Morgunblaðið - 06.02.2019, Síða 24

Morgunblaðið - 06.02.2019, Síða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2019 ✝ Gylfi Guð-mundsson fæddist á Landspít- alanum 27. septem- ber 1932. Hann lést 28. janúar 2019 á Vegamótum, Grund við Hring- braut. Foreldrar hans voru hjónin Helga Kristjánsdóttir hús- móðir, f. á Ísafirði árið 1903, d. 1982, og Guð- mundur Sigurðsson, fulltrúi og bókari, f. í Keflavík árið 1902, d. 1974. Systkini Gylfa voru Ástríður, f. 1926, d. 2015, Hólmfríður, f. 1928, d. 2003, Sigurður Þorkell, f. 1930, d. 2007, Þorbjörg, f. 1936, d. 2015, og Gerður, f. 1942. Gylfi var mjög náinn móður- bróður sínum Guðmundi Krist- jánssyni, konu hans Gróu Ólafs- dóttur og dætrum þeirra, Þorbjörgu, Margréti og Sigríði Björgu. Eftirlifandi eiginkona Gylfa er Ása Hanna Hjartardóttir, f. 8. ágúst 1940, fv. flugfreyja og húsið var flutt vegna lengingar N/S-brautar flugvallarins. Þá flutti fjölskyldan á Hringbraut 37. Hann fór í sveit sem ungur drengur, fjögur sumur að Sveinseyri við Dýrafjörð og önn- ur fjögur í Deildartungu í Borgarfirði. Hann útskrifaðist stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1952, rekstrar- hagfræðingur (Diplom Kauf- mann) frá háskólanum í Mann- heim í Þýskalandi vorið 1958 og leiðsögumaður frá Leiðsögu- mannaskóla MK vorið 2002. Hann starfaði hjá fyrirtækjum, innlendum og einu erlendu, á sviði inn- og útflutningsversl- unar, iðnaðar og vinnslu sjávar- afla. Störf hans voru helst fólgin í innflutningi og innkaupum margvíslegs varnings, sölu og útflutningi íslenskra fram- leiðsluvara, reikningshaldi og almennri stjórnun. Starfsvett- vangur hans var m.a. sem for- stöðumaður Tilraunastöðvar SÍS í Hafnarfirði, framkvæmda- stjóri Hamborgarskrifstofu SÍS, framkvæmdastjóri innkaupa- deildar LÍÚ og fulltrúi hjá Hval hf. Eftir að hann komst á eftir- laun hóf hann að leiðsegja þýsk- um ferðamönnum um Ísland. Útför Gylfa fer fram frá Nes- kirkju við Hagatorg í dag, 6. febrúar 2019, og hefst athöfnin klukkan 15. starfaði lengi sem deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg. Þau giftust 3. júlí 1972. Foreldrar hennar voru Ásta Jónsdóttir, hús- móðir og símritari, f. 1917, d. 1969, og Hjörtur Jónsson, loftskeytamaður og umdæmisstjóri Pósts og síma á Ísa- firði, f. 1915, d. 1993. Dætur þeirra eru: a) Helga Maureen, f. 10. janúar 1974, og b) Ásta Ca- milla, f. 20. október 1975. Fyrri eiginkona Gylfa var Hannelore Guðmundsson f. 1931, d. 2009. Dætur þeirra eru a) Jónína Guðrún, f. 19. sept- ember 1960, hún á þrjá drengi, Georgios f. 1988, Kjell f. 2001, og Ben, f. 2003, og b) Sólveig Elke, f. 4. apríl 1963, hennar maður er Norbert Bistry. Börn hennar af fyrra hjónabandi eru Finn Moritz, f. 1993, og Nika Sóllilja f. 1996. Gylfi ólst upp á Hörpugötu 35 í Skerjafirði til 11 ára aldurs er Við andlát pabba er margs að minnast, við höfum átt yndisleg æsku- og mótunarár hjá mömmu og pabba og við erum þakklátar fyrir allt sem þau hafa veitt okk- ur. Minningar um góðan og um- hyggjusaman pabba hafa leitað á huga okkar síðustu daga. Við vor- um mjög náin fjölskylda og tók- umst saman á við lífið, samglödd- umst þegar vel gekk og studdum hvort annað þegar á móti blés. Pabbi lagði mikla áherslu á það í