Morgunblaðið - 14.02.2019, Side 1
KYNLÍFSTÆKJAMARKAÐURINNVAXANDI
Heyrnartól sem heyrnarprófa notandann 4
Unnið í samvinnu við
Hönnun á nýjum rafbát fór á fullt skrið
eftir að Navis fékk 50 milljóna króna
styrk frá Tækniþróunarsjóði. 7
VIÐSKIPTA
Gerður Huld ferðast um allan heim með Tony
Robbins og sækir fyrirlestra og námskeið hjá
honum. Pítsubakstur er draumastarfið.
RAFHLAÐAVERÐURBALLEST
4
Hagnaður banka 20% minni
Hagnaður Arion banka, Íslands-
banka og Landsbanka Íslands nam
37,7 milljörðum króna eftir skatta
árið 2018. Hagnaður viðskiptabank-
anna þriggja dróst þar með saman
um 20% eða um 9,7 milljarða en
samanlagður hagnaður bankanna
var 47,4 milljarðar króna árið 2017.
Hagnaður Arion banka nam 7,8
milljörðum króna árið 2018 sam-
anborið við 14,4 milljarða árið 2017
og dróst saman um 46%. Í ársreikn-
ingi Arion banka kemur fram að lak-
ari afkomu bankans á árinu 2018
megi einkum rekja til rekstrarerf-
iðleika og gjaldþrots Primera Air en
bankinn færði niður tæplega 3 millj-
arða króna vegna þess.
Hagnaður Íslandsbanka árið 2018
nam 10,6 milljörðum króna sam-
anborið við 13,2 milljarða króna árið
2017 og dróst saman um 20%. Hagn-
aður Landsbankans nam 19,3 millj-
örðum króna árið 2018 samanborið
við 19,8 milljarða og dróst saman um
3%. Þetta kemur fram í uppgjörum
bankanna sem birt voru í gær og í
síðustu viku. Samanlagðar eignir
bankanna þriggja nema um 3.620
milljörðum króna og jukust um
7,2%. Eignir Arion banka námu
1.164,3 milljörðum króna og jukust
um 1,4%. Eignir Íslandsbanka námu
1.130 milljörðum króna og og jukust
um 9,1%. Eignir Landsbankans
námu 1.326 milljörðum króna og
jukust um 11,1%.
Samanlagðar rekstrartekjur
bankanna þriggja námu 145,2 millj-
örðum króna á árinu 2018 sam-
anborið við 144,6 milljarða króna ár-
ið 2017 og hækka um 0,4%.
Rekstrartekjur Arion banka námu
46,2 milljörðum króna og drógust
saman um 1,5%. Rekstrartekjur Ís-
landsbanka námu 45 milljörðum
króna og jukust um 1%. Rekstr-
artekjur Landsbankans námu 54
milljörðum króna og jukust um
1,8%. Samanlagt eigið fé bankanna
þriggja nam 616,8 milljörðum króna
árið 2018 samanborið við 652,7 millj-
arða árið 2017 og dregst saman um
5,5%. Eigið fé Arion banka nam
200,9 milljörðum króna og dróst
saman um 11%. Eigið fé Íslands-
banka nam 176,3 milljörðum króna
og dróst saman um 2,6%. Eigið fé
Landsbankans nam 239,6 millj-
örðum króna og dróst saman um
2,6%. Arion banki greiddi út 16,2
milljarða króna í arð á árinu 2018 og
keypti eigin bréf fyrir 17,1 milljarð
króna. Stjórn Íslandsbanka leggur
til að greiða út 5,3 milljarða króna í
arð til hluthafa vegna ársins 2018.
Stjórn Landsbankans leggur til að
greiða út 9,9 milljarða í arð í ár.
Pétur Hreinsson
peturhreins@mbl.is
Hagnaður viðskiptabank-
anna þriggja dróst saman
um 20% á milli ára. Hagn-
aður Arion banka dróst
saman um 46%.
Hagnaður Arion banka dróst saman um 46% sem einkum má rekja til gjald-
þrots flugfélagsins Primera Air að því er fram kemur í ársreikningi bankans.
FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2019
Endurskoðun | Skattur | Ráðgjöf
Ernst & Young ehf. Borgartúni 30, 105 Reykjavík
ey.is
Alþjóðleg þekking - persónuleg þjónusta
Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is
Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton
endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir
viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant
Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í.
Úrvalsvísitalan
EUR/ISK
1.900
1.800
1.700
1.600
1.500
1.400
14.8.‘18
14.8.‘18
13.2.‘19
13.2.‘19
1.585,91
1.730,79
140
135
130
125
120124,05
135,35
„Búðarborðið er orðið nokkuð breitt.
Við erum með jöklaferðir, vél-
sleðaferðir, skipulagðar dagsferðir,
göngu- og ævintýraferðir, hvala-
skoðunarferðir og köfunarferðir,“
segir Hrönn Greipsdóttir, fram-
kvæmdastjóri fjárfestingarfélagsins
Eldeyjar. Félagið er í stýringu hjá
Íslandssjóðum, dótturfélagi Íslands-
banka, og hefur fjárfest í afþreying-
artengdri ferðaþjónustu fyrir tæp-
lega þrjá milljarða frá árinu 2015.
Hrönn segir mörg tækifæri fyrir
hendi og þess vegna stefni félagið á
tveggja til þriggja milljarða króna
hlutafjáraukningu á næstunni.
Langtímamarkmið Eldeyjar er að
þjappa félögum í sinni eigu saman
og skapa þannig eitt stórt félag í af-
þreyingartengdri ferðaþjónustu.
Hluthafar Eldeyjar eru 26 talsins,
þar af eru sex lífeyrissjóðir sem eru
flestir með um og yfir 10% hlut hver.
Fjárfest fyrir 3 ma. síðustu ár
Morgunblaðið/Ómar
Ýmis tækifæri eru fram undan, segir
Hrönn Greipsdóttir hjá Eldey.
Fjárfestingarfélagið Eldey
TLH hf. hyggur á hlutafjár-
aukningu á næstunni.
8
Rafmyntir munu seint geta
komið í stað ríkisgjaldmiðla.
En hvað ef seðlabankarnir
tækju bálkakeðj-
una í sína þjónustu?
Óraunhæfir raf-
myntadraumar
10
Fjöldi rafbíla er væntanlegur
á markað á þessu ári og ef til
vill hefur sala bensín- og dís-
elbíla þegar náð há-
marki.
LEX: Rafbílar
á fleygiferð
11