Morgunblaðið - 05.03.2019, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.03.2019, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2019 Reykjavík Þegar götur eru ekki þrifnar þyrlast rykið upp og er öllum til ama. Eina ráðið er að hreinsa göturnar og halda þeim hreinum. Hari Í kjaraviðræðunum hefur verið leitað eftir stuðningi ríkisins. Tal- að hefur verið um lækkun skatta og stuðning í húsnæðis- málum. Þegar horft er til umsvifa Reykjavík- urborgar er ljóst að borgin er í hvað best- um færum að auka kaupmátt og létta byrðar á húsnæði. Borgin tekur meira til sín af launum fólks en ríkið. Það er staðreynd sem mikilvægt er að hafa í huga. Nágranna- sveitarfélögin taka öll minna til sín en borgin. Við leggjum til lækkun á útsvar sem nemur 84 þúsund krónum á heim- ili á ári þegar miðað er við meðallaun og tvær fyrirvinnur. Þá hefur Reykjavík algera sérstöðu með Orkuveitunni og getur létt heimilisreksturinn með því að lækka gjaldskrá. Við leggjum til lækkun sem nemur 36 þúsund krónum á ári. Báðar tölurnar eru eftir skatta og þyrftu tekjur að vera 200 þúsund krón- um hærri fyrir skatta til að skila sama ávinningi. Hagstæðara húsnæði Þá er ljóst að ríkið hefur ekki skipulagsvaldið, en borgin hefur vanrækt að skipuleggja lóðir fyrir hagstætt húsnæði. Við leggjum til að farið verði í að skipuleggja Keldnalandið fyrir stofnanir, fyrir- tæki og hagstætt húsnæði án fyrirvara. Núverandi stefna hefur leitt til dreifingar byggðar, enda hefur meiri fjölgun verið á landsbyggðinni en á höf- uðborgarsvæðinu vegna þessarar stefnu. Hag- stætt byggingarland í Reykjavík léttir á húsnæð- ismarkaðnum, ekki síst hjá fyrstu kaupendum en ungt fólk býr í vaxandi mæli heima hjá foreldrum vegna húsnæðisvandans. Betri byggingarvalkostir í Reykjavík munu líka létta á umferðinni, en í dag hafa stofnanir og fyrirtæki farið t.d. í Kópavog og íbúar flutt í Árborg og Mosfellsbæ. Uppbygging á hagstæðum svæðum í Reykjavík myndu því létta á umferðinni, en hún hefur þyngst umtalsvert vegna núverandi stefnu. Allt þetta léttir á íbúum. Allt þetta er gerlegt. Það sem það eina sem þarf er vilj- inn. Við leggjum fram tillöguna. Nú er í höndum borgarstjórnar að taka hana áfram. Eftir Eyþór Arnalds » Borgin tek- ur meira til sín af launum fólks en ríkið. Það er stað- reynd sem mik- ilvægt er að hafa í huga. Eyþór Arnalds Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hvað getur borgin gert? Nú hafa Dagur og hjálparlið hans í borg- inni slegið öll met í niðurrifsstarfsemi sinni og er þó af nógu að taka. Nýjar tillögur þeirra til lausnar á heimatilbúnum hús- næðisvanda unga fólksins hafa verið til- kynntar. Byggja skal litla skúra á baklóðum húsa í borginni og innrétta eins marga bílskúra og hægt er, til íbúðar. Það er átakanlegt að gera sér grein fyrir í hvert óefni verið er að stefna húsnæðismálum Reykjavík- urborgar. Við skulum staldra við og fara 60 til 70 ár aftur í tímann. Á ár- unum eftir stríð var hér í Reykjavík algert öngþveiti í húsnæðismálum. Neyðarástand. Þá urðu þeir sem minna máttu sín að neyta allra bragða til að koma sér og börnum sínum undir þak. Í einhvers konar húsaskjól. Ýmsar leiðir voru reynd- ar. Upp spruttu litlar skúrbygg- ingar í bakgörðum húsa og á flest- um óbyggðum holtum borgar- landsins. Einnig í Selási og uppi á Höfða, svokölluð Smálönd. Þarna bjó fjöldi fólks í litlum garðskúrum, sem og í Kringlumýrinni. Þurftu borgaryfirvöld að snúa blinda aug- anu að þessari þróun, því hér ríkti neyðar- ástand. Og engin leið að krefjast tilskilinna leyfa fyrir búsetu. Til að reyna að bæta úr brýnustu þörf létu borgaryfirvöld byggja Höfðaborgina við Sam- tún, sem og Pólana, Bjarnaborg og Selbúð- ir. Allt ömurlegar lausnir og fólki ekki bjóðandi, þótt ófáir þyrftu að láta sér þetta nægja. Maður varð vitni að átakan- legum aðstæðum foreldra og barna, heiðarlegs fólks, sem ekki var hægt annað en að finna til með. Mér er minnisstæð ekkja með tvö börn, sem bjó í slíkum skúr í Rauðarár- holtinu. Nánast inni í miðri borg. Hún var stórmyndarleg og reglu- söm kona, sem sá fyrir fjölskyldunni með skúringum á kvöldin í nokkrum verzlunum í nágrenninu. Það var útilokað að hún, sakir húsnæðis- skorts og fátæktar, gæti komið sér í betri aðstæður. En sem betur fer ríkti þarna ráðdeild og reglusemi. Þessi kona var alltaf kennd við skúrinn sinn og kölluð „Guðrún í skúrnum“ . Nágrannar, þótt lítt hefðu aflögu sjálfir, reyndu oft að