Morgunblaðið - 14.02.2019, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2019FRÉTTIR
Gerður Huld er athafnakona að eðlisfari og var að-
eins 21 árs gömul þegar hún stofnaði unaðsleik-
fanga-verslunina Blush árið 2011.
Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrinum
þessi misserin?
Helstu áskoranir eru líklegast að halda utan um
allt. Þegar ég byrjaði fyrir átta árum var Blush bara
lítið fyrirtæki sem ég rak heima hjá mér við eldhús-
borðið. Í dag eru um fjórtán starfsmenn hjá Blush
og að auki verktakar sem sinna ýmsum verkefnum.
Hver var síðasti fyrirlesturinn
sem þú sóttir?
Ég er núna að taka árs prógram með Tony Robb-
ins sem felur í sér að ég ferðast um allan heim með
honum og fer á fyrirlestra og námskeið hjá honum
og hans teymi. Síðasti fyrirlesturinn sem ég fór á
hét „Date with destiny“ og hann var algjörlega frá-
bær. Undanfarin fimm ár hef ég verið dugleg að
sækja námskeið til að öðlast nýja hæfni á fjöl-
breyttum sviðum, og tel það mjög mikilvægt til að
geta vaxið og dafnað í starfi; bæði til að vera betri
stjórnandi en líka til að geta gefið meira af mér til
samfélagsins.
Hvernig heldurðu
þekkingu þinni við?
Ég les og hlusta mjög mikið á fræðandi efni og
reyni að fara á einhverskonar námskeið að lágmarki
einu sinni í mánuði. Svo finnst mér mjög gott að
hlusta á viðskiptavini mína og fylgjendur á sam-
félagsmiðlum, því þá fæ ég oft innsýn í það hverju
fólk er að leita eftir og hvar ég þarf mögulega að
bæta reksturinn.
Hvert væri draumastarfið ef þú þyrftir að finna
þér nýjan starfa?
Ég væri til í að vera pizzubakari á Domino‘s. Ég
elska pizzu, vann eitt sumar á Dominos og fannst
það mjög gaman. Veit þó ekki hvort það yrði mjög
hollt fyrir líkamann.
Hvaða kosti og galla sérðu við
rekstrarumhverfið?
Kosturinn er að kynlífstækja-markaðurinn er
vaxandi geiri og það er mikil þróun á kynlífstækjum.
Umræðan um þessar vörur verður sífellt opnari sem
gerir að verkum að fleiri og fleiri kaupa kynlífstæki.
Gallinn er að það er mjög erfitt að auglýsa kyn-
SVIPMYND Gerður Huld Arinbjarnardóttir eigandi Blush
Þarf að hugsa út fyrir rammann
til að koma vörunni á framfæri
Morgunblaðið/Eggert
Gerður í Blush segist leggja sig fram við að hlusta á viðskiptavini verslunarinnar og
fylgjendur sína á samfélagsmiðlum til að sjá betur hvað má bæta og hvað fólk vantar.
NÁM: Lauk grunnskóla en annað
nám hef ég ekki stundað.
STÖRF: Stofnaði Blush 2011 þegar
ég var 21 árs svo ég hef ekki unnið
við mikið annað en það nema á leik-
skóla, í mötuneyti, á skyndibitastöð-
um og þess háttar í aukavinnu.
ÁHUGAMÁL: Söngur, tónlist, elda-
mennska, andleg heilsa og heilbrigð
samskipti.
FJÖLSKYLDUHAGIR: Kærasti minn
er Jakob Fannar Hansen og eigum
við hann Hektor Elí Halldórsson, 9
ára.
HIN HLIÐIN
GRÆJAN
Rétt eins og sum okkar eru nærsýn
og önnur fjarsýn þá heyrum við
ekki öll jafn vel. Við notum gler-
augu til að sjá betur frá okkur, en
grípum yfirleitt ekki til heyrn-
artækjanna fyrr en við heyrum
varla lengur orða skil. Fólkið hjá
Nura vill meina að það að hlusta á
tónlist með heyrnartólum sem ekki
hæfa eyrunum, sé eins og að lesa
bók í gegnum gleraugu með rangan
styrkleika.
