Morgunblaðið - 06.02.2019, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 06.02.2019, Qupperneq 25
vera viðstaddir doktorsvörnina, sem í mínum [Gylfa] huga er miklu meira afrek en þegar Kjartan Ólafsson kaffærði Ólaf konung Tryggvason í Niðarósi fyrir um 1050 árum“. Skemmti- legri kveðju er vart hægt að fá. Í fjársjóði minninganna eru samverustundir og ferðir með Gylfa, Ásu og dætrum. Gylfi og Ása hafa jafnan verið höfðingjar heim að sækja og heiðursgestir þangað sem þau eru boðin. Ásu, Gylfadætrum og fjölskyldum vottum ég og fjölskylda mín ein- læga samúð okkar. Gylfi, frændi minn, lifir í hjarta og minni okkar allra sem hann þekktum. Það birtir til í huga okkar við minningu hans líkt og nærvera hans hleypti skýjum frá sól. Gylfa kveðjum við hlýjum huga með orðum sem hann lagði í bréf með vísan í að langafi Krist- ján, afi Gylfa, hefði þannig endað öll sín bréf til vina og ættingja. Gylfi Guðmundsson, ávallt kært kvaddur og Guði falinn. Fjóla Guðrún Sigtryggsdóttir. „Nei … eru Keflvíkingarnir komnir,“ sagði Gylfi frændi skæl- brosandi með útbreiddan faðm- inn þegar við Helgi Matthías og Lubbi heimsóttum hann á Grund fyrir nokkrum vikum. Jafnvel þótt minnið væri aðeins farið að bregðast þekkti hann okkur og fagnaði komu okkar jafn vel og endranær. Gylfa þótti nefnilega svo vænt um fólkið sitt og var sennilega frændræknasti maður í heimi. Víðimelurinn var öllum opinn og þau hjónin voru dugleg að halda fjölskyldunni saman með fjöl- mennum jólaboðum og öðrum stórveislum. Gylfi hafði einlægan áhuga á því hvað við vorum að gera og var mikill ættarhöfðingi. Hann fylgdist vel með mér á sín- um tíma í pólitíkinni og hvatti mig áfram og studdi. Ég minnist ótal símtala frá frænda þar sem hann oftar en ekki vildi bara segja mér hvað hann væri stoltur af frænku. Gylfi var litli bróðir móður minnar og það var alltaf kært á milli þeirra systkina. Ég á honum margt að þakka, jafnvel lífið sjálft, þar sem það var ekki síst fyrir hans milligöngu að foreldrar mínir urðu par á sínum tíma. Gylfi og pabbi voru vinir og skóla- bræður í Menntaskólanum í Reykjavík. Pabbi, sem er úr Keflavík, leigði herbergi úti í bæ og oftar en ekki bauð Gylfi pabba með sér heim til ömmu og afa í mat, þar sem hann kynnist mömmu. Nú eru þau systkinin saman á ný, en jarðarför Gylfa fer einmitt fram á dánardegi móður minnar, sem lést úr sama sjúkdómi þenn- an dag fyrir 16 árum. Á þeim tíma hafa þau kvatt eitt af öðru; Siggi, Dista, Ása og nú Gylfi og er Gerð- ur ein eftir af systkinunum sex. Ég votta elsku frænku mína inni- legustu samúð. Ég á eftir að sakna Gylfa frænda og kveð hann með mikilli virðingu. Hann var góður maður, sannkallaður heiðursmaður. Missir Ásu, Monnu og Millu er þó mestur – það duldist engum hversu sterkt samband þeirra var. Við Guðjón og synir okkar sendum þeim mæðgum og Jónínu og Sólveigu, dætrum Gylfa af fyrra hjónabandi, okkar kærustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning elsku Gylfa frænda. Ragnheiður Elín Árnadóttir. Látinn er góðvinur okkar, Gylfi Guðmundsson. Blessuð sé minning hans. Þeir hverfa nú óð- um af vettvangi kæru förunaut- arnir á lífsins vegi. Gylfi var hamingjumaður. Hann naut ástríkis og einstakrar umhyggju Ásu Hönnu, eiginkonu sinnar, og dætra þeirra, Helgu Maureen og Ástu Camillu. Á menningarheimili þeirra nutum við, lítill hjónahópur, reglubund- inna samverustunda um áratuga skeið. Fagrar minningar og hlýj- ar þakkir sameinast þaðan og glæða hug. Gylfi var fölskvalaus ráðdeild- armaður