Morgunblaðið - 06.02.2019, Page 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2019
Ævar Þór Benediktssonhefur frá árinu 2014sent frá sér fimmhnausþykkar bækur í
Þín eigin-seríunni auk tveggja létt-
lestrarbóka með sama gangvirki. Að
sögn höfundar eiga bækurnar það
sameiginlegt að virka eins og tölvu-
leikur vegna þess að lesandinn ræð-
ur sjálfur hvað gerist, enda reglu-
lega í lestrinum beðinn að velja milli
ólíkra leiða sem eru margar hverjar
stórhættulegar og því gott að geta
flett til baka og valið aðra leið í
gegnum bókina ef fyrra valið leiddi
til hræðilegra endaloka.
Þitt eigið leikrit – Goðsaga, sem
Þjóðleikhúsið frumsýndi nýverið, á
það sameiginlegt með bókinni Þín
eigin goðsaga sem út kom 2015 að
sögusviðið er heimur norrænu goða-
fræðinnar. Þar sem bókin er tæp-
lega 500 blaðsíður að lengd en leik-
sýningin um klukkutími þarf
höfundur eðlilega að takmarka
framvinduna við nokkrar vel valdar
leiðir, en í leikritinu stendur grunn-
valið milli þriggja ólíkra ævintýra
sem öll geta endað bæði vel og illa.
Líkt og lesendur fá leikhúsáhorf-
endur reglulega tækifæri til að
kjósa um framvinduna en ólíkt bók-
lestrinum þar sem hver og einn les-
andi ræður för ræður meirihlutinn í
leikhúsinu hvað gerist næst. Tækni-
fólk Þjóðleikhússins hefur þróað
fjarstýringar fyrir leikhúsgesti sem
minna með táknum sínum um margt
á Playstation-fjarstýringar sem
vakti óneitanlega lukku þeirra sem
til þekkja. Ekki síður vakti það al-
menna gleði yngri áhorfenda þegar
þeir voru beðnir að „flossa“ meðan
kosningaúrslitanna var beðið í of-
væni.
Leikhópurinn hefur undir stjórn
Stefáns Halls Stefánssonar und-
irbúið ótal margar senur sem áhorf-
endur velja á milli, en eftir því sem
rýnir kemst næst tók um sex
klukkutíma að fara í gegnum alla
möguleikana á æfingum. Í ljósi þess
að engar tvær sýningar verða sök-
um þessa eins ákvað rýnir að skoða
tvær sýningar til að fá örlítið betri
hugmynd um hversu ólíkar leik-
húsferðirnar geta orðið.
Sýningarnar sem rýnir sá áttu
það sameiginlegt að Loki Laufeyj-
arson (Snorri Engilbertsson) tók á
móti áhorfendum ásamt Einari
(Hilmir Jensson), sem var honum
innan handar við að kenna áhorf-
endum á tækjabúnaðinn. Því næst
upplýsti hann að áhorfendum gæfist
kostur á að velja milli þriggja Mið-
garðsbarna, Snorra, Eddu og Urð-
ar, (Baldur Trausti Hreinsson, Lára
Jóhanna Jónsdóttir og Sólveig Arn-
arsdóttir) sem teldu sig vera þátt-
takendur í sjónvarpskeppninni
Lokasvar. Eftir að áhorfendur
höfðu valið aðalpersónu verksins
bauðst þeim að velja á hana klæðnað
og vopn áður en Loki reisti fjórða
vegginn milli leikenda og áhorfenda
með bráðskemmtilegum hætti.
