Morgunblaðið - 06.02.2019, Side 16

Morgunblaðið - 06.02.2019, Side 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2019 Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is silestone.com Bakteríuvörn Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum. Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri bakteríu- og sveppavörn. Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone. Blettaþolið Sýruþolið Högg- og rispuþolið Kvarts steinn í eldhúsið 6. febrúar 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 119.57 120.15 119.86 Sterlingspund 156.08 156.84 156.46 Kanadadalur 91.3 91.84 91.57 Dönsk króna 18.324 18.432 18.378 Norsk króna 14.122 14.206 14.164 Sænsk króna 13.173 13.251 13.212 Svissn. franki 119.84 120.5 120.17 Japanskt jen 1.0875 1.0939 1.0907 SDR 166.89 167.89 167.39 Evra 136.82 137.58 137.2 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 167.4703 Hrávöruverð Gull 1311.0 ($/únsa) Ál 1871.5 ($/tonn) LME Hráolía 62.83 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Níu fyrirtæki hafa verið tilnefnd til nýrra UT- verðlauna sem veitt verða á UT- messunni næsta föstudag í Hörpu. Samkvæmt til- kynningu frá Skýrslutæknifélagi Íslands, Ský, sem veitir verðlaunin, var ákveðið að bæta nýju verðlaunaflokkunum við í til- efni af 50 ára afmælisári félagsins. Nýju flokkarnir eru UT-fyrirtækið, UT- stafræna þjónustan og UT-sprotinn. Í flokknum UT-fyrirtækið 2018 eru Nox Medical, Meniga og Marel tilnefnd. Í flokknum UT-stafræna þjónustan 2018 eru tilnefnd fyrirtækin Leggja.is, Men- tor.is og Dohop. Þá eru tilnefnd í flokkn- um UT-Sprotinn 2018 fyrirtækin Medi- lync, Syndis og Sidekick Health. Níu fyrirtæki tilnefnd til nýrra UT-verðlauna Verðlaun Nox Medi- cal er tilnefnt sem UT-fyrirtækið 2018. STUTT BAKSVIÐ Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Þýska flugfélagið Germania hefur lagt fram beiðni um gjaldþrotaskipti. Allar 37 flugvélar félagsins voru kyrrsettar síðastliðið mánudags- kvöld en félagið hefur boðið upp á ferðir til Íslands frá minni flugvöll- um í Þýskalandi. Germania átti við mikinn lausafjárvanda að stríða og í því samhengi bentu forráðamenn fé- lagsins á aukinn eldsneytiskostnað, veikingu evrunnar gagnvart banda- ríkjadal og seinkanir á því að inn- leiða nýjar þotur í rekstur félagsins sem helstu skýringar. Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur hjá Landsbankanum segir gjaldþrot Germania vera til marks um þá gríð- arlegu samkeppni sem er í flug- rekstri um þessar mundir og segir það viðurkenningu fyrir WOW air að fjárfestingafélagið Indigo Partners sé að íhuga að fjárfesta í íslenska flugfélaginu. Gjaldþrot Germania er nokkurt högg fyrir þýska flugreksturinn í ljósi þess að aðeins er rúmt hálft ár frá því að Air Berlin fór sömu leið. Til marks um það hversu erfiður flugrekstur í Evrópu er, er einnig sú staðreynd að lággjaldarisinn Ryana- ir skilaði tapi á fjórða ársfjórðungi síðasta árs í fyrsta sinn síðan í mars 2014. Of mikið framboð „Það er framboðsvandi. Og það er bara ein leið þegar það er of mikið framboð, sem er að lækka verðið til þess að fylla vélarnar. Og þá lenda mörg flugfélög í vandræðum,“ segir Sveinn í samtali við Morgunblaðið. Hann segir þessa störukeppni flug- félaga um að halda verði lágu vera af hinu góða því flugfélög séu of