Morgunblaðið - 29.01.2019, Síða 33
AF LISTUM
Nína Hjálmarsdóttir
ninahjalmars@gmail.com
Gjörningurinn Mengi Takeover:
Konulandslag fór fram síðastliðið
föstudagskvöld í listarýminu Mengi
og var hann hluti af gjörningaröð
rannsóknarverkefnis Önnu Kol-
finnu Kuran. Anna er menntaður
dansari en það var í meistaranámi
hennar í performansfræðum við
New York-háskóla sem hugmyndin
að Konulandslagi kviknaði og hefur
verkefnið tekið á sig ýmis form síð-
an með mismunandi gjörningum.
Með verkefninu spyr Anna spurn-
inga um kvenlíkamann og rými,
hvar er rými fyrir konur og hvar
þurfa þær að gera innrás til að fá
pláss? Rannsóknir sýna að konur
eru félagsmótaðar til að taka minna
pláss en karlmenn í almennings-
rými, líkamlega og andlega. Sem
dæmi þá víkja þær frekar undan
karlmönnum á troðnum gang-
stéttum. Lokaverk Önnu í skól-
anum tengist þessu, en það fólst í
því að hún fékk hóp af ólíkum kon-
um til að mynda fylkingu úti á
breiðgötu og ganga síðan hægt og
þétt saman eftir götunni. Gjörning-
urinn var síðan endurtekinn á göt-
um Rio de Janeiro í Brasilíu. Hug-
myndin um hvernig konur skapa
sér pláss í almannarými vekur
áhugaverðar spurningar.
Minnti á upphafinn englakór
Í Mengi á föstudaginn kom
fram hópur kvenna á öllum aldri,
en þó í meirihluta ungir dansarar.
Þær voru klæddar í rautt, sem kall-
ar fram tengsl við blóð, blæðingar,
eld, reiði, byltingu, Rauðahafið,
o.s.frv. Gjörningurinn fór þannig
fram að konurnar leiddu áhorf-
endur með sér í eins konar hug-
leiðsluathöfn með seiðandi söng
sem magnaðist í gegnum verkið. Í
fyrstu minnir söngurinn á upphaf-
inn englakór en þegar á líður vekur
hann hjá manni nostalgíu eða sökn-
uð, eins og um sé að ræða bergmál
úr fortíðinni. Þar sem konurnar
ganga á milli áhorfenda eru þær
blíðar og kurteisar gagnvart okkur
áhorfendum, og minna á sírenur
Ódysseifskviðu, fljótandi um rýmið
með dreymandi augnaráð. Afstaða
þeirra er þannig fremur óræð, per-
sónuleikalaus, sem skapar tilfinn-
ingu fyrir heild og samstöðu þeirra
á milli.
Allt tempóið í gjörningnum er
hægt og flæðið samfellt frá upphafi
til enda, kærkomin tilbreyting í
heimi hraða og áreitis. Í athöfn sem
þessari skapast tími til að spyrja sig
ótal spurninga: hvernig eru þær að
taka pláss núna, voru áhorfendur
ekki þegar búnir að gefa þeim
plássið með því að mæta á gjörning-
inn – og í ljósi fyrri verka Önnu
Kolfinnu vaknar sterkt spurningin
um hvernig áhrifin núna í lokuðu
listarými eru öðruvísi en þau væru í
almenningsrými á götu í stórborg.
Óður til samstöðu kvenna
Í umfjöllun um verkið kemur
fram að bak við það búi hugmyndin
um samstöðu og systraást.
Í því samhengi vakna enn fleiri
spurningar: hvað þýðir það að leika
hlutverkið „kona“, eða að vera tákn
fyrir „systur“, undir því yfirskini að
þær eigi að þurfa að taka pláss,
hvað eru konurnar að líkamna með
því að búa til svona persónuleika-
lausa heild, er systraheild kannski
enn önnur staðalímynd yfir konur,
– og ekki síst: ef flytjendur og
áhorfendur upplifa valdeflingu
kvenna, hvers vegna?
Það er magnað hvað tiltölulega
einföld athöfn eins og hér um ræðir
nær að vekja margar spurningar.
Kannski er það einmitt ætlunar-
verk höfundar að með fagurri nær-
veru og blíðum söng, sem oft er
tengt við „hið kvenlæga“, myndu
flytjendurnir valdeflast í rýminu. Í
staðinn fyrir að leita í „aggressjon“
sé hægt að endurheimta hið blíða,
og notfæra sem kraft til breytinga.
Konulandslag er óður til samstöðu
kvenna, og óður til femínisma og
byltinga, og fjallar um efni sem er
samfélaginu öllu afar hugleikið á
þessum tímum, eins og á fyrri tím-
um og í framtíðinni.
