Morgunblaðið - 06.02.2019, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 06.02.2019, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2019 VIÐTAL Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Mín nálgun að þessum stóru málum fyrir Íslendinga, fiskveiðistjórnun og fyrirkomulagi sjávarútvegs á Ís- landi, er vísindaleg. Ég segi ekkert um þessi mál annað en það sem sterk fræðileg og empirísk rök, þ.e. bæði fræði og reynsla segja til um,“ segir Ragnar Árnason, prófessor í fiskihagfræði, en hann er sjötugur í dag. Hann segir það hafa verið sitt helsta boðorð í lífinu að reyna að breyta eftir þeirri bestu vísindalegu þekkingu sem völ er á, og að nýta hana til að hámarka velsæld almenn- ings. Ragnar er einkum kunnur fyrir fræðistörf sín sem lúta að nýtingu sjávarauðlindanna og kvótakerfinu, og hefur verið gagnrýndur af and- stæðingum núverandi aflamarks- kerfis fyrir. „Ég hef í sjálfu sér enga persónulega afstöðu í þessum mál- um annað en að ég vil gera það sem hámarkar hagsæld þjóðarinnar í heild, sem gerir Íslendinga eins ríka og hægt er,“ segir Ragnar og ítrekar að það ríkidæmi felist ekki bara í peningalegum auðæfum heldur einnig í hlutum eins og umhverfi, landslagsperlum og öðrum hlutum sem fólk nýtur. Menn fara vel með eign sína Nám- og starfsferill Ragnars spannar nú rúmlega hálfa öld, en hann lauk mastersgráðum í hag- fræði annars vegar og hagmæl- ingum hins vegar við hinn virta London School of Economics á átt- unda áratugnum áður en hann hélt til University of British Columbia Vancouver í doktorsnám í auðlinda- hagfræði. Þegar heim var komið fékk Ragnar þegar í stað stöðu við Háskóla Íslands, fyrst við stærð- fræðideild skólans og síðar sem lekt- or við hagfræðideildina. Árið 1989 var Ragnar svo skipaður prófessor í fiskihagfræði við háskólann. Samhliða fræðistörfum sínum hef- ur Ragnar iðulega verið kallaður til ráðgjafar bæði hérlendis og erlendis í málefnum sem snúa að fiskveiði- stjórnunarkerfum og átti hann til dæmis virkan þátt í að koma á fyrsta íslenska kvótakerfinu í veiðum á ís- lenskri síld og var stjórnvöldum einnig innan handar þegar núver- andi kerfi var sett á árið 1984 og endurbætt 1990. Ragnar segir minnisstæðustu tímamótin á sínum ferli vera annars vegar greinar sem hann skrifaði 1990 um fiskveiðistjórnun með lág- marksupplýsingum, og hins vegar stór alþjóðleg ráðstefna sem hann efndi til hér á landi árið 1988 undir yfirskriftinni „Rights based fishing“, en þar komu helstu fiskihagfræð- ingar heims saman og ræddu fisk- veiðar á grundvelli veiðiréttinda. „Það djúpa spor sem sú ráðstefna skildi eftir sig var að það væri senni- lega ekki hægt að ná árangri í fisk- veiðistjórnun, sem ekki byggðust á réttindum, og þau réttindi væru í raun eignarréttindi,“ segir Ragnar, en sú hugsun hefur í raun orðið að leiðarstefi í fiskveiðistjórnun í heim- inum. „Grundvallarhugsunin er þessi; menn fara vel með það sem þeir eiga. Ef menn eru í þeirri stöðu að þeir uppskera eins og þeir sá, munu þeir sá vel. Og eignarrétt- arfyrirkomulagið sem er undir- staðan undir markaðshagkerfinu er það líka í sjávarútvegi.