Morgunblaðið - 29.01.2019, Blaðsíða 21
UMRÆÐAN 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2019
Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is
Láttu drauminn rætast.
Þegar menn sjá til-
efni til að gera viðmæl-
endum sínum upp af-
stöðu, þá er umræðan
farin að snúast um til-
finningar. Það virkar
stundum. Sérstaklega
þegar menn hafa
áunnið sér virðingu í
störfum sínum og eiga
því málefnalega inn-
eign.
Tómas Ingi Olrich var einn tólf
þingmanna sem stóðu bæði að setn-
ingu laga um að meginmál EES-
samningsins skyldi hafa lagagildi
hér á landi árið 1993 og um innleið-
ingu frelsis í raforkuviðskiptum árið
2003. Það er því eðlilegt að hlustað
sé, þegar hann mælir.
Það hryggir mig því að Tómas
Ingi Olrich hafi í grein sinni í þessu
blaði þann 23. janúar sl. séð tilefni til
að gera mig að sérstökum Evrópu-
sambandssinna, þegar hann á að vita
betur. Hryggir mig meira en að
hann hafi í reynd sagt mig latan eða í
það minnsta verklausan.
Tómas Ingi tekur útgangspunkt í
orðum mínum í grein sem birtist í
Bændablaðinu um garðyrkjubænd-
ur og „fjórða“ orkupakka Evrópu-
sambandsins.
Nú er ekki víst að lesendur
Morgunblaðsins hafi lesið Bænda-
blaðið. Í grein minni sagði: Ég hygg
að vetrarpakkinn svokallaði, sem
einnig er kallaður hreini orkupakk-
inn og er í raun fjórði orkupakki
Evrópusambandsins, komi með vísa
að reglum sem henti garðyrkju-
bændum. Geri kröfur til dreifiveitna
vegna þeirrar þróunar að sam-
blöndun hugtakanna neytandi og
framleiðandi er orðin að veruleika
með nýju hugtaki, sem er á ensku:
producer + consumer = prosumer.
Geri ráð fyrir smáum orku-
samfélögum. Nái utan um tækninýj-
ungar um geymslu rafmagns. Sú
byltingarkennda þróun sem virðist
yfirvofandi í orkumálum felur í sér
tækifæri. Evrópa er í forystu þess-
arar þróunar. Forystuhlutverk Evr-
ópu er afleiðing af þeirri þróun sem
orðið hefur í regluverki Evrópu í
orkumálum síðustu áratugina. Ég
tel líklegt að fyrir garðyrkjubændur
og landeigendur almennt, sé yfirvof-
andi þróun Evrópuréttarins í orku-
málum tækifæri miklu frekar en
ógnun. Þeir hafi því sérstaklega
mikla hagsmuni af málefnalegri um-
ræðu um þessi mál.
Með þessu var hvatt til málefna-
legrar umræðu og kannast ég ekki
við að hafa setið aðgerðarlaus á bið-
stofunni í þeim efnum. Kom meðal
annars að stofnun ÁORKU, félags
lögfræðinga með áhuga á orkurétti,
á síðasta ári og gegni nú formennsku
í því félagi. Tilgangur félagsins er
m.a. að efla málefnalega umræðu um
orkurétt. Þar er af mörgu að taka.
Þriðji orkupakkinn er bara eitt
þeirra atriða. Það er erfitt að sitja
hjá, þegar ítrekað er logið upp á
hann og hann sagður snúast um eitt-
hvað allt annað en hann gerir í
reynd. Þess vegna steig ég fram í
þessa umræðu með skrifum í
Bændablaðið.
En aftur að málefninu.
Ef hafna á þriðja orkupakkanum,
gerum það þá vegna raunverulegs
hagsmunamats.
Í umræðum á Alþingi 1992-93 rök-
studdi Tómas Ingi lögfestingu EES-
samningsins með því að hann teldi
ávinninginn meiri en ágallana. Þá
fór fram valdframsal sem svo sann-
anlega reyndi á stjórnarskrá okkar.
Síðan þá hefur nokkrum sinnum far-
ið fram valdframsal sem teygir enn
frekar á stjórnarskrá okkar, s.s. í
tengslum við Schengen-samkomu-
lagið, lögfestingu núgildandi sam-
keppnislaga árið 2005, þátttöku okk-
ar í Flugöryggisstofnun Evrópu árið
2011, innleiðingu reglna um fjár-
málamarkaðinn árið 2012 og við inn-
leiðingu persónu-
verndarlöggjafarinnar
árið 2018. Er þetta
óheillaþróun eða óhjá-
kvæmileg afleiðing þess
að vera þátttakandi í
samfélagi þjóðanna? Sú
umræða er mikilvæg.
Tökum hana.
Slík umræða hefur
vissulega eitthvað með
orkumál að gera, enda
eru þau hluti af EES-
samningnum. En það er
ómálefnalegt að spila á tilfinningar
þjóðarinnar til orkuauðlinda sinna
og gera þriðja orkupakkann að vopni
í þeirri umræðu. Það sjáum við þeg-
ar við gefum okkur tíma til að íhuga
hvað raunverulega felst í þriðja
orkupakkanum.
