Morgunblaðið - 06.02.2019, Page 36

Morgunblaðið - 06.02.2019, Page 36
Með Punktum og peningum getur þú nýtt Vildarpunkta Icelandair upp í hvaða flug sem er. Líttu inn á vefinn okkar og lækkaðu verðið á ferðinni þinni. airicelandconnect.is Settu punktinn yfir ferðalagið Djassklúbburinn Múlinn heldur áfram með vordagskrá sína á Björtuloftum í Hörpu í kvöld með tónleikum nýstofnaðrar hljóm- sveitar, Sveiflukvintettsins Old School, sem fær til liðs við sig söngkonuna Kristjönu Stefáns- dóttur. Saman munu þau flytja gamaldags sveiflutónlist í anda tónlistar New Orleans-borgar. Gamaldags sveiflu- tónlist á Múlanum MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 37. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr. Íslandsmeistarar Fram halda áfram að elta lið Vals í toppbaráttu Olís- deildar kvenna í handknattleik. Fram vann í gærkvöld öruggan sig- ur á HK, 31:20, og er tveimur stig- um á eftir Val. Stjarnan var nærri sigri í heimsókn sinni til Hauka í Schenkerhöllina á Ásvöllum. Liðin skildu jöfn, 25:25. Haukar eru í þriðja sæti. »3 Framkonur elta Valsliðið á röndum ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Guðni Bergsson, formaður Knatt- spyrnusambands Íslands, er í kosn- ingabaráttu í annað skipti eftir að hafa gegnt embættinu í tvö ár. Fyrr- verandi formaður sambandsins, Geir Þorsteinsson, sem vék fyrir Guðna árið 2017, vill komast að á ný. Rætt er við Guðna og Geir í íþróttablaðinu í dag og farið yfir þeirra áherslur og hugmyndir en kosið verður á milli þeirra á ársþingi KSÍ á laugar- daginn. » 1 Kosið á milli Guðna og Geirs á laugardaginn Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Það er gott að vera 104 ára. Ég geri lítið annað en að sofa, borða, kíkja í boccia og skjótast út í Kringlu á skutlunni minni,“ segir Lárus Sigfús- son, sem fagnaði 104 ára afmæli á heimili sínu og Kristínar Gísladóttur, sambýliskonu sinnar, í gær. Lárus sem er 18. í röðinni af elstu körlum á Íslandi telur að það fari að styttast í annan endann en það er stutt í metnaðinn því Lárus veðrast allur upp þegar honum er tjáð að hann og systir hans Anna geti slegið aldursmet í desember. Að sögn Jón- asar Ragnarssonar, áhugamanns um langlífi, eru Lárus og Anna elstu systkini sem bæði eru á lífi og yfir 100 ára á Íslandi. Metið eiga Margrét og Filippus Hannesarbörn frá Núpsstað sem urðu samanlagt 206 ára og 119 daga. Í dag fagnar barnabarn Lárusar, Hjalti Júlíusson, 60 ára afmæli. Hann á von á barnabarnabarni um mán- aðamótin júní/júlí og möguleiki er á því að þá verði sex ættliðir á lífi á sama tíma. Að sögn Jónasar Ragnarssonar hefur það gerst fjórum sinnum, síðast árið 2010. „Til þess að verða langafi 60 ára þarf að byrja snemma í barneignum. Ég eignaðist mitt fyrsta barn 18 ára og fæ í staðinn meiri tíma með langafabarninu,“ seg- ir Hjalti sem telur að langlífi og frjó- semi í ættinni megi rekja til þess að þau séu sveitafólk upp til hópa. Lárus eignaðist sex börn og eru fjögur á lífi. Afkomendur hans eru eftir því sem best er vitað 125 og tveir á leiðinni að sögn Svans, yngsta sonar Lárusar, sem er 66 ára en elstur er Sverrir, 72 ára. Lárus er frá Hvalsá í Hrútafirði í Strandasýslu og var bóndi á Kol- beinsá að sögn Svans. Eftir að Lárus flutti til Reykjavíkur á sjötta ára- tugnum fór hann að keyra leigubíl og vann hjá SÍS meðfram því þar til hann gerðist ráðherrabílstjóri hjá landbúnaðarráðuneytinu. „Ég þakka 104 árin því að ég hef alltaf haft nóg að hugsa um og gera. Ég hef haft ánægju af að vinna og taka þátt í sem flestu. Ég hef tekið þátt í æði mörgu öll þessi ár og þau eru næstum því óteljandi störfin sem ég hef haft með höndum,“ segir Lár- us sem telur að mestar breytingar í þjóðfélaginu hafi orðið þegar hann var ungur maður fyrir 80 árum. „Allar breytingar eru til góðs en þjóðfélagið stefnir ekki alltaf í rétta átt og ýmis ómenning á sér nú stað, sem er sorglegt,“ segir Lárus og nefnir þar samskipti kynjanna sem búið sé að afskræma. Hann segir að karlar og konur geta ekki hvert án annars verið og ef samskipti gangi eðlilega fyrir sig þá verði allt í lagi. Hann segir að höfuðskepnurnar tvær á jörðinni verði að finna leið til sam- skipta til þess að hlutirnir verði eins og þeir eiga að vera. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hress Lárus Sigfússon sem varð 104 ára gær segir að störfin sem hann hafi unnið séu næstum því óteljandi. 104 ára og á von á sjötta ættlið í sumar Hjalti Júlíusson  Fer í boccia og skutlast í Kringluna  Elstu systkini landsins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.