Morgunblaðið - 17.01.2019, Qupperneq 16
VIÐSKIPTA
Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf.
Umsjón Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri, ses@mbl.is Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf.
VIÐSKIPTI Á MBL.IS
Matstöðum Le Kock og Deigi lokað
Eigendur harma niðurstöðuna
Bílanaust gjaldþrota
Jón Ásgeir býður sig fram í stjórn
Tiger-verslanakeðjan í vanda
Mest lesið í vikunni
INNHERJI
RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON
SKOÐUN
Verslun Dogma í Kringlunni hefur
verið lokað. Verslunin var stofnuð
árið 2002 og var lengi vel á Lauga-
vegi en nú fást vörur Dogma ein-
göngu á netinu. Að sögn Jóns Andr-
ésar Valberg, framkvæmdastjóra
Bolasmiðjunnar ehf. sem rekur
Dogma, svarar rekstur verslunar-
innar í Kringlunni ekki kostnaði og
því var gripið til þessara aðgerða.
Erfiður rekstur 11 mánuði á ári
„Kostnaðurinn var of mikill. Það
var ekkert að gera í 11 mánuði á ári.
Íslendingar versla bara í desember,“
segir Jón Andrés en hann segir
einnig að markaðurinn fyrir slíka
búð sé breyttur og meiri samkeppni
sé komin í sölu á gjafavöru. „Það er
erfitt að reka svona verslun í versl-
unarmiðstöð í dag í 11 mánuði á ári.
Ef allir mánuðir væru eins og des-
ember væri þetta lítið mál,“ segir
Jón Andrés við ViðskiptaMogga.
Dogma er nokkuð þekkt hér á
landi, sér í lagi fyrir boli með
skondnum tilvísunum, en sá hluti
verslunarinnar skipaði sífellt minni
sess og gjafavara varð fyrirferðar-
meiri, eða allt að 70% af sölunni. Jón
Andrés segir að um stóra ákvörðun
sé að ræða.
„Það eru komin 17 ár síðan við
stofnuðum þetta. Þetta hefur verið
frábær tími og nú er þetta búið, eða
svona allt að því,“ segir Jón Andrés.
Bolasmiðjan rekur einnig átta
ferðamannaverslanir á hér landi,
meðal annars undir merkjum Ís-
bjarnarins og Woolcano. Mikill
gangur er á þeim verslunum en
rekstrartekjur ársins 2017 voru um
735 milljónir og skilaði félagið hagn-
aði upp á 43 milljónir króna.
Morgunblaðið/Ásdís
Verslunin Dogma var stofnuð árið 2002 og er í dag eingöngu til á netinu.
Loka síðasta
útsölustaðnum
Pétur Hreinsson
peturhreins@mbl.is
Verslun Dogma í Kringlunni
hefur verið lokað og eru
vörur verslunarinnar í fyrsta
skipti í 17 ár eingöngu fá-
anlegar á netinu.
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Íslendingar státa af árangri viðsjálfbærar veiðar við strendur
landsins. Nytjastofnar við landið
hafa sjaldan verið í eins góðu ásig-
komulagi og það er vegna þess að
framsýnt fólk tók ákvörðun um að
takmarka veiðar og taka á stundum
sársaukafullar ákvarðanir um nið-
urskurð veiðiheimilda. Um allan
heim er íslenskur sjávarútvegur
nýttur sem skólabókardæmi um
hvernig ganga skuli um auðlindir
hafsins. Hin sjálfbæra nýting felst
m.a. í tilraun til þess að viðhalda
jafnvægi milli stofna. Vaxi einn
stofn eða sé hann nytjaður of mikið
er sennilegt að myndast geti ójafn-
vægi í fæðukeðju hafsins. Þess
vegna er óráðlegt að taka ákvarð-
anir um að útiloka nytjar á einum
stofni en ekki öðrum, sé kostur á
því að viðhalda sem mestu jafn-
vægi.
Það á m.a. við um hvalveiðar semum aldir hafa skipt sköpum við
fæðuöflun og gjaldeyrisöflun Ís-
lendinga. Hvalir eru stórar skepnur
og hafa víða áhrif í lífkeðju hafsins,
bæði tann- og skíðishvalir.