Konur sem taka pláss
» Það er magnaðhvað tiltölulega ein-
föld athöfn eins og hér
um ræðir nær að vekja
margar spurningar.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Gjörningurinn Konurnar sem komu fram í verki Önnu Kolfinnu Kuran voru „klæddar í rautt, sem kallar fram
tengsl við blóð, blæðingar, eld, reiði, byltingu, Rauðahafið, o.s.frv.“ skrifar dansrýnir Morgunblaðsins.
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2019
ICQC 2018-20
Ofurhetjumyndin Black Panther,
Svarti pardusinn, hlaut aðal-
verðlaun SAG, samtaka leikara í
kvikmyndum og sjónvarpi í Banda-
ríkjunum, um nýliðna helgi. Hlaut
myndin verðlaun fyrir besta hóp
leikara í kvikmynd, sem þykir jafn-
ast á við verðlaun fyrir bestu kvik-
mynd á öðrum verðlaunahátíðum.
Myndin hlaut einnig verðlaun fyrir
bestan hóp áhættuleikara.
Enska leikkonan Emily Blunt
hlaut verðlaun fyrir leik sinn í A
Quiet Place, sem besta leikkona í
aukahlutverki, þótt hún sé í einu af
aðalhlutverkum kvikmyndarinnar,
en líklega var hún sett í þann flokk
þar sem hún var tilnefnd fyrir best-
an leik í aðalhlutverki fyrir Mary
Poppins Returns. Hún hlaut þau
verðlaun hins vegar ekki, heldur
Glenn Close fyrir The Wife.
Á vef breska ríkisútvarpsins,
BBC, segir að verðlaunin hafi breytt
stöðunni hvað Óskarsverðlaunin
varðar því nú eigi Black Panther
virkilega möguleika á að hljóta verð-
laun sem besta kvikmyndin.
Af öðrum verðlaun SAG eru þau
helst að Rami Malek var valinn
besti leikari í aðalhlutverki fyrir leik
sinn í Bohemian Rhapsody og Ma-
hershala Ali hlaut verðlaun sem
besti leikari í aukahlutverki fyrir
Green Book, þótt hann sé í öðru
tveggja aðalhlutverka þeirrar
myndar.
Besti leikarahópur dramatískrar
þáttaraðar var sá sem leikur í This
Is Us og í gamanþáttaflokki leikar-
arnir í The Marvellous Mrs Maisel.
Besti leikari í dramaþáttum varð
Jason Bateman fyrir Ozark og besta
leikkona Sandra Oh fyrir Killing
Eve. Þá hlaut Patricia Arquette
verðlaun fyrir Escape at Danne-
mora í flokki stuttra þáttaraða og
Darren Criss fyrir The Assassin-
ation of Gianni Versace.
Svarti pardusinn sig-
ursæll á SAG-hátíð
Leikarar verðlauna kollega sína
AFP
Glaður Chadwick Boseman, sá sem
leikur Svarta pardusinn, þakkar
fyrir sig og sína á SAG-verðlaunum.
Heiti virtustu
bókmenntaverð-
launa sem veitt
eru í Bretlandi ár
hvert, Man
Booker-verð-
launanna, mun
breytast eftir að
stjórnendur
Man-fjárfest-
ingarsjóðsins
ákváðu að hætta
að styrkja verðlaunin. Sjóðurinn
hefur styrkt framkvæmdina og
greitt verðlaunaféð undanfarin 18
ár og þann tíma hefur heiti fyrir-
tækisins verið í heiti verðlaunanna.
Í The Guardian er haft eftir tals-
manni The Booker Prize-stofnunar-
innar að viðræður séu þegar hafnar
við vænlegan styrktaraðila fyrir
næsta ár en áður verði að venju
veitt hin hefðbundnu Booker-
verðlaun – fyrir höfunda sem skrifa
á ensku og einnig hin alþjóðlegu
Booker-verðlaun – í síðasta sinn
með Man-forskeytinu.
Man fer af Booker-
verðlaununum
Anna Burns hreppti
„Bookerinn“ í fyrra.
Aðeins viku fyrir
frumsýningu Óp-
erunnar í Malmö
á Hollendingnum
fljúgandi eftir
Wagner hurfu
hljómsveitarnót-
urnar sporlaust
þegar verið var
að flytja þær milli
staða á hjóli. Frá
þessu er greint á vef sænska ríkis-
útvarpsins. Torgny Nilsson, tals-
maður óperunnar, vísar því á bug að
frumsýningin sé í hættu þrátt fyrir
að sex mánaða vinna liggi í glötuðu
nótunum í formi fyrirmæla um túlk-
unarleiðir og styrkleikabreytingar.
„Við þurfum að hafa hraðar hendur
við að útvega nýjar nótur og margir
munu þurfa að leggja hart að sér til
að þetta náist.“
Hurfu sporlaust
Richard Wagner