Morgunblaðið - 14.02.2019, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.02.2019, Blaðsíða 9
Við verðum þó að gæta þess að tapa ekki þjón- ustustiginu. Ísland er dýrt ferðamannaland og við verðum að gæta að því að við erum að selja gæðavöru, en það má oft gera á einfaldari og um leið hagkvæmari máta,“ segir Hrönn. Hún segir íslenska ferðaþjónustu nú á miklu samþjöppunarskeiði. „Við erum að sjá fyrir- tækin þjappast saman og verða að stærri og sterkari einingum. „Jarðvegur fyrir sam- þjöppun og samruna hefur gjörbreyst frá 2015. Þá var erfitt að komast inn í félögin og margir þeirra sem ég ræddi við voru með hugmyndir um að þeir vildu ekki fá fjárfesti sem horfði til skammtímagróða og færi fljótlega út, heldur einhvern sem myndi vaxa með félaginu,“ segir Hrönn. Segir hún eins ákveðna hreinsun hafa orðið í ferðaþjónustunni. „Það var á uppgangs- árunum talað um gullgrafara, kúreka og skyndigróða, en ég held að mikið af þessum aðilum hafi dottið út eða sameinast öðrum,“ segir hún og bætir við að á fyrstu árum Eld- eyjar hafi félagið fengið mikið af kynningum frá aðilum sem ætluðu sér að verða ríkir á stuttum tíma. Kaldari ákvarðanir fylgja fjárfestingum Fjárfestingarstefna Eldeyjar felst í aðkomu félagsins sem virkur fjárfestir. „Við setjumst í stjórn fyrirtækjanna, skiptum okkur af rekstr- inum og teiknum upp framtíðarstefnu. Við höf- um lagt áherslu á góðar rekstrarupplýsingar í fyrirtækjunum sem við komum inn í. Við byrj- um á að byggja upp mánaðarlega stjórnarfundi þar sem talað er opinskátt um reksturinn út oft kompás stjórnenda. Fyrirtæki fara í alls konar fjárfestingar og missa fókusinn í svona miklum vexti,“ segir hún. „2017 fór einnig vel af stað og menn töldu að spár um samdrátt myndu ekki rætast. En svo kom tímabilið mars og apríl 2017 þar sem töl- urnar voru allt aðrar. Ferðamenn sóttu í ódýr- ari afþreyingu. Til dæmis var víða boðið upp á svokallaðar súperjeppaferðir sem voru dýrar en engu að síður mjög vinsælar 2014, 2015 og 2016. Eftirspurnin eftir ferðunum nánast þurrkaðist út þegar krónan byrjaði að styrkj- ast. Á sama tíma jókst kostnaður svo það var ekkert tækifæri til að lækka verðið í takt við þessa gengisþróun,“ segir hún. Að sögn Hrannar er athygli flestra ferða- þjónustufyrirtækja á kjarnastarfsemi sína árið 2019. „Nú þarf að hlúa vel að mjólkurkúnni svo hún skili þeirri afkomu sem hún á að vera að skila. Við erum alls staðar að horfa til þess hvar hægt sé að hagræða, jafnvel selja eignir og draga úr starfsemi á einhverjum stöðum. frá góðum rekstrarupplýsingum. Þá erum við miklu fyrr að tækla vandamálin þegar þau koma upp á yfirborðið,“ segir Hrönn. Hún segir innkomu Eldeyjar hafa gengið misvel eftir fyrirtækjum, oft taki tíma að stilla hluthafa saman. „Við höfum tekið eftir að menn vilja fá fjárfesti inn en halda að rekst- urinn geti haldið óbreyttur áfram. Við höfum þurft að beita styrk til að sýna að við séum að stýra í aðra átt þegar menn hafa ekki gert sér grein fyrir því fyrr en eftir á hvað allt breytist við að fá utanaðkomandi fjárfesti inn í fyr- irtækið. Sýn okkar er ekki bundin við tilfinn- ingar, það skiptir mig sem fjárfesti meira máli að arðsemin sé góð og félagið skili viðunandi hagnaði en að félagið fái verðlaun eða við- urkenningar þó svo að slíkt skipti að sjálfsögðu líka máli,“ segir Hrönn „Sýn fjárfesta er oft önnur en frumkvöðlanna, í lok dagsins geturðu hlaðið þig viðurkenningum en ef þú ert ekki að skila hagnaði þá lifir fyrirtækið ekki. Við tök- um kaldari ákvarðanir en frumkvöðullinn hefði endilega gert, ef einhver ferð hefur verið farin í tuttugu ár og alltaf skilað tapi þá skiptir okk- ur engu hvort hún sé gimsteinninn í kórónu fyrirtækisins ef hún er rekin með tapi,“ segir Hrönn. „Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn fyrir 2019. Ég hugsa að hér verði ekki veltuaukning en að arðsemi fyrirtækjanna batni. 