Morgunblaðið - 17.01.2019, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 17.01.2019, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2019FRÉTTIR ©The Financial Times Limited 2014. Öll réttindi áskilin. Ekki til endurdreifingar, afritunar eða endurritunar með neinum hætti. Öll ábyrgð á þýðingum er Morgunblaðsins og mun Financial Times ekki gangast við ábyrgð á þeim. Af síðum Ólga á mörkuðum hefur orðið þess valdandi að tekjur JPMorgan Chase af skuldabréfa- og gjald- miðlaviðskiptum hafa dregist skarpt saman. Jamie Dimon, stjórnandi bankans, varar við því að með því að hafa látið fjárheimildir ríkisstofnana renna út kunni bandarísk stjórnvöld að skapa fleiri vandamál og stuðla að því að hag- kerfið staðni. Freistaði Dimon þess að hvetja pólitíska leiðtoga Bandaríkjanna til að vinna saman „og ræða málin með uppbyggilegum hætti og með sam- starfsvilja“. Sagði hann að sú patt- staða sem komin væri upp í Wash- ington myndi reynast bæði bandaríska hagkerfinu og bank- anum hans dýrkeypt. „Ef þetta ástand varir í heilan ársfjórðung þá gæti það valdið því að hagvöxtur færi niður í núll,“ sagði hann um hugsanleg efnahags- áhrif lokunar ríkisstofnana sem núna hefur varað í þrjár vikur. „Við þurfum einfaldlega að fást við þann veruleika, og er fyrst og fremst um pólitískt vandamál að ræða. Þetta er það sem það er.“ JPMorgan er stærsti banki Bandaríkjanna og upplýsti á dög- unum að tekjur af skuldabréfum og skyldum fjármálaafurðum hefðu dregist saman um 16% á fjórða árs- fjórðungi. Er það minni samdráttur en keppinauturinn Citigroup greindi frá fyrr í þessari viku. Tiltölulega lítil viðskipti urðu til þess að í fyrsta skipti í fjögur ár var árangur JPMorgan lakari en markaðs- greinendur höfðu vænst. Segir lítið um horfurnar „Einn fjórðungur þýðir ekki að þetta sé það sem koma skal,“ sagði Marianne Lake fjármálastjóri bank- ans á fundi með blaðamönnum þar sem fjallað var um rekstrartölurnar. „Þetta svið bankans er að árangri töluvert yfir fjármögnunarkostnaði, og við munum halda viðskiptunum áfram af fullum krafti ... Að svo stöddu er engra sérstakra aðgerða þörf.“ Hún bætti því við að „janúar hafi byrjað ágætlega, og viðskiptin geng- ið vel eins og algengt er á þessum árstíma.“ Hún varaði þó við að of snemmt væri að segja til um hvernig skuldabréfaviðskiptin eiga eftir að ganga nú þegar aðeins tvær vikur eru liðnar af ársfjórðungnum. Dimon vildi ekki gera of mikið úr því að samdráttur hafi orðið á við- skiptum með skuldabréf, og kvaðst hann „fullkomlega ánægður“ með frammistöðuna á síðasta fjórðungi. „Við erum ekki ónæm fyrir áhrifum af veðurfari, umfangi viðskipta, og sveiflum, eignaverði og mörkuðum sem eru ýmist á upp- eða niðurleið,“ sagði hann. „Ég reyni að hafa ekki of miklar áhyggjur af [skammtíma- sveiflum] ... ef veltan er minni en venjulega síðustu þrjár vikurnar í desember þá veldur það mér ekki neinu hugarangri.“ Tekjuafgangur JPMorgan á fjórða ársfjórðungi jókst um 34% þegar einskiptisáhrif eru undan- skilin og nam 7,07 milljörðum dala, sem er öllu minna en þeir 7,49 millj- arðar sem markaðsgreinendur höfðu spáðu í könnun S&P Global Intelligence. Greiðslukortum fjölgar „Það er sjaldgæft að JPMorgan sé undir væntingum, og hefur raun- ar ekki gerst síðan 2014,“ segir Bri- an Forban, bankamarkaðsgreinandi hjá Autonomous. Hann bendir á „litlar tekjur af þóknunum, og lítið mótvægi í gegnum árangurstengdar greiðslur,“ auk „stærri fjárfestinga- forða en búist var við“ sem helstu vandamálin í rekstri bankans. Tekjur bankans fóru upp í 26,8 milljarða dala, sem er ögn undir væntingum. Greiðslur til