Morgunblaðið - 06.02.2019, Side 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2019
NOKIAN stígvélabúðin | Mjóddinni | Reykjavík I Sími 527 1519 | Nokian Stígvélabúðin
Opið virka daga kl. 10.00-18.00
Loðfóðraður skófatnaður
fyrir veturinn
Víðtæk umræða
hefur verið um hús-
næðismál, breytingar
á fasteignamati og
fasteignagjöld. Um-
ræðan hefur snúist
um ófullnægjandi
lóðaframboð og hátt
söluverð nýrra íbúða,
sem endurspeglast
síðan í verði á notuðu
húsnæði, gríðarlegri
hækkun húsaleigu og háum fast-
eignagjöldum.
Einn þáttur þessa máls eða af-
leiðing er gríðarleg hækkun fast-
eignagjalda. Fjölmörg framboð
hafa lýst því yfir að þau vilji lækka
fasteignagjöld. Með hvaða hætti
slíkt á að gera er hins vegar mun
óljósara.
Fasteignagjöld eru samheiti yfir
fasteignaskatt, lóðarleigu, sorp-
hirðu, auk vatns- og fráveitugjalda,
sem hafa víða verið sett í sérstaka
innheimtu veitufyrirtækja. Tekjur
sveitarfélaga af fasteignagjöldum
hafa skilað sveitarfélögunum gríð-
arlegum tekjum frá íbúðareig-
endum og atvinnulífi á þessum síð-
ustu árum, hækkunum sem eru
langt umfram almenna verð-
lagsþróun í landinu. Þessi þróun
hefur leitt til mikillar útgjaldaaukn-
ingar fyrir heimili og fyrirtæki.
Vert er þó að benda á að breyt-
ingar þessara tekna geta líkað orð-
ið á hinn veginn ef fasteignamat
lækkar.
Sveitarstjórnir þurfa tekjur til að
standa undir sínum rekstri og um
þá tekjustofna þurfa að gilda skýr-
ar reglur, sem tryggja sveit-
arfélögum stöðugleika í rekstri.
Fasteignaskattur, lóðarleiga, vatns-
skattur og fráveitugjald hafa fylgt
breytingum á fasteigna- og lóða-
mati. Á síðustu árum hafa nokkur
sveitarfélög og veitufyrirtæki í
þeirra eign verið að færa gjaldtöku
vatns- og fráveitu yfir í það fyr-
irkomulag að í stað þess að fylgja
fasteignamati eru gjöld lög á hús-
næði í formi fastagjalds fyrir
hverja eign að við-
bættu gjaldi fyrir
hvern fermetra eignar
og gjaldskrá látin
fylgja þróun vísitölu
neysluverðs milli ára.
Með þessum hætti
greiða allar fasteignir
gjald í samræmi við
stærð, óháð aldri eða
fasteignamati.
Því varpa ég inn í
umræðuna þeirri hug-
mynd að slíkri aðferð verði einnig
beitt við álagningu fasteignaskatts.
Með þeim hætti væri komið í veg
fyrir að óhóflegar breytingar á
fasteignamati hefðu áhrif á útgjöld
heimila og fyrirtækja, en tryggðu
stöðugleika í tekjum sveitarfélag-
anna. Sveitarfélögunum yrði sett
gjaldskrá sem tæki þá mið af eðli-
legum tekjugrunni, sem hlýtur að
verða verulega lægri en núverandi
fyrirkomulag er að skila, enda
sveitarstjórnarmenn nokkuð sam-
mála um nauðsyn þess að fast-
eignagjöld lækki. Með þessu fyr-
irkomulagi yrðu fasteignagjöld
sambærilegri milli sveitarfélaga,
ólíkt því sem nú er. Auðvelt er af
finna út hvert fastagjald og fer-
metrametragjald þyrfti að vera til
að skapa sveitarfélögum eðlilegar
tekjur. Breyting sem þessi kallar á
breytingar á lögum um tekjustofna
sveitarfélaga. Það getur ekki verið
ásættanlegt að sú þróun sem verið
hefur á liðnum árum haldi áfram
og sveitarsjóðir gildni á kostnað
fasteignaeigenda.
