Morgunblaðið - 17.01.2019, Side 1

Morgunblaðið - 17.01.2019, Side 1
VILL UPPGÖTVA NÝJAVINKLAAUKNAR KRÖFUR GERÐAR kór frá Nike sem stækka og minnka eftir þörfum 4 Hlutfallslegur vöxtur fiskeldis frá árinu 2013 hefur verið álíka hraður og hlutfallsleg fjölgun ferðamanna. 7 VIÐSKIPTA Íþróttas Unnið í samvinnu við Krafan um meiri tíðni í flutningi á ferskum afurðum svo þær komist sem fyrst á erlendan markað er ein helsta áskorun í starfi hjá Samskipum. 4 FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2019 Skilmálar líklega samþykktir Líklegt þykir að þeir fjárfestar sem lögðu fé í skuldabréfaútgáfu flugfélagsins WOW air upp á 50 milljónir evra sem lauk hinn 18. september síðastliðinn muni sam- þykkja þær breytingatillögur sem gerðar hafa verið á skilmálum skuldabréfanna. Þrátt fyrir það er upplýsingagjöf félagsins í tengslum við útgáfuna enn til skoðunar hjá skuldabréfaeigendum sem er óháð samþykkt á breyttum skilmálum. Þetta segja heimildamenn Við- skiptaMoggans sem vilja ekki láta nafns síns getið. Atkvæðagreiðslu skuldabréfaeigenda lýkur í dag. Fallið er frá töluvert mörgum af fyrri skilmálum skuldabréfsins en á móti kemur hins vegar inn mjög fjárhagslega sterkur aðili, Indigo Partners, sem ætti að veita fjár- festum ró. Ekki er farið fram á nein afföll á höfuðstól og vextir af bréfunum verða þeir sömu. Eru það atriði sem skipta höfuðmáli að mati heimildamanna Viðskipta- Moggans. Betri fjárfesting en í haust „Í ljósi þess að skuldabréfa- eigendur þurfa ekki að samþykkja neina niðurfellingu á höfuðstól eða lækkun vaxta þá hefði ég haldið, eftir athuganir, að menn ættu að geta sætt sig við það í ljósi þess að það eru umtalsvert meiri líkur á því að fá bréfið endurgreitt að fullu með vöxtum eftir þessar breytingar og eftir að nýr eigandi kom inn en að WOW myndi halda sjálfstætt áfram, með óljósum af- leiðingum,“ sagði einn heimildar- manna ViðskiptaMoggans. Að auki segja viðmælendur blaðsins að fjárfestingin sé að lík- indum betri í dag en í haust að mati heimildarmanna í ljósi þess að búið sé að skala félagið niður, inn sé kominn fjárhagslega sterkur eigandi og skýr stefna hafi verið mótuð. Á meðal þess sem kallað hefur verið eftir í viðræðum samnings- aðila var einmitt staðfesting á því hversu mikið fjármagn Indigo myndi koma með inn í félagið. Í til- kynningu til sænsku kauphall- arinnar staðfesti Skúli Mogensen, eigandi og stofnandi WOW air, að Indigo hygðist setja nægilegt fjár- magn í félagið til þess að snúa rekstri þess við. Þá var þar einnig ítrekað að fallið yrði frá öllum kauprétti færi svo að félagið yrði skráð á markað og tekið var fyrir möguleika þess efnis að halda inni kaupréttum að hluta til. Á meðal helstu breytinga á skil- málum felur í sér að bréfið verður lengt um tvö ár og afskráð úr kauphöll. Þá er fallið frá öllum kauprétti eins og áður segir auk þess sem skuldabréfaeigendur eru færðir aftar í kröfuhafaröð. Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Kröfuhafar WOW air, sem ViðskiptaMogginn hefur rætt við, telja miklar líkur á að breytingatillögur við skuldabréfaútgáfu félags- ins verði samþykktar í dag. Frestur til þess rennur út í dag. Morgunblaðið/Eggert Atkvæðagreiðslu skuldabréfaeigenda lýkur í dag og talið er líklegt að breyttir skilmálar skuldabréfaútgáfunnar verði samþykktir. Úrvalsvísitalan EUR/ISK 1.900 1.800 1.700 1.600 1.500 1.400 17.7.‘18 17.7.‘18 16.1.‘19 16.1.‘19 1.630,33 1.646,49 140 135 130 125 120 124,25 138,35 Gríðarlegar breytingar hafa átt sér stað í alþjóðlegri skatta- samvinnu eftir efnahagshrunið ár- ið 2008. Sérstaklega eftir fund G20-ríkjanna árið 2009 í Lund- únum þar sem því var lýst yfir að „tímabili bankaleyndar“ væri lok- ið. Á árunum 2008-2015 gerði Ís- land 44 upplýsingaskiptasamn- inga við lágskattaríki og hefur tekið þátt í fjölda verkefna sem OECD hefur haldið á lofti í lang- an tíma. Þar á meðal er endur- skoðun á samningsfyrirmynd tvísköttunarsamninga. Að mati Bryndísar Kristjánsdóttur skatt- rannsóknarstjóra markar sameig- inlegur OECD-staðall um upplýs- ingaskipti þáttaskil þar sem upplýsingaskyldum aðilum er skylt að veita upplýsingar um fjáreignir sem erlendir skattaðilar hafa í vörslu. „Þessar reglur eru eitt af því sem markar þáttaskil. En það þýðir ekki að þetta sé bara komið. Við eigum aðeins eft- ir að sjá hvar skórinn kreppir.“ Breyttur heimur skattrannsókna Morgunblaðið/Hari Reglur um upplýsingaskipti marka þáttaskil í heimi skattrannsókna. Hrunið breytti heimi skatt- rannsókna að mati Bryn- dísar Kristjánsdóttur 8 Síðasti ársfjórðungur JP- Morgan var undir væntingum markaðsgreinenda. Risabank- inn stefnir samt í rétta átt. Slær ekki Dimon út af laginu 10 Framleiðendur ópíóðalyfja gætu þurft að greiða tugi milljarða dala í bætur. Hart verður barist fyrir dómstólum. LEX: Verkjalyf sem ber að varast 11 Endurskoðun | Skattur | Ráðgjöf Ernst & Young ehf. Borgartúni 30, 105 Reykjavík ey.is Alþjóðleg þekking - persónuleg þjónusta Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.