Morgunblaðið - 14.02.2019, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.02.2019, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2019 13SJÓNARHÓLL HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum Nú fástS s vinnuföt í BÓKIN Það er vel hægt að stunda viðskipti í löndum þar sem allt er löngu farið í kaldakol. Því þó efnahagurinn sé rústir einar, stjórnmálamennirnir hver öðrum spilltari, og jafnvel þó að her- sveitir fanta og morðingja haldi landsmönnum í heljargreipum, þá hefur fólk alltaf sínar grunnþarfir. Bjór-risinn Heine- ken er ágætis dæmi um þetta og hefur Olivier Beemen skrif- að um það áhuga- verða bók: Heineken in Africa: A Multi- national Unleashed. Er óhætt að segja að saga Heineken í Afríku sé í meira lagi forvitnileg enda ekki lítil áskor- un fyrir alþjóðlegt fyrirtæki að ætla að skjóta rótum í löndum þar sem alls kyns innviðir eru ekki fyrir hendi. Og eins og Beemen bendir á þá er veruleg hætta á að stjórn- endur misstígi sig, og að fyrirtæki geti jafnvel átt þátt í að gera slæmt ástand enn verra, eða í það minnsta orðið samdauna því umhverfi þar sem þau starfa. Bendir höfundur t.d. á þá erfiðu stöðu sem Heineken stóð frammi fyrir í austurhluta Kongó þar sem vígamenn kröfðust þess að fá greiðslu til að hleypa flutninga- bílum í gegnum yfir- ráðasvæði sitt. Spyr Beemen hvort að það megi segja að fyr- irtækið hafi orðið samsekt í voðaverk- um ofbeldismann- anna með því að láta undan kröfum þeirra og greiða þeim allt að milljón dala árlega. Og jafnvel ef allt leikur nokkurn veg- inn í lyndi þá geta al- þjóðleg stórfyrirtæki haft óvenju mikil völd í fátækum og vanþróuð- um þjóðum. Ef t.d. að bjórverk- smiðja er einn stærsti skattgreið- andinn er erfitt fyrir stjórnmála- menn að setja starfsemi hennar skorður af nokkru tagi – jafnvel þó að varan kunni að valda samfélags- legu tjóni. ai@mbl.is Að framleiða bjór á erfiðum stað Undanfarið hefur nokkuð borið á umræðu umtilnefningarnefndir í tengslum við stjórnarkjör íhlutafélögum. Nú mun svo komið að rúmlega helmingur félaga á aðallista Kauphallarinnar hefur sett slíka nefnd á fót. Eftir því sem næst verður komist var til- nefningarnefnd fyrst valin í íslensku félagi árið 2014, en út- breiðsla þeirra jókst mjög í kjölfar tilmæla bresks sjóða- stýringafyrirtækis árið 2018 til þeirra íslensku hlutafélaga sem það hafði fjárfest í. Árið 2004 gengust Samtök at- vinnulífsins, Kauphöllin og Við- skiptaráð fyrir útgáfu leiðbeininga um góða stjórnarhætti. Leiðbein- ingar þessar hafa verið endurnýj- aðar reglulega og eru þær sem nú eru í gildi frá 2015. Í þeirri útgáfu er vikið að tilnefningarnefndum. Segir þar að hlutverk nefndanna skuli vera að tilnefna einstaklinga til stjórnarsetu og að þær skuli vinna að hagsmunum allra hluthafa, gæta þess að stjórn búi sem heild yfir nægjanlegri reynslu og þekkingu til að rækja hlutverk sitt. Segir í skýringu að fyrirkomulagið sé til þess fallið að auka líkur á að hluthafar taki upplýstar ákvarðanir þegar þeir ráðstafa atkvæði sínu við stjórn- arkjör. Í lögum um hlutafélög nr. 2/1995 er fjallað um kosninga- fyrirkomulag við stjórnarkjör, svo sem nýlega hefur verið fjallað um á þessum vettvangi. Eru