Morgunblaðið - 06.02.2019, Síða 27
óreglulegrar dagskrár sem fylgir
ábyrgðarstöðu í sveitarstjórnar-
málum. Samstarf og samvinna sveit-
arfélaga á fjórðungs- og landsvísu,
sem og hagsmunir sveitarfélagsins á
ýmsum vettvangi, taka drjúgan
tíma. Það er bæði það skemmtileg-
asta sem ég hef gert um ævina, en
einnig á köflum það erfiðasta. Það
getur verið krefjandi að láta vinnu
og einkalíf ganga upp, sérstaklega
þegar verkefnin krefjast mikilla
ferðalaga. Þá er nú eins gott að vera
sérfræðingur í að lesa veðurspá og
óhræddur við að ferðast einn milli
landshluta. Ég held ég sé nú bara
orðin ansi sjóuð í því eftir árin
hérna fyrir vestan.“
Fríða situr fyrir hönd Vestur-
byggðar í stjórn Eignarhaldsfélags
Brunabótafélags Íslands. Var
stjórnarmaður í stjórn Fjórðungs-
sambands Vestfirðinga 2010-2016,
varaformaður 2010-2014 og formað-
ur um tæplega tveggja ára skeið
2014-2016.
Fríða situr í stjórn Orkubús Vest-
fjarða og er í stjórn Félags ferða-
þjónustubænda, sem er félags-
skapur ferðaþjóna á landsbyggðinni
sem bjóða fram sína afurð undir
merkjum Hey Iceland. Hún hefur
verið félagi í Sjálfstæðisfélagi
Arnarfjarðar um árabil.
„Undanfarin ár hef ég sinnt eigin
rekstri. Við hjónin eigum saman
fyrirtæki sem rekur Gistihúsið við
höfnina og fjölbýlishús með íbúða-
leigu á Bíldudal. Við eigum einnig
jörðina Kirkjuból í Bjarnardal í Ön-
undarfirði og rekum þar sumargist-
ingu undir merkjum Hey Iceland.
Svo bjóðum við upp á bátsferðir á
Arnarfirði í samvinnu við aðra aðila.
Alla jafna taka félagsstörf ýmiss
konar og samfélagsmálefni drjúgan
tíma og hafa gert undanfarinn ára-
tug eða svo. Ferðaþjónusta á lands-
byggðinni er lífsstíll og tekur mest-
allan frítímann, en ef stundir gefast
vil ég helst vera á skíðum, ýmist á
hinum fögru fjöllum Vestfjarða eða í
frönsku Ölpunum með fjölskyld-
unni. Við sveitarstjórnarkosningar í
vor tók við nýr meirihluti í Vest-
urbyggð og hef ég þá meiri tíma til
að einbeita mér að fjölskyldunni og
uppbyggingu í mínum rekstri.“
Fjölskylda
Eiginmaður Fríðu er Guðmundur
Valgeir Magnússon, f. 2.8. 1968, vél-
fræðingur og tæknistjóri Arnarlax.
Þau gengu í hjónaband 1998. For-
eldrar hans eru hjónin Magnús
Hringur Guðmundsson, fyrrv. bóndi
og skipstjóri, og Jensína Ebba Jóns-
dóttir, fyrrv. bóndi, bús. á Flateyri.
Fyrri sambýlismaður Fríðu var Kol-
beinn Gunnarsson, bús. í Reykjavík.
Börn: 1) Eva Lind Guðmunds-
dóttir, f. 7.9. 1987, dóttir Guð-
mundar frá fyrra hjónabandi. Nem-
andi í líftækni og sjávarútvegsfræði
við Háskólann á Akureyri, bús. á
Bíldudal. Eiginmaður: Jón Ragnar
Gunnarsson, þau eiga þrjú börn; 2)
Ólafur Helgi Kolbeinsson, sonur
Friðbjargar úr fyrra sambandi, f.
