Morgunblaðið - 14.02.2019, Síða 11
Nýjustu áhyggjurnar af áhrifum
gervigreindar snúa að því að þær
breytingar sem tæknin mun hafa í för
með sér muni bitna hlutfallslega
meira á konum en körlum. Kvenfólk
er alvant að lesa dapurlegar fyr-
irsagnir um eigið kyn og hefur eflaust
hrist þessi tíðindi af sér. En það er
vert að skoða nánar hvort fótur er
fyrir bölsýnisspánum.
Og vissulega er einhver innistæða
fyrir svartsýninni, en þá er eftir að
taka með í reikninginn hvaða grund-
vallarbreytinga má vænta á vinnu-
markaði. Raunar er alls ekki ósenni-
legt að á öld gervigreindarinnar
standi konurnar með pálmann í hönd-
unum, og að það verði karlarnir sem
þurfa að gæta sín á að heltast ekki úr
lestinni.
Hafa má áhyggjur af nokkrum at-
riðum sem snerta konur sérstaklega.
Þannig hafa sum gervigreindartól
sýnt fordóma í garð kvenna – eitt-
hvað sem allir hópar sem hafa átt
undir högg á að sækja á vinnumark-
aði ættu að vera vakandi fyrir. Þar
sem gervigreind þarf að læra af
gömlum gögnum er hætt við að tækn-
in dragi gömul viðmið og hugs-
unarhátt inn í framtíðina. Fyrir
nokkrum árum kom það t.d. í ljós hjá
Amazon að starfsmannaráðningar-
forrit sem þar hafði verið þróað í til-
raunaskyni, og byggðist á safni at-
vinnuumsókna sem spannaði tíu ára
tímabil, hafði kennt sjálfu sér að gefa
starfsferilsskrám lægri einkunn ef
þær innihéldu orðið „kvenna“, s.s.
eins og í „fyrirliði kvennaliðs í íshok-
kíi“.
Þessu til viðbótar benda gögn frá
LinkedIn til þess að 78% þeirra sem
vinna við að þróa gervigreindartækni
séu karlmenn. Er ekki nóg með að
karlarnir séu að móta þessa tækni
framtíðarinnar heldur eru þeir líka
að fylla sum bestu störfin sem orðið
hafa til á vinnumarkaðinum á und-
anförnum árum. Barist er um fólk
sem er með doktorsgráðu í vélrænu
námi svo að laun þeirra hafa skotist
upp í hæstu hæðir.
Það er full ástæða til að hafa gætur
á þessum vandamálum og leita leiða
til að lagfæra þau. Ekki ætti að gefa
algrímum ákvarðanavald án þess að
tryggja fyrst gagnsæi, ábyrgð-
arskyldu og að einhver af holdi og
blóði vakti það sem tölvan gerir. Þá
ættu efstu stöður í gervigreind-
arheiminum að vera mannaðar fjöl-
breyttari hópi snjalls fólks.
Það sem tölvurnar geta ekki
En það er líka mikilvægt að muna
að aðeins lítið hlutfall af störfum
framtíðarinnar mun snúast um að
búa til ný og betri algrími. Fyrir flest
okkar verður breytingin sú að tæknin
mun móta störfin sem við vinnum. Og
þar kemur forskot kvenna í ljós.
Eftir því sem tölvur ná betri tökum
á að leysa alls kyns þrautir er líklegt
að þeir eiginleikar sem tölvurnar eiga
í mestum erfiðleikum með verði eftir-
sóknarverðastir á vinnumarkaði.
Þetta eru eiginleikar á borð við að
geta fundið frumlegar lausnir á
vandamálum, að sýna samkennd, að
kunna að semja og geta fengið annað
fólk á sitt band.
Eins og Andy Haldane, yfirhag-
fræðingur Englandsbanka, orðaði
það, þá „kann vel að vera að þau störf
sem krefjast mestu hæfileikanna og
greiða hæstu launin í framtíðinni
muni byggja meira á tilfinn-
ingagreind en greindarvísitölu“. Það
er engin ástæða til að telja að karlar
geti ekki skarað fram úr á þessum
sviðum, en þegar litið er yfir mann-
kynssöguna hafa þeir hæfileikar sem
um ræðir aðallega verið tengdir við
kvenfólk, og þær hvattar til að rækta
þá.
Þessu til stuðnings, bendir ný
skýrsla frá Háskólanum í Zürich til
þess að sú breyting sem Haldane
spáði fyrir um sé þegar farin að verða
að veruleika. Ef þróunin í Bandaríkj-
unum frá 9. áratugnum er skoðuð
kemur í ljós að líkur karlmanna með
grunngráðu frá háskóla á að landa
starfi sem reynir á mikla sérþekk-
ingu og vitsmuni hafa farið dalandi, á
meðan líkurnar fyrir konur með
sömu menntun hafa farið vaxandi.
Höfundur skýrslunnar telur þetta
skýrast af því að það þykir í vaxandi
mæli æskilegt að fólk sem fyllir
æðstu stöður búi líka yfir hæfni á
sviðum á borð við tilfinningagreind,
sem gefi konum visst forskot.
„Mjúk færni“
Brýnt er að draga ekki of miklar
ályktanir og gera of djarfar spár. Sú
þróun sem skýrslan varpar ljósi á
hefur aðeins haft þau áhrif að minnka
að hluta kynbundinn launamun hjá
þeim sem hafa hæstu launin. Og
áfram ber lítið á því að hæfni á sviði
tilfinninga og samskipta sé metin til
hærri launa í störfum eins og umönn-
un sjúkra og aldraðra, sem eru enn
með verst launuðu stöðum sem bjóð-
ast.