uppeldinu að við systur þekktum okkar fólk, héldum sambandi, réttum út hjálparhönd þegar þess þurfti og að við værum með á hreinu hvernig skyldleiki milli manna væri. Stundum fannst okkur pabbi eiga ótrúlega mikið af frændum og frænkum en þegar skyldleikinn var skoðaður var kannski verið að tala um frænd- semi í 5. lið en það skipti ekki máli, frændi var frændi og frænka var frænka. Pabbi var selskapsmaður, hafði gaman af að halda veislur og að fara í veislu. Síðasta fjöl- skylduboðið sem hann fór í var jólaboðið til Þorbjargar frænku viku fyrir jól í desember síðast- liðnum, þar lék hann á als oddi og naut samvista við frændur og frænkur, stóra sem smáa. Hann pabbi okkar fylgdi í spor móður sinnar og tveggja systra og fékk að kynnast alzheim- erssjúkdómnum á eigin skinni og fórum við mæðgur í það ferðalag með honum, honum til halds og trausts. Það er þó huggun harmi gegn að hann fékk það sem kallað er síðbúið alzheimer, greindist í kringum áttræðisafmælið. Pabbi var alla tíð mjög ljúfur maður og vildi öllum vel og við erum þakk- látar fyrir að sú skapgerð yfirgaf hann ekki í veikindum hans. Mamma á aðdáun okkar systra fyrir hversu vel og af miklu ást- ríki hún annaðist pabba í veikind- um hans. Hann naut þeirrar gæfu að komast að á Hlíðabæ, sem er dagvistun fyrir heilabilaða. Pabbi sótti Hlíðabæ í rúm tvö ár, leið vel þar og sérstaklega voru húsa- kynnin honum að skapi en Vil- hjálmur Árnason skipstjóri byggði húsið á sínum tíma. Í októ- ber síðastliðnum flutti pabbi sig um set innan Vesturbæjarins, er hann fékk inni á Grund. Á Vega- mótum á Grund ríkir aðeins eitt markmið og það er að heimilisfólk njóti mikillar umhyggju og virð- ingar. Við mæðgur þökkum starfsfólki Hlíðabæjar og Vega- móta fyrir alla veitta aðstoð og velvild í garð Gylfa okkar. Það er skrítið að standa á þess- um tímamótum að kveðja pabba, en við vitum að hann er og verður ávallt með okkur stelpunum sínum. Við erum þakklátar fyrir að hann þekkti okkur, stelpurnar sínar þrjár, fram í andlátið og við vorum öll dugleg, við fjögur, að sýna hvert öðru væntumþykju í garð hvert annars. Það var ekki slæmt að heyra frá pabba sínum þegar maður hitti hann eftir smá fjarveru: „Elskan mín, ertu kom- in, hjarta mitt tók kipp þegar ég sá þig koma!“ Nú hefur fækkað um einn í Villtamelsgenginu, genginu sem taldi sig eiginlega ósigrandi. En við sem eftir erum munum halda áfram og halda á lofti minningu pabba. Þú ert það, sem þú öðrum miðlað getur, og allar þínar gjafir lýsa þér og ekkert sýnir innri mann þinn betur en andblær hugans, sem þitt viðmót ber. (Árni G. Finnsson) Ástar- og saknaðarkveðjur, Helga Maureen og Ásta Camilla. Minningar mínar um Gylfa bróður minn eru margar og ljúfar og renna nú um huga mér þegar hann er farinn til feðra sinna. Gylfi var 10 ára snáði í sveit á Sveinseyri við Dýrafjörð þegar hann fékk símhringingu, til Egg- erts ömmubróður okkar í Sæbóli, að Gylfi hefði eignast litla systur. Eggert frændi okkar í Sæbóli í Haukadal var með símstöð þar og kom þessum fregnum til hans, fór í snarhasti gangandi út á Sveins- eyri, þar sem Andrés bróðir hans bjó með fjölskyldu sinni. Söguna sagði Gylfi mér þegar ég fór í sveit á sjöunda ári vestur í Höll í Haukadal Enn ein