Morgunblaðið - 17.01.2019, Síða 8
það hvernig við tökum á málum og hvort við
tökum á málum eða ekki. Ég fullyrði það og
stend og fell með því. Það eru engin svona af-
skipti sem hafa áhrif á það hvernig við tökum
á málum,“ segir Bryndís ákveðin.
Herjað á skattkerfin
Að sögn Bryndísar þarf embætti skattrann-
sóknarstjóra að vísa fjölda mála út af borðinu
en 30 manns starfa hjá stofnuninni.
„Það munar um hvern mann hér og það
liggur fyrir að við förum ekki í öll mál sem við
teljum að rétt væri að fara í. Við getum það
ekki. Málum er forgangsraðað og það er unnið
eftir því. Síðan til viðbótar eru mál almennt
séð orðin miklu flóknari en þau voru og skipu-
lagðari. Sérstaklega í kjölfar hrunsins.“
Bryndís segir að mögulega sé um botnlausa
hít að ræða. Það verði aldrei mannskapur til
þess að rannsaka hvert einasta mál en að
huga þurfi meira að fyrirbyggjandi aðgerðum
innan skattkerfisins.
„En að mínu viti mætti kannski vera aðeins
meira sett í þetta. Af því að það skilar sér
auðvitað til baka. Aukinheldur tel ég æskilegt
að það væri meiri áhersla á greiningarvinnu
og fyrirbyggjandi þætti. Innan skattkerfisins
mætti leggja meiri áherslu á það.“
Alls staðar í hinum vestræna heimi er meira
verið að herja á skattkerfin sem möguleika á
því að ná út fjármunum og þá sem hluta af
skipulagðri glæpastarfsemi. Jafnvel hefur ver-
ið sagt að það sé einfaldara að reyna að fara
einhverjar slíkar leiðir heldur en að flytja inn
fíkniefni eða eitthvað slíkt. Þetta er orðin auð-
lind sem glæpamenn sækja í. Undanfarna þrjá
áratugi hefur umfang skattsvika verið metið á
bilinu 3-7% af landsframleiðslu. Það eru um
10% af heildartekjum hins opinbera, eins og
fram kemur í skýrslu starfshóps um umfang
skattundanskota frá 2017. Bryndís segir þó
allar slíkar tölur velta á þeim forsendum sem
gefnar eru.
Spurð um það hvort einhver mál séu al-
gengari en önnur á borði skattrannsóknar-
stjóra segir Bryndís að nú sé oft ríkari ásetn-
ingur á bak við brotin.
„Það er ríkari ásetningur myndi ég telja og
við höfum um hríð haft áhyggjur af þessum
innskattssvikum. Meðal annars í byggingar-
starfsemi,“ segir Bryndís en um svokölluð
keðjumál er að ræða þar sem rekja má um-
fangsmikil skattsvik til undanskota undir-
verktaka þar sem fyrirtæki nýta sér glufur í
virðisaukaskattskerfinu.
„Þetta er alveg augljós tilhneiging og við
sjáum dæmi um það að ríkissjóður sé að verða
af verulegum fjármunum vegna þessa,“ segir
Bryndís og bætir því við að fólk sé í auknum
mæli að setja upp tilhæfulausa starfsemi til
þess að fá fjármuni greidda úr ríkissjóði.
Reglur sem marka þáttaskil
Talið berst nú að þeim gríðarlegu breyt-
ingum sem hafa átt sér stað í alþjóðlegri
skattasamvinnu á síðustu árum. Árið 2014
undirritaði Ísland samkomulag um að taka
upp sameiginlegan OECD-staðal, Common
Reporting Standard (CRS). Í honum felast
regluleg upplýsingaskipti, án beiðni, þar sem
upplýsingaskyldum stofnunum á borð við
vörslustofnanir og banka er skylt að veita
upplýsingar um fjáreignir sem erlendir skatt-
aðilar hafa í vörslu hjá þeim. Þannig eiga því
upplýsingar um m.a. raunverulega eigendur
reikninga og hlutdeild í hlutafélagi, að geta
flætt til skattyfirvalda í því ríki þar sem skatt-
aðilinn er heimilisfastur. Að sögn Bryndísar
hafði OECD talað lengi fyrir aukinni sam-
vinnu á milli ríkja en fjármálahrunið árið 2008
varð þess valdandi að pólitískur vilji og þrýst-
ingur varð nægjanlegur til þess að hrinda
þeim stefnumálum í framkvæmd. Sú þróun er
enn á fleygiferð en einn af upphafspunktunum
var að mati Bryndísar, fundur G20-ríkjanna í
Lundúnum í apríl árið 2009. Á þeim fundi var
t.a.m. fullyrt að „tímabili bankaleyndar“ væri
lokið.
„Þessar reglur eru eitt af því sem markar
þáttaskil. En það þýðir ekki að þetta sé bara
komið. Við eigum aðeins eftir að sjá hvar
skórinn kreppir. Þú þarft ekki annað en að
gúggla „how to avoid CRS“ og þá færðu alls
konar misábyggilegar upplýsingar. Aukin-
heldur eru ekki öll ríki í þessu,“ segir Bryndís
og nefnir að Ísland sé búið að ganga frá sam-
komulagi við 64 ríki.
