Morgunblaðið - 06.02.2019, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.02.2019, Blaðsíða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2019 Smásögur heimsins er afar vellukkuð og forvitnileg ritröð.Og ekki missir hún damp-inn hér í þessu þriðja riti en þau sem áður hafa komið út hafa veitt lesendum fína innsýn í fjöl- breytileg smásagnaskrif Norður- og Rómönsku Ameríku. Ætlunin með ritröðinni er að kynna í alls fimm bindum fyrir Ís- lendingum úrval smásagna frá öllum heimshornum. Lögð er áhersla á fjölbreyttar raddir, jafnt sögur eftir þekkta smásagna- höfunda síðustu aldar sem minna þekkta. Hafi sög- urnar komið út á íslensku áður eru þær þýddar á ný eða þýðingarnar endurskoðaðar. Þá er leitast við að þýða úr frum- málum þar sem því verður við komið. Það má kallast æði metnaðarfullt verkefni að setja saman í eina bók úrval sagna frá Asíu, fjölmennustu heimsálfunni með 48 löndum þar sem meira en helmingur jarðarbúa býr – og bæta svo við sögum frá Eyjaálfu! Valið hefur verið að þýða 20 sögur frá jafn mörgum löndum og endurspegla þær þann mikla fjöl- breytileika sem finna má í menning- arheimum álfanna, „allt frá arabísku og persnesku ríkjunum í vestri, til Indlands og Japans í austri og Ástr- alíu og Nýja-Sjálands í suðri“, svo vitnað sé til inngangs Rúnars Helga Vignissonar, eins þriggja ritstjóra. Athyglisvert er að lesa að til að hamla gegn svokölluðum óríental- isma, þar sem átt er við þá tilhneig- ingu Vesturlandabúa að draga upp sína eigin mynd af Austurlöndum og sýna menningu þar eystra yfirlæti, hafi ritstjórar ráðfært sig við bók- menntafólk þar við val á sögum. Og valið er vel lukkað. Sögurnar eru æði fjölbreytilegar og ólíkar í stíl sem efnistökum. Í sumum er tekist á við örlagaríka viðburði í sögu þjóðar höfundarins en aðrar eru persónu- legar og gætu gerst svo til hvar sem er. Eins og Rúnar Helgi bendir líka á eru sumar sögurnar tilraunakenndar en aðrar sverja sig í ætt við fantasíu- bókmenntir og flokkast jafnvel sem táknsögur, eins og athyglisverð stutt saga Zakaria Tamer frá Sýrlandi, „Tígrísdýr á tíunda degi“, um það hvernig sjálfstæður tígur í búri er brotinn niður og breytt í hlýðinn þjóðfélagsþegn. Saga indverska höfundarins Bhis- hams Sahni, „Við erum komin til Amritsar“, er ein þeirra sem fjalla um sögulega atburði en í henni er horft til blóðugs aðskilnaðar Ind- lands og Pakistans árið 1947 á áhrifaríkan hátt. Pakistanskur koll- egi hans, Saadat Hasan Manto, fjallar í „Toba Tek Singh“ á ekki síð- ur hugvekjandi hátt um aðskilnaðinn í sögu geðsjúks manns sem skilur ekki hvað hefur gerst. Nokkrir höf- undanna eru þekktari í vestrænum bókmenntaheimi en aðrir og þar má nefna hinn nýlátna ísraelska höfund Amoz Oz. Saga hans, „Sambönd“, er lítið meistaraverk þar sem lýst er erfiðu sambandi eldri konu við syst- urson sinn. Önnur af bestu