minning kemur upp í huga mér. Þegar ég var ung stúlka í Lundúnum var hringt dyrabjöllunni einn daginn og á ganginum stóð Gylfi bróðir með vænan lax sem pabbi okkar hafði veitt daginn áður. Gylfi var að fara til London og munaði ekki mikið um að koma laxinum til skila. John Kendall, húsbóndinn á heimilinu, átti ekki orð þegar Gylfi afhenti honum laxinn og sagði að hann væri smá gjöf til hjónanna, fyrir hugulsem- ina við dóttur sína. Sveini Aroni manni mínum gleymist aldrei þegar pabbi okk- ar Gylfa andaðist og við hjónin vorum í sumarleyfi í Portúgal. Þá kom hótelstjórinn til Sveins, þar sem við vorum að tala við ensk hjón sem síðar urðu einlægir jóla- kortavinir okkar um áratuga skeið. Sveinn kom síðar til mín og bað mig að koma með sér upp í herbergið í hótelinu. Í rólegheit- um greindi Sveinn frá andláti pabba. Þetta var mikið áfall, en Gylfi var þá líka búinn að hag- ræða jarðarför þannig að hún yrði ekki fyrr en við kæmum heim að viku liðinni. Fyrir tilstuðlan Gylfa nutum við dvalarinnar í róleg- heitum. Ég þakka honum ávallt fyrir þessa ástúðlegu umhyggju hans fyrir okkur Sveini. Tengsli okkar Gylfa voru alltaf sterk, þó að við værum ekki í sam- bandi alla daga. Elskusemi hans við mig var heil og góð alla tíð. Nú er kær bróðir minn farinn til feðra sinna. Þakka ég elsku bróður fyrir öll árin sem við áttum, ásamt mömmu, pabba, Ásu systur, Fríðu systur, Sigga bróður og Distu, sem öll eru látin. Megi gleði og fegurð umlykja þau öll og veit ég að tekið verður vel á móti Gylfa bróður. Innilegar samúðarkveðjur færi ég dætrum hans Jónínu Guðrúnu, Sólveigu Elke, Helgu Maureen og Ástu Camillu og Ásu Hönnu konu hans. Megi blessun og friður vera með ykkur um ókomna tíð. Gerður G. Bjarklind. Guð hefur sönginn gefið þér, gagn og yndi að vinna, en hlífðu því, sem helgast er hjörtum bræðra minna. Þannig skrifar Helga föður- systir okkar, mamma Gylfa, í póe- síubók pabba árið 1914. Kvaddur er í dag stórfrændi og vinur okk- ar Gylfi Guðmundsson, sem við lítum á sem stóra bróður. Við frá- fall Gylfa er sem kjölfestan og akkerið í ætt okkar hafi verið tek- ið upp og eftir sitjum við hnípin og döpur. Það var auðvelt að elska og virða hann Gylfa, honum var það eðlislægt að gefa af sér og ávallt fórum við glöð í sinni af hans fundi. Að eigin sögn var hann besta barnapían okkar systranna og það getum við stað- fest fúslega. Frændsemi hans var viðbrugð- ið og ætíð sýndi hann börnum okkar og barnabörnum óskiptan áhuga enda eru góð tengsl milli barna okkar. Samfundir fjöl- skyldna okkar hafa margir verið á liðnum áratugum. Minningin um skemmtilegar samverustundir leita á hugann, hvort sem var á heimilum okkar, sumarhúsum á Snæfellsnesi, í Skorradal, Vill- ingadal eða á Hjalteyri. Ferðin sem við fórum með Níelsi Jóns- syni frá Hauganesi og sigldum út í Hrísey er sérstaklega minnis- verð, þar var skipað í hvert rúm með GK sem kaptein og Gylfa 1. stýrimann. Enn fremur ferð okk- ar á 70 ára afmæli Flateyrar 1992 að ógleymdu ættarmóti Skjald- fannarættarinnar 1994, sem Gylfi stóð fyrir. Frásagnarlist Gylfa var einkar skemmtileg. Hann átti sterkar rætur í móðurætt vestur í Höll í Haukadal og Skjaldfönn í Ísa- fjarðardjúpi. Þangað leitaði hug- ur hans oft og naut hann