjórnar landsins sem hafa hafn- að kröfu stjórnarandstöðunnar um að efnt verði til þjóðaratkvæða- greiðslu um hvort Maduro eigi að láta af embætti forseta. Stjórnarskrá landsins heimilar slíka þjóðarat- kvæðagreiðslu. Maduro tók við forsetaembættinu árið 2013, eftir að Chavez lést, og hélt embættinu eftir sýndarkosningar í maí á síðasta ári þegar stjórnar- andstaðan sniðgekk þær til að mót- mæla pólitískri kúgun. Sósíalista- flokkurinn missti meirihluta sinn á þinginu í janúar 2016 en hæstiréttur landsins hefur gert löggjafarvald þingsins óvirkt með því að ógilda lög þess og Maduro hefur stjórnað land- inu með forsetatilskipunum. Juan Guaidó er 35 ára og hefur verið forseti þingsins frá 5. janúar. Hann tilkynnti í vikunni sem leið að hann hefði nýtt ákvæði í stjórnar- skránni sem heimilar forseta þings- ins að taka við embætti forseta Vene- súela ef það er laust og hann skírskotaði til þess að Maduro var ekki endurkjörinn með lýðræðis- legum hætti. Guaidó hét því að mynda ríkisstjórn til bráðabirgða og efna til frjálsra og lýðræðislegra kosninga. Mörg lönd, þeirra á meðal Banda- ríkin, hafa lýst yfir stuðningi við Guaidó í deilunni en Kína, Rússland og fleiri ríki styðja Maduro. Norway Maduro gegn Guaidó í Venesúela Heimild: AFP Lönd sem viðurkenna Juan Guaidó sem bráðabirgða- leiðtoga Venesúela Lönd sem viðurkenna eða styðja Nicolás Maduro sem forseta Hvetja til viðræðna eða kosninga Mexíkó Evrópusambandið Sameinuðu þjóðirnar Noregur Rússland Tyrkland Kína Bandaríkin Sex Evrópuríki kröfðust þess á laugardag að Maduro boðaði til kosninga innan átta daga og sögðust ella ætla að viðurkenna embættistöku Guaidós. Maduro hafnaði kröfunni Frakkland Þýskaland Portúgal Bretland Grikkland Ísrael Spánn Holland Íran Norður-Kórea Paragvæ Kúba Bolivía Kanada Perú Chile Argentína Úrúgvæ Kólumbía Ekvador Kostaríka Gvatemala Hondúras Brasilía VENESÚELA Panama Níkaragva Páfi óttast blóðsút- hellingar í Venesúela  Leiðtogi andstæðinga sósíalista hvetur til verkfalla Noregi. AFP. | Háhyrningum hefur fjölgað mjög í Norður-Noregi og er það rakið til þess að aðalfæða þeirra, síldin, hefur fært sig norð- ar vegna hlýnunar sjávar. Ferðaþjónustufyrirtæki hafa notið góðs af þessu og hvalaskoðunar- ferðir hafa notið mikilla vinsælda á svæðinu, meðal annars meðal áhugakafara. Ekki er óalgengt að nokkrir bátar með tugi ferða- manna séu samtímis í sama firð- inum og að bátar og kafarar séu aðeins nokkra metra frá háhyrn- ingum. „Norsk stjórnvöld stefna að því að setja reglur sem lagðar hafa verið til um hvalaskoðunina,“ sagði Tore Haug, sérfræðingur í sjávar- spendýrum við Hafrannsókna- stofnun Noregs í Tromsø. „Hvala- skoðun er góð leið til að fræða fólk um dýrin og líf þeirra í höfunum en of margir hvalaskoðarar geta valdið vandamálum,“ sagði Pierre Robert de Latour, sérfræðingur í háhyrningum. Hann telur að um 1.500 háhyrningar séu við strendur Norður-Noregs, tvöfalt fleiri en fyrir tveimur áratugum. Hann rekur fjölgunina til þess að síldin hafi fært sig norðar á vet- urna vegna hlýnunar sjávar. „Þegar horft er til langs tíma má gera ráð fyrir því að hún færi sig enn norðar. Ef síldarstofnarnir minnka hefur það mjög alvarlegar afleiðingar fyrir hvali, sjófugla og þorskinn.“ AFP Eltir síldina Háhyrningur í firði í Norður-Noregi, nálægt landamærunum að Rússlandi. Háhyrningum hefur fjölgað mjög á þessum slóðum síðustu ár. Hvalaskoðun í sókn í Noregi  Síldin færir sig norðar og háhyrn- ingum fjölgar Veisla Háhyrningur eltir síldar- torfu í firði nyrst í Noregi. Atli Steinn Guðmundsson skrifar frá Ósló Tíu manna kviðdómur í máli fyrrver- andi yfirlögregluþjóns í Ósló, Eiriks Jensens, kvað í gærmorgun upp þann úrskurð að Jensen skyldi vera sýkn af hlutdeild í innflutningi á 14 tonnum af hassi sem hann hafði hlot- ið 21 árs dóm fyrir í Héraðsdómi Óslóar haustið 2017. Kviðdómur vildi hins vegar sakfella Jensen fyrir stór- fellda spillingu þar sem refsiramm- inn er tíu ár. Kristel Heyerdahl dómsformaður tók sér tveggja stunda frest ásamt meðdómurum sínum til að taka af- stöðu til úrskurðar kviðdóms og var niðurstaðan lögð fram klukkan 14 að norskum tíma, 13 að íslenskum. Niðurstöðu kviðdóms var þar vikið til hliðar hvað fíkniefnahlutann snertir. „Dómurinn telur það hafið yfir vafa að Jensen er sekur um fíkniefnabrot og víkur niðurstöðu kviðdóms til hliðar. Málið verður rekið á nýjan leik frá grunni.“ Í 659 áfrýjunarmálum frá 2013 til þessa dags hefur dómari hundsað úr- skurð kviðdóms 37 sinnum, eða í 5,6 prósentum tilvika, 38 sinnum að meðtöldum úrskurðinum í gær. Átján sinnum vék dómari til hliðar sýknuúrskurði kviðdóms, nú 19 sinn- um, og 19 sinnum sektarúrskurði. „Þarna segja þrír löglærðir ein- staklingar bókstaflega „Þetta kunn- um við betur en þið,“ og traðka þar með á valdi þjóðarinnar til að dæma í málum meðbræðra sinna. Svona virkar réttarríki ekki sem á að eiga rætur sínar hjá þjóðinni og vera fyrir þjóðina,“ sagði John Christian Elden, verjandi Jensens, við mbl.is í gær. Sýknuúrskurði kviðdóms hafnað Morgunblaðið/Atli Steinn Guðmundsson Dæmdur Jensen gengur í sal Hér- aðsdóms Óslóar í september 2017.  Mál fyrrverandi yfirlögregluþjóns verður rekið á ný

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.