En nú þegar gervigreind er að
ryðja sér til rúms er rétt að skoða
vandlega hvernig við metum þessa
hæfileika að verðleikum, og hvernig
við ræktum þá. Til að búa þær betur
undir vinnumarkað framtíðarinnar
höfum við reynt að sannfæra ungar
stúlkur um að forritun sé ekki bara
fyrir stráka. Af hverju erum við þá
ekki líka að reyna að innræta strák-
unum að samkennd er ekki aðeins
fyrir stelpur.
Við gætum byrjað á að breyta því
hvernig við orðum hlutina. Allt of
lengi hefur verið talað um „mjúka
færni“ sem um leið felur í sér teng-
ingu við kvenlega hegðun og tak-
markaða röggsemi. Við ættum frekar
að kalla þessa eiginleika réttu nafni:
„róbota-helda hæfileika“ sem hvorki
karlar né konur geta verið án á
21. öld.
Forskot kvenna á
gervigreindaröld
Eftir Söru O’Connor
Tæknin mun breyta
vinnumarkaðinum og
hugsanlega hafa þau áhrif
að tilfinningagreind verði
metin að verðleikum.
AFP
Róboti búinn gervigreind leikur listir sínar á CES-raftækjasýningunni. Það
sem róbotar og tölvur munu seint geta er að sýna fólki skilning og hlýju.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2019 11FRÉTTIR
V
E
R
T
Heilsutvenna uppfyllir daglega vítamín- og
steinefnaþörf Íslendinga í tveimur perlum.
- því að sumt virkar betur saman
Stundum
þarf tvo til
Af síðum
Árið 1900 var þriðjungur allra bíla í Bandaríkjunum rafmagnsdrif-
inn. Það var ekki fyrr en Henry Ford tókst að fjöldaframleiða bens-
ínbifreiðar að rafmagnsbílunum var bolað út af markaðinum. Núna
eru horfur á að dæmið muni aftur snúast við. Rafmagnsbílar eru
orðnir vinsælir á ný og kann vel að vera að sala á bensín- og dís-
elbifreiðum hafi þegar náð hámarki.
Nýjustu sölutölur sýna að rafmagnsbílar eru á fleygiferð á meðan
bílaframleiðendur almennt virðast eiga í verulegu basli. Jafnvel ef
sala á bifreiðum skánar lítillega á árinu 2019 þá ætti rafmagns-
bílamarkaðurinn að vaxa það hratt að bensín- og díselbifreiðum
fækki hlutfallslega á götunum. Er það einkum að þakka Tesla í
Kaliforníu og kínversku framleiðendunum BYD og BAIC að sala
rafbíla jókst um tvo þriðju á síðasta ári. Á þessu ári mun úrval raf-
bíla aukast töluvert með nýjum gerðum frá BMW, Mercedes,
Porsche og VW. Á sama tíma hamast ráðamenn víðsvegar um heim-
inn við að setja notkun bensín- og díselbifreiða skorður.
Eins og stendur er ekki hægt að sjá það á hlutabréfaverði fram-
leiðendanna hve mikið meðbyr rafmagnsbíla hefur aukist. Hlutabréf
Tesla, sem reiknar með að skila „lítilsháttar“ hagnaði á þessum árs-
fjórðungi, eru undantekningin frá reglunni og hafa náð að halda sjó
undanfarið ár. Vissulega er fullt tilefni til að sýna aðgát: Framboð á
rafbílum er að aukast hratt, bæði með nýjum framleiðendum sem
bæst hafa í hópinn og mikilli fjárfestingu eldri framleiðenda í raf-
bílatækni. Það sem meira er þá hefur vaxandi skerfur rafbíla af
markaðinum – sem enn sem komið er mælist aðeins 2% skv. tölum
Liberum – að miklu leyti stafað af ívilnunum stjórnvalda sem víða
eru farin að draga úr meðgjöfinni.
Góðu fréttirnar eru þær að framleiðendum er að takast að yf-
irstíga tæknilegar hindranir varðandi hve mikla hleðslu bílarnir
geyma og hversu langt drægi þeir hafa. Sem dæmi segir Porsche að
nýi Taycan muni geta ekið 100 km eftir aðeins 4 mínútna hleðslu.
En það nægir sennilega ekki til að slá alveg á „drægisóttann“ (e.
range anxiety) sem fælir svo marga kaupendur frá – hvað þá í ljósi
þess að hleðslustöðvar eru ekki á hverju strái.
En það er líka ýmislegt sem gefur tilefni til bjartsýni. Rétt eins
og það jók eftirspurnina stórlega fyrir einni öld síðan að Ford tókst
að bjóða Model T til sölu á lágu verði, þá mun lækkandi verð raf-
magnsbíla stækka markaðinn. Neytendur segja að það sé einkum
verðmiðinn sem fæli þá frá að kaupa sér rafmagnsbíl í dag. Deloitte
hefur reiknað út að árið 2022 verði jafn dýrt að eiga rafmangsbíl og
það kostar að eiga bifreið með dísel- eða bensínvél. Um leið og
markaðurinn fyrir bifreiðar með sprengihreyfil tekur að hökta
verða rafbílaframleiðendur í stakk búnir að gefa rækilega
inn.
LEX
Rafmagnsbílar: ork-
an leyst úr læðingi