þess að hitta ættingja sína úr þessu vest- firska umhverfi. Frásögur hans, m.a. frá dvöl sinni á Sveinseyri í Haukadal í Dýrafirði, hjá ömmu- bróður okkar Andrési Guð- mundssyni, sumrin 1940 til 1943 og ferð sinni sex ára gamals með Grétu (Margréti Ebenezardótt- ur) þegar þau sigldu með einum Fossanna til Flateyrar. Árla morguns er Gréta vakti Gylfa, leit hann út um kýraugað og sagði: „Mikið eru fjöllin flott,“ þegar hann sá fjallið tignarlega Þorfinn handan fjarðar. Við þessi kaflaskil viljum við systur þakka Gylfa og Ásu fyrir alla þá umhyggju og ástúð sem þau sýndu foreldrum okkar alla tíð. Þar var enn ein birtingar- myndin af mörgum sem staðfesti hvaða mann hann hafði að geyma. Þar fór „góður drengur að vest- an“. Við og fjölskyldur okkar, vottum Ásu, dætrunum og ástvin- um öllum okkar samúðarkveðjur. Vertu kært kvaddur og Guði falinn. Þorbjörg, Margrét og Sigríður Björg Guðmundsdætur. Gylfi Guðmundsson var systursonur afa míns Guðmundar Kristjánssonar, Gumbs. Gylfi og afi Gumbur voru um margt líkir og kærleikar miklir voru með þeim. Bönd þeirra í milli styrkt- ust enn með ástríkri vináttu hjónanna Ásu og Gylfa, Gróu og Gumbs, og eru svo traust að þau halda enn og tengja eftirlifandi kynslóðir. Afi og amma, urðu rík- ari af barnabörnum með Gylfa- dætrum. Gumbsdætur áttu bróð- ur í Gylfa, þeirra börn hugljúfan frænda og barnabörnin áhuga- saman afa. Gylfi var síðustu árin höfuð ættleggs faktorshjónanna frá Flateyri, þeirra Þorbjargar Guð- mundsdóttur frá Höll í Haukadal í Dýrafirði og Kristjáns Ásgeirs- sonar frá Skjaldfönn í Nauteyr- arhreppi við Ísafjarðardjúp. Ætt- arhöfðingi hefur hann þó alltaf verið í mínum huga. Ættarhöfð- ingi hefur, og sýnir, hugheilan og stolti vafinn áhuga á sínu fólki. Það var Gylfa í blóð borið. Gylfi hafði og til að bera nauðsynlegan eiginleika vestfirsks ættarhöfð- ingja, nefnilega einlæga virðingu fyrir góðum drengjum ættuðum að vestan. Þann hóp fylltu frænd- ur og frænkur og allir sem þeim tengdust. Hann var fróður um sögu ættarinnar og ætta sem henni bundust. Hugur og hjarta Gylfa báru ættarinnar mót. Það fullkomnaði myndina að Gylfi bar stoltur ættarnefið, sem og lát- bragð og svipmót móðurbræðra. Þannig birtist gengin kynslóð okkur í Gylfa, ekki aðeins í frá- sögnum hans heldur einnig lif- andi í honum sjálfum, góðum dreng ættuðum að vestan. Gylfi hafði reyndar almennt áhuga á mönnum og málefnum. Glaðværð sinni deildi hann jafnt til skyldra og óskyldra. Hann var minnugur og fróður og einstak- lega orðheppinn og skemmtilegur bæði í samræðum og skrifum. Það birti yfir þar sem hann kom enda fylgdi honum léttleiki og hlýja sem smitaði út frá sér. Allir fóru glaðari af hans fundi. Þessa eiginleika hans hafa dætur hans erft. Í fjársjóðskistunni eru bréf frá Gylfa meðal höfuðdjásna. Rit- hönd Gylfa var einstaklega falleg, málið ríkt og bréfin skemmtileg, krydduð hárfínum húmor. Þannig skrifaði Gylfi til mín í tilefni dokt- orsvarnar við Háskólann í Þránd- heimi, við Niðarós, að afi og langafi „hefðu verið stoltir af að Gylfi Guðmundsson „Mamma“. Þetta eina orð er stórt og sterkt í huga mín- um núna þegar mamma mín hefur kvatt okkur en hún lést 13. desember síðast- liðinn. Mamma hefði orðið 92 ára í