Morgunblaðið - 29.01.2019, Page 18

Morgunblaðið - 29.01.2019, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ekki verðurannað séðen að yfir- lýsingar fjöl- margra ríkja um stuðning þeirra við sjálfskipaðan leiðtoga Venesúela hafi verið bæri- lega samhæfðar. Donald Trump gaf merkið og svo Trudeau og því næst Theresa May. ESB krafðist þess að Maduro efndi til kosninga innan fárra daga. Litið er á hinn 35 ára gamla Juan Guaido sem leiðtoga stjórn- arandstöðunnar og jafnframt að hann njóti stuðnings meirihluta þingsins, sem að vísu hefur verið sett af. Það gerði Hæstiréttur Venesuela eftir að Nicolas Maduro hafði raðað þar inn „dóm- urum“ sem hann færði að auki það vald sem þing landsins hefur að jafnaði. Maduro, sem er fyrrver- andi strætisvagnabílstjóri og ekki verri fyrir það, virðist kominn allnærri sinni enda- stöð. Hann á ekkert annað skjól eftir en byssukjafta hersins. Þess háttar skjól hefur oft dugað vel í ýmsum löndum Suður-Ameríku. Talið hefur verið fram að þessu að helsta trygging Maduros væri sú að herinn teldi sig ekki eiga annan kost en að hanga í jakkalöfum for- setans, því að yfirmenn hans væru orðnir svo blóðugir upp að öxlum að fyrirmælum hans, að öll önnur framtíð væri dökk eins og í dýfliss- um. Guaido tók því til bragðs að bjóða yfirmönnum hersins skilyrðislausa náðun fyrir að hafa hlýtt skipunum Maduro forseta. Það varð til þess að molna tók nokkuð úr varn- arvegg forsetans, þótt í smáum stíl væri. Guaido, sem nú nýtur viðurkenningar Bandaríkj- anna, Kanada, Bretlands, Brasilíu og fleiri ríkja Suður- Ameríku, gæti því vænst þess að herinn sjái brátt í hendi sér að framtíðin sé hans en ekki Maduros, sem er rúinn trausti og fylgi og þó ekki inn að skinni eins og ríkissjóður landsins, sem býr að auki við milljón prósenta verðbólgu eða svo. Maduro er þó ekki helsti skemmdarverkamaður landsins. Það var fyrirrenn- ari hans, Hugo Cháves, sem tókst á ótrúlega skömmum tíma að breyta þessu einu ríkasta landi Suður-Ameríku í eitt það aumasta. Land sem glorsoltnir íbúarnir flýja frá til nágrannaríkja. Stundum er sagt að með Sovétinu hafi hið hugmynda- fræðilega skjól og lifandi lygi vinstrielítunnar horfið. Því var skrítið hversu lengi og hversu fast hún límdi sig á Cháves og var veik fyrir Fidel Castro og litla bróður allt til enda. Hver man ekki eftir talinu um það hversu „heilbrigðiskerfið“ á Kúbu stæði flestum slíkum framar, í landi þar sem meðallaunin voru 1.000 krónur á mánuði! En það var einmitt slíkt tal sem hafði einkennt svo eftir- minnilega gamla sovétið líka. Þegar það kerfi hrundi til grunna kom í ljós að sú áróðursklisja var innistæðu- laus. Til voru nokkur sjúkra- hús fyrir flokkselítuna sem minntu á meðalsjúkrahús á Vesturlöndum, en hitt var allt eins og gerðist í þriðja- heimslöndum sem lakast stóðu. Það hefur þvælst nokkuð fyrir Jeremy Corbyn, leið- toga Verkamannaflokksins, að vera enn með snert af glýju í augum yfir ímyndaðri snilld kommúnismans og geta því illa sætt sig við að raunveruleikinn í Venesúela sé sá sami og á Kúbu og var í Austur-Evrópu, Simbabve og öðrum ríkjum Afríku sem lentu í hinum illu örlögum. Fullyrt er að Venesúela og Ísland eigi það sameiginlegt að gullforði landanna sé geymdur í Englandsbanka í London. Slíkum forða er ekki blandað saman í geymslum bankans, en stendur sér í kjallara bankans, merktur hverju landi. Okkar forði tekur þar grátlega lítið pláss og veldur ekki úrslitum um fjárhags- stöðu landsins. Sagt er að gullforði Vene- súela þar sé hins vegar 1,3 milljarða dollara virði. Juan Guaido óttist að reynt verði að seilast í þetta fé og hafi því ritað Englands- banka bréf um að ansa ekki neinum óskum varðandi hann frá yfirvöldum á fall- andi fæti í Caracas. Sam- kvæmt fréttum CNN og fleiri hefur Englandsbanki nú ákveðið að kyrrsetja gull- forðann þar