22.10. 1990, er við nám í hljóð-
blöndun og upptökustjórn í Amst-
erdam; 3) Matthías Karl Guðmunds-
son, f. 25.4. 1998, stundar nám í
Vélskóla Íslands; 4) Magnús Hring-
ur Guðmundsson, f. 12.5. 2003, nemi
í grunnskólanum á Bíldudal.
Bræður sammæðra: Guðmundur
Karl Gíslason, f. 27.6. 1979, látinn
júní 2004, háskólanemi, og Theódór
Ragnar Gíslason, f. 5.9. 1980, tækni-
stjóri Syndis, bús. í Hafnarfirði.
Bróðir samfeðra: Kristian Brandser
Matthíasson, f. 30.8. 1982, fyrrv. for-
stjóri Arnarlax, bús. á Bíldudal. Al-
systir: María Matthíasdóttir, f. 14.9.
1971, tölvunarfræðingur, bús. í Nor-
egi. Sonur Gísla Ragnarssonar er
Björgvin, f. 18.5. 1972, bús. í Seattle
í Bandaríkjunum.
Foreldrar Fríðu eru Kolbrún
Karlsdóttir, f. 16.2. 1950, fyrrv.
starfsmaður Íslandspósts, bús. í
Reykjavík, og Matthías Garðarsson,
f. 10.6. 1947, sjávarútvegsfræðingur,
lengst af með eigin rekstur. Eigin-
kona Matthíasar er Elisabeth
Brandser, þau eru búsett í Noregi.
Kolbrún og Matthías skildu. Stjúp-
faðir Fríðu er Gísli Ragnarsson, nú-
verandi eiginmaður Kolbrúnar, f.
13.3. 1948, M.Sc. í heilbrigðisvís-
indum, starfar hjá DeCode og er
fyrrverandi skólameistari Fjöl-
brautaskólans við Ármúla.
Friðbjörg
Matthíasdóttir
Jörundur Bjarnason
bátsformaður og skipstjóri á Bíldudal
Steinunn Halldóra Guðmundsdóttir
húsfreyja á Bíldudal
Garðar Jörundsson
sjómaður og verkamaður á Bíldudal
Una Thorberg Elíasdóttir
húsfreyja á Bíldudal
Matthías Garðarsson
fv. framkvstjóri og fjárfestir, bús.
í Noregi, einn stofnenda Arnarlax
á Bíldudal
Elías Ingjaldur Bjarnason
bóndi og sjómaður á Vaðli á Barðaströnd
Kristjóna Lárusdóttir
húsfreyja á Vaðli, síðar í Otradal,
frá Snæfjallaströnd
Hjálmar Guðjónsson
fiskmatsmaður á Seyðisfirði,
frá Stóru-Laugum í Reykjadal
Kristbjörg Elísabet Baldvinsdóttir
húsfr. á Seyðisfirði, frá Stakkahlíð í
Loðmundarfirði
Karl Hjálmarsson
póst- og símstöðvarstjóri
í Borgarnesi
Friðbjörg Davíðsdóttir
hjúkrunarkona og húsfreyja í Borgarnesi
Davíð Kristján Einarsson
verslunarmaður í Flatey á
Breiðafirði og síðar Ólafsvík
Sigríður Eyjólfsdóttir
húsfreyja í Flatey á Breiðafirði og síðar Ólafsvík
Úr frændgarði Friðbjargar Matthíasdóttur
Kolbrún Karlsdóttir
fv. starfsmaður Íslandspósts,
búsettur í Reykjavík
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2019
95 ára
Högni Þórðarson
90 ára
Sigurjón Guðmundsson
85 ára
Guðrún Jóna Jónmundsd.
Guðrún Sigurðardóttir
80 ára
Anna Jensdóttir
Sigurður Rúnar Jónasson
75 ára
Ágústa Þorkelsdóttir
Ásdís Þorvaldsdóttir
Guðný Sverrisdóttir
Loftveig Sigurgeirsdóttir
Margrét Ósk Árnadóttir
70 ára
Ásdís Anna Johnsen
Halldór Sigurðsson
Linda Barbara Björnsson
Ragnar Árnason
Rós Óskarsdóttir
Sigríður St. Guðmundsd.