Samkvæmt lögum um tekju-
stofna sveitarfélaga er gjaldskrá
fasteignaskatts, sem byggist á fast-
eignamati, þessi:
a) Allt að 0,5% af íbúðarhúsnæði
ásamt lóðaréttindum, af erfðafestu-
löndum í dreifbýli og jarðeignum,
útihúsum og mannvirkjum á bú-
jörðum sem tengd eru landbúnaði,
öllum hlunnindum og sum-
arbústöðum ásamt lóðaréttindum.
b) Allt að 1,32% af fasteignamati
og lóðaréttindum af sjúkrastofn-
unum, skv. lögum um heilbrigð-
isþjónustu, skólum, heimavistum,
leikskólum, íþróttamannvirkjum og
bókasöfnum.
c) Allt að 1,32% af fasteignamati
og lóðaréttindum af öðrum eignum
s.s. iðnaðar- skrifstofu- og versl-
unarhúsnæði, fiskeldismann-
virkjum, veiðihúsum og mann-
virkjum sem nýtt eru fyrir
ferðaþjónustu.
Sveitarstjórnum er síðan heimilt
að hækka um allt að 25% fast-
eignaskatt á eignir sem tilgreindar
eru í a- og c-liðum. Undanþegnar
fasteignaskatti eru kirkjur og
bænahús, safnahús og hús erlendra
ríkja, eftir ákveðnum reglum. Þá er
í núverandi lögum heimild til að
lækka eða fella niður fasteignaskatt
af tekjulitlum elli- og örorkulífeyr-
isþegum.
Ástæða er til að benda á að fjöl-
margar eignir eru látnar falla undir
ákvæð c-liðar þó að þær séu ekki
reknar í atvinnuskyni heldur sem
húsnæði félagasamtaka og stofnana
sem hafa ekki aðrar tekjur en fé-
lagsgjöld til að standa undir kostn-
aði við aðstöðu sína. Réttlátara
væri að slíkar eignir féllu undir a-
lið
Hvert hlutverk og framtíð Fast-
eignamats ríkisins yrði eftir slíka
breytingu þarf líka að skoða, ef
þessu ákvæði yrði breytt. Mark-
aðurinn mótar söluverðmæti eigna
og tryggingafélögin trygging-
arverðmæti eigna.
Sjálfsagt eru til fleiri leiðir til að
komast út úr þeim vítahring sem
áhrif fasteignamats hafa á þessa
tekjustofna, en þessi hugmynd er
sett fram til að benda á aðra mögu-
leika en þá sem ráðið hafa ferðinni
til þessa.
Breytt fyrirkomulag
fasteignaskatts
Eftir Sigurð
J. Sigurðsson
Sigurður J. Sigurðsson
»Með þeim hætti væri
komið í veg fyrir að
óhóflegar breytingar á
fasteignamati hefðu
áhrif á útgjöld heimila
og fyrirtækja.
Höfundur er áhugamaður um fjármál
sveitarfélaga.
Það er ekki frið-
vænlegt í heiminum.
Fréttir berast um morð
á stjórnmálamönnum.
Skotárásir í nágranna-
löndunum eru það
margar að ég kann ekki
tölu á þeim öllum. Einu
sinni var spurt: Hvar
varstu þegar þú heyrð-
ir að John Kennedy var
skotinn? Svo minn-
isstæður var þessi atburður og svo
djúp áhrif hafði hann á okkur sem
upplifðum hann að allir gátu svarað
spurningunni. Slíkt gæti gerst hér.
En hvernig undirbúum við okkur?
Lindarvatn ehf. ætlar að reisa
stórt hótel við Austurvöll. Það mun
teygja sig yfir að alþingisreitnum
hinum megin við Kirkjustræti. Fái
ég mér herbergi á suðurhlið hins
nýja hótels eru 14 m yfir að skrif-
stofum forseta Alþingis og skrif-
stofustjóra. Það er skammbyssu-
færi. Er skrýtið að hugsa um slíka
hluti á Íslandi? Er ekki líka skrýtið
og í raun óábyrgt að gera það ekki?
Og hvað getur gerst í því umferð-
aröngþveiti sem skapast þegar rútur
flytja ferðamenn að hótelinu, jeppar
sækja þá í fjallaferðir, vöruflutn-
ingabílar koma með vörur og þjón-
ustubílar iðnaðarmanna koma með
sín tól? Á sama tíma ganga alþingis-
menn út úr alþing-
ishúsinu og jarðarför
er frá Dómkirkjunni.
