Morgunblaðið - 06.02.2019, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2019
FOSSBERG
Dugguvogi 6 • 104 Reykjavík • www.fossberg.is • 5757600
Vandaðir vinnuhanskar í öll verk
Bandarísk vopn, sem seld voru Sádi-
Aröbum og bandamönnum þeirra,
hafa komist í hendur hópa vígamanna
sem tengjast hryðjuverkanetinu al-
Qaeda og fleiri fylkinga sem berjast í
Jemen, að sögn fréttasjónvarpsins
CNN sem hefur rannsakað málið.
Bandarískar vígvélar hafa m.a. kom-
ist í hendur uppreisnarmanna, sem
njóta stuðnings klerkastjórnarinnar í
Íran, og leyniþjónustumenn hennar
geta rannsakað þær til að afla tækni-
legra upplýsinga sem gætu stefnt lífi
bandarískra hermanna á átakasvæð-
um í hættu, að sögn CNN.
Samkvæmt vopnasölusamningum
við Sádi-Arabíu, Sameinuðu arabísku
furstadæmin og fleiri samstarfsríki
Bandaríkjanna mega þau ekki koma
bandarískum vopnum í hendur ann-
arra nema með sérstöku samþykki
Bandaríkjastjórnar. CNN hefur eftir
talsmanni bandaríska varnarmála-
ráðuneytisins að slík heimild hafi ekki
verið veitt og Bandaríkjastjórn hafi
hafið rannsókn á málinu.
Í höndum leyniþjónustu Írans
CNN segir að Sádi-Arabía og Sam-
einuðu arabísku furstadæmin hafi
notað bandarísk vopn „sem nokkurs
konar gjaldmiðil til að kaupa hollustu
vopnaðra hópa eða ættbálka“ í barátt-
unni við uppreisnarmenn Húta sem
njóta stuðnings klerkastjórnarinnar í
Íran. Sum vopnanna hafi verið gefin,
seld eða skilin eftir á átakasvæðum en
öðrum hafi verið stolið.
Á meðal vígvéla sem hafa komist í
hendur stuðningsmanna Írana eru
brynvagnar sem þola sprengingar af
völdum jarðsprengna og heimatilbú-
ins sprengibúnaðar sem m.a. hefur
oft verið beitt gegn bandarískum her-
mönnum í Írak og Afganistan. Hermt
er að íranska leyniþjónustan hafi
rannsakað vagnana, m.a. til að leita að
hugsanlegum veikleikum. bogi@mbl.is
Bandarísk vopn
í höndum óvina
Vígvélar sem seldar voru bandamönnum hafa komist í
hendur hryðjuverkahópa og stuðningsmanna Írana í Jemen
Abú Dabí. AFP. | Talið er að allt að
170.000 manns hafi sótt sögulega
messu sem Frans páfi hélt í gær á
íþróttaleikvangi í Abu Dabí, höfuð-
borg Sameinuðu arabísku fursta-
dæmanna. Þetta er í fyrsta skipti í
sögunni sem páfi heimsækir land á
Arabíuskaganum.
Frans páfi hefur lagt áherslu á að
styrkja tengsl kristinna manna og
múslíma og einnig gefið sérstakan
gaum að farandmönnum og flótta-
fólki. Í yfirlýsingum sínum í fursta-
dæmunum hefur hann lagt áherslu á
að binda þurfi enda á stríðsátökin í
Mið-Austurlöndum, m.a. í Jemen og
Sýrlandi, og vernda réttindi allra
íbúanna, þ.á m. kristinna manna,
farandmanna og fólks án ríkisfangs.
Um einn af hverjum tíu íbúum
Sameinuðu arabísku furstadæm-
anna er kaþólskrar trúar, eða um
milljón manna, og margir þeirra eru
farandmenn frá Filippseyjum. Um
65% íbúanna eru frá Asíulöndum og
innflytjendur hafa mikla þýðingu
fyrir atvinnulífið, m.a. í byggingar-
iðnaði og hvers konar þjónustu.
