Morgunblaðið - 17.01.2019, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.01.2019, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2019 11FRÉTTIR Af síðum Hinn dæmigerði Bandaríkjamaður er í meiri hættu á að deyja af völd- um of stórs skammts af ópíóðalyfjum en að láta lífið í bílslysi. Að sögn samtakanna National Safety Council valda ópíóðalyfin einu af hverjum 96 dauðsföllum vestanhafs. Er ekki skrítið að alríkisdómarinn sem hef- ur á sinni könnu 1.500 mál sem hafa verið höfðuð gegn lyfjaframleið- endum og lyfjaheildsölum skuli hafa lýst ópíóðavandanum sem „mann- gerðri drepsótt“. Á síðasta ári hafnaði hann beiðni um að vísa frá kröfum málshöfðenda, og greiddi þannig leiðina fyrir dómsmál sem réttað verður í næstkomandi haust. Milljarðar dala eru í húfi. Sams konar flaumur dómsmála varð til þess að tóbaksfyrirtækin sömdu um 206 milljarða dala bótagreiðslu fyrir nærri tuttugu árum síðan. Mælt í umfangi er salan á ópíóðalyfjum mun minni en sala á tób- aksvörum. En það er margt líkt með þeim, og þá ekki síst að í báðum tilvikum gáfu framleiðendur það í skyn að framleiðsla þeirra væri ekki hættuleg. Lögfræðingur í einu ópíóðamáli segist hafa sönnunargögn sem muni tryggja 100 milljarða dala úrskurð skjólstæðingum sínum í hag. Markaðsgreinendur hjá Berenberg telja að framleiðeindur ópíóðalyfja gætu þurft að punga út allt að 50 milljörðum dala. Fyrirtækið Purdue, sem ekki er skráð í kauphöll, er í mestri hættu enda með stærstu markaðshlutdeildina. Er áætlað að Purdue þurfi að greiða um 27 milljarða dala. Næst í röðinni er Endo Intl., sem er á bandarískum hlutabréfamarkaði, og gæti setið uppi með 10 milljarða dala dóm, að mati Bloomberg Intelligence. Hinir framleiðendurnir, s.s. Johnson & Johnson, Teva og Insys eiga yfir höfði sér að greiða samtals 13 milljarða til viðbótar. Þetta eru stórar tölur. Talið er að bæturnar sem Purdue og Insys standa frammi fyrir gætu jafngilt þrettánföldum sölutekjum þeirra. Það er skiljanlegt að þetta geri markaði órólega. Undanfarna þrjá mánuði hefur hlutabréfaverð Teva lækkað um 15% en nærri því helm- ingast í tilvikum Endo og Insys. Á sama tíma hefur lyfjafyrirtækja- vísitala S&P 500 lækkað um 4%. Fyrirtækin hyggjast halda upp ýtrustu vörnum. Þau benda á að eftirlitsstofnanir hins opinbera hafi samþykkt notkun lyfjanna, og að í mörgum tilvikum voru þeir sem létust af of stórum skammti að nota pillur sem þeir keyptu á svörtum markaði. Málaferlin verða langdregin og erfið. En í ljósi þess að 130 Bandaríkjamenn láta lífið hvern einasta dag vegna of stórs skammt af ópíóðum er vissara að láta þennan geira alveg í friði. Mikilvægasta lexían af þessu máli ætti að vera öllum ljós. En öllu erfiðara er að koma auga á aðra mikilvæga lexíu, um að byltingar á sviði lyfja og lækninga – s.s. verkjalyf sem eru kröftug en ekki ávana- bindandi – reynast oft vera eitthvað annað en lofað var. Fjárfestar geta prísað sig sæla að sitja aðeins uppi með fjárhagslega skaðann sem af því hlýst. LEX Ópíóðavandinn: staðnir að verki Fyrirtækjahópurinn sem hyggst kaupa Flybe hefur breytt tilboði sínu með þeim hætti að strax verði hægt að beina meiri fjármunum í rekstur flugfélagsins. Að sögn fólks sem þekkir til kaupanna er ástæðan „mjög dökkar horfur“ í veltufjár- magnsstöðu Flybe. Connect Airways, sem sett var á laggirnar af Virgin Atlantic, Stobart Aviation og fjárfestingafélagi féllst á það í síðustu viku að greiða 2,2 millj- ónir punda fyrir Flybe. En á þriðjudag tilkynnti hópurinn að hann hygðist greiða eignarhalds- félagi Flybe 2,8 milljónir punda fyrir flugreksturinn, Flybe Limited og fyrir netsöluvefinn Flybe.com, eftir að ekki tókst að fullnægja þeim lána- skilyrðum sem fyrra tilboðið var háð. Innspýting strax Nýi samningurinn felur í sér að eignir og rekstur Flybe færast yfir til