Sigrún Ásthildur Franzd.
Unnur Hauksdóttir
60 ára
Birgir Sveinsson
Davíð Ölver Jónsson
Guðni Vignir Sveinsson
Guðrún Lóa Jónsdóttir
Guðrún Þórisdóttir
Hallfríður Þórarinsdóttir
Hjalti Aðalsteinn Júlíusson
Ingibjörg Jónsdóttir
Lárus Jóhann Guðjónsson
Magnea Gógó Þórarinsd.
Magnea Guðmundsdóttir
Magni Björn Sveinsson
Margrét Þórarinsdóttir
Ólafur Guðnason
Trausti G. Björgvinsson
50 ára
Árni Róbert Sigurðsson
Bjarki Þór Bjarnason
Bjarney Harðardóttir
Dorota Maria Stefanczyk
Eiríkur Bergm. Einarsson
Friðbjörg Matthíasdóttir
Haraldur Óli Ólafsson
Kolbrún Hrund Víðisdóttir
Kristín Bjargey Gunnarsd.
Magnea Helga Sigurjónsd.
Robert Leszek Zielinski
Sabine Leskopf
Sigrún Sævarsdóttir
Sigurður Þ. Guðmundsson
40 ára
Algirdas Grigaliunas
Elísabet Árný Þorkelsdóttir
Guðfinna Hlín Björnsdóttir
Guðni Kristinn Einarsson
Jón Kristján Magnússon
Ólafur Jónsson
Sigmar Ingi Ágústsson
Stefán Örn Jónsson
Víðir Gylfason
Þórður Guðmundsson
30 ára
Adrian Robert Gorski
Alma Hrönn Ágústsdóttir
Ásmundur Ásmundsson
Daniel Cwalina
Erna Hólm Kristmundsd.
Eva María Örnólfsdóttir
Fjóla Huld Sigurðardóttir
Guðjón Örn Sigtryggsson
Halla Bryndís Hreinsdóttir
Inga Heinesen
Iulian Vasile
Jón Þór Sigurðsson
Magnús Þór Jónsson
Mariusz Salapatek
Marías Þór Skúlason
Sigurður Lúther Lútherss.
Sindri Már Kárason
Þórður Ármann Lúth-
ersson
Til hamingju með daginn
30 ára Rúna er Reykvík-
ingur og er í doktorsnámi
í íþrótta- og heilsufræði
við Háskóla Íslands og
fótboltakona í Fjölni.
Maki: Pablo Punyed, f.
1990, fótboltamaður í KR
og vinnur hjá Icelandair.
Foreldrar: Stefán Stef-
ánsson, f. 1958, dúklagn-
inga- og veggfóðrameist-
ari, og Erla Gunnarsdóttir,
f. 1962, íþróttakennari í
Hamraskóla. Þau eru bús.
í Reykjavík.
Rúna Sif
Stefánsdóttir
30 ára Margrét er úr
Hafnarfirði en býr á Akra-
nesi. Hún er lærður mat-
sveinn og vinnur í mötu-
neytinu hjá Elkem.
Maki: Fannar Freyr
Sveinsson, f. 1987, háseti
hjá Landhelgisgæslunni.
Sonur: Óttar Már, f. 2016.
Foreldrar: Óskar Steinar
Jónsson, f. 1967, vinnur
hjá ABC barnahjálp, og
Þórhildur Ásgeirsdóttir, f.
1969, vinnur við ræst-
ingar á Egilsstöðum.
Margrét Hlíf
Óskarsdóttir
30 ára Kamilla er frá
Sandgerði en býr í Mos-
fellsbæ. Hún er aðstoð-
arm. á tannlæknastofu.
Maki: Helgi Guðjónsson,
f. 1982, rafvirki.
Börn: Tristan Ásgeir, f.
2009, Baltasar Breki, f.
2011, og Rúrik, f. 2018.