Ég leyfi mér að full-
yrða að hvergi í heim-
inum yrði núna leyft að
byggja hótel svona
nærri þinghúsi. Al-
þingi kærði Reykjavík-
urborg árið 2013 fyrir
að samþykkja deili-
skipulag fyrir Lands-
símareitinn við Aust-
urvöll. Það
deiliskipulag sýndi hótel sem var
mjög líkt því sem nú á að rísa. Al-
þingi taldi að með ákvörðun sinni
hefði Reykjavíkurborg sýnt þjóð-
þingi Íslendinga og sögu landsins
vanvirðingu. Í kæru Alþingis var
Reykjavíkurborg meðal annars sögð
brjóta gegn 36. grein stjórnarskrár-
innar þar sem segir að Alþingi sé
friðheilagt og að enginn megi raska
friði þess né frelsi.
Ég hvet alþingismenn til að taka
þessa kæru upp og fylgja henni eftir.
Alþingismenn
í skotfæri
Eftir Jón
Hálfdanarson
Jón Hálfdanarson
»Ég leyfi mér að full-
yrða að hvergi í
heiminum yrði núna
leyft að byggja hótel
svona nærri þinghúsi.
Höfundur er eðlisfræðingur.
Það ríkir mikil tor-
tryggni í garð þess að
ríkisvaldið sé að velta
því fyrir sér að selja
banka. Banka sem það
neyddist til að reisa við,
eiga og reka. Skilj-
anlega segja margir,
yppta öxlum er eru svo
bara á móti því, örygg-
isins vegna. Þetta er
svona þegar spurt er
hvort ekki eigi að af-
létta einkaáfengissölu
hins opinbera, fólk seg-
ir „er þetta ekki bara
góð þjónusta sem virk-
ar vel fyrir alla“? Tja,
vissulega hefur al-
menningur aðlagað sig
því formi sem viðhaft er
á áfengissölu og banka-
þjónustu hins opinbera.
Sementsverksmiðjan
sáluga gerði fínt sem-
ent sem steypti nú
mörg húsin. Dásamleg alveg hreint.
Ég er nokkuð klár á að hið íslenska
bankakerfi mun ekki komast í þá að-
stöðu sem hér var á milli áranna
2003-2008. Einfaldlega vegna þess
að mun betur er fylgst með mánuð
fyrir mánuð, ár fyrir ár, og varfærni
höfð að leiðarljósi. Hið opinbera
kerfi, sem e.t.v. má
segja að hafi sofið á
verðinum, mun ekki
láta það gerast aftur.
Hins vegar eru engar
bankakreppur eins.
Sem leiðir okkur að
kjarna málsins. Það
kemur bankakreppa
aftur! Hvenær skal
ósagt látið en hún
kemur. Og þær krepp-
ur sem bankar áttu við
að glíma hér áður er
ríkið var eigandi
þeirra voru að hluta til
ósýnilegar þar sem
ríkið sem eigandi
þurfti að styðja við
reksturinn til að ekki
færi illa. Óteljandi
dæmi um það frá fyrri
tíð.
Breytingar
í vændum
Fyrir liggur að á
næsta áratug eða svo
verða miklar breyt-
ingar á eðli bankastarfsemi. Þetta
þarf enga völvu til að spá um. Ferlið
er hafið og rafræn viðskipti, þvert á
landamæri, munu ráða för. Reiðufé
verður áfram til þótt til séu þeir er
því vilja útrýma en greiðslumiðlar
líkt og snjallsímar, örflögur og hvað
allt það heitir munu auðvelda og ein-
Fór í banka,
ekki banka
Eftir Steinþór
Jónsson
» Það er æski-
legt að hið
opinbera sé búið
að draga sig frá
rekstri banka,
eins og kostur
er, þegar næsta
kreppa ríður
yfir.
Steinþór Jónsson
Nýbygging Gera má ráð fyrir að útsýnið úr gluggum yfirstjórnar Alþingis
verði svona ef áform Lindarvatns um bygginguna ná fram að ganga.