til ástandið verði ljósara. Allt ber hér að sama brunni. Vaxandi líkur standa nú til þess að Nicolas Mad- uro forseti nálgist hratt sína endastöð og neyðist kannski til að hoppa af vagninum á næstu stoppistöð sem hann kemur að. Flest bendir til að nú flæði hratt undan Nicolas Maduro } Klukkan tifar, Maduro F yrir skömmu voru göngin undir Vaðlaheiði formlega opnuð. Ég gladdist og fór norður til þess að fagna tímamótunum. Ekki er of- mælt að gleðin hafi skinið af hverri vonarhýrri brá við opnunarathöfnina. Göngin opna nýja möguleika, vegalengdir styttast, atvinnusvæði stækkar og nýjar hug- myndir kvikna. Sveitarfélögin eru mörg og flest smá. Þess vegna var gleðiefni þegar sveitarstjórinn í Þingeyjarsveit sagði í vígslu- ræðu, að nú væri hægt að huga að sameiningu sveitarfélaga beggja vegna heiðarinnar. Stærð- in styrkir. Göngin voru umdeild á sínum tíma og ganga- gerðarmenn lentu í ýmsum hremmingum sem kostuðu sitt. Þá sögu ætla ég ekki að rekja hér, en hélt að hvar sem menn hefðu staðið í þeim deilum myndu allir gleðjast yfir því að nú væri verkinu lokið og vegartálmi horfinn. Því er ekki að heilsa. Á sam- félagsmiðlum sá ég kveða við neikvæðan tón úr mörgum hornum. Í hnotskurn er ástæðan sú að mörgum finnst að þessum göngum hafi verið „svindlað inn í röðina“. Flestir fallast á þjóðhagslega hagkvæmni greiðra sam- gangna. Á sama tíma er deilt um hvernig skipta eigi pen- ingum á milli þeirra mörgu brýnu verkefna sem bíða. Ríkisstjórnin heldur að peningar verði til með því að taka lán sem greitt verði einhvern tíma seinna, en það er auð- vitað engin lausn heldur gamall hugsunarháttur fram- sóknarflokka: Den tid, den sorg. Best fer á því að ákvarðanir sem snerta fyrst og fremst íbúa á ákveðnu svæði séu teknar af þeim sjálfum. Þetta á líka við um vegagerð og önnur mannvirki í almenningseign. Vandinn er sá að landsfjórðungarnir þurfa að sækja fjármagn til Reykjavíkur eins og beiningamenn, þrátt fyrir að miklir fjármunir verði til víða um landið. Sjávarútvegsfyrirtæki hafa hagnast vel á undanförnum árum, svo mjög að þau hafa lagt stóran hluta af hagnaði sínum í fjárfestingar í fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu. Miklar deilur hafa risið um afgjald af sjávarútvegs- auðlindinni, ekki síst vegna þess að það fer allt í „ríkishítina“. Því leggur Viðreisn til markaðstengt gjald sem fari í innviðasjóð í hverju kjördæmi um sig og skiptist milli þeirra í hlutfalli við skipt- ingu veiðiheimilda. Hægt væri að hraða upp- byggingu samgangna, fjarskiptakerfis og heil- brigðisþjónustu. Lítill hluti veiðiheimildanna (3-8%) yrði settur á markað á hverju ári. Afgjaldið ræðst þá af getu fyrirtækjanna en ekki duttlungum stjórnvalda eða emb- ættismanna hverju sinni. Um slíkt kerfi ætti að skapast miklu betri sátt en nú rík- ir og tvær flugur slegnar í einu höggi. Auðvitað héldi sam- eiginleg vegagerð áfram, en í Norðausturkjördæmi hefðu heimamenn t.d. getað ákveðið að setja í nokkur ár einn milljarð í Vaðlaheiðargöng úr sínum landshlutasjóði. Enginn hefði talað um svindl en allir landsmenn glaðir notið samgöngubótanna. Benedikt Jóhannesson Pistill Viðreisn landsbyggðarinnar Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Hæsta orkuverð sem heim-ilum á landinu stendur tilboða vegna raforkunotk-unar og til húshitunar var í dreifbýli á orkuveitusvæði Orkubús Vestfjarða á síðsta ári, eins og verið hefur á undanförnum árum. Heildarverð heimilis þar er nú 315.179 sem er 1,5% hærri kostnaður en á árinu 2017. Heildarorkukostn- aðurinn var hins vegar lægstur á Sel- tjarnarnesi eða 138.557 kr. í fyrra. Hæsta verð fyrir hita og raf- magn í þéttbýli hér á landi er 107% hærra en það lægsta að því er fram kemur í nýjum samanburði Byggða- stofnunar á orkukostnaði heimila sem byggður er á útreikningum Orkustofnunar á kostnaði á