Stjúpsynir eru Þorbjörn, f.
2006, og Birkir, f. 2010.
Foreldrar: Guðjón Vil-
hjálmur Reynisson, f.
1960, og Gunnhildur Ása
Sigurðardóttir, f. 1962.
Kamilla Ösp
Guðjónsdóttir
Saharalsadat Rahpeyma hefur varið
doktorsritgerð sína í byggingarverk-
fræði við Háskóla Íslands. Ritgerðin
heitir Greining á staðbundnum jarð-
skjálftaáhrifum út frá þéttum hröð-
unarmælanetum í byggð á Íslandi. Leið-
beinandi var dr. Benedikt Halldórsson,
rannsóknarprófessor við umhverfis- og
byggingarverkfræðideild HÍ, for-
stöðumaður rannsókna við Rannsókn-
armiðstöð HÍ í jarðskjálftaverkfræði, og
sérfræðingur við Veðurstofu Íslands.
Í doktorsverkefninu voru staðbundin
mögnunaráhrif efstu jarðlaga á jarð-
skjálftabylgjur greind með jarðskjálfta-
og jarðsuðsgögnum frá hröð-
unarmælafylkingum í Hveragerði og á
Húsavík. Hlutfallsgreining tíðnirófa
sýndi að kerfisbundin mögnunaráhrif á
tveimur sveiflutíðnum eru til staðar á
þeim hluta Hveragerðis sem stendur á
hrauni vegna viðsnúnings bylgjuhraða í
mýkri setlögum sem liggja undir hraun-
lögum. Greining á mögnun út frá hefð-
bundnu tveggja frígráðu sveiflukerfi
sýnir að sveiflutíðnirnar eru bein afleið-
ing þessa viðsnúnings í hraða. Í rann-
sókn Sahar hefur nýjum eðlisfræðileg-
um og tölfræði-
legum líkönum
einnig verið beitt
við greiningu á
jarðskjálftahreyf-
ingum og breyti-
leika þeirra yfir
stuttar vegalengd-
ir. Þannig var
breytileikinn í jarð-
skjálftahreyfingum í Hveragerði í jarð-
skjálftunum á Suðurlandi árið 2008
rakinn til jarðskjálftaupptakanna fyrst
og fremst. Umfang niðurstaðna fyrir
Hveragerði var minna en fyrir Húsavík
vegna jarðskjálftanna undan Norður-
landi 2012-2013, einkum sökum þess
að jarðfræðilegar aðstæður voru fjöl-
breyttari á Húsavík og höfðu því meiri
áhrif. Niðurstöðurnar sýna því að hve
miklu leyti fjölbreytt jarðfræði og jarð-
skjálftaupptök hafa áhrif á breytileika
jarðskjálftahreyfinganna, hvaða líkön
henta best hverju sinni eftir tegund
jarðlaga, og greiningaraðferðirnar skil-
greina óvissu betur en áður hefur verið
gert. Slíkt er forsenda bætts mats á
jarðskjálftavá í byggð á Íslandi.
Saharalsadat Rahpeyma
Sahar Rahpeyma er fædd í Íran og lauk grunnprófi í byggingarverkfræði árið
2009 og meistaraprófi með hæstu einkunn í jarðskjálftaverkfræði árið 2012 frá
Arak-háskólanum í Íran. Doktorsnám hennar við HÍ var hluti af öndvegisverkefni
Rannís sem hófst árið 2014 og snýr að jarðskjálftum á brotabeltum Suður- og
Norðurlands og vöktun jarðskjálftahreyfinga innan þéttbýlis s.s. Hveragerðis og
Húsavíkur. Að auki hefur hún hlotið viðurkenningu fyrir framúrskarandi framlag
nemanda árið 2016 á ráðstefnu jarðskjálftafræðafélags Bandaríkjanna og dokt-
orsstyrk Eimskipafélags Háskóla Íslands árið 2017. Hún hefur nýhlotið styrk frá
Rannís til að halda rannsóknum sínum áfram á Íslandi.
Doktor