Morgunblaðið - 06.02.2019, Side 8

Morgunblaðið - 06.02.2019, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2019 Áramótaskaup Ríkisútvarpsinsfær þá einkunn hjá lands- mönnum að hafa verið afskaplega hlutdrægt. Þetta má lesa út úr nýrri könnun MMR þar sem sam- fylkingarflokkarnir Píratar og Samfylking eru mjög ánægðir með skaupið og í þeirra röðum eru sárafáir óánægðir.    Svipaða sögu erað segja um hina vinstri flokk- ana, VG og samfylkingarflokkinn Viðreisn.    Sjálfstæðismenn hafa mun meiriefasemdir um skaupið, 34% þeirra leiddist það en aðeins 8% af kjósendum Samfylkingarinnar.    Þá voru miðflokksmenn afarósáttir, 56% þeirra leiddist skaupið, flestum mjög.    Þessi niðurstaða er í góðu sam-ræmi við mælingar á hlut- drægni Rúv. almennt, sem Fjöl- miðlanefnd lét gera fyrir nokkrum misserum.    Sú könnun sýndi að sjálfstæð-ismenn og framsóknarmenn töldu Rúv. hlutdrægt en vinstri flokkarnir töldu það ekki hlut- drægt.    Niðurstöður þessara kannanaeiga sér þær augljósu skýr- ingar að Rúv. dregur taum vinstri flokkanna, ekki aðeins í fréttaflutn- ingi sínum heldur í dagskránni í heild.    Rúv. tekst jafnvel að vera hlut-drægt í áramótaskaupinu, sem ætla mætti að ætti að kæta alla landsmenn, ekki bara alla vinstri- menn. Brosað til vinstri STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Umferð um vegi landsins virðist hafa umtalsverð áhrif á fuglalíf og benda nýjar niðurstöður rannsóknar til þess að sumum tegundum mófugla fækki um meira en helming við vegi þar sem umferðin er frá því að vera lítil og upp í um 4.000 bíla á sumardögum. Þetta má lesa út úr niðurstöðum rannsókn- ar eða forkönnunar þriggja höfunda á áhrifum umferðar á fuglalíf, sem birt er á vef Vegagerðarinnar. Kannaður var þéttleiki algengra mófugla við vegi með mismikla umferð og vökt- unargögnum safnað við vegi á Suður- landi 2011-2018. „Niðurstöður benda til að vegir minnki þéttleika sumra mófugla langt út fyrir veginn. Flestir vaðfuglarnir eru sjaldgæfari nær veg- um og sumum þeirra fækkar meira nær umferðarþyngri vegum,“ segir þar. Höfundarnir benda á að vegir geta haft áhrif á þéttleika og út- breiðslu fugla þegar þeir leggja undir sig búsvæði og umferðin getur haft áhrif á fugla í grennd. Full ástæða sé til að rannsaka þetta því íslenski út- haginn er heimili margra fuglastofna sem eru einstakir á heimsvísu. Með frekari gagnaöflun sé hægt að smíða líkön sem sýna tengsl vega og fugla og áhrif þess á fuglategundir að leggja vegi um búsvæði þeirra sem myndi nýtast vel við t.d. umhverfismat. omfr@mbl.is Mikil fækkun mófugla við vegi  Birta rannsókn á áhrifum umferð- arþunga á vegum landsins á fuglalíf Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Jaðrakan Vegir eru stundum lagðir um búsvæði fugla og raska fuglalífi. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Hópur tólf aðstoðarsáttasemjara, sem ríkissáttasemjari tilnefndi á dögunum til að aðstoða sig við lausn vinnudeilna, hefur þegar fengið fræðslu og upplýsingar á tveimur námskeiðum sem fram hafa farið vegna undirbúningsins fyrir sátta- störfin. Á morgun hefst svo síðasti hluti undirbúningsins þegar haldið verður þriggja daga námskeið í sáttamiðlun með sérfræðingi frá Danmörku, sem fenginn er af þessu tilefni hingað til lands. Það er dr. Vibeke Vindeløv, pró- fessor í lögum við Kaupmannahafn- arháskóla, sem annast kennsluna. Að sögn Bryndísar Hlöðversdóttur ríkissáttasemjara er Vindeløv sér- fróð um sáttamiðlun í kjaradeilum og hefur hún kennt um langt skeið við Kaupmannahafnarháskóla og skrif- að fræðibækur á þessu sviði. „Hún hefur séð um sambærilegan undir- búning fyrir aðstoðarsáttasemjara- hópinn í Danmörku þannig að hún er vön að halda svona námskeið fyrir fólk til þessara verka,“ segir hún. Fastlega er reiknað með að miklar annir verði í húsnæði Ríkissátta- semjara þegar líður á árið. Nú þegar eru 82 kjarasamningar lausir og 152 bætast svo við í lok marsmánaðar. Hugmyndin er sú að framvegis verði einn eða fleiri úr þessum hópi að- stoðarsáttasemjara kallaðir til að- stoðar í hverju sáttamáli ásamt ríkis- sáttasemjara. Markmið breyting- anna er að bæta þjónustu embættisins við aðila vinnumarkað- arins, með því að efla sáttamiðlun og stuðla að aukinni skilvirkni embætt- isins við kjarasamningagerðina. Nema sáttamiðl- un á námskeiði Danskur sérfræðingur kennir hópnum Morgunblaðið/Golli Kjaradeilur Búast má við miklum önnum í húsakynnum sáttasemjara. Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is BATTERY Borðlampi – fleiri litir Verð frá 21.900,- LOUIS GHOST Stóll – fleiri litir Verð 39.900,- stk. CINDY Borðlampi – fleiri litir Verð 32.900,- Glæsileg gjafavara frá COMPONIBILI Hirslur 3ja hæða Verð frá18.900,- KABUKI lampi – fleiri litir Verð 129.000,- TAKE Borðlampi – fleiri litir Verð 12.900,- BOURGIE Borðlampi – fleiri litir Verð frá 39.900,-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.