sögum safnsins er „Amerískir draumar“ eftir ástralska stjörnuhöfundinn Peter Carey. Og vissulega er smekk- ur lesenda misjafn og allir ættu að finna hér eitthvað við sitt hæfi en meðal annarra höfunda sem hrifu þennan lesanda má nefna Mai Al- Nakib frá Líbanon, sem skrifar sögu um konu sem snýr aftur úr tíu ára fangavist í Írak; Faribu Vafi frá Íran sem skrifar um samskipti ungrar móður við afskiptasaman leigusala; saga norðurkóreska höfundarins sem kallar sig Bandi er átakanleg en hún fjallar um grimmd stjórnarherr- anna í hinu lokaða einræðisríki; og Beth Yahp frá Malasíu fjallar um ör- lög móður í borgarastyrjöld í landinu árið 1969. Og vissulega eru margar fleiri merkar sögur í þessu úrvali, sem lesendur eru hvattir til að kynna sér – og óhætt er að hlakka til að lesa þau tvö hefti sem ókomin eru, með úrvali smásagna frá Evrópu og Afr- íku. Fjölbreytilegar smásögur úr ólíkum söguheimum Smásögur Smásögur heimsins – Asía og Eyjaálfa bbbbn Smásögur eftir tuttugu höfunda frá jafn mörgum löndum í Asíu og Eyjaálfu. Tólf þýðendur. Útgáfuna önnuðust Rúnar Helgi Vignisson, Kristín Guðrún Jóns- dóttir og Jón Karl Helgason. Bjartur, 2018. Kilja, 312 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Beth Yahp Peter Carey Fariba Vafi Amos Oz Mai Al-Nakib Zakira Tamer S. Hasan Manto Bhisham Sahni 1945 HELGI HALLGRÍMSSON Snyrtiborð í módernískum stíl sem er hluti af svefnherbergishúsgögnum eftir Helga Hallgrímsson (1911-2005) frá því um 1945. Helgi var ásamt Skarphéðni Jóhanns- syni (1914-1979) fyrstur Íslendinga starf- andi húsgagnateiknari og innanhúss- arkitekt. Hann og Skarphéðinn lærðu við Kunsthaandværkerskolen í Kaupmanna- höfn og útskrifuðust þaðan árið 1938. Við heimkomu vöktu þeir athygli og fengu sterk viðbrögð við greinaskrifum í Morgunblaðið þar sem þeir gagnrýndu þann stíl íslenskra húsgagna sem þá var ríkjandi og þótti þeim hann fremur ósmekklegur. Húsgögn Helga bera sterk einkenni frá módernismanum og norrænni hönnun eftirstríðsáranna þar sem nota- gildi, efnisnotkun og tímalaus stíll skiptu höfuðmáli. Íslensk hönnun – Hönnunarsafn Íslands Módernískt snyrtiborð Ljósmynd/Hönnunarsafn Íslands/Þóra Sigurbjörnsdóttir skráði Hlutverk Hönnunarsafns Íslands er að safna og varðveita þann þátt íslenskrar menningarsögu sem lýtur að hönnun, einkum frá aldamótunum 1900 til samtímans. Safnið á og geymir um 900 íslenska og erlenda muni, sem margir hafa mikla menningarsögulega þýðingu. Safnkosturinn fer sístækkandi, enda æ fleiri hönnuðir sem hasla sér völl og koma fram með vandaða gripi sem standast alþjóðlegan samanburð og eru hvort tveggja nytjamunir og/eða skrautmunir. Í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslands setti safnið upp sýninguna 100 ár100 hlutir á Instagram þar sem 100 færslur eru birtar á jafnmörgum dögum af hönnunar- gripum í eigu safnsins frá árunum 1918 til 2018. Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið) Sun 10/2 kl. 13:00 38.sýn Sun 10/3 kl. 13:00 46.sýn Sun 7/4 kl. 13:00 50.sýn Sun 10/2 kl. 16:00 39.sýn Sun 10/3 kl. 16:00 47.sýn Sun 7/4 kl. 16:00 51.sýn Sun 17/2 kl. 13:00 40.sýn Sun 17/3 kl. 13:00 Aukas. Sun 14/4 kl. 13:00 52.sýn Sun 17/2 kl. 16:00 41.sýn Sun 17/3 kl. 16:00 48.sýn Sun 14/4 kl. 16:00 53.sýn Sun 24/2 kl. 13:00 42.sýn Sun 24/3 kl. 13:00 Auka Sun 28/4 kl. 13:00 Aukas. Sun 24/2 kl. 16:00 43.sýn Sun 24/3 kl. 16:00 Auka Sun 28/4 kl. 16:00 Aukas. Sun 3/3 kl. 13:00 44.sýn Sun 31/3 kl. 13:00 Auka Sun 5/5 kl. 13:00 Aukas. Sun 3/3 kl. 16:00 45.sýn Sun 31/3 kl. 16:00 49.sýn Sun 5/5 kl. 16:00 Aukas. Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna! Einræðisherrann (Stóra Sviðið) Fös 8/2 kl. 19:30 Auka Lau 16/2 kl. 19:30 13.sýn Lau 2/3 kl. 19:30 15.sýn Lau 9/2 kl. 19:30 12.sýn Fös 22/2 kl. 19:30 Auka Fös 8/3 kl. 19:30 Aukas. Fös 15/2 kl. 19:30 Aukas. Lau 23/2 kl. 19:30 14.sýn Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin! Jónsmessunæturdraumur (Stóra sviðið) Mið 27/2 kl. 19:30 Fors. Fös 15/3 kl. 19:30 3.sýn Lau 6/4 kl. 19:30 7.sýn Fim 28/2 kl. 19:30 Fors. Lau 16/3 kl. 19:30 4.sýn Fös 12/4 kl. 19:30 8.sýn Fös 1/3 kl. 19:30 Frums Fös 22/3 kl. 19:30 5.sýn Fim 7/3 kl. 19:30 2.sýn Lau 30/3 kl. 19:30 6.sýn Fyndinn og erótískur gamanleikur Þitt eigið leikrit (Kúlan) Fim 7/2 kl. 18:00 Aukas. Fös 1/3 kl. 18:00 11.sýn Lau 23/3 kl. 15:00 16.sýn Fös 8/2 kl. 18:00 4.sýn Lau 2/3 kl. 15:00 12.sýn Lau 23/3 kl. 17:00 17.sýn Lau 9/2 kl. 15:00 5.sýn Lau 2/3 kl. 17:00 Auka Sun 24/3 kl. 15:00 18.sýn Fim 14/2 kl. 18:00 6.sýn Fös 8/3 kl. 18:00 Auka Sun 24/3 kl. 17:00 19.sýn Fös 15/2 kl. 18:00 7.sýn Lau 9/3 kl. 15:00 14.sýn Lau 30/3 kl. 15:00 20.sýn Lau 16/2 kl. 15:00 8.sýn Lau 9/3 kl. 17:00 Auka Sun 31/3 kl. 15:00 21.sýn Fim 21/2 kl. 18:00 9.sýn Sun 17/3 kl. 15:00 15.sýn Sun 31/3 kl. 17:00 22.sýn Lau 23/2 kl. 15:00 10.sýn Sun 17/3 kl. 17:00 Auka Það er þitt að ákveða hvað gerist næst! Súper - þar sem kjöt snýst um fólk (Kassinn) Lau 16/3 kl. 19:30 Frums Fim 28/3 kl. 19:30 5.sýn Lau 6/4 kl. 19:30 8.sýn Mið 20/3 kl. 19:30 2.sýn Lau 30/3 kl. 19:30 6.sýn Fim 11/4 kl. 19:30 9.sýn Fim 21/3 kl. 19:30 3.sýn Mið 3/4 kl. 19:30 Aukas. Fös 12/4 kl. 19:30 10.sýn Fös 22/3 kl. 19:30 4.sýn Fim 4/4 kl. 19:30 7.sýn Velkomin heim (Kassinn) Lau 9/2 kl. 19:30 3.sýn Sun 10/2 kl. 19:30 4.sýn Fös 15/2 kl. 19:30 5.sýn Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 6/2 kl. 20:00 Mið 20/2 kl. 20:00 Mið 6/3 kl. 20:00 Mið 13/2 kl. 20:00 Mið 27/2 kl. 20:00 Mið 13/3 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn) Fim 7/2 kl. 19:30 Fös 15/2 kl. 19:30 Fös 22/2 kl. 22:00 Fös 8/2 kl. 19:30 Fös 15/2 kl. 22:00 Lau 23/2 kl. 19:30 Fös 8/2 kl. 22:00 Lau 16/2 kl. 19:30 Lau 23/2 kl. 22:00 Lau 9/2 kl. 19:30 Lau 16/2 