mörg og eitthvað þurfi út af að bregða. Sveinn segir það vera WOW air til hróss að hafa fundið mögulega kaup- endur og það sé í sjálfu sér viður- kenning fyrir viðskiptamódel félags- ins. Trú á Íslandi sem áfangastað „Það eru mörg flugfélög í vand- ræðum og mörg þeirra eru til sölu. Ef félag nær í nýja fjárfesta eða nær að finna kaupendur áður en það fer í þrot þá er það mjög góð yfirlýsing um það hversu gott viðskiptamódel félag er með,“ segir Sveinn. „Það er auðvitað viðurkenning að þeir séu að skoða félagið og það verð- ur ennþá meiri viðurkenning ef þeir fjárfesta í því. Sérstaklega í hörðum heimi flugrekstursins. Og það er einnig viðurkenning fyrir Ísland sem áfangastað. En á móti kemur að In- digo er ekki búið að lofa neinu,“ segir Sveinn. Haft var eftir Bill Franke, stjórn- arformanni Indigo Partners, á dög- unum að félagið sæi augljóslega möguleika í WOW air án þess að út- lista nánar hvaða fyrirætlanir hann hefði fyrir flugfélagið. „Auðvitað vonar maður að hann fjárfesti, og þá í sjálfum rekstrinum og breyti ekki viðskiptamódelinu,“ segir Sveinn. Viðurkenning fyrir WOW air að fjárfestar íhugi kaup AFP Gjaldþrot Allar flugvélar Germania voru kyrrsettar á mánudagskvöld. Félagið fór sömu leið og Air Berlin í fyrra. Harður flugrekstur » Germania lagði fram beiðni um gjaldþrotaskipti í gær. Air Berlin varð gjald- þrota í ágúst. Ryanair skilaði tapi á fjórða ársfjórðungi síðasta árs í fyrsta skipti í fimm ár. » Sérfræðingur segir það vera WOW air til hróss að fé- lagið hafi fundið hugsanlega fjárfesta í Indigo Partners á tímum sem þessum.  Enn tínist úr hópi lággjaldaflugfélaga í Evrópu  Germania gjaldþrota Stoðtækjafyrirtækið Össur hf. hagn- aðist um 613 milljónir bandaríkjadala, eða jafnvirði 8,6 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári, sem er 38% aukn- ing frá fyrra ári, en þá nam hagnaður- inn 58 milljónum dala eða jafnvirði 6,9 milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins til Kauphallar. Þar kemur einnig fram að heildar- eignir félagsins í lok ársins hafi numið jafnvirði tæpra 110 milljarða króna og hafi aukist um 15% milli ára. Þær voru 95 milljarðar á sama tíma á síð- asta ári. Eigið fé félagins nam 538 milljón- um bandaríkjadala í lok tímabilsins en 500 milljónum dala á sama tíma ár- ið áður. Eiginfjárhlutfall var 59% í lok 2018, en var 63% í lok 2017. Söluvöxtur í hátæknivörum Í fréttatilkynningunni segir að sala ársins 2018 hafi numið 613 milljónum bandaríkjadala, eða 66 milljörðum ís- lenskra króna. Söluvöxtur var einna helst drifinn áfram af hátæknivörum félagsins, að því er segir í tilkynning- unni. EBITDA fyrir einskiptisliði ársins 2018 nam 115 milljónum Bandaríkja- dala eða 12 milljörðum íslenskra króna sem eru 19% af sölu. Jón Sigurðsson, forstjóri félagsins, segir í tilkynningunni að allir liðir fjárhagsáætlunar félagsins hafi stað- ist og söluvöxtur í stoðtækjum hafi verið yfir áætluðum markaðsvexti þriðja árið í röð. „Söluvöxtinn má að- allega rekja til sölu á hátæknivörum sem gengur vel í báðum vöruflokk- um,“ segir Jón. tobj@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Afkoma Hátæknivörur drifu áfram söluvöxt Össurar árið 2018. Össur hagnaðist um 8,6 milljarða  Eignir jukust um 15  Salan var 66 milljarðar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.