2018 var niðurskurðarárið og niðurskurði fylgir kostn- aður. Við sjáum strax mun á afkomutölunum í janúar á þessu ári samanborið við janúar 2018,“ segir Hrönn. „Ég á von á að það stand- ist að ferðamönnum eigi eftir að fækka á árinu en við verðum að gæta þess að falla ekki í dauðadal, við erum að fá rétt yfir tvær millj- ónir ferðamanna til landsins, eitthvað sem okk- ur dreymdi ekki um fyrir tíu árum að yrði raunin.“ Eldey var stofnað seinni hluta árs 2015 og segir Hrönn að á þeim tíma hefði hugmyndin um fjárfesta í afþreyingartengdri ferðaþjón- ustu verið að gerjast víða. „Það var ljóst að það vantaði fjárfesta í ferðaþjónustu, sérstaklega í þeim hluta sem snýr að afþreyingunni. Fjár- festar höfðu sótt í samgöngur, fluggeirann og hótelin en haft minni áhuga á afþreyingargeir- anum sem er svo mikilvægur grunnur þess að ferðamenn komi til landsins,“ segir Hrönn. „Þessar fjárfestingar voru nýjar af nálinni. Á grundvelli þess að ferðaþjónustan varð heils- ársatvinnugrein þá stækkuðu fyrirtækin ört og mörg hver urðu of stór fyrirtæki í lítilli um- gjörð. Fyrirtæki sem stofnuð höfðu verið af frumkvöðlum eða fjölskyldufyrirtæki sem fóru nánast úr því að vera rekin við eldhúsborðið heima í frítímanum í að velta einum til tveimur milljörðum á mjög skömmum tíma,“ segir Hrönn. Hluthafar í Eldey eru í dag þeir sömu og í upphafi og hið sama má segja um stjórn félags- ins. Stjórnin hittist mánaðarlega en auk hefð- bundinna stjórnarstarfa gegnir hún einnig hlutverki fjárfestingaráðs. Fjárfesting verður að samþykkjast af öllum stjórnarmönnum. „Við vorum með skýra sýn frá upphafi um hvað við vildum gera og við höfum verið mjög trú þeirri sýn. Ég held að að það sé styrkur Eldeyjar í dag, að þó félögunum hafi á síðustu tveimur árum ekki vegnað eins vel og við höf- um viljað þá höfum við haldið okkar stefnu og verið skýr í því hvað við ætlum okkur að gera,“ segir Hrönn. „Fjárfestingamarkaðurinn er til- tölulega þröngur og fjárfestar í Eldey eru einnig í öðrum ferðaþjónustutengdum fjárfest- ingum þar sem reksturinn hefur einnig verið erfiður, eins og hjá stóru dagsferðafyrirtækj- unum og flugfélögunum. Það sem skiptir máli er trúin sem hluthafar og fjárfestar Eldeyjar hafa á stjórnendunum sem við höfum valið inn í fyrirtækin okkar. Við höfum vandað valið á framkvæmdastjórum og við vitum að við getum knúið framkvæmdastjórateymið okkar áfram til áframhaldandi góðra verka og þeir hafa skilning á rekstrinum,“ segir hún. Morgunblaðið/Árni Sæberg frekari sókn Eldeyjar ” Nú þarf að hlúa vel að mjólkurkúnni svo hún skili þeirri afkomu sem hún á að vera að skila. Við erum alls staðar að horfa til þess hvar hægt sé að hagræða, jafnvel selja eignir og draga úr starfsemi á ein- hverjum stöðum. 67,31% Hvalaskoðun frá Húsavík og Hjalteyri, ferðir í Scoresby-sund í Grænlandi og veitinga- rekstur á Húsavík. Norðursigling á 29% hlut í Sjóböðum á Húsavík og 50% í Húsavík Adventures sem bjóða upp á hvalaskoðun á rib-bátum. rferðir í Silfru. avel og and uti: gúst eland keypt í júní sameinað Travel – nd. Dagsferðir frá Reykjavík og Akureyri á minni rútum. 51% MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2019 9VIÐTAL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.