Nuraloop-heyrnartólin laga sig
að heyrn notandans og gera það
með stuttu og einföldu heyrn-
arprófi. Þegar Nuraloop hefur áttað
sig á ástandi eyrnanna lagar græj-
an hljóðið að þörfum notandans svo
að tónlistin sem hann vill hlusta á
komist rétt til skila.
Þá á Nuraloop að geta dregið úr
umhverfishljóðum, ellegar hleypt
þeim í gegn ef notandinn vill ekki
vera alveg einangraður frá því sem
er að gerast í kringum hann.
Ekki liggur enn fyrir hvað Nu-
raloop mun kosta en heyrnartólin
eiga að vera væntanleg á markað
seinna á þessu ári ai@mbl.is
Nuraloop gerir lítið heyrnarpróf
til að ná fram rétta hljómnum.
Heyrnar-
tól sem
vita hvað
eyrað vill
Á SKRIFBORÐIÐ
Flest okkar lesa langtum meira af skjá en af blaði. Samt hefur lýsingin í
kringum tölvuskjáina okkar, snjallsímana og spjaldtölvurnar ekki aðlagast
til að taka mið af því hvernig nútímamaðurinn neytir ritaðs efnis. Fyrir vikið
erum við með glampann af ljósaperum í augunum allar vinnu- og hvíldar-
stundir, lúin, pirruð og gott ef ekki með bauga í ofanálag.
En núna ætti þetta allt saman að breytast, með WiT Smart-lampanum frá
taívanska raftækjaframleiðandanum BenQ.
Eins og sést á meðfylgjandi mynd er birtugjafi WiT-lampans sveigður til
að búa til mun breiðari upplýstan flöt en dæmigerðir lampar.
WiT er búinn birtuskynjara sem aðlagar styrkleika ljóssins að aðstæðum
hverju sinni, og varpar minni birtu á miðjuna svo að truflandi glampi myndist
síður á tölvu- eða símaskjá notandans. Þá má fínstilla birtuna með ýmsum
hætti, s.s. til að gera hana heitari eða kaldari.
WiT-lampann má kaupa á Amazon.com á 179 dali. ai@mbl.is
Birtan er daufari í miðjunni svo að myndist síður glampi á skjánum.
Lampi gerður fyrir
lestur af tölvuskjá
lífstæki og miðlar á borð við Facebook og Google
leyfa ekki auglýsingar af þeim toga. Fyrir vikið get-
ur verið erfitt og dýrt fyrir okkur að auglýsa. Höfum
við tekist á við það vandamál með því að fara aðrar
leiðir eins og að nýta okkur Snapchat eða miðla þar
sem við erum ekki að borga fyrir auglýsingar heldur
senda frá okkur frítt efni í formi fræðslumyndbanda
eða ljósmynda sem að ná til fólks.
Hvaða lögum myndirðu breyta
ef þú værir einráð í einn dag?
Ef ég horfi á spurninguna frá viðskiptalegu sjón-
armiði þá þætti mér sniðugt að breyta viðmiðum um
skattgreiðslur af upphæðum sem greiddar eru til
góðgerðarmála: að þau fyrirtæki sem kjósa að gefa
til góðgerðamála þurfi ekki að greiða skatt af þeim
upphæðum sem þau gefa. Ég held að það myndi
hvetja íslensk fyrirtæki til að gefa meira af sér og
þar að leiðandi yrði auðveldara fyrir góðgerðar-
samtök að safna fyrir góðum málefnum.
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
Bakteríuvörn
Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum.
Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri
bakteríu- og sveppavörn.
Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone.
Blettaþolið Sýruþolið
Högg- og
rispuþolið
Kvarts steinn
í eldhúsið
silestone.com