Í honum er einkum verið að
breyta reglum um eftirfarandi at-
riði: 1) sjálfstæði landsbundinna
eftirlitsaðila (Orkustofnun), 2) eft-
irlit með raforkuflutningi milli landa
(ACER/ESA), 3) uppskiptingu raf-
orkufyrirtækja (og Ísland hefur
samið sig frá þeim kröfum), 4) val-
kosti við kröfuna um sjálfstæð flutn-
ingsfyrirtæki raforku, sem ekki eiga
við á Íslandi.
Ef andstaða við þriðja orkupakk-
ann snýst í reynd um að vinda ofan
af ákvörðunum sem teknar voru við
innleiðingu fyrsta orkupakkans árið
2003, viðurkennum það þá. Eins og
fram kemur í frumvarpi er varð að
raforkulögum árið 2003, þá byggðist
frumvarpið á tilskipun Evrópusam-
bandsins og vinnu stjórnvalda frá
1996. Á árinu 1998 var samþykkt
þingsályktunartillaga um framtíðar-
skipan orkumála (122. löggjafar-
þing) þar sem Alþingi fól iðnaðar-
ráðherra að ráðast í vinnu með það
að markmiði taka upp að evrópskri
fyrirmynd markaðsumhverfi á sviði
raforkuviðskipta. Það var vandað til
verks og meðvitað verið að innleiða
frelsi í viðskiptum með raforku.
Lögfesting eða höfnun þriðja orku-
pakkans mun engu breyta um þá
stöðu. Við búum við þetta frelsi
hvernig sem þriðja orkupakkanum
reiðir af.
Úr biðstofu 2009 gerðanna liggja
nokkrar leiðir. Sumar troðnar, aðrar
ekki. Sjálfstæði og fullveldi snúast
um að geta tekið ákvörðun sem
hentar okkar hagsmunum best.
Tökum ákvörðun á grundvelli stað-
reynda og hagsmunamats. Ræðum
málefnin. Ekki fólkið.
Snýst málið um
þriðja orkupakkann?
Eftir Hilmar
Gunnlaugsson
Hilmar Gunnlaugsson
» Lögfesting eða höfn-
un þriðja orkupakk-
ans mun engu breyta
um þá stöðu. Við búum
við þetta frelsi hvernig
sem þriðja orkupakk-
anum reiðir af.
Höfundur er lögmaður
og LLM í orkurétti.
Mikil umræða hefur
átt sér stað um málefni
hjúkrunarheimila
undanfarin ár og færist
sífellt í aukana. Upp úr
stendur viðvarandi
skortur á hjúkrunar-
rýmum og hins vegar
fjölþættur vandi sem af
því leiðir, en einnig
fjárhagslegur rekstrar-
vandi þeirra heimila
sem starfandi eru. Ráðandi stjórn-
völd á hverjum tíma bera við skorti á
hjúkrunarrýmum; mjög sérkennilegt
vandamál því fjölgun þeirra er al-
gjörlega undir sömu stjórnvöldum
komin. Ekki hjálpar að stjórnvöld
virðast sjá það sem vanda einhvern
tíma í framtíðinni að öldruðum fjölgi
umfram aðra aldurshópa. En sú
framtíð er núna. Það má best marka á
því að þrátt fyrir þá fjölgun hjúkr-
unarrýma sem þó hefur orðið hafa
biðlistarnir ekki tæmst nema síður sé.
Það á fullkomlega við um Brákarhlíð í
Borgarnesi.
Brákarhlíð (DAB) var upphaflega
byggt sem dvalarheimili og heim-
ilisfólk alls 55 þegar flest var enda
gert ráð fyrir tvíbýli í sumum her-
bergjanna sem þó voru lítil. Fyrir
réttum 30 árum voru fyrstu hjúkr-
unarrýmin þar samþykkt, 12 alls, sem
komu í stað jafn margra dvalarrýma.
Þarna var eingöngu um að ræða við-
urkenningu á þeirri staðreynd að
margt heimilisfólk var í brýnni þörf
fyrir hjúkrunarþjónustu og naut
hennar við erfiðar aðstæður því hús-
næðið sjálft var hið sama. Það gat
ekki gengið til lengdar en samt og
þrátt fyrir ítrekaða eftirgangsmuni
stjórnenda dvalarheimilisins liðu tutt-
ugu ár þar til heimild fékkst til ný-
framkvæmda og þá skv. svokallaðri
leiguleið. Eigi að síður fjölgaði
hjúkrunarrýmum nokkuð á þessu
tímabili á kostnað dvalarrýma en eftir
sem áður við alls óviðunandi að-
stæður. Satt bezt að segja er þetta
ekki falleg lesning þegar horft er til
baka en mestu réð gott og hæft starfs-
fólk um að allt lánaðist.
