Morgunblaðið - 29.01.2019, Síða 29

Morgunblaðið - 29.01.2019, Síða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2019 NÝTT – Veggklæðning Rauvisio Crystal • Mikið úrval lita og áferða • Auðvelt í uppsetningu og umgegni • Framleiðum eftir óskum hvers og eins • Hentar fyrir heimili, vinnustaði og almenningssvæði Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987. Fanntófell ehf. | Gylfaflöt 6-8 | 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Í dag gætir þú fengið skemmtilega gjöf eða fé sem kemur sér vel. Orðspor þitt er samt mikilvægara en peningar í banka. 20. apríl - 20. maí  Naut Að bíða eftir og hlakka til léttir lund- ina. Líttu á broslegu hliðarnar á tilverunni og brettu upp ermarnar til athafna. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Peningum sem þú eyðir í dag til að fegra heimilið er vel varið. Vertu óhræddur við að leita svara, jafnvel þótt þú vitir að einhver þeirra séu ekki eins og þú hefðir kosið. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ert einstaklega frjó/r í hugsun í dag. Ekki taka mikilvægar ákvarðanir á meðan þú ert uppfull/ur af reiði. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Rifrildi við maka og fjölskyldumeðlimi eru líkleg í dag. Þú gleðst yfir góðum fréttum af ættingja. Losaðu þig við óþarfa hluti. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú hefur mun meiri áhrif á um- hverfi þitt en þú sjálf/ur heldur. Þú átt nóg af samúð fyrir alla þá sem til þín leita. Gamall vinur mun leita ráða hjá þér í viðkvæmu máli. 23. sept. - 22. okt.  Vog Skiptu þér ekki af öðrum í of miklum mæli og reyndu ekki að bjarga heiminum. Þér finnst of mikill hægagangur á ýmsu en ekki þrýsta um of á fólk. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Skilaboð sem þér berast kunna að reynast áhrifamikil ef þú ákveður að fara eftir þeim. Axlaðu ábyrgð í vissu máli. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Vináttan er peningum mikil- vægari. Þú átt alltaf síðasta orðið í öllum rimmum. Værir þú til í að breyta því? Mundu að enginn er fullkominn, ekki einu sinni þú. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er áhugamál hjá þér að vera ávallt á réttum tíma. Læstu veskið niður og krítarkortin með og náðu ekki í þau aftur hvað sem tautar og raular. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þeir sem valdið hafa virðast eitthvað viðkvæmir í samskiptum í dag. Þú hefur ekki roð við unga fólkinu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú munt hugsanlega játa ein- hverjum ást þína í dag. Ekki setja aðra á stall, fallið af honum verður þér svo sárt. Barnabörnum fjölgar á árinu. Guðmundur Arnfinnsson yrkirá Boðnarmiði: Á Klaustri einn kátur legáti og klámfenginn saup á mungáti, hann fékk sér einn, tvo og fjölmarga svo loks fullur hann sprakk í Blakkáti. Skemmtileg orðaskipti voru á Boðnarmiði nú um helgina vegna öldrykkju á Klausturbar og hóf- ust með því að Indriði á Skjald- fönn rifjaði upp vísu sem Jóhann bróðir hans kenndi honum en Jó- hann var í Bændaskólanum á Hvanneyri 1965-1967. Nokkrir Skagfirðingar voru þar við nám og slösuðu tveir þeirra sig þar við smíðar. Um það orti Bragi Húnfjörð Kárason eftirfarandi vísu: Hefluðu á sér beinin ber, báðir af því státa. Skagfirðingar skemmta sér á skelfilegan máta. Indriði spurði síðan hvort ekki gæti verið að Gunnar Bragi væri eitthvað skyldur þessum Hvann- eyringum. Ofstuðlun kom einnig til um- ræðu. Dagbjartur Dagbjartsson rifjaði upp stöku sem Einar á Reykjarhóli