starfs- manna bankans hækkuðu um 4% á fjórðunginum. Lake segir að greiðslur á fjárfestingabankasviðinu hafi „lækkað hóflega“ í samræmi við þróun markaðarins. Bankinn hefur hækkað þá fjárhæð sem tekin er frá vegna tapaðra krafna um 240 milljónir dala, upp í 1,5 milljarða og skýrist það að hluta af auknum umsvifum í útgáfu kredit- korta. Þá hefur bankinn fjárfest í nýrri tækni og er það ein af ástæð- unum fyrir því að útgjöld ótengd vaxtagreiðslum hækkuðu um 7%. Dimon segir bankann vera að bæta „góðum kostnaðarliðum“ við bók- haldið og að „ekkert gæti stöðvað okkur í því.“ Glenn Schorr, markaðsgreinandi hjá Evercore ISI kveðst myndu „vara við því að bregðast of harka- lega við [tölunum] enda tekjur bank- ans að mestu leyti í lagi og í samræmi við áætlanir“. Hlutabréfaverð bank- ans náði sér fljótlega aftur á strik eft- ir að hafa lækkað í upphafi dags á þriðjudag og hafði hækkað um 1,3% við lokun markaða. Vaxa á neytendamarkaði Tekjur almennrar bankaþjónustu JPMorgan hækkuðu um 13% á árs- grundvelli og námu 13,7 milljörðum dala á fjórðunginum. Segir Dimon að tíu nýopnuðum útibúum bankans hafi „gengið stórvel“. Chase, viðskiptabankankaarmur JPMorgan, opnaði fyrir skemmstu útibú í ríkjum þar sem bankinn hefur ekki starfað áður, og er það í fyrsta skipti í nærri áratug sem bankinn heldur inn á ný markaðssvæði. Var það hluti af 20 milljarða dala fjárfest- ingaráætlun bankans sem tilkynnt var um eftir að bandaríkjastjórn lækkaði skatta á fyrirtæki. Tekjur fyrirtækja- og fjárfestinga- bankastafsemi JPMorgan lækkuðu um 4% miðað við sama fjórðung ári áður en hagnaður dróst saman um 15%, og munaði þar einkum um áhrifin af skuldabréfaviðskiptum bankans. JPMorgan stóð sig samt betur en Citigroup, sem upplýsti á mánudag að þar hefðu tekjur skulda- bréfaviðskiptasviðs dregist saman um 21% á fjórðungnum. Fjárfestingabankastarfsemi JPMorgan skilaði 3% hærri tekjum miðað við sama tímabil fyrir ári eða 1,8 milljörðum dala, m.a. vegna þess að 38% hærri tekjur af ráðgjafar- starfsemi bættu upp fyrir 18% og 4% samdrátt í tekjum af sölutryggingum vegna skuldabréfaútgáfu annars vegar og hlutabréfaútgáfu hins veg- ar. Tekjur viðskiptabankasviðs lækk- uðu um 2% miðað við sama tímabil árið áður en hjá eignastjórnunarsviði lækkuðu tekjurnar um 5%. Hreinar tekjur bankans á ársfjórð- unginum hækkuðu um 67% miðað við sama tímabil fyrir ári, en 34% án ein- skiptisáhrifa vegna tæknilegra af- skrifta að upphæð 2,4 milljarðar dala sem komu til vegna skattalækk- ana Donalds Trumps. JPMorgan líður fyrir sveiflur á markaði Eftir Lauru Noonan í New York Þó síðasti ársfjórðungur stærsta banka Bandaríkj- anna hafi ekki verið sá glæstasti er Jamie Dimon sallarólegur. AFP Jamie Dimon, forstjóri JPMorgan Chase virðist nokkuð rólegur þrátt fyrir minnkandi umsvif og minni tekjur bankans. Halldór Már Sverrisson Viðskiptafræðingur Löggiltur fasteignasali Löggiltur leigumiðlari 898 5599 halldor@atvinnueign.is Síðumúli 13 - 108 Reykjavík - S. 577 5500 - atvinnueign.is Verslunar- og þjónustuhúsnæði – Urðahvarf 4, 203 Kópavogi. Til leigu 720m2 verslunar- og þjónustuhúsnæði við Urðarhvarf. Húsnæðið er á jarðhæð, opið stórt rými með flísum á gólfi og góðu loftræstikerfi. Fundarherbergi, skrifstofuherbergi, eldhúsaðstaða og starfsmannaaðstaða. Lagerrými er rúmgott, hátt til lofts og öflug innkeyrsluhurð. Góð aðkoma og næg bílastæði. Laust fljótlega. Allar nánari upplýsingar veitir Halldór Már Sverrisson lögg. fasteignasali, gsm 898 5599, halldor@atvinnueign.is. Fasteignamiðlun TIL LEIGU URÐAHVARF 4 – 203 KÓP

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.