þar sem fastlyndi og glaðlyndi voru farsællega samof- in í skapferli hans. Menningar- lega sinnaður var hann. Unnandi tónlistar og bókmennta. Gylfi hafði til að bera gáfur skýrar, minnið traust og tal hans jafnan skörulegt og skemmtilegt. Fé- lagslyndi var honum í blóð borið og kom hann víða við í félögum og félagsstörfum. Vildi hafa glatt á hjalla og jákvæð áhrif á umhverfi sitt. Þótt hann hafi hluta ævinnar lifað og starfað erlendis var hann tengdur Íslandi rammri taug alla tíð. Þessi reynsla nýttist honum vel á síðari árum er hann gerðist leiðsögumaður valinna þýskra ferðamanna hér á landi við góðan orðstír enda afburða fjölfróður og mikill sagnamaður. Skilningur Gylfa var næmur, lundin hress og hjartað heitt. Manni varð hlýtt í návist hans. Slíkir menn lifa með okkur þótt þeir deyi. Gylfi var trúmaður. Hann elsk- aði Guð og guðsneistann í manns- sálinni, en kreddumaður var hann ekki. Að lyktum kveðjum við kær- an vin okkar sem nú hefur lagt út á ókunna stigu. Dæm svo mildan dauða, Drottinn þínu barni eins og léttu laufi lyfti blær frá hjarni, eins og lítill lækur ljúki sínu hjali, þar sem lygn í leyni liggur marinn svali. (Matthías Jochumsson) F.h. hjónahópsins okkar, Alda Halldórsdóttir, Árni Þ. Árnason. Gylfi Guðmundsson var í hópi þeirra stúdenta sem útskrifuðust úr Menntaskólanum í Reykjavík 1952. Hjá flestum okkar lauk þar með fjögurra ára samfylgd. Á þessum árum kynntumst við Gylfa, hans léttu lund og ljúfa fasi sem settu svip á alla framkomu hans. Hann var góður námsmað- ur, en gaf sér einnig tíma til að sinna áhugamálum utan námsins. Gylfi var í stærðfræðideild og bekkjarbræður okkar í máladeild kölluðu stærðfræðideildina stundum leikfimideild í stríðni og gáfu þá í skyn að áhugi okkar beindist einkum að íþróttum en menningin sæti á hakanum. Þetta átti þó ekki við um Gylfa. Hans áhugasvið voru fjölbreyttari en svo, m.a. var hann virkur í leik- listarstarfi skólans. Menntaskólaárin eru mikill mótunartími og hin mikla sam- vera í leik og starfi myndar að einhverju leyti sameiginlega lífs- reynslu sem þróast í sameiginleg- ar minningar þegar árin líða. Við útskrift skilja leiðir, stúdentar dreifast í nám eða störf og eru jafnframt að leita að sínum stað í tilverunni. Gylfi hélt til Þýska- lands til náms í rekstrarhagfræði og lauk því 1958. Næsta hálfan annan áratuginn starfaði hann ýmist hér heima eða fyrir íslensk fyrirtæki í Þýskalandi. Á þessu skeiði ævinnar eru verkefnin ærin og almennt ekki mikil þörf fyrir tengsl við gamla bekkjarfélaga úr menntaskóla. Hún birtist þó aftur þegar frá líð- ur og fer bara vaxandi. Árgangur MR-52 hefur um langt skeið hald- ið samkomu einu sinni í mánuði yfir veturinn. Jafnan er eitthvað efni á dagskrá og í seinni tíð ber einhver úr árganginum ábyrgð á efninu. Gylfi sótti þessa fundi ákaflega vel á meðan heilsa hans leyfði, síðustu árin með aðstoð Ásu konu sinnar og dætra, og lagði sitt til dagskrárefnis. Stutt var þá enn í kímnina og léttleik- ann sem við kynntumst forðum. Árgangur MR-52 sendir inni- legar samúðarkveðjur til Ásu og fjölskyldunnar allrar á kveðju- stund. Guðmundur Árnason, Helgi Hallgrímsson. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2019 25 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Bílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Húsviðhald Brýt grýlukerti af húsum Ath. forðist slys og tjónahættu Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Eystri-Grund lóð, Sveitarfélagið Árborg, fnr. 225-1224, þingl. eig. Sævar Ástmundsson, gerðarbeiðendur Landsbankinn hf. og Sveitar- félagið Árborg, mánudaginn 11. febrúar nk. kl. 09:35. Eystri-Grund, Sveitarfélagið Árborg, fnr. 219-9367, þingl. eig. Sævar Ástmundsson, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., mánudaginn 11. febrúar nk. kl. 09:40. Selvogsbraut 33, Sveitarfélagið Ölfus, fnr. 221-2768, þingl. eig. Ágúst Arnar Sigurðsson, gerðarbeiðandi Vátryggingafélag Íslands hf., mánudaginn 11. febrúar nk. kl. 10:20. Oddabraut 10, Sveitarfélagið Ölfus, fnr. 221-2574, þingl. eig. Magnús Georg Jensen, gerðarbeiðandi Sveitarfélagið Ölfus, mánudaginn 11. febrúar nk. kl. 10:30. Faxabraut 4, Sveitarfélagið Ölfus, fnr. 221-2284, þingl. eig. Koltinna ehf., gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., mánudaginn 11. febrúar nk. kl. 10:40. Bjarnastaðir 2, Sveitarfélagið Ölfus, fnr. 221-1298, þingl. eig. Gunnar Þór Hjaltason, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Suðurlandi, mánu- daginn 11. febrúar nk. kl. 11:10. Austurmörk 4, Hveragerði, fnr. 220-9819, þingl. eig. Athafnagleði ehf., gerðarbeiðandi Íslandspóstur ohf., mánudag 11. febrúar nk. kl. 11:35. Kirkjuferjuhjáleiga I, Sveitarfélagið Ölfus, fnr. 234-3566 þingl. eig. Ólafur Hafsteinn Einarsson, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., mánudaginn 11. febrúar nk. kl. 12:05. Sýslumaðurinn á Suðurlandi 5. febrúar 2019 Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri, sem hér segir: Lambeyri ehf landnr. 201899, Svfél. Skagafjörður, fnr. 214-1262, þingl. eig. Árhvammur ehf, gerðarbeiðendur Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra og Sveitarfélagið Skagafjörður, þriðjudaginn 12. febrúar nk. kl. 14:00. Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra 5. febrúar 2019 Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30, allir velkomnir. Foreldra- morgnar kl. 9.30-11.30. Jóga með Grétu 60+ kl. 12.15 og 13.30. Söng- stund kl. 13.45. Kaffi kl. 14.30-15.20. Bókaspjall með Hrafni kl. 15. Árskógar Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-16. Opin smíðastofa kl. 9-16. Stóladans með Þóreyju kl. 10. Ganga um nágrennið kl. 13. Opið hús, t.d. vist og brids kl. 13-16. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. Sími 535 2700. Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10- 10.30. Botsía kl. 10.40-11.20. Spiladagur, frjáls spilamennska kl. 12.30- 15.50. Opið kaffihús kl. 14.30-15.15. Breiðholtskirkja Eldri borgara starf Breiðholtskirkju er kl. 13.15 ,,Maður er manns gaman" er alla miðvikudaga. Byrjum með kyrrðar- stund kl. 12, eftir hana er súpa og brauð. Allir hjartanlega velkomnir. Bústaðakirkja Félagsstarfið er á sínum stað kl. 13, spil, handavinna og kaffið góða frá Sigurbjörgu. Gestur dagsins er séra Arndís Linn, hún ætlar segja okkur frá Kristinni íhugun. Hlökkum til að sjá ykkur Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Upplestur kl. 10.10. Botsía kl. 13.30. Kaffiveitingar kl. 14.30. Allir velkomnir! Garðabær Vatnsleikfimi, Sjálandi kl. 7.30/15. Kvennaleikfimi, Sjálandi kl. 9.30. Liðstyrkur, Sjálandi kl. 10.15. Kvennaleikfimi, Ásgarði kl. 11.30. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Stólajóga kl. 11. Brids í Jónshúsi kl. 13. Leir í smiðju, Kirkjuhvoli kl. 13. Zumba í Kirkjuhvoli kl. 16.15. Gerðuberg 3-5 111 RVK Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Útskurð- ur með leiðbeinanda kl. 9-12. Leikfimi, línudans kl. 11-12, Helgu Ben kl. 11-11.30. Útskurður / pappamódel með leiðbeinanda kl. 13-16. Félagsvist kl. 13-16. Allir velkomnir. