Morgunblaðið - 06.02.2019, Side 1
M I Ð V I K U D A G U R 6. F E B R Ú A R 2 0 1 9
Stofnað 1913 31. tölublað 107. árgangur
VILL HÁMARKA
HAGSÆLD
ÞJÓÐARINNAR
GÓÐ ORKA
OG MIKIL
LEIKGLEÐI
HEIMSPEKINGUR,
ÞÝÐANDI OG
LJÓÐSJÓÐUR
LEIKDÓMUR 33 MÓHEIÐUR HLÍF 12RAGNAR ÁRNASON 14
Íbúar við Furugerði í Reykjavík
áskilja sér rétt til að krefja Reykja-
víkurborg um skaðabætur ef fyrir-
huguð tillaga um þéttingu byggðar
við götuna verður að veruleika.
Þetta kemur fram í greinargerð
lögmanns íbúa til borgarinnar.
Telja íbúarnir áformin „bera vott
um hreina græðgi á kostnað íbúa í
nágrenninu og þeirra sem eiga eftir
að búa í viðkomandi húsi“.
Þá telja þeir að fasteignir í ná-
grenninu muni falla í verði um leið
og tillagan verður samþykkt. Því
áskilja þeir sér rétt til bóta. »18
Tillögur gætu bakað
borginni bótaskyldu
Vegagerðin lokaði fjallvegum á Suðvesturlandi
síðdegis í gær vegna óveðurs. Einnig hringveg-
inum um Hellisheiði og Þrengsli, austan við
Hvolsvöll og í Öræfasveit. Hafði þetta áhrif á
áætlanir ferðafólks. Þannig sat hópur erlendra
ferðamanna fastur á Hvolsvelli í gærkvöldi en
fékk húsaskjól í afgreiðslu ferðaþjónustunnar
Midgard. Ekki var sála á ferð við Litlu kaffistof-
una á Sandskeiði, þar sem myndin var tekin. »2
Hringveginum lokað vegna óveðurs
Morgunblaðið/Hari
Andri Yrkill Valsson
yrkill@mbl.is
„Það veldur okkur miklum áhyggj-
um, sé það raunin,“ segir Róbert
Geir Gíslason, framkvæmdastjóri
Handknattleikssambands Íslands,
HSÍ, um að dæmi séu þess að leik-
menn hér á landi hafi veðjað á eigin
leiki.
Ný BS-rannsókn Guðmundar Sig-
urðssonar við sálfræðideild Háskóla
Íslands um spilavanda handbolta-
fólks á Íslandi bendir til þess að fjöldi
þeirra sem stunda veðmál í tengslum
við íþróttina sé umtalsverður. Þar
kom fram að tæplega 47% leikmanna
úr félagsliðum Íslandsmótsins hafi
tekið þátt í peningaspilum. Af þeim
sem veðjuðu á handboltaleiki höfðu
38% veðjað á leiki í eigin deild og
rúmlega 10% veðjað á eigin leik.
Þá kom einnig fram í rannsókninni
að 56% þátttakenda vissu ekki hvort
það væri ákvæði í samningi þeirra
sem bannaði þeim að taka þátt í veð-
málum vegna úrslita handboltaleikja.
Róbert Geir segir að lög HSÍ séu ef
til vill of almenn og vonast til þess að
málið verði tekið fyrir á ársþingi
sambandsins í vor.
Veðmál vaxandi vandamál
Ný rannsókn tekur fyrir spilavanda handboltafólks Dæmi um að veðjað sé á
eigin leiki Framkvæmdastjóri HSÍ vill að málið verði tekið fyrir á ársþingi í vor
MÞekkist að veðjað sé á … »11
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Veðmál Myndin tengist efni fréttar-
innar ekki með beinum hætti.
Margvíslegar fyrirspurnir hafa
borist utanríkisráðuneytinu vegna
útgöngu Breta úr Evrópusamband-
inu og þá sérstaklega eftir að út-
göngusamningur Bretlands úr ESB
var felldur á breska þinginu. Þess-
ar fyrirspurnir hafa verið frá al-
menningi, fyrirtækjum og öðrum
sem eiga hagsmuna að gæta, en
Bretland er meðal mikilvægustu
viðskiptalanda Íslendinga.
Unnið er að gerð samnings á milli
Íslands, Noregs og Bretlands hvað
varðar vöruviðskipti sem myndi
fela í sér að núverandi tollkjör
héldu í grundvallaratriðum áfram
að gilda fyrir inn- og útflutning til
og frá Bretlandi. Vinna við gerð
samningsins er vel á veg komin og
stefnt er á að hægt verði að beita
honum ef til þess kemur að Bret-
land gangi úr ESB án samnings í
lok næsta mánaðar. »10
AFP
Fylkingar Tekist hefur verið á um mál sem
tengjast Brexit í Bretlandi að undanförnu.
Margvíslegar
fyrirspurnir vegna
útgöngu Breta
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins hefur innkallað ENOX-
snjallúr sem ætluð eru börnum. Er
þetta í fyrsta skipti sem rannsókn
og ákvörðun yfirvalda neytenda-
mála á Íslandi leiðir til svo róttækra
aðgerða í Evrópu.
Ákvörðun Neytendastofu frá 19.
desember um sölubann og innköllun
á ENOX Safe-Kid-One snjallúrum
grundvallaðist á skoðun og prófun á
úrinu sem leiddi í ljós alvarlega ör-
yggisgalla. Auðvelt er að hakka sig
inn í úrin og sjá þar allar upplýs-
ingar sem úrið safnaði, þar á meðal
staðsetningu barnsins og raunar 180
þúsund barna um allan heim. Sá
sem þetta gerði með illum hug gæti
tekið stjórn á úrinu, þar á meðal
hlerað það eða breytt símanúmerum
sem barnið hefur heimild til að
hringja í.
Hópkaup hafa áfrýjað sölubanni
Sölubann var síðar sett á Wonlex-
krakkasnjallúr en þau ekki innköll-
uð þar sem öryggisgallar voru ekki
eins alvarlegir.
Tryggvi Axelsson, forstjóri Neyt-
endastofu, segir að tilkynning hafi
verið send til Evrópusambandsins
um niðurstöðu stofnunarinnar, eins
og skylt sé, og það hafi leitt til þess-
arar ákvörðunar. Hann segir að
þetta sé í fyrsta skipti sem tölvu-
tengdar vörur séu innkallaðar af ör-
yggisástæðum í Evrópu.
Hópkaup sem seldu úrin hér á
landi hafa skotið ákvörðun Neyt-
endastofu til áfrýjunarnefndar neyt-
endamála.
Barnasnjallúr innkölluð í Evrópu
Í fyrsta skipti sem rannsókn á öryggi vöru hér leiðir til róttækra aðgerða