Morgunblaðið - 06.02.2019, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.02.2019, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2019 Fullt tungl Kveikt er á risatungli eftir listamanninn Luke Jerram í Hörpu og er það hluti UT-messunnar 2019. Áhugasamir þurfa því ekki að norpa úti til 11. febrúar í þeirri von að sjá tunglið. Kristinn Magnússon Í baráttu fyrir fram- gangi hugmynda er nauðsynlegt að láta sig dreyma en til að ná ár- angri er skynsamlegt að átta sig á pólitískum raunveruleika. Þetta á til dæmis við þegar kemur að því hvernig best sé að tryggja rekstur og fjárhagslegt sjálfstæði fjölmiðla. Sá stjórnmálamaður er varla til sem ekki segist hafa áhyggjur af stöðu frjálsra fjölmiðla. Höfð eru uppi stór orð um hve nauðsynlegt það sé að hlúa að fjölmiðlum enda séu þeir ein grunnstoð frelsis og lýð- ræðis. Fæstir eru hins vegar tilbúnir að taka til hendinni og koma bönd- um á alvarlegt mein; ríkisrekstur fjölmiðla, sem blómstrar nú sem aldrei fyrr. Þetta er svipað og læknirinn sem kemur sér hjá því að skera sjúkling- inn upp til að koma honum til heilsu en velur fremur að gefa honum verkjalyf til að halda honum á lífi þótt lífsgæðin séu ekki mikil eða framtíðin björt. Ég hef lengi átt mér þann draum að ríkið dragi sig með öllu út úr fjöl- miðlarekstri. Í frjálsu samfélagi er ákveðin þversögn fólgin í því að ríkið stundi miðlun frétta og upplýsinga og taki að sér það hlutverk að veita stjórnvöldum, atvinnulífinu og helstu stofnunum samfélagsins nauðsynlegt aðhald. Slíkt hlutverk er betur komið í höndum frjálsra fjölmiðla sem eiga að vera farvegur fyrir lýðræðislega um- ræðu, uppspretta upp- lýsinga og frétta, en síðast en ekki síst vera varðmenn almennra borgara. Samfélag sem tryggir ekki starfsemi frjálsra fjölmiðla lendir fyrr eða síðar á villigöt- um, eins og sagan hef- ur sannað aftur og aft- ur. Loka augum og halda fyrir eyrun Lögvarin forréttindi Rík- isútvarpsins hafa leitt til þess úti- lokað er að tryggja heilbrigða sam- keppni á jafnræðisgrunni. Þannig er grafið undan sjálfstæðum fjöl- miðlum á hverjum degi. Afleiðingin er veikburða fjölmiðlun. Frjálsir fjölmiðlar berjast í bökkum en fjár- hagslegur hagur Ríkisútvarpsins styrkist með hverju ári og dag- skrárvaldið verður sífellt öflugra (og að lokum algjört, verði leikurinn ekki jafnaður). Löggjafinn mótar lögin og þær leikreglur sem eru í gildi á hverjum tíma. Forréttindi Ríkisútvarpsins og ójöfn og erfið staða sjálfstæðra fjöl- miðla, er ákvörðun sem nýtur stuðn- ings meiri hluta þingmanna. Varnarmúrinn sem umlykur Rík- isútvarpið er þéttur – svo þéttur að ríkisfyrirtækið hefur komist upp með að brjóta lög sem um starfsemi þess gilda. Þegar vakin er athygli á þessari staðreynd í sölum Alþingis, loka flestir augunum, halda fyrir eyrun og þegja. Líkt og læknirinn sem vill ekki takast á við mein sjúklingsins forð- ast þingmenn að takast á við verk- efnið og vilja fremur tengja einka- rekna fjölmiðla við ríkisrekna súrefnisvél. Fátt hættulegra Í júní á síðasta ári lýsti ég and- stöðu við hugmyndir um að koma á fót einhvers konar millifærslu- og styrktarsjóði til að styðja við sjálf- stæða fjölmiðla. Þá skrifaði ég hér á þessum stað: „Fátt er hættulegra fyrir frjálsa fjölmiðlun en að vera háð opinberum styrkjum og nefndum á vegum hins opinbera sem skammta úr hnefa fjármuni til að standa undir ein- stökum þáttum í rekstrinum. Fjöl- miðlun sem er háð hinu opinbera með beinum hætti verður aldrei frjáls nema í orði. Ég hef ekki lagt það í vana minn að nota stóryrði en nauðsyn brýtur regluna. Það er galin hugmynd að reyna að stuðla að frjálsri og óháðri fjölmiðlun með umfangsmiklum millifærslum og ríkisstyrkjum. Verst er að með millifærslum og styrkjum er í raun verið að réttlæta ranglætið á fjölmiðlamarkaði og komast þannig hjá því að fjarlæga meinið sjálft.