“ Ragnar seg- ir að þessa speki megi rekja a.m.k. aftur til Aristótelesar, sem hafi á sínum tíma tekið eftir því að allt sem var í sameign í Aþenu hafi verið illa hirt um, en að hitt sem menn áttu sjálfir var vel við haldið. „Þetta er þema sem ég hef síðan þróað áfram, efnahagsskipulag á grundvelli eign- arréttar,“ segir Ragnar og bætir við að eina mögulega leiðin til þess að stýra fjölstofna fiskveiðum vel sé á grundvelli aflakvótakerfa og þeirra upplýsinga um kvótavirði sem þau veita. Hann hafi þróað þá hugmynd að mögulegt væri að láta markaðinn aðstoða við setningu heildarkvóta, þar sem verðmæti aflakvótanna end- urspegli í raun væntingar manna um það hvernig fiskistofnarnir muni þróast í framtíðinni. „Því miður hafa engin stjórnvöld gert þetta í reynd, en aðrir fræðimenn hafa skoðað þetta og fallist á að fræðilega eigi þetta að geta gengið upp.“ Þróunarstarf fyrirferðarmikið Ráðgjafar Ragnars hefur verið leitað víðsvegar um heiminn. „Ef það er eitthvað sem ég er hreykinn af, þá er það að ég hef varið stórum hluta minnar starfsævi í að ráð- leggja erlendum þjóðum hvernig þær eigi að standa að fiskveiði- stjórnun í sínum löndum,“ segir Ragnar. Sú ráðgjöf var í upphafi að- allega til þróaðra landa eins og Bandaríkjanna, Kanada og Bret- lands en síðar hafi hann með aðstoð Alþjóðabankans, FAO og annarra þróunarstofnana veitt ráðgjöf til milliþróaðra ríkja í Suður-Ameríku, sem hafi mörg hver tekið upp afla- kvótakerfi, og þróunarlanda í Afríku og í minna mæli í Asíu. „Í þróunar- löndunum hef ég ekki lagt til að þau taki upp aflamarkskerfi, enda þarf slíkt kerfi ákveðna innviði til þess að það gangi upp, heldur önnur eignar- réttarkerfi“ segir Ragnar. Engu að síður hefur ráðgjöf hans þýtt að í dag er nær fjórðungur sjávarútvegs í heiminum gerður út með kvóta- kerfi. Eldisfiskur æ fyrirferðarmeiri Ragnar segir íslenskan sjávar- útveg standa vel, en að það þurfi að huga að framtíðinni. „Við Íslend- ingar byggjum afkomu þjóðarinnar í ríkum mæli á sjávarútvegi enn þann dag í dag og sú undirstaða er áreið- anlegri en ferðamennskan. En við megum ekki gleyma því að sjávar- útvegurinn er einungis hluti af miklu stærri iðnaði sem er matvælafram- leiðsla í heiminum. Í framleiðslu fiskafurða er fiskeldi sennilega al- varlegasta ógnin við hefðbundnar fiskveiðar í dag,“ segir Ragnar. Hann bendir á að fiskeldi hafi vaxið hröðum skrefum á síðustu áratugum frá því að vera hverfandi upp í að vera meira en helmingur af þeim fiski sem nú er framleiddur til manneldis. „Þessi iðnaður vex um 5-7% á ári, þannig að það er fyrirsjáanlegt að á komandi áratugum verði þorrinn af þeim fiski sem boðinn er fram eldis- fiskur og framboð hans fylgir allt öðrum lögmálum en framboðið á villtum fiski, líkt og landbúnaðar- framleiðsla á kjöti fylgir öðrum lög- málum en villibráð.“ Ragnar segir þetta þýða að það muni verða miklu erfiðara í framtíðinni að hafa hagnað af góðum náttúrulegum aðstæðum til fiskveiða. „Og sá hagnaður sem mun verða á komandi áratugum verður fyrst og fremst í vöruþróun og markaðssetningu á fiskafurð- unum, þannig að við Íslendingar get- um ekki reiknað með því að geta byggt efnahagslega velferð okkar á góðum náttúruauðlindum til sjávar, heldur verðum við að byggja hana á því að vera öflugir í þróun á fisk- afurðum í framtíðinni, vera virkir í fiskeldinu og umfram allt að vera sterkir í vöruþróun, markaðs- setningu og dreifingu á fiski,“ segir Ragnar. Til þess þurfi að byggja á núver- andi sjávarútvegi, en Íslendingar hafi nú þar enn nokkurt forskot á aðrar þjóðir. „En til þess að halda því þarf sjávarútvegurinn að hafa góða afkomu svo hann hafi fjárfest- ingarfé og þar með getu til þess að leggja í þær fjárfestingar og stunda það þróunarstarf sem er nauðsyn- legt til að við getum haldið stöðu okkar sem stór og öflugur aðili á fiskmörkuðum í heiminum líkt og við erum í dag.