árs- grundvelli við raforkunotkun og hús- hitun, á sömu fasteigninni sem notuð er til viðmiðunar á nokkrum þétt- býlisstöðum og í dreifbýli. Ef eingöngu er litið á raforku- kostnaðinn kemur í ljós að lægsta mögulega verð sem neytendum stendur til boða að meðtöldum flutn- ings- og dreifingarkostnaði fæst á Akranesi, í Mosfellsbæ, á Sel- tjarnarnesi og í Reykjavík, um 79 þúsund krónur. Í dreifbýli hjá Orkubúi Vestfjarða er lægsta mögu- lega verð 53% hærra, eða 120 þús- und krónur. Í þéttbýli er rafmagnsverð hæst á orkuveitusvæði Orkubús Vest- fjarða, 91.632 kr. Fram kemur að orkukostnaður í dreifbýli er rúmlega 30% hærri en hæsta verð í þéttbýli. Í þéttbýli er hæsta verð 17% hærra en lægsta verð og hefur munurinn minnkað um 3% frá árinu 2017. Vaxandi munur á algengu verði og því sem er í boði Notendurnir greiða augsýnilega ekki alltaf lægsta verðið sem þeim stendur til boða því þeir geta valið á milli raforkusala en ekki eru allir sem notfæra sér það. Bent er á í um- fjöllun skýrslu Byggðastofnunar að notendum virðist ekki vera almennt ljóst að þeim er heimilt að kaupa raf- orku af hvaða sölufyrirtæki sem þeir kunna að kjósa en þau eru nokkur og með mismunandi verð. „Lægsta mögulega verð er það verð sem not- endur geta fengið með því að velja orkusala sem býður lægsta söluverð á raforku á hverjum tíma. Munur á milli lægsta mögulega verðs og al- gengasta verðs hefur vaxið frá síð- asta ári, var mest rúm 2% á höf- uðborgarsvæðinu og á Akranesi en er nú mestur tæp 4% á sömu stöðum. Annars staðar er algengur munur um 2%,“ segir í skýrslu Byggða- stofnunar. Samanburðurinn leiðir enn fremur í ljós að þegar kemur að hús- hitunarkostnaði er munurinn öllu meiri en á raforkukostnaðinum. Lægsti húshitunarkostnaðurinn er nú á Seltjarnarnesi, 59.924 kr., og því næst koma Flúðir þar sem hann er 60.492 kr. og Mosfellsbær 79.804 kr. Munurinn á hæsta og lægsta verði á landinu er 226%. „Fyrir ári var lægsta mögulega verð hæst á orkuveitusvæði RARIK í dreifbýli, hjá Orkubúi Vestfjarða í dreifbýli, á Hólmavík, í Grundarfirði, í Neskaupstað, á Reyðarfirði og í Vopnafjarðarhreppi kr. 191.666. Hefur sá kostnaður hækkað um tæp 2% og er nú kr. 195.134. Þá voru Bol- ungarvík, Ísafjörður og Patreks- fjörður einnig með hæstan kostnað árið 2017, kr. 191.666, en hefur nú lækkað í kr. 189.996,“ segir í umfjöll- un um húshitunarkostnaðinn. Bent er á að með notkun varma- dælna myndi húshitunarkostnaður, þar sem nú er bein rafhitun, lækka að jafnaði um 50%. Á tólf svæðum á landinu gæti sú lækkun numið um 100.000 kr. fyrir meðalheimili á árs- grundvelli. 226% munur á kostn- aðinum við húshitun Kostnaður við rafmagnsnotkun og húshitun Heildarkostnaður, krónur á ári* – lægsta mögulega verð** RARIK, dreifbýli án hitaveitu Orkubú Vestfj., dreifb. án hitav. Grundarfjörður Neskaupstaður Vopnafjarðarhreppur Hólmavík Reyðarfjörður Höfn Seyðisfjörður Bolungarvík Ísafjörður Patreksfjörður Vestmannaeyjar Siglufjörður Blönduós Veitur ohf., dreifbýli Dreifb. á Norðurl., með hitav. Akranes Stykkishólmur Hvolsvöllur Borgarnes Egilsstaðir Dalvík Selfoss Grindavík Keflavík Hafnarfjörður Reykjavík Húsavík Akureyri Sauðárkrókur Hveragerði Seltjarnarnes Flúðir Hvammstangi Fjarðabyggð Dalabyggð Eyrarbakki Þorlákshöfn Mosfellsbær 313.464 315.179 281.398 281.398 281.398 286.766 281.475 269.160 269.160 281.628 281.628 281.628 224.123 239.340 248.712 248.403 228.239 187.973 187.084 236.216 179.984 172.032 181.120 177.263 172.151 174.139 193.167 190.245 184.528 178.530 174.588 197.876 138.557 146.756 179.132 232.524 248.712 189.475 175.440 158.437 *Miðað við einbýlishús, 140 m2 að grunnfleti og 350m3, 4.500 kWst í almennri rafmagns- notkun og 28.400 kWst við húshitun. **Samkvæmt gjaldskrá 1. sept. 2018. Heimild: Byggða- stofnun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.