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9 botsía, opinn tími, kl. 9.30 glerlist, kl. 13 félagsvist, kl. 13 postulínsmálun. Grensáskirkja Samvera eldri borgara kl. 14-15.30. Helgistund, bingó (fyrsta miðvikudag í mánuði), fræðsla, söngur og kaffiveitingar. Verið hjartanlega velkomin. Guðríðarkirkja Þorrablót Félagsstarfs eldri borgara miðvikudaginn 6. febrúar kl. 12. Helgistund í kirkjunni og söngur. Hrönn og Erlingur Snær Guðmundsson koma með harmonikkuna, spila saman undir borðhaldi. Jóhannes Kristjánsson eftirherma kemur í heimsókn til okkar og fer með gamanmál. Þorramatur kostar kr. 2000. Allir hjartan- lega velkomnir. Hlökkum til að sjá ykkur. sr. Karl, Hrönn og Lovísa. Gullsmári Myndlist kl. 9. Postulínsmálun/kvennabridge /silfursmíði kl. 13. Línudans lengra komnir kl. 16. Línudans fyrir byrjendur kl. 17. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Boccia kl.10-11. Útskurður með leiðbeinanda, kl. 9-12, 500 kr skiptið, allir velkomnir. Opin handavinna kl. 9-14. Hádegismatur kl. 11.30. Hraunsel Kl. 8-12 ganga í Kaplakrika, kl. 10 bókmenntaklúbbur aðra hverja viku, kl. 11 línudans, kl. 13 Bingó, kl. 13 handverk, kl. 9-12 fjölstofan, Hjallabraut, kl. 10-11.30 pútt í Hraunkoti. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, jóga með Carynu kl. 9, útvarpsleikfimi kl. 9.45, zumba og leikfimi með Carynu kl. 10 og hádegismatur kl. 11.30. Handavinna kl. 13, liðleiki á stólum og slökun með Önnu kl. 13.30 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnar kl. 8.50. Við hringborðið kl. 8.50, boðið upp á kaffi. Upplestrarhópur Soffíu kl. 9.45-11.45, línudans kl. 10-11. Hádegismatur kl. 11.30. Eftirmiðdagskaffi kl. 14.30, tálgun með Valdóri kl. 14.30-17. Allir velkomnir, óháð aldri. Nánari upp. í síma 411 2790. Korpúlfar Glerlist og Qigong fellur niður í dag. Gönguhópar kl. 10 frá Borgum og inni í Egilshöll. Keila kl. 10 í Egilshöll. Þorrablót Korpúlfa í Borgum, húsið opnar kl. 18, þorramatur, skemmtiatriði, heiðursgestir, minni karla, minni kvenna, dans og gleði. Uppselt. Muna taka með sér aðgöngumiða og drykki. Góða skemmtun. Langholtskirkja Samvera eldri borgara hefst á helgistund í kirkjunni kl. 12.10, því næst er snæddur hádegisverður í safnaðarheimilinu. Söngur, spil eða handavinna og að lokum miðdegiskaffi. Verið hjartanlega velkomin. Norðurbrún 1 Morgunleikfimi kl. 9.45, Lesið upp úr blöðum kl. 10.15. Viðtalstími hjúkrunarfræðings kl. 10-12, tréútskurður kl. 9-12. Upplestur kl. 11-11.30. Félagsvist kl. 14-16. Bónusbíllinnkl. 14.40, Opin samvera kl. 16, bókasafnshópur kl. 14 Seltjarnarnes Gler og bræðsla á neðri hæð Félagsheimilisins kl. 9. og 13. Leir, Skólabraut kl. 10. Botsía, Skólabraut kl. 10. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12. Timburmenn, Valhúsaskóla kl. 13. Handavinna, Skólabraut kl. 13. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Á morgun fimmtudag verður félagsvist í sal- num á Skólabraut kl. 13.30. Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Göngu-hrólfar ganga frá Ásgarði, Stangarhyl 4, kl. 10. Kaffi og rúnstykki eftir göngu. Söngfélag FEB kóræfing kl. 16.30 stjórnandi Gylfi Gunnarsson. Félagslíf Rað- og smáauglýsingar Samkoma kl. 20 Sögusamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. Málfríður Finn- bogdóttir: Guðrún Lárusdóttir og kristniboðið. Hugvekja: María Ágústsdóttir. Allir velkomnir. Nú  þú það sem þú eia að  FINNA.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.