AFP
Um 170.000 manns
sóttu messu páfa
París. AFP. | Að minnsta kosti tíu
manns létu lífið í eldi í fjölbýlishúsi í
París í fyrrinótt og einn íbúanna var
handtekinn vegna gruns um íkveikju.
30 manns voru fluttir á sjúkrahús
vegna brunasára eða reykeitrunar,
þeirra á meðal sex slökkviliðsmenn.
Eldur logaði í efstu hæðum fjöl-
býlishússins sem er átta hæða og í
sextánda hverfi Parísar. Birt voru
myndskeið þar sem slökkviliðsmenn
sáust klífa stiga til að bjarga skelf-
ingu lostnum íbúum sem voru sumir
aðeins klæddir náttfötum.
„Kona sem býr í byggingunni hef-
ur verið handtekin. Hún er fertug og
hafði áður átt við geðræn vandamál
að stríða,“ sagði Remy Heitz, sak-
sóknari í París. Hafin hefur verið
sakamálarannsókn vegna gruns um
að konan hafi gerst sek um íkveikju
og manndráp.
Nokkrir íbúanna röktu íkveikjuna
til deilu milli nágranna í fjölbýlishús-
inu.
Erfitt að komast að húsinu
Eldurinn kviknaði klukkan eitt í
fyrrinótt og um 200 slökkviliðsmönn-
um tókst að ráða niðurlögum hans
rúmum fimm klukkustundum síðar.
„Við héldum í fyrstu að þetta væru
slagsmál, við heyrðum konu hrópa
mjög hátt,“ sagði einn íbúanna. „Hún
hélt áfram að hrópa, við fórum út og
húsið var þegar í ljósum logum.
Slökkviliðsmennirnir voru nýkomnir
en það sem mér fannst furðulegast
var að þeir gátu ekkert aðhafst. Þeir
voru með slökkvibíla, stóra stiga, en
gátu ekkert gert.“
Hermt er að slökkviliðsmenn hafi
ekki getað hafið slökkvistarfið fyrr
en þeir höfðu lengt brunastiga með
framlengingum sem þeir þurftu að
bera að byggingunni. „Það var mjög
erfitt að komast að húsinu,“ sagði
Emmanuel Gregoire, aðstoðar-
borgarstjóri Parísar.
Fjölbýlishúsið er í grennd við leik-
vang fótboltafélagsins Paris Saint-
Germain, og tennisvelli þar sem
Opna franska tennismótið fer fram.
Margar bygginganna í hverfinu eru
gamlar, þær elstu frá sextándu öld,
en húsið sem brann var reist á átt-
unda áratug aldarinnar sem leið.
Þetta er mannskæðasti bruni í
París frá árinu 2005 þegar íkveikja í
þrettánda hverfi borgarinnar kostaði
sautján manns lífið, þar af fjórtán
börn.
AFP
Mannskæður bruni Eldur logar í fjölbýlishúsi í sextánda hverfinu í París í
fyrrinótt. Einn íbúa hússins var handtekinn vegna gruns um íkveikju.
Tíu létu lífið vegna
meintrar íkveikju
Eldur rakinn til nágrannakryts
Börn leika sér á Kim Il Sung-torgi í Pjongjang, höfuð-
borg Norður-Kóreu, þar sem nýju tunglári var fagnað í
gær. Kim Jong-il, þáverandi leiðtogi landsins, endur-
vakti árið 1989 þann sið að fagna nýju ári samkvæmt
tungltímatalinu. Síðan þá hafa norðurkóreskar fjöl-
skyldur komið saman á nýársdeginum til að fara í hefð-
bunda kóreska leiki. Meðal annars er efnt til flugdreka-
keppni á Kim Il Sung-torgi.
AFP
Nýju ári fagnað í Norður-Kóreu