Morgunblaðið - 06.02.2019, Síða 6

Morgunblaðið - 06.02.2019, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2019 Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Hvert slökkvilið og sveitarfélag fyrir sig ber ábyrgð á að hafa sinn við- búnað til taks, en Mannvirkja- stofnun hefur eftirlit með fram- kvæmd laga um brunavarnir og gróðurelda. Ef stórir gróðureldar myndu brjótast út sem yrði viðkom- andi slökkviliði ofviða á almanna- varnakerfið hins vegar að grípa inn í. Eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær telja slökkvilið sig sum hver al- mennt illa í stakk búin til að takast á við mikla gróðurelda. Davíð Snorrason, fagstjóri eld- varna hjá Mannvirkjastofnun, situr í stýrihópi sem tók til starfa í vetur um forvarnaaðgerðir gegn gróður- eldum á Íslandi. Davíð segir að varnarorð Trausta Jónssonar, sér- fræðings í veðurfarsrannsóknum, í Morgunblaðinu um helgina um aukna hættu á stórum gróðureldum hafi verið mikilvægt innlegg í um- ræðuna. Hann muni viðra það að fá fulltrúa frá Veðurstofunni í hópinn. „Ég geri ráð fyrir því að strax á næsta fundi verði það rætt. Það væri mjög gagnlegt, því samstillt átak er langlíklegast til þess að bera árang- ur,“ segir Davíð. Tækjabúnaður hefur batnað Aukin meðvitund um hættuna á gróðureldum hefur vaknað eftir Mýraeldana árið 2006, sem nefndir voru mestu sinueldar Íslandssög- unnar. Í kjölfar þeirra hafi Bruna- málastofnun, forveri Mannvirkja- stofnunar, byrjað að vinna meira í þessum málum. Lögð hafi verið áhersla á að fræða bæði sumarhúsa- eigendur og viðbragðsaðila, unnið að áhættumati vegna gróðurelda og gefin út bók um málið. Breytingar á loftslagi síðustu ár hafi hins vegar aukið enn frekar hættuna. Davíð bendir á að almannavarnir séu nú með betri tækjabúnað til um- ráða. Meðal þess er þúsund lítra slökkviskjóða sem hengd er í þyrlu. Þá hafi sérsveit ríkislögreglustjóra nú öfluga dróna með hitamynda- vélum. Slík tækni yrði virkjuð ef stórir gróðureldar brytust út. Samstillt átak nauðsyn  Meiri meðvitund um auknar líkur á gróðureldum en áður  Ný og betri tækni bætir viðbúnað almannavarna ef illa fer Guðni Einarsson gudni@mbl.is Myndarleg viðbót bættist við safn- gripi Þjóðminjasafnsins þegar fólk kom færandi hendi í síðustu viku með marga muni sem það hafði fundið í Þjórsárdal. Dalurinn hefur reynst mikil náma forngripa og á Þjóðminjasafnið um 2.000 hluti sem þar hafa fundist. Munirnir hafa bæði fundist við fornleifarannsóknir og eins hefur fólk rekist á þá þar sem landið hefur blásið upp. Lilja Árnadóttir, sviðsstjóri munasafns Þjóðminjasafnsins, og Hrönn Konráðsdóttir fornleifafræð- ingur sýndu ljósmyndara Morgun- blaðsins nokkra af mununum sem afhentir voru í síðustu viku. „Þetta eru alls konar munir,“ sagði Lilja um hlutina sem safnið fékk á dögunum. „Hér eru þrír hringprjónar og það er líka mikið af brýnum sem hefur blásið ofan af í gegnum tíðina eða þar sem gras- svörðurinn hefur horfið. Þá afhjúp- ast þetta. Það fannst líka hamars- haus úr járni, hversdagslegur hlutur en fáséður frá þessum tíma. Hlutir úr járni varðveitast venjulega ekki svona vel. Sumt fannst nálægt stöð- um þar sem vitað er um bæjarrústir en annað eru lausafundir.“ Fyrirrennarar nælunnar Lilja segir að hringprjónarnir, eða klæðisprjónarnir, séu langir og úr bronsi. Þeir voru fyrirrennari næl- unnar og notaðir til að festa saman föt. Tveir prjónanna sem fundust nú eru heillegir en af þeim þriðja eru bara hringurinn og hausinn eftir. Þessir hlutir eru líklega frá 10. öld. Einnig fannst myndarlegt brot úr kljásteinsgrýtu eða -potti. Pottarnir voru notaðir til að sjóða í þeim yfir opnum eldi. „Það er svo ánægjulegt að þessir hlutir skuli skila sér til Þjóðminja- safnsins,“ sagði Lilja. „Það á að skila jarðfundnum munum til safna, sam- kvæmt lögum.“ Sem kunnugt er fannst gamalt bæjarstæði í Þjórs- árdal í fyrra og var bærinn nefndur Bergsstaðir eftir finnandanum, Bergi Þór Björnssyni. Það var við- bót við áður þekkt bæjarstæði í Þjórsárdal. Umfjöllun um þann fornleifafund, m.a. í Morgunblaðinu, varð til þess að vekja athygli fólks á því að það á ekki sjálft að varðveita svona forngripi heldur eiga þeir best heima á söfnum. Lilja sagði mikil- vægt að gripir sem þessir skiluðu sér til Þjóðminjasafnsins. Munirnir sem skilað var í síðustu viku fara nú til rannsóknarteymis safnsins sem mun rannsaka þá og skrá. Svo verða þeir aðgengilegir til rannsókna. Forngripir fundust í Þjórsárdal  Fólk kom færandi hendi til Þjóðminjasafnsins með á annað hundrað hluta  Mikilvægt að skila fornmunum til safna þar sem þeir eru rannsakaðir og varðveittir  Þjórsárdalur er náma fornmuna Morgunblaðið/Eggert Þjóðminjasafnið Hrönn Konráðsdóttir fornleifafræðingur (t.v.) og Lilja Árnadóttir sviðsstjóri með á annað hundrað fornra gripa sem fundust í Þjórsárdal og var skilað til safnsins í síðustu viku. Brýni Mörg brýni úr skífer eða flögubergi, sem er innflutt, fundust. Pottur Brot úr nokkuð stórum klébergspotti sem eldað var í á hlóðum. Hringprjónn Langur klæðisprjónn til að næla saman föt, líkt og næla. Hálsskraut Líklega hafa þessir 2-3 cm breiðu steinar verið mótaðir til að nota í hálsmen. Heinbrýni Fingurlöng brýni, eins og hér sjást, voru líklega borin í belti og notuð til að ydda nálar eða brýna hnífseggjar. Fornt Möguleg hulsa neðst á sverðslíðri og haus af hringprjóni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.