dag. Hún var mikið afmælisbarn og gladdist alltaf þegar fólk mundi eftir afmælinu hennar, sló á þráðinn eða sendi kort. Við mamma vorum sam- ferða í lífinu í rúm 60 ár. Við vorum alltaf nánar, þó sérstak- lega á mínum yngri árum. Mamma fékk lömunarveikina 1955 svo ég virðist ung hafa tek- ið að mér það hlutverk að hjálpa henni að komast þangað sem hún þurfti. Mamma lét fötlunina ekki stoppa sig, hún fór flest það sem hana langaði til, hvort sem það voru ferðalög utan- lands eða innan. Þegar kemur að kveðjustund fara ýmsar minningar að láta á sér kræla. Hugurinn reikar og ég stoppa við svo margt, brosi og rifja upp. Þegar farið var með „hers- inguna“ í berjamó. Þá var það regla að við fylltum berjaílátið og fengjum svo heitt kakó og kleinu en eitt sinn gerðist ég sek um að setja slatta af lamba- spörðum í fötuna og svo stór að- albláber efst. Ég reyndi þetta bara einu sinni! Að þessu uppátæki mínu var oft hlegið síðar meir. Eða ferðirnar inn í Haganesvík að sækja slátur fyrir hálfan bæinn því mamma var bóngóð kona. Þær eru svo margar, margar fleiri eftirminnilegar. Mamma var óhemju dugleg kona, féll nánast aldrei verk úr hendi. Hún t.d. gat gert fleira en eitt í einu meðan hún skoðaði sjón- varpið eða lagði okkur lífsregl- Hulda Steinsdóttir ✝ Hulda Steins-dóttir fæddist 4. febrúar 1927. Hún lést 13. desem- ber 2018. Útför Huldu fór fram 21. desember 2018. urnar; um leið prjónaði hún sokka, vettlinga eða peys- ur á sama tíma. Ég man hve vel var tekið eftir okkur systkinunum þegar við spókuðum okk- ur í útprjónuðum peysunum um göt- ur Siglufjarðar . Mamma vildi allt fyrir okkur systkin- in gera og oft létti hún undir eða hjálpaði okkur með heimaverk- efnin í skólanum. Vinnubækurn- ar voru verðlaunaðar fyrir fal- legan frágang, ekki það að við legðum svona mikla vinnu í þær heldur var það mamma sem sá til þess að vel væri gengið frá þeim. Mamma byrjaði að vissu leyti nýtt líf þegar þau pabbi fluttu til Reykjavíkur; hún þurfti ekki lengur að setja í öll drif á Willy’s-jeppanum til að komast að húsinu okkar eins og á Siglufirði heldur keyrði hún beint inn í upphitaðan bílskúr í Álandinu og gekk svo þaðan sem var innangengt í íbúðina. Mamma hafði alltaf sterkar taugar til Siglufjarðar, þar var hennar „heima“ og núna síðustu mánuðina sem hún lifði talaði hún um að sig langaði að skreppa norður einu sinni enn. Nú ertu farin, mamma mín, en við sem eftir erum kveikjum á kerti og minnumst þín á afmæl- isdaginn. Ég sakna þín, elsku mamma mín, Guð geymi þig. Ég bið að heilsa pabba, ömmunum, öfunum, Hilmari okkar og bara öllum sem eru hjá þér. Þú miðlaðir okkur mild og hlý af móðurkærleikans gnótt. Heim þú fæddir okkur í og annaðist dag og nótt. Sofðu nú róleg, mamma mín. Við munum að hafa hljótt. Þau breiða on’á þig börnin þín og bjóða þér góða nótt. (Kristján Árnason) Þín dóttir Elínborg Hilmarsdóttir. Minningarvefur á mbl.is Minningar og andlát Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru aðgengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum.        þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber að höndum og aðrar gagnlegar       við fráfall ástvina. www.mbl.is/andlát

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.