Morgunblaðið - 06.02.2019, Síða 32

Morgunblaðið - 06.02.2019, Síða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2019 Eitt vinsælasta listasafn jarðar, Mu- seum of Modert Art eða MoMA í New York, verður lokað um fjög- urra mánaða skeið í sumar og haust, frá 15. júní til 21. október. Mun það setja strik í reikning margra listunnenda sem sækja borgina heim og eru vanir að koma við á þessu mikilvæga samtímasafni en um þrjár milljónir gesta koma í MoMA árlega. Greint var frá væntanlegri lokun safnsins í The New York Times í gær en ástæðan er sú að opnað verður inn í nýja viðbyggingu við safnið, sem hönnuð var af arki- tektastofunni Diller Scofidio + Renfro á lóðinni þar sem American Folk Art Museum stóð, auk þess sem hæð í nýjum íbúðaturni við hliðina, sem hönnuð er af stjörnu- arkitektinum Jean Nouvel, verður nýtt undir sýningarsali. Sýningar- rými safnsins eykst um 4.000 fer- metra. Áfram munu gestir geta upplifað tímalínu myndlistar síð- ustu aldar í meistaraverkum lista- manna á borð við Picasso, van Gogh, Rothko og Klimt. Stækkun safnsins mun þó breyta áherslum sýningarstjóra verulega en verk eftir mun fleiri konur en áður verða sýnileg, auk verka eftir mikilvæga listamenn minnihlutahópa og ann- arra heimsálfa en Evrópu og Norð- ur-Ameríku. Þá verður miðlum blandað meira en gert hefur verið; málverk, ljósmyndir, skúlptúrar, hönnunar- og myndbandsverk munu standa hlið við hlið í sölunum og eftir sem áður verða settar þar upp misstórar sérsýningar. Mannþröng Gestir í MoMA rýna í tvö lykilverka spænska súrrealistans Salvadors Dalis. Safnið á einstakt úrval myndverka frá seinni hluta 19. aldar til dagsins í dag. Museum of Modern Art í New York lokað í fjóra mánuði á árinu vegna stækkunar Snæfellsbær og Frystiklefinn hafa gert með sér sam- starfssamning til fjögurra ára sem byggist á því að Snæ- fellsbær greiði Frystiklefanum fasta árlega upphæð sem nýtast skal til ýmissa viðburða og auðga menningarlíf og auka lífsgæði íbúa Snæfellsbæjar, eins og segir á vef bæjarins, snb.is. „Samningurinn felur í sér að Frystiklef- inn haldi alþjóðlegar hátíðir á sviði kvikmynda-, tónlist- ar- og götulistaverka sem íbúar Snæfellsbæjar geta sótt sér að kostnaðarlausu. Um er að ræða kvikmyndahátíð- ina Northern Wave Film Festival, tónlistarhátíðina Tene-Rif og götulistahátíðina Snæfellsbær Street Art Festival,“ segir á vefnum og að á samningstímanum fái nemendur í 8.-10. bekk í grunnskóla Snæfellsbæjar ársmiða sem gildi á alla viðburði Frysti- klefans og fjölbreytt námskeið verði haldin þar fyrir börn í 1.-10. bekk. Kári Viðarsson er eigandi og listrænn stjórnandi Frystiklefans. Samstarf til fjögurra ára Kári Viðarsson Tímaritið Gripla XXIX er komið út. Ritstjórar eru Emily Lethbridge og Rósa Þorsteinsdóttir. Gripla er ritrýnt tímarit sem kemur út einu sinni á ári og er al- þjóðlegur vettvangur fyrir rann- sóknir á sviði íslenskra og nor- rænna fræða, einkum handrita- og textafræða, bókmennta og þjóð- fræða. Birtar eru útgáfur á stuttum textum, greinar og ritgerðir og stuttar fræðilegar athugasemdir. Í Griplu 2018 eru m.a. níu rit- rýndar greinar og útgáfur, fjórar á íslensku, fjórar á ensku og ein á frönsku. Heimir Pálsson fjallar um tvær gerðir Skáldskaparmála Snorra-Eddu, Anders Winroth um íslenskan kirkjurétt hvað varðar skemmri skírn og hjónaband, og Brynja Þorgeirsdóttir um ritgerð- ina „Af náttúru mannsins og blóði“ í Hauksbók. Meðal annars efnis veltir Þórhallur Eyþórsson fyrir sér merkingu orðsins „aldrnari“, Árni Heimir Ingólfsson dregur fram tvö íslensk söngbókarbrot frá 16. öld sem varðveitt eru í Kon- ungsbókhlöðu í Stokkhólmi og Sverrir Jakobsson ber norrænar heimildir um Aðalstein Englands- konung saman við aðrar. Einn höfunda Sverrir Jakobsson. Ýmsar greinar í nýju tölublaði Griplu Sýning á plötusafni Sigurjóns Sam- úelssonar á Hrafnabjörgum við Djúp verður opnuð í Þjóðarbókhlöðunni í dag kl. 16. Sigurjón lést árið 2017 en hann hóf um 1950 að safna plötum, fyrst íslenskum söngplötum og harmonikuplötum sem sumar voru frá því skömmu eftir aldamót og 78 snúninga, segir í tilkynningu. Plötur Sigurjóns