„En þetta skiptir miklu máli og er einn lið-
ur í þessari þróun sem hefur orðið.“ Bryndís
nefnir einnig önnur atriði í þessari þróun. Ís-
land hefur t.a.m. ásamt öðrum löndum á Norð-
urlöndum gert upplýsingaskiptasamninga við
lágskattaríki en á árunum 2008-2015 voru 44
slíkir samningar gerðir. Þá er Ísland einnig
þátttakandi í BEPS-aðgerðaáætluninni frá
2013 sem hefur það að markmiði að stemma
stigu við þeirri þróun sem átt hefur sér stað
hjá alþjóðafyrirtækjum þar sem skattaskipu-
lagning verður þess valdandi að skattgreiðslur
eru mjög lágar. Að lokum mætti hér einnig
nefna Multi Lateral Instrument (MLI) sem
snýr að tvísköttunarsamningum þar sem skýr
afstaða er tekin um að þeir eigi ekki að vera
notaðir til þess að lágmarka eða komast hjá
skattgreiðslum.
Bryndís segir allt þetta vinna saman og tek-
Bryndís Kristjánsdóttir hefur verið skattrann-
sóknarstjóri ríkisins frá árinu 2007 og hefur
stundum upplifað ýmislegt skrautlegt í sínu
starfi. Bryndís útskrifaðist lögfræðingur frá
Háskóla Íslands árið 1993 og hefur nánast all-
an sinn starfsferil unnið í skattrannsóknum en
hóf starfsferilinn hjá Skattstofu Vesturlands
árið 1995. Fáir þekkja því heim skattrann-
sókna betur en hún.
Bryndís segir starf skattrannsóknastjóra
vera áhugavert en snúið. Henni hefur verið
hótað oftar en einu sinni og tilraunir hafa ver-
ið gerðar til að múta henni sem og öðrum
starfsmönnum stofnunarinnar.
„Þetta er stundum snúið en ég hef svolítið
gaman af því að það þarf að spila hvert ein-
asta mál eftir eyranu. Þó að það þurfi að
passa upp á að allar reglur séu virtar. Þetta
er krefjandi starf og stundum er það erfitt.“
Aðspurð hvort það reyni stundum á per-
sónulega, í ljósi þess að oftar en ekki er um
lífsviðurværi fólks að ræða segir Bryndís það
vissulega vera tilfellið.
Verið hótað og reynt að múta
„Ég hef fengið hótanir og það hefur líka
verið reynt að múta mér. Það eru dæmi um
það. Þeir sem sæta rannsókn koma ekki sjálf-
viljugir hingað. Það er allt undir. Allir þínir
peningar, fjármunir og þetta reynir auðvitað á
alla. Fjölskyldu og maka og tekur oft langan
tíma. Við reynum að vera meðvituð um þetta.
Ég held reyndar að það sé eitt af því sem við
höfum almennt séð gert nokkuð vel. Að sýna
þeim sem koma hingað þá virðingu sem hver
og ein manneskja á skilið þar sem reynt er að
fara eins varlega í hlutina og hægt er. Og sem
dæmi um það eru fleiri en eitt atvik þar sem
starfsmönnum hér hefur verið hrósað fyrir
vinnubrögð, eða aðkomu, af aðilum sem eru
hér í rannsókn. Fyrir að sýna góða framkomu
í skýrslutökum og vera ekki með einhvern
yfirgang. Það er auðvitað hægt að vera með
hörkuna í þessu öllu saman. Í húsleitum og
yfirheyrslum en það er ekki það sem skilar ár-
angri.“
Ég bið Bryndísi um að segja mér aðeins
nánar frá því í hverju þessar hótanir fólust
sem borist hafa starfsmönnum skattrann-
sóknastjóra.
„Það var eitt mál sem tók nokkuð á sem var
hérna til rannsóknar í kjölfar hrunsins sem
beindist að starfsmönnum. Þar var jafnvel
ættingjum starfsmanns hótað atvinnumissi.
Það fannst mér svolítið langt gengið. En það
er oft erfitt með sönnun og annað í slíkum
málum. Það er nú sjaldnast þannig að slíkar
hótanir séu gerðar í vitna viðurvist eða settar
á blað. En þetta er auðvitað bara svona og
hluti af þessu. En stofnuninni sem slíkri hefur
verið hótað, og okkur hefur verið hótað póli-
tískum afskiptum í einstökum málum. Ég er
ekki að segja að það hafi átt sér stað. En því
hefur verið hótað,“ segir Bryndís og nefnir
síðan dæmi um það hvernig var reynt að múta
henni.
„Það eru reyndar svolítið mörg ár síðan það
var en þá var það þannig að mér var boðið að
drekka frítt á einum bar niðri í bæ í eitt ár
gegn því að mál yrði fellt niður. Einhverjir
hefðu kannski freistast til þess. Þetta er nátt-
úrlega bara hluti af þessu starfi. Það er auð-
vitað mitt starf og okkar hérna að láta þetta
ekkert á okkur fá. Þetta hefur engin áhrif á
Það er erfiðara að ley
Pétur Hreinsson
peturhreins@mbl.is
Bryndís Kristjánsdóttir segir gríðarlegar breytingar hafa orðið í alþjóðlegri
skattasamvinnu eftir hrun sem gjörbreytt hafi umhverfi til skattrannsókna.
Hún hefur staðið í hringiðunni í málum sem fylgdu fjármálahruninu árið 2008
og verið í forsvari hjá embætti sem aldrei hefur mætt meira á en á síðustu ár-
um. Einkum í tengslum við leka á borð við Panama-skjölin en hún stóð einn-
ig í forsvari er íslenska ríkið ákvað að veita skattrannsóknarstjóra fjármagn til
kaupa á gögnum sem tengdu Íslendinga við skattaskjól.
8 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2019VIÐTAL