lögin býsna ítarleg um þau ófrávíkjanlegu atriði sem líta þarf til. Ekki er minnst á tilnefningarnefndir í lögunum. Ein helsta aðferð hluthafa sem vill hafa áhrif á stefnu fé- lags, áherslur eða stjórn þess, er að greiða atkvæði með þeim frambjóðanda sem hann telur líklegastan til að þjóna best hagsmunum sínum. Það er því mikilvægt að fyrir liggi upplýsingar um frambjóðendur um atriði sem máli skipta í því samhengi. Með tilkomu tilnefningarnefnda er hins vegar búið að koma fyrir millilagi, sem metur þessa þætti og jafnvel fleiri og leggur fram tillögu til hluthafafundarins um hverjir skuli hljóta kosningu. Við blasir að við það minnka möguleikar frambjóðanda sem ekki hlaut brautargengi hjá nefndinni að ná kosningu til stjórnar. Sé litið á tilurð tilnefning- arnefnda eru tvær aðferðir nefndar. Annars vegar að þær séu kosnar á hluthafafundi. Hins vegar að hluthafafundur feli stjórn að setja saman tilnefningarnefnd. Báðar þessar leiðir eru líklegar til að leiða til þess að dreginn sé taumur ríkjandi valdhafa í félaginu. Tillaga nefndarinnar er auðvit- að ekki bindandi fyrir hluthafa, en af sjálfu leiðir að harð- drægt getur verið að ná kosningu, hafi nafn manns ekki verið nefnt í tillögunni, eins og áð- ur er nefnt. Þó að of langt sé gengið að halda því fram að tilnefningar- nefndir séu í andstöðu við hluta- félagalög er óhætt að segja að með ofangreindum röksemdum sé tilvist þeirra að sumu leyti í mót- sögn við anda laganna, sem ganga langt í að tryggja hluthafaræði og gæta sérstaklega að áhrifum minnihluta. Er það gert með ýms- um hætti sem finna má víða stað í lögunum, svo sem með heimild til að krefjast hluthafafundar, koma að efni á dagskrá hluthafafundar, innlausnarskyldu, knýja á um margfeldiskosningu, krefjast sérstakra rannsókna á tilgreindum atriðum í starfsemi félags o.s.frv. Ekki leikur vafi á að tilgangur manna með að kynna til sögunnar tilnefningarnefndir er góðra gjalda verður og hefur af góðum hug verið settur fram til að bæta stjórnar- hætti hlutafélaga. En umræða undanfarið um þær sýnir að þær hafa ekki alls kostar náð markmiði sínu, þó að vafa- laust megi finna dæmi um hið gagnstæða. Ekki er þar alltaf framkvæmdinni um að kenna, heldur fyrirkomulaginu. Til að bregðast við þessu mætti, í stað tilnefningarnefnda, taka upp samræmda upplýsingagjöf um þá sem bjóða sig fram til stjórnarstarfa og þau verkefni sem frambjóðendur vilja beita sér fyrir á vettvangi stjórnar. Hluthöfum væri sjálfum treyst til að ákveða út frá skoðunum sínum og hagsmunum, á hvern eða hverja þeir setja atkvæði sitt, sem er einatt eina tækifærið sem þeir hafa til áhrifa innan félags, eins og fyrr greinir og er jafnframt í betra samræmi við eina af grunnreglum hlutafélagalaga. Nefnilega að tryggja að æðsta vald í málefnum hlutafélags sé hjá hluthöfunum. Tilnefningarnefndir – tilurð og tilvist LÖGFRÆÐI Jón Þórisson magister juris og starfar á lögmanns- stofunni Drangi lögmenn ” Sé litið á tilurð tilnefn- ingarnefnda eru tvær aðferðir nefndar. Annars vegar að þær séu kosnar á hluthafa- fundi. Hins vegar að hluthafafundur feli stjórn að setja saman tilnefningarnefnd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.