voru orðnar yfir 7.000 talsins þegar hann lést, flestallar heillegar og vel með farnar, segir í tilkynningu en auk hljómplatnanna átti Sigurjón úrval af hljómflutn- ingstækjum. Sigurjón óskaði þess að plöturnar yrðu varðveittar á safni þar sem almenningur gæti haft not af þeim og verður plötusafnið fram- vegis varðveitt í Landsbókasafni Ís- lands – Háskólabókasafni og sýn- ingin í Þjóðarbókhlöðunni er haldin af því tilefni. Safnari Sigurjón Samúelsson heitinn. Sýning opnuð á plötusafni Sigurjóns The Captain Metacritic 67/100 IMDb 7,4/10 Bíó Paradís 20.00 Hagazussa - A Heathen’s Curse IMDb 6,0/10 Bíó Paradís 18.00 Damsel Metacritic 63/100 IMDb 5,6/10 Bíó Paradís 22.20 Diablo Metacritic 60/100 IMDb 3,7/10 Bíó Paradís 22.00 Transit Metacritic 77/100 IMDb 7,0/10 Bíó Paradís 18.00 Shoplifters Morgunblaðið bbbbb Metacritic 93/100 IMDb 8,1/10 Bíó Paradís 20.00 Nár í nærmynd IMDb 8,0/10 Bíó Paradís 22.20 Heavy Trip Metacritic 72/100 IMDb 7,2/10 Bíó Paradís 20.00 Tryggð Morgunblaðið bbbbn Smárabíó 17.40, 19.50 Háskólabíó 18.10, 21.10 Borgarbíó Akureyri 17.30 Bíó Paradís 18.00 Vice Laugarásbíó 18.00, 21.00 Smárabíó 19.00 (LÚX), 19.30, 22.00 (LÚX), 22.20 Borgarbíó Akureyri 19.30, 21.50 Mary Queen of Scots 16 Metacritic 60/100 IMDb 6,5/10 Háskólabíó 20.50 Skýrsla 64 16 IMDb 7,8/10 Smárabíó 20.00, 22.10 Háskólabíó 17.50 Borgarbíó Akureyri 17.00, 19.30, 21.50 The Upside Metacritic 45/100 IMDb 5,5/10 Laugarásbíó 19.50, 22.25 Green Book 12 Morgunblaðið bbbbn Metacritic 70/100 IMDb 8,3/10 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.40 Sambíóin Kringlunni 16.10, 19.00, 21.45 Sambíóin Akureyri 16.50, 19.30 Escape Room 16 Metacritic 50/100 IMDb 6,4/10 Smárabíó 19.50, 22.40 Holmes og Watson 12 Metacritic 24/100 IMDb 3,4/10 Smárabíó 22.10 Carmen Sambíóin Kringlunni 18.00 The Favourite 12 Ath. myndin er sýnd án texta, hvorki enskur né ís- lenskur. Metacritic 90/100 IMDb 7,9/10 Háskólabíó 18.00, 20.40 Aquaman 12 Metacritic 53/100 IMDb 7,9/10 Sambíóin Álfabakka 20.40 Sambíóin Egilshöll 22.30 Robin Hood 12 Sambíóin Álfabakka 22.20 Mary Poppins Returns 12 Morgunblaðið bbbmn Metacritic 66/100 IMDb 7,6/10 Sambíóin Álfabakka 17.50 Sambíóin Egilshöll 17.00 Bumblebee 12 Metacritic 35/100 IMDb 7,0/10 Sambíóin Álfabakka 17.00 Fantastic Beasts: The Crimes of Grindelwald Morgunblaðið bbbbn Metacritic 57/100 IMDb 7,7/10 Sambíóin Álfabakka 19.30 Bohemian Rhapsody 12 Morgunblaðið bbbbn Metacritic 49/100 IMDb 8,4/10 Laugarásbíó 19.50, 22.25 Smárabíó 16.00 (LÚX) Háskólabíó 20.30 A Star Is Born 12 Morgunblaðið bbbbm Metacritic 88/100 IMDb 8,3/10 Sambíóin Kringlunni 16.10, 19.00 Spider-Man: Into the Spider-Verse Morgunblaðið bbbbm Metacritic 87/100 IMDb 8,8/10 Laugarásbíó 17.15 Smárabíó 15.00, 17.00, 17.20 Ótrúleg saga um risastóra peru IMDb 6,2/10 Laugarásbíó 18.00 Smárabíó 15.10, 17.20 Nonni norðursins 2 Smárabíó 15.10 Ralf rústar internetinu Metacritic 71/100 IMDb 7,6/10 Sambíóin Álfabakka 17.00 Kevin Crumb, David Dunn, og Elijah Prince, öðru nafni hr. Glass, eru allir staddir saman á geðspítala, og eru þar í sérstöku prógrammi fyrir fólk sem heldur að það sé ofurhetjur. Metacritic 41/100 IMDb 7,9/10 Sambíóin Álfabakka 19.30, 21.50 (VIP), 22.20 Sambíóin Egilshöll 17.00, 20.00 Sambíóin Kringlunni 21.45 Sambíóin Akureyri 22.10 Sambíóin Keflavík 22.00 Glass 16 Instant Family Par hefur í nógu að snúast þegar þau ættleiða þrjú börn. Bönnuð börnum yngri en 9 ára. Metacritic 57/100 IMDb 7,6/10 Sambíóin Álfabakka 17.20, 19.50, 22.20 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Akureyri 17.00, 19.30 Sambíóin Keflavík 19.30 The Mule 12 90 ára plöntusérfræðingur og fyrrverandi hermaður er grip- inn við að smygla kókaíni fyrir mexíkóskan eiturlyfjahring. Metacritic 58/100 IMDb 7,2/10 Sambíóin Álfabakka 16.50 (VIP), 17.20, 19.20 (VIP), 19.50, 22.20 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.40 Sambíóin Kringlunni 21.45 Sambíóin Akureyri 22.00 Sambíóin Keflavík 19.30, 22.00 Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðu kvikmyndahúsanna Kvikmyndir bíóhúsanna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.