Nú hefur ný skýrsla, sem Hag-fræðistofnun Háskóla Íslands
vann, varpað ljósi á að þjóðhagsleg
áhrif hvalveiða séu jákvæð. Það er
gott að þær skuli vera það, rétt
eins og þær eru skynsamlegar út
frá kröfunni um sjálfbæra nýtingu
auðlinda hafsins og mikilvægi þess
að viðhalda jafnvægi þar.
Sjálfbærni
alla leiðMeðfram vegum landsins standastór skilti sem hafa að geyma
tölur á borð við 50, 70 og 90. Allir
þeir sem um vegina fara ættu að vita
hvert þær vísa. Hámarkshraði er
settur og gefur það ökumönnum til
kynna að við bestu aðstæður sé leyfi-
legt að þenja bílvélarnar og svífa eft-
ir vegakerfinu á allt að þeim hraða.
En þar er miðað við bestu og trygg-
ustu aðstæður og bílstjórar, sem til-
skilin leyfi hafa til aksturs, verða að
dæma um það í hvert og eitt sinn
hvort rétt sé að slá af og hægja ferð-
ina. Þar er betra að hafa varann á,
ekki síst í landi þar sem aðstæður
geta breyst eins og hendi sé veifað.
ÍKína búa 1.400 milljónir manna.Sá hópur stendur undir 30% af
öllum bílamarkaði heimsins. Nýlega
var greint frá því að í fyrra hefði
samdráttur orðið á kínverskum bíla-
markaði í fyrsta sinn í 28 ár. Sú stað-
reynd kemur ekki beint við íslenska
bílamarkaðinn þótt ýmsum þyki
gestir okkar frá fyrrnefndu risaríki
fara helst til óvarlega á hinum
ótryggu íslensku vegum, þá þegar
þeir leggja leið sína hingað á norð-
urhjara. En dæmið af bílasölunni í
Kína, ásamt minnkandi sölu Iphone
og lækkandi markaðsvirði Apple,
gefa okkur skýr merki um að heims-
hagkerfið fari kólnandi. Það er ekki
óeðlilegt en þá staðreynd þarf að
taka inn í reikninginn hér á landi
eins og annarsstaðar.
Þetta er nefnt vegna þess að áundanförnum árum hefur hag-
kerfið íslenska verið á blússandi
siglingu. Það hefur að mestu lánast
vel, enda verið á vegferð við „bestu
mögulegu aðstæður.“ Það hefur
reynst öruggt, þrátt fyrir allt, að aka
á hámarkshraða. Jafnvel hafa
ákveðnar atvinnugreinar ekið aðeins
yfir hámarkshraða og kemur ferða-
þjónustan þar upp í hugann.
Tugprósenta vöxtur milli ára telst í
flestum greinum talsvert glæfraspil.
Kólnandi hagkerfi nýmark-aðsríkja, sem sum hver eru í
hópi hinna fjölmennustu í heimi, eru
ekki til marks um að allt stefni í
kalda kol. En nú verður að biðja þá
að staldra við sem sigla vilja á fullri
ferð, við hámarkshraða eða jafnvel
hraðar, og biðja þá um leið að hafa
varann á. Það yrði þyngra en tárum
tæki ef íslenska hagkerfið endaði út í
skurði vegna glæfraaksturs fárra
ökuþóra sem ekki kunna fótum sín-
um forráð. Mikilvægt er að þeir sem
við stjórnvölinn eru á hverjum tíma
þekki mun á bensíngjöf og bremsu.
Aka skal eftir aðstæðum
Vísitala leiguverðs á
höfuðborgarsvæðinu
var 193,6 stig í des-
ember 2018 og lækk-
aði um 0,7%.
Vísitala leigu-
verðs lækkaði
1
2
3
4
5
SKEMMTILEGA HAGKVÆMT
WOWAIR.IS
FLJÚGÐUOFTAR
FYRIRMINNA
MEÐWOWAIR