“ Ragnar bætir við að stjórnvöld geti komið þar að málum með því að skipa sérstaka framtíðar- nefnd til að fara yfir þessi mál. Gengið á gæði landsins Talið berst að ferðamannaiðn- aðinum og því hvernig hann treystir á íslenskar náttúruauðlindir. „Ís- lenskur ferðamannaiðnaður í dag minnir mjög á íslenskar fiskveiðar eins og þær voru fyrir 50-100 árum. Það eru mjög mörg fyrirtæki um hit- una, og þau sækja í takmarkaðar náttúruauðlindir, sem eru íslenskt landslag og náttúruperlur af ýmsu tagi, án tillits til þess skaða sem þau valda á þessum náttúrugæðum og þess óhagræðis sem þeirra eigin sala veldur öðrum fyrirtækjum og ferða- mönnum á vegum annarra fyrir- tækja. Afleiðingin er raunverulega sú sama og við sáum í sjávarútveg- inum, ofsókn og ofnýting á þessum takmörkuðu náttúruauðlindum. Við þurfum að taka upp kerfi á Íslandi, nokkurs konar ferðamennskustjórn- un, sem skapar hvata til þess að ferðaiðnaðurinn hámarki hinn þjóð- hagslega ávinning sem Íslendingar hafa af þessari ferðamennsku,“ segir Ragnar. Hann nefnir sem dæmi um óhag- ræðið að venjulegir Íslendingar hafi áður getað ferðast óhindrað um landið og notið gæða þess, en verði nú fyrir óþægindum vegna mikils fjölda erlendra ferðamanna á ferða- mannastöðum og á vegum landsins. Ragnar tekur fram að þetta þýði ekki endilega að draga eigi úr ferða- mennsku. Hins vegar þurfi að hafa þessa meinbugi í huga, auk þess sem orðspor landsins sem ferðamanna- staðar hafi mögulega skaðast vegna ágengninnar. Stoltur af ævistarfinu Ragnar segist aðspurður líta stolt- ur yfir farinn veg á þessum tímamót- um. „Ég hef haft það sem ákveðið boðorð í mínu lífi, að ég vil hafa það sem sannara reynist, og að allt sem samfélagið geri miðist við okkar bestu þekkingu, og að gera fólkinu lífið eins bærilegt og unnt er. Þess vegna hef ég hagað mínum rann- sóknum á þann veg sem ég hef gert. Ég hef ekki látið nægja að skrifa fyrir aðra fræðimenn, sem hefði ver- ið auðvelt og ég hefði verið skamm- aður minna fyrir það, heldur hef ég varið miklum hluta af mínu lífi til að fá íslenskt samfélag og önnur til að gera það sem vísindalegar rann- sóknir telja að gefist best,“ segir Ragnar. „Ef menn nota þá þekkingu sem til er og hegða sér í samræmi við hana er það hið besta sem við getum gert, frekar en að láta eins og sú þekking sé ekki til.“ Það sé gert sem gefist hefur best  Ragnar Árnason, prófessor í fiskihagfræði, er sjötugur í dag  Hefur varið miklum hluta starfs- ævinnar í þróunarstarf  Ferðamannaiðnaðurinn minnir mjög á sjávarútveginn fyrir 50 árum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sjötugur Ragnar Árnason, prófessor í fiskihagfræði, segir brýnt að menn nýti sér þá þekkingu sem er til staðar. TWIN LIGHT RÚLLUGARDÍNA Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is Við erum sérhæfð í gluggatjöldum alnabaer.is Fullkomin birtustjórnun – frá myrkvun til útsýnis

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.