Morgunblaðið - 29.01.2019, Qupperneq 36
Helga Rós Indr-
iðadóttir sópran
og Bjarni Frí-
mann Bjarnason
píanóleikari
koma fram á
fyrstu Kúnst-
pásu-tónleikum
Íslensku óper-
unnar í Norður-
ljósum í dag kl.
12.15. Helga Rós flytur aríur úr óp-
erum eftir Wagner og Verdi. Helga
Rós þreytti frumraun sína hjá Ís-
lensku óperunni 2014 í hlutverki El-
isabettu í Don Carlo. Hún á að baki
farsælan feril við óperuhúsið í Stutt-
gart, þar sem hún fór með fjölmörg
hlutverk auk þess sem hún var gesta-
söngvari við óperuhúsin í m.a. Bonn
og Wiesbaden. Aðgangur er ókeypis.
Helga Rós og Bjarni
Frímann á Kúnstpásu
ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 29. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 641 kr.
Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr.
PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr.
Þórsarar frá Þorlákshöfn eiga tvo
fulltrúa í liði mánaðarins í Dom-
inos-deild karla í körfuknattleik í
Morgunblaðinu. Kinu Rochford var
geysilega öflugur og hefur tekið
flest fráköst allra í deildinni. Baldur
Þór Ragnarsson, þjálfari Þórs, segir
í samtali við blaðið að Rochford
hafi gott nef fyrir fráköstum og sé
með langa handleggi. »2-3
Rochford hefur gott
nef fyrir fráköstum
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Kári Jónsson, landsliðsmaður í
körfuknattleik úr Hafnarfirði, er í
góðum höndum hjá stórliði Barce-
lona þar sem hann er í endurhæf-
ingu eftir aðgerðir á báðum fótum
í lok nóvember. Kári segist í sam-
tali við Morgun-
blaðið vera á
réttri leið, en
gert var ráð
fyrir að þrjá
mánuði tæki,
hið minnsta,
að komast
aftur inn á
völlinn. „Ég er nú
kominn á það stig að
geta hlaupið og fæ að
skjóta aðeins á körf-
una,“ segir Kári meðal
annars. »1
Kári Jónsson í góðum
höndum í Katalóníu
Kaupmannahöfn 2003 og sá engan
annan en hann með 50.000 manns
fyrir aftan mig. Tveimur dögum
seinna voru aðrir tónleikar í
Globen í Stokkhólmi, ég sat
framarlega og eftir tvö eða þrjú
lög gaf hann sér tíma til þess að
heilsa mér. Eftir það hef ég gætt
þess að vera alltaf fremstur og
hann heilsar mér í hvert sinn sem
hann gengur inn á sviðið.“
Á tónleikum 2004 fékk Davíð
eiginhandaráritun frá listamann-
inum. „Hann gaf eina eiginhandar-
áritun og ég fékk hana,“ segir
hann stoltur. Bætir við að hann
hafi líka fengið Paul til þess að
syngja óskalag, „Ram On“, á tón-
leikum í Antwerpen 2012. „Hann
er ekki vanur að flytja óskalög en
sagðist gera það fyrir mig.“
Davíð hefur einu sinni hitt Paul
McCartney. „Ég var á gangi rétt
hjá heimili hans í London, þegar
ég mætti honum með syni sínum.
Ég heilsaði honum og fékk að
faðma hann, en vildi ekki vera
uppáþrengjandi.“
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Tónlistarmaðurinn Paul McCart-
ney fer í tónleikaför til Ameríku í
lok mars, byrjar í Chile og endar í
Los Angeles 13. júlí. „Ég verð
hugsanlega í Bandaríkjunum, þeg-
ar tónleikarnir verða þar, og reyni
að fá miða á tvenna eða þrenna
tónleika en annars bíð ég bara eft-
ir næsta túr í Evrópu,“ segir Davíð
Steingrímsson, sem hefur farið á
52 tónleika með goðinu, síðast í
Glasgow í Skotlandi 13. desember
síðastliðinn.
„Áhuginn á Bítlunum er með-
fæddur og sérstaklega á Paul,“
heldur Davíð áfram. Hann segir að
þegar hann hafi verið sjö ára hafi
hann farið akandi með föður sínum
norður í land. „Hann spilaði Venus
and Mars, nýútkomna plötu með
Wings, alla leiðina fram og til baka
og eftir það varð ekki aftur snúið.
Ég féll algerlega fyrir hljómsveit-
inni og Paul, byrjaði að kaupa plöt-
urnar og smátt og smátt tengdist
ég Bítlunum.“
Áhugi Davíðs á tónlist Pauls hef-
ur haldist óslitinn frá 1975. Hann
segist alltaf bíða spenntur eftir
hverri nýrri plötu enda leggi mað-
urinn sig alltaf vel fram. „Til að
byrja með var „Let It Be“ lagið en
sennilega er „Maybe I’m Amazed“
besta tónleikalagið hans.“
Fyrst í Bandaríkjunum
Davíð, sem rak skemmtistaðinn
Obladi Oblada á Frakkastíg en er
nú með bar á Benidorm á Spáni,
fór fyrst á tónleika með Paul
McCartney í Staples Center í Los
Angeles 2002. „Ég hafði búið í
Bandaríkjunum í nokkur ár og
unnið við golfkennslu og fleira, en
áður en við fluttum heim fór ég á
þessa tónleika og hvílík upplifun!
Þetta var miklu meira en ég hafði
búist við og því hélt ég áfram að
sækja tónleika með Paul.“
Ekki leið á löngu þar til Davíð
komst nánast í snertingu við tón-
listarmanninn frá Liverpool. „Ég
var fremst við sviðið á Parken í
Hefur farið á 52
tónleika með goðinu
Davíð Steingrímsson hefur elt Paul McCartney frá 2002
Á tónleikum Davíð Steingrímsson fylgist vel með Paul McCartney.
BORGHESE model 2826
L 220 cm Leður ct. 15 Verð 489.000,-
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla
SAVOY model V458
L 223 cm Áklæði ct. 70 Verð 305.000,-
L 223 cm Leður ct. 10 Verð 435.000,-
ESTRO model 3042
L 164 cm Leður ct. 15 Verð 325.000,-
L 198 cm Leður ct. 15 Verð 355.000,-
RELEVE model 2572
L 250 cm Áklæði ct. 70 Verð 315.000,-
L 250 cm Leður ct. 15 Verð 459.000,-
MENTORE model 3052
L 162 cm Áklæði ct. 83 Verð 335.000,-
L 201 cm Áklæði ct. 83 Verð 365.000,-