Connect hinn 22. febrúar, en fyrri samningurinn gerði ráð fyrir sölu fé- lagsins í heild sinni síðar á árinu. Með þessum breytingum getur nýi eigendahópurinn strax lagt félaginu til aukið fé. Upphaflegt tilboð til hluthafa stendur þó óbreytt í 1 pensi á hlut, sem jafngildir því að Flybe sé metið á 2,2 milljónir punda. Munurinn á þeirri upphæð og upphæðinni í nýja samningnum verður greiddur í formi launa, þóknana og annarra út- gjaldaliða af þeim toga. Hlutabréfaverð Flybe lækkaði um 45% á þriðjudag, niður í 2,3 pens sem er hærra en tilboð Connect hljóðar upp á, en engu að síður 90% lægra verð en fékkst fyrir bréfin fyr- ir ári. Miðað við núverandi hluta- bréfaverð er markaðsvirði flug- félagsins um 9 milljónir punda. Í lok september 2018 námu hreinar skuldir félagsins samtals 82 millj- ónum punda. Útlit var fyrir að veltufjármagns- staða félagsins myndi halda áfram að versna, að því er heimildarmenn greina frá, því Flybe tókst ekki að fullnægja þeim skilyrðum sem fylgdu 20 milljóna punda brúarláni frá Connect. Varð því ekki hjá því komist að breyta kauptilboðinu. Með nýja tilboðinu er ákvæðunum um brúarlánið breytt, þannig að flugfélaginu verði lagðar til 10 millj- ónir punda strax á þriðjudag og aðr- ar 10 milljónir seinna meir. Þá hald- ast ákvæði úr fyrri samningi um lántöku upp á 80 milljónir punda til viðbótar. Í tilkynningu frá Flybe sagði: „Stjórn Flybe telur að með breytt- um skilmálum fái félagið það rekstr- aröryggi sem það þarf til að halda áfram að starfa með góðum árangri. Með því móti er hægt að gæta hags- muna viðskiptavina, starfsmanna, samstarfsaðila, handhafa lífeyr- isréttinda og annarra hags- munaaðila.“ Í gíslingu kortafyrirtækja Þau skilyrði sem upphaflega voru gerð fyrir láninu frá Connect kváðu á um að Flybe tækist að gera betri samninga við greiðslukortafyrir- tækin sem hafa verið að þjarma að flugfélaginu að undanförnu. Greiðslukortafyrirtækin hafa reynst Flybe óþægur ljár í þúfu því þau hafa tekið upp á því að halda eft- ir greiðslum sem tryggingu ef ske kynni að flugfélagið geti ekki staðið við skuldbindingar sínar. Í lok september 2018 voru 16,4 milljónir punda af óaðgengilegu fé á bókum Flybe – eða 8,1 milljónum punda hærri upphæð en hálfu ári áð- ur – og þar af var stórum hluta hald- ið eftir af greiðslukortafyrirtækjum. Í uppgjöri fyrstu sex mánaða yfir- standandi rekstrarárs sagði Flybe: „Ef greiðslukortafyrirtækin myndu gera umtalsvert hærri trygg- ingakröfu þá hefði flugfélagið ekki lengur nægilega góða lausafjárstöðu og væri þá óvíst hvort reksturinn gæti haldið áfram.“ Vetrarmánuðirnir eru erfiðasti tími ársins hjá flugfélögunum enda fækkar þá farþegum og flugvélar sitja óhreyfðar frekar en að skapa tekjur. Að sögn heimildarmanna hafa þessi árstíðabundnu áhrif aukið á veltufjárvanda Flybe. Upplýst var um breytingarnar á kauptilboðinu sama dag og Andrew Tinkler, fyrrverandi forstjóri Stob- art Group, móðurfélags Stobart Avi- ation, tilkynnti að hann hefði eignast 12% hlut í Flybe. Talsmaður Tinkler, sem hefur staðið í hatrömmum málaferlum gegn Stobart síðastliðið ár, sagði að kaupin „væru ótengd málarekstr- inum, og væri [einfaldlega] fjárfest- ingarákvörðun]“. Í síðustu viku staðfesti Flybe að félagið hefði selt flugfélaginu Vuel- ing flugtíma sína á Gatwick fyr- ir 4,5 milljónir punda. Virgin og Stobart breyta Flybe-tilboði Eftir Josh Spero samgöngufréttaritara Kortafyrirtækin hafa haldið eftir greiðslum og lausafjárstaða flugfélags- ins kallar á skjót viðbrögð. Flybe hefur átt í miklum rekstrarerfiðleikum að undanförnu. Nauðsynlegt hefur verið að tryggja meira fé til rekstursins. Ert þú í sambandi? V E R K F RÆÐ I S T O F A R áð gj öf ve gn a hr að hl eð sl us tö ðv a fy rir fy rir tæ ki og sv ei ta rfé lö g

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.