Á frumsýningu fól val áhorfenda í
sér að við fengum að sjá Miðgarðs-
barnið passa börn Loka sem hann á
með tröllskessunni Angurboðu, það
er stúlkuna Hel (Lára Jóhanna
Jónsdóttir), úlfinn Fenri og orminn
Jörmungand, sem voru frábærlega
útfærðir í brúðum Aldísar Davíðs-
dóttur. Börnin þrjú eru enn á barns-
aldri og því ekki jafn ógnvænleg og
frásagnir almennt herma, en sam-
kvæmt norrænni goðafræði bíður
Heljar að ríkja yfir undirheimum og
bræður hennar eiga samkvæmt
Völuspá að gegna lykilhlutverki í
Ragnarökum þar sem ásum verður
tortímt. Eins og Ævars er von og
vísa notar hann húmor til að undir-
strika mikilvægi þess að ræða sam-
an og stjórnast ekki af ótta, sem er
bæði fallegur og mikilvægur boð-
skapur.
Yfirvofandi endalok heimsins
voru leiðarstefið í þeirri sögu sem
áhorfendur völdu á þriðju sýningu.
Þar fékk Loki, sem er ein skemmti-
legasta persóna goðafræðinnar,
mun stærra hlutverk auk þess sem
áhorfendum gafst tækifæri til að
heimsækja Ásgarð og kynnast ás-
unum Þór (Hilmir Jensson), Sif
(Sólveig Arnarsdóttir) og Óðni
(Baldur Trausti Hreinsson) sem öll
skörtuðu þungum vopnum og voru
vígamóð. Þrátt fyrir baráttugleði ás-
anna völdu áhorfendur engu að síð-
ur að stilla til friðar. Þegar leik var
lokið bauðst okkur hins vegar óvænt
sá bónus að sjá hinn endinn líka sem
skemmdi ekki fyrir.
Umgjörð sýningarinnar ber list-
rænum hönnuðum og tæknifólki
Þjóðleikhússins fagurt vitni. Leik-
mynd Högna Sigurþórssonar þjónar
leiknum vel og ýmis smáatriði
gleðja augað, svo sem ufsagrýlurnar
sem hvíla efst á flekunum og út-
skorni hesturinn sem ber Loka inn á
svið á leið í lokauppgjörið. Högni er
ásamt Reyni Þorsteinssyni, Mat-
hilde Anne Morant og Björgvini Má
Pálssyni einnig höfundur bráð-
skemmtilegrar sýningar í anddyri
leikhússins sem leikhúsgestir eru
eindregið hvattir til að skoða.
Búningar Ásdísar Guðnýjar Guð-
mundsdóttur voru einfaldir í grunn-
inn sem hentaði leikurum vel þegar
þeir stukku milli ólíkra hlutverka.
Leikgervi Valdísar Karenar Smára-
dóttur virkuðu vel til að teikna upp
mynd af ólíkum persónum með ein-
földum hætti. Flott lýsing Magn-
úsar Arnars Sigurðarsonar í bland
við áhrifaríka tónlist og hljóðmynd
Elvars Geirs Sævarssonar og Krist-
ins Gauta Einarssonar og mynd-
bönd Inga Bekk minntu iðulega á
tölvuleik og sjónvarpsþáttinn sem
Loki var að gabba þátttakendur
með. Flókin tæknileg útfærsla kall-
aði skiljanlega á einfalda og skýra
sögu.
Báðar sýningar sem rýnir sá ein-
kenndust af góðri orku og mikilli
leikgleði og þar skemmdi hin mikla
nánd sem Kúlan sem leiksvið býður
upp á ekki fyrir. Frásögnin af börn-
um Loka bauð eðli málsins sam-
kvæmt ekki upp á sama hasarinn og
felst í mögulegum Ragnarökum og
var auk þess mun kyrrstæðari í
sviðsetningu. Af viðbrögðum
barnanna í salnum var samt ljóst að
báðar sýningar féllu vel í kramið.
Ungur fylgdarsveinn rýnis tilkynnti
undir lok seinni sýningarinnar að
hann langaði samstundis að upplifa
ævintýri þriðja Miðgarðsbarnsins
sem stendur víst til boða að reyna
að veiða sjálfan Miðgarðsorminn. Þá
er bara að vona að meirihluti leik-
húsgesta velji þann kost þegar sú
leikhúsferð verður farin.
