Morgunblaðið - 06.02.2019, Side 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2019
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Samkvæmt drögum að siðareglum
starfsmanna Samgöngustofu verður
lögð skylda á starfsmenn til að til-
kynna „siðferðislega ámælisvert“ at-
hæfi til yfirmanna.
Þórhildur Elín Árnadóttir, sam-
skiptastjóri Samgöngustofu, segir
engin viðurlög við því ef starfsmenn
brjóta þessa tilkynningaskyldu,
enda séu siðareglurnar settar á til að
koma á umræðu og bæta vinnu-
staðamenningu.
„Ég held það séu engin viðurlög
við þessu, það er engin siðanefnd eða
neitt slíkt. Þetta er í rauninni bara
tilraun til þess að ræða opinskátt um
hvernig við viljum hafa okkar sam-
eiginlegu útgangspunkta. Hvað okk-
ur finnst eðlilegt og hvað okkur
finnst að við eigum að forðast. Í raun
efla sameiginlegu gildin okkar, sem
voru sett í upphafi og hafa reynst
okkur mjög vel,“segir Þórhildur.
Hún bendir á að siðareglurnar
séu byggðar á siðareglum starfs-
manna Stjórnarráðsins en þar sé að
finna sambærilegt ákvæði. Umræð-
an um að koma á siðareglum hjá
Samgöngustofu spratt upp í
tengslum við fimm ára afmæli stofn-
unarinnar. Samgöngustofa var sett
saman úr ólíkum opinberum stofn-
unum og því þótti tilefni til á þeim
tímamótum að efla sameiginlegu
gildin. „Þetta er í raun bara fram-
hald af þeirri umræðu, hver viljum
við vera og hvernig viljum við koma
fram við hvert annað, það var ekkert
annað sem bjó að baki,“ segir Þór-
hildur.
Skyldur starfsmanna í lögum
Hún bendir á að skyldur opin-
berra starfsmanna í starfi sé að
finna í lögum um opinbera starfs-
menn. „Allir starfsmenn undirgang-
ast þau með því að vinna hjá hinu op-
inbera. Siðareglurnar koma ofan á
það og þær eru í rauninni bara vilji
okkar til að skilgreina ákveðna
vinnustaðamenningu. Það var ekk-
ert atvik sem leiddi til setningar
þeirra.“
Síðastliðinn mánudag var
fundað um siðareglurnar og gátu
starfsmenn Samgöngustofu komið
sínum sjónarmiðum á framfæri þar.
Skylt að tilkynna siðferðisleg atvik
Samgöngustofu gerir drög að siðareglum Sett „til að skilgreina ákveðna vinnustaðamenningu“
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Rannsóknanefnd samgönguslysa,
siglingasvið, leggur til að Mann-
virkjastofnun geri sérstakar verk-
lagsreglur um aðkomu og fram-
kvæmd slökkviliða á slökkvi-
störfum við eldsvoða í skipum.
Þetta er meðal þess sem fram
kemur í lokaskýrslu nefndarinnar
vegna elds í tvígang í ljósavélarými
um borð í Agli ÍS 77 í ágúst 2017.
Þá leggur nefndin til að Mann-
virkjastofnun geri faglegt mati á
því hvernig til tókst.
Skiptust á að handstýra
Rannsóknanefndin telur senni-
lega orsök fyrri eldsupptakanna að
kvöldi 27. ágúst vera að hlífðar-
fatnaður hafi fallið af þili vegna
veltings og hafi lagst yfir raf-
geymasambönd við fremri ljósavél,
en þá var skipið á dragnótaveiðum
vestur af Sléttanesi. Talsverður
eldsmatur var í ljósavélarýminu
þ.e.a.s. fyrir utan fatnað voru t.d.
olíuóhreinindi undir göngugrind-
um.
Fjórir voru í áhöfn Egils og
skiptust þeir á við að handstýra
skipinu til Þingeyrar en vegna
sterkrar lyktar í stýrishúsinu var
erfitt að hafast þar við. Mikill við-
búnaður var vegna eldsins og
héldu nærstödd skip, björgunar-
sveitir og -bátar til aðstoðar, auk
þyrlu Landhelgisgæslunnar og
slökkviliðsmanna frá Þingeyri og
Ísafirði.
Öryggi ekki tryggt
Klukkan 01.13 var Egill ÍS kom-
inn að bryggju á Þingeyri og
slökkviliðsmenn frá Slökkviliði Ísa-
fjarðar tóku við slökkvistarfi.
Klukkan rúmlega fimm um nóttina
bárust boð um að eldur væri kom-
inn upp aftur í Agli. Það er mat
nefndarinnar að seinni eldsupptök-
in við bryggju á Þingeyri hafi or-
sakast af því að ekki var tryggilega
gengið úr skugga um að allar glóð-
ir hefðu verið slökktar og elds-
matur fjarlægður.
Við seinni brunann urðu miklar
skemmdir á skipinu. Nefndin telur
að skipið hafi ekki verið vaktað
sem skyldi af fagaðilum sem og að
stjórnendur vettvangs hafi yfirgef-
ið hann áður en tryggt var að ekki
gæti komið upp eldur á ný. Mjög
mikilvægt sé fyrir aðila að draga
lærdóm af þessu atviki og óþarfa
afleiðingum þess.
Skorti á aðstoð við skipverja
Það er mat nefndarinnar að ekki
hafi verið vel staðið að aðgerðum
gagnvart áhöfn skipsins með því að
koma henni ekki undir læknishend-
ur eftir að hafa verið um borð í
reykfylltu skipinu í lengri tíma
sem og að hlutast ekki til um að
kalla til áfallateymi fyrir hana.
Ljósmynd/RNSA-Sævar Helgi
Eldur Egill ÍS 77 við bryggju á Þingeyri eftir seinni brunann.
Vilja verklags-
reglur vegna
elds í skipum
Eldur um borð í Agli ÍS í tvígang
Skipið ekki vaktað sem skyldi
Gullfiskur
Kæliþurrkaður harðfiskur
semhámarkar ferskleika,
gæði og endingu.
Inniheldur 84%prótein.
84%prótein - 100% ánægja
Framleiðandi: Tradex ehf, Eyrartröð 11, 220Hafnarfjörður, tradex@tradex.is
Harðfiskur // Bitafiskur // Skífur
Lang-
vinsælastur
hollusta í hverjum bita
Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is
Fallegar vörur
Roby leðursófi
Lengd 172 cm. Verð 270.000 kr.
Lengd 194 cm. Verð 295.000 kr.
Lengd 214 cm. Verð 310.000 kr.
fyrir heimilið
Sendum
um
land allt