“ Í síðustu viku kynnti mennta- málaráðherra tillögur um endur- greiðslur á hluta ritstjórnarkostn- aðar einkarekinna fjölmiðla. Frumvarpið hefur verið kynnt í sam- ráðsgátt stjórnvalda. Ég efast ekki um að góður hugur liggur að baki frumvarpi ráðherra og einlægur ásetningur að grípa til aðgerða til styrkja sjálfstæða fjöl- miðla. Frumvarpið nær því miður ekki tilgangi sínum og gengur raun- ar þvert á hugmyndir um að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði fjölmiðla. Fjölmiðill sem byggir tilveru sína á ríkisstyrkjum, sem eru auk þess undir yfirumsjón ríkisstofnunar, getur aldrei talist fjárhagslega sjálf- stæður. Þá eru líkur á því að styrkjakerfið í ætt við það sem kynnt hefur verið, skekki samkeppnisstöðu sjálfstæðra fjölmiðla þar sem þeir miðlar sem geta ekki uppfyllt kröfur sem gerðar verða, standa hlutfallslega veikari að vígi gagnvart öðrum. Það hljómar þversagnakennt, en sú hætta er raunverulega fyrir hendi að fjöl- miðlaflóran verði fátækari eftir að ríkisstyrkir verða teknir upp. Lækkun skatta og gjalda Á umliðnum árum hef ég ítrekað vakið athygli á nauðsyn þess að tryggja stöðu frjálsra fjölmiðla. Það verði ekki gert án þess að skilgreina að nýju hlutverk og skyldur Rík- isútvarpsins. Óásættanlegt sé að rík- isreksturinn ryðji sjálfstæðum miðl- um úr veginum í krafti forréttinda. Engar líkur eru á því að pólitísk samstaða náist um að draga ríkið út úr fjölmiðla- og afþreyingarrekstri. Draumur minn rætist því ekki á komandi árum. Þess vegna hef ég sætt mig við að nauðsynlegt sé að leita annarra leiða til að byggja und- ir sjálfstæða fjölmiðla. Styrktar- og millifærslukerfi er versta leiðin. Skilvirkasta leiðin til að styrkja rekstrarumhverfi fjölmiðla er lækk- un skatta. Ég hef varpað fram þeirri hugmynd að afnema virðisaukaskatt af áskrift fjölmiðla. Hugmyndin er langt í frá fullkomin og helsti gallinn er að stór hluti einkarekinna fjöl- miðla nýtur í engu slíkrar ívilnunar. Nauðsynlegt er að skattaívilnanir séu samræmdar og gegnsæjar. Allir – í þessu tilfelli einkareknir fjöl- miðlar – eiga að sitja við sama borð og fá hlutfallslega sömu ívilnun. Þetta er hægt með því að fella trygg- ingagjaldið niður. Með því næst hlutfallslega sama lækkun á hvern fjölmiðil miðað við launakostnað. Skattaívilnunin er þannig byggð á rekstri einstakra fjölmiðla. Hægt er að setja þak á ívilnunina þannig að hún nái aðeins til launa sem skatt- lögð eru í neðra þrepi tekjuskatts, en laun í efra þrepi beri trygginga- gjaldið. Með þessu verður engin nefnd eða opinber stofnun sem metur hvort umsókn fjölmiðils fullnægi til- teknum skilyrðum heldur er skatt- kerfið sniðið að rekstrarformi hvers og eins fjölmiðils án þess að um- sýslukostnaður stofnist af hálfu ríkis og fjölmiðils við úthlutun fjármuna. Niðurfelling tryggingagjalds er leið til að rétta sjálfstæðum fjöl- miðlum vopn þegar þeir reyna að verjast áhlaupi fílsins í stofunni – Ríkisútvarpsins. Eftir Óla Björn Kárason » Skilvirkasta leiðin til að styrkja rekstr- arumhverfi einkarek- inna fjölmiðla er lækkun skatta. Styrktar- og millifærslukerfi er versta leiðin. Óli Björn Kárason Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Einkareknir fjölmiðlar fái vopn til að verjast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.