kl. 22:00 Sun 24/2 kl. 21:00 Lau 9/2 kl. 22:00 Fim 21/2 kl. 19:30 Mán 25/2 kl. 22:00 Fim 14/2 kl. 19:30 Fös 22/2 kl. 19:30 Fim 28/2 kl. 19:30 Bara Góðar - Uppistandssýning (Þjóðleikhúskjallarinn) Sun 17/2 kl. 20:00 leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 BORGARLEIKHÚSIÐ Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins á borgarleikhus.is Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Matthildur (Stóra sviðið) Fös 15/3 kl. 19:00 Frums. Sun 24/3 kl. 19:00 8. s Mið 10/4 kl. 19:00 17. s Lau 16/3 kl. 19:00 2. s Mið 27/3 kl. 19:00 9. s Fös 12/4 kl. 19:00 18. s Sun 17/3 kl. 19:00 3. s Fim 28/3 kl. 19:00 10. s Lau 13/4 kl. 13:00 19. s Mið 20/3 kl. 19:00 4. s Sun 31/3 kl. 19:00 12. s Sun 14/4 kl. 19:00 20. s Fim 21/3 kl. 19:00 5. s Mið 3/4 kl. 19:00 13. s Þri 16/4 kl. 19:00 21. s Fös 22/3 kl. 19:00 6. s Fös 5/4 kl. 19:00 15. s Mið 24/4 kl. 19:00 22. s Lau 23/3 kl. 19:00 7. s Sun 7/4 kl. 19:00 16. s Fim 25/4 kl. 19:00 23. s Miðasalan er hafin! Elly (Stóra sviðið) Fim 7/2 kl. 20:00 199. s Lau 16/2 kl. 20:00 202. s Fös 1/3 kl. 20:00 205. s Lau 9/2 kl. 20:00 200. s Fös 22/2 kl. 20:00 203. s Lau 2/3 kl. 20:00 206. s Fös 15/2 kl. 20:00 201. s Lau 23/2 kl. 20:00 204. s Sýningum lýkur í mars. Ríkharður III (Stóra sviðið) Sun 10/2 kl. 20:00 11. s Fim 21/2 kl. 20:00 13. s Sun 17/2 kl. 20:00 12. s Sun 3/3 kl. 20:00 14. s 5 stjörnur - ÞT. Morgunblaðið / 5 stjörnur - SJ. Fréttablaðið Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið) Mið 13/2 kl. 20:00 33. s Fös 22/2 kl. 20:00 38. s Fös 1/3 kl. 20:00 43. s Fim 14/2 kl. 20:00 34. s Lau 23/2 kl. 20:00 39. s Lau 2/3 kl. 20:00 44. s Fös 15/2 kl. 20:00 35. s Sun 24/2 kl. 20:00 40. s Mið 6/3 kl. 20:00 45. s Lau 16/2 kl. 20:00 36. s Mið 27/2 kl. 20:00 41. s Fim 7/3 kl. 20:00 46. s Mið 20/2 kl. 20:00 37. s Fim 28/2 kl. 20:00 42. s Fös 8/3 kl. 20:00 47. s Athugið, takmarkaður sýningafjöldi. Kvenfólk (Nýja sviðið) Mið 6/2 kl. 20:00 aukas. Sun 10/2 kl. 20:00 30. s Fös 22/2 kl. 20:00 37. s Fös 8/2 kl. 20:00 28. s Fim 14/2 kl. 20:00 31. s Sun 24/2 kl. 20:00 38. s Lau 9/2 kl. 20:00 29. s Sun 17/2 kl. 20:00 32. s Drepfyndin sagnfræði með söngvum. Kæra Jelena (Litla sviðið) Fös 12/4 kl. 20:00 Frums. Mið 24/4 kl. 20:00 5. s Fim 2/5 kl. 20:00 9. s Lau 13/4 kl. 20:00 2. s Fim 25/4 kl. 20:00 6. s Fös 3/5 kl. 20:00 10. s Sun 14/4 kl. 20:00 3. s Fös 26/4 kl. 20:00 7. s Sun 5/5 kl. 20:00 11. s Þri 16/4 kl. 20:00 4. s Sun 28/4 kl. 20:00 8. s Mið 8/5 kl. 20:00 12. s Kvöld sem breytir lífi þínu. Kvöldvaka með Jóni Gnarr (Litla sviðið) Lau 13/4 kl. 20:00 aukas. Aukasýning komin í sölu. Ég dey (Nýja sviðið) Fim 7/2 kl. 20:00 9. s Fös 15/2 kl. 20:00 10. s Síðustu sýningar. Allt sem er frábært (Litla sviðið) Lau 4/5 kl. 20:00 aukas. Fim 9/5 kl. 20:00 aukas. Lau 11/5 kl. 20:00 aukas. Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.