Í höndum áhorfenda
Ljósmynd/Olga Helgadóttir
Börn Loka Lára Jóhanna Jónsdóttir í hlutverkinu sem Hel með bræðrum sínum, Jörmungandi og Fenri.
Þjóðleikhúsið
Þitt eigið leikrit – Goðsaga
bbbbn
Eftir Ævar Þór Benediktsson. Leik-
stjórn: Stefán Hallur Stefánsson. Leik-
mynd: Högni Sigurþórsson. Búningar:
Ásdís Guðný Guðmundsdóttir. Lýsing:
Magnús Arnar Sigurðarson. Myndband:
Ingi Bekk. Tónlist og hljóðmynd: Elvar
Geir Sævarsson og Kristinn Gauti Ein-
arsson. Leikgervi: Valdís Karen Smára-
dóttir. Brúðugerð: Aldís Davíðsdóttir.
Kosningakerfi og aðrar sértækar tækni-
lausnir: Hermann Karl Björnsson. Sýn-
ing í anddyri: Högni Sigurþórsson,
Reynir Þorsteinsson, Mathilde Anne
Morant og Björgvin Már Pálsson. Leik-
arar: Baldur Trausti Hreinsson, Hilmir
Jensson, Lára Jóhanna Jónsdóttir,
Snorri Engilbertsson og Sólveig Arnars-
dóttir. Frumsýnt í Kúlunni fimmtudag-
inn 31. janúar 2019. Rýnt í bæði frum-
sýninguna og 3. sýningu, laugardaginn
2. febrúar 2019.
SILJA BJÖRK
HULDUDÓTTIR
LEIKLIST
Írski leikarinn Liam Neeson kom
með hrollvekjandi játningu í viðtali
við enska dagblaðið Independent
sem birt var á vef þess fyrir um
tveimur dögum og fleiri fjölmiðlar
hafa vísað í í kjölfarið. Í viðtalinu
segir Neeson að kona honum ná-
komin hafi greint honum frá því að
henni hafi verið nauðgað. Neeson
segist hafa spurt hana frekar út í of-
beldismanninn og þá meðal annars
hver húðlitur hans hafi verið og kon-
an svarað því til að maðurinn hafi
verið þeldökkur.
Neeson varð þá heltekinn af
hefndarþorsta og segist í um viku
hafa ráfað um ónefnt hverfi með
barefli og beðið þess að einhver þel-
dökkur karlmaður, svartur þrjótur
eins og hann orðar það, abbaðist upp
á hann svo hann gæti drepið hann.
„Það er hræðilegt að ég hafi gert
þetta,“ segir Neeson og að hann hafi
lært af þessu og á endanum áttað sig
á því hversu sturlaður hann væri.
Leikarinn segist þekkja vel þörfina
fyrir hefnd eftir að hafa alist upp á
Norður-Írlandi í samfélagi þar sem
ofbeldi var daglegt brauð. „Ég skil
hefndarþörfina en hefnd leiðir til
enn frekari hefnda og drápa og
Norður-Írland er gott dæmi um
það,“ segir Neeson.
Tilefni viðtalsins var nýjasta kvik-
mynd Neesons, Cold Pursuit, en í
henni leikur hann mann í hefnd-
arhug en Neeson hefur hin síðustu
ár einkum leikið í spennutryllum
þar sem hefnd hefur m.a. komið við
sögu. Leiddi samtal hans við blaða-
mann um hefndarþorstann til þess-
arar merkilegu játningar sem mun
eflaust draga dilk á eftir sér.
Segist hafa viljað
drepa blökkumann
Hrollvekjandi játning Neesons
AFP
Sturlun Liam Neeson í Cold Pur-
suit. Hann segist hafa viljað drepa
blökkumann eftir að kona honum
nákomin sagði frá því að henni hefði
verið nauðgað af blökkumanni.
R
GUNA
GÓÐAR
I