orti: Féll um hnjóta hjörð úr hor hún ei fóta gáði. Þetta ljóta lambskinnsvor loksins þrjóta náði. Dagbjartur lét þess síðan getið að lambskinn voru þá í einhverju verði – hann vissi ekki hverju en munaði um allt í harðindum. Þá var ort (Jónas í Hróarsdal?): Ég er frá og ekkert veit óðarskrá að hnuðla þó þeir fái framm í sveit fjögur H í stuðla. Sigurlín Hermannsdóttir segir frá því á fésbók að móðir sín hafi farið með þessa hugljúfu vísu fyr- ir sig í den. Sér finnist hún passa ágætlega í byrjun þorra og spyr hvort nokkur viti um höfundinn: Sittu, stattu, sértu og vertu í sýrukeri undir þér og yfir veri úldin húð af grárri meri. Víst vildu margir geta tekið undir með Pétri Stefánssyni þegar hann segir: Ég er léttur, lundin góð, ljóð og glettur rita. Í mig skvetti, elsku fljóð, allir þetta vita, Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Enn af klaustri og um ofstuðlun „Bíllinn er gjörónýtur. hvernig á ég aÐ komast heim?” „hann vill fá þessa bók um galdra.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að fljúga í snatri til hennar þegar hún biður. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÞETTA REYNIR MJÖG MIKIÐ Á EÐA, KANNSKI EKKI MJÖG MIKIÐ BARA NÓGU MIKIÐ VEIDDIRÐU EITTHVAÐ Í KVÖLDMATINN? NEI! ÉG GAT ÞAÐ EKKI! ÞAÐ ER SVO MISK- UNNAR LAUST!! HVAÐ MEINARÐU! MENN HAFA VEITT FISK FRÁ ÓMUNATÍÐ! MÁ VEL VERA, EN ÉG VINGAÐIST VI Ð ÁNAMAÐKANA! Það leynist ýmislegt á alnetinu ogsjálfsagt misgáfulegt eins og gengur. Víkverja rak í rogastans um helgina þegar hann var að lesa sér til um hinn fornfræga klúbb í enska boltanum, Arsenal. Liðið leikur heimaleiki sína á Emirates-vellinum í Lundúnum og á wikipedia-síðu vallarins má lesa að hann tekur 60.260 í sæti. Á sömu síðu var stað- hæft að eigandi vallarins væri Jesse nokkur Lingard. Víkverji vissi ekki betur en sá hefði í sig og á með knatt- sparki norður í landi, nánar tiltekið hjá Manchester United. Jú, það stóð heima. Í ljós kemur að hér var bara um að ræða sprell einhverra net- verja. Lingard á ekkert í vellinum sjálfum en frammistaða hans í leik Arsenal og Manchester United á téðum velli á föstudagskvöld ku hafa verið með þeim hætti að viðkomandi töldu hann geta gert tilkall til vallar- ins. x x x Sama hversu ánægjulegur sigurnorðanmanna í höfuðstaðnum var þá gekk nú eitt og annað á í öðr- um bikarleikjum um helgina. Ever- ton tapaði fyrir Millwall og Totten- ham-menn voru sendir í kalda sturtu af Roy Hodgson og Crystal Palace. Um helgina mátti einnig sjá dæmi þess hvernig nútímafótbolti virkar. Chelsea mætti liði Sheffield Wednes- day, sem er neðarlega í næstefstu deild. Í lið Wednesday vantaði mið- vörðinn Michael Hector, en hann mátti ekki spila þar eð hann er í láni frá Chelsea. Hector hefur aldrei spil- að eina einustu mínútu fyrir Chelsea og mun sjálfsagt aldrei gera það. Hann er orðinn 26 ára og lánssamn- ingurinn við Wednesday er sá fimm- tándi sem hann gerir á ferlinum. Þátttaka hans hefði að líkindum ekki breytt miklu fyrir úrslitin en þar eð Hector er fastamaður í liðinu er galið að hann hafi ekki mátt spila. Þess má geta að Chelsea á núna 42 leikmenn sem eru í láni hjá öðrum liðum. x x x Það er margt furðulegt í þessariveröld. Nú heitir til að mynda veðurspá frá Veðurstofu Íslands ekki lengur veðurspá heldur hugleiðingar veðurfræðings. vikverji@mbl.is Víkverji Lofaður sé Drottinn, Guð Ísraels, því að hann hefur vitjað lýðs síns og búið honum lausn. (Lúk: 1.68)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.