Svo kom að því fyrir tæpum fimm
árum að tekin var í notk-
un ný álma búin 33 full-
komnum hjúkrunar-
rýmum og í kjölfarið
fylgdu breytingar og
endurbætur á eldra hús-
næðinu. Þannig eru nú
alls yfir fimmtíu íbúð-
arrými í Brákarhlíð sem
öll uppfylla skilyrði
hjúkrunarrýma. Þar af
eru 17 rekin sem dvalar-
rými og 35 sem hjúkr-
unarrými. Tvö rými hafa
nú á annað ár verið nýtt sem biðrými
tímabundið í þágu bráðabirgðalausnar
svonefnds fráflæðisvanda Landspít-
alans. Stjórnendur Brákarhlíðar hafa
ítrekað leitað eftir því við stjórnvöld
að fá þessi rými samþykkt varanlega
og að fjölga hjúkrunarrýmum á kostn-
að dvalarrýma en án árangurs. Stjórn-
völd bjóða hins vegar eitt hjúkrunar-
rými á móti hverjum tveimur dvalar-
rýmum. Með öðrum orðum: að loka
jafnframt einu dvalarrými á móti
hverju hjúkrunarrými sem yrði sam-
þykkt.
Svona lagað „meikar ekki sens“,
sagt á nútíma gullaldaríslensku. Að
leggja það til að loka íbúðarrýmum
sem uppfylla öll skilyrði hjúkrunar-
rýma, já láta þau standa auð, er eins
og að menn hafi ekki heyrt ákall sam-
félagsins eftir úrræðum fyrir þá ein-
staklinga sem eru í brýnni þörf fyrir
sólarhringsumönnun á sínum efstu
dögum. Stjórn Brákarhlíðar hefur
ekki og mun ekki ganga að slíkum til-
boðum. Rétt er að minna á í þessu
samhengi að kostnaðarauki Sjúkra-
trygginga Íslands við að gera hvert
dvalarrými sem þegar er fyrir hendi
að hjúkrunarrými er aðeins rúmlega
helmingur þess sem það kostar að
reka nýtt rými í nýju húsnæði og
framkvæmdakostnaður enginn.
Stjórnendur Brákarhlíðar telja að
vísu nauðsynlegt að heimilið hafi upp
á nokkur dvalarrými að bjóða en þau
séu óþarflega mörg við núverandi að-
stæður. Þeim mætti fækka til muna
og samþykkja sem hjúkrunarrými í
staðinn. Með því að leggja eitt dvalar-
rými á móti hverju hjúkrunarrými
sem samþykkt væri má fjölga þeim
síðarnefndu um 8-10 í Brákarhlíð
Og Brákarhlíð býr yfir fleiri mögu-
leikum. Í nýju álmunni eru nokkur
vannýtt sameiginleg rými. Þau eru
þannig tilkomin að þegar nýja álman
var byggð var það sögð afdráttarlaus
stefna stjórnvalda að heildarrými
fyrir hvern heimilismann á hjúkr-
unarheimilum skyldi vera 75 m2, þar
af u.þ.b. helmingur einkarými. Nú
hefur þetta heildarrýmisviðmið verið
lækkað í 65 m2. Það skapar svigrúm
til fjölgunar hjúkrunarrýma í nýju
álmunni um fjögur með nokkurra
vikna fyrirvara. Fyrir Brákarhlíð
væri það sanngirnismál að orðið yrði
við ósk um þá breytingu sem hér er
nefnd í ljósi lækkaðs viðmiðs stjórn-
valda um heildarrými fyrir hvern
heimilismann. Nú miða Sjúkratrygg-
ingar húsnæðisframlagið við lægra
viðmiðið og taka því engan þátt í
kostnaði við þá 10 m2 sem út af standa
fyrir hvert rými.
Hér hefur verið vakin athygli á
möguleikum til fjölgunar hjúkrunar-
rýma í Brákarhlíð um ein 10-14 rými
með skjótum hætti og ýmist með eng-
um eða litlum stofnkostnaði. Það
virðist ekki ná eyrum þeirra sem eiga
að heyra. Um það vitnar nýlegt svar
heilbrigðisráðuneytisins við tveggja
ára gömlu erindi stjórnar Brákar-
hlíðar. Að beita því sem rökum að
ekki séu biðlistar eftir hjúkrunar-
rýmum í fjarlægum héruðum eru
léttvæg rök gegn því að verða við
óskum um fjölgun hjúkrunarrýma í
Brákarhlíð þar sem eru viðvarandi
biðlistar. Sama má segja um það að
beita fyrir sig fjárskorti. Ef það eru
heilindi að baki fyrirheitum um fjölg-
un hjúkrunarrýma í hundraðavís er
óhjákvæmilegt að gera ráð fyrir
rekstrarfé til þeirra.
Hjúkrunarrýmaskorturinn
og sérstakar myndir hans
Eftir Jón G.
Guðbjörnsson
» Að loka íbúðar-
rýmum sem uppfylla
öll skilyrði hjúkrunar-
rýma, já láta þau standa
auð, er eins og að menn
hafi ekki heyrt ákall
samfélagsins …
Jón G. Guðbjörnsson
Höfundur er formaður stjórnar
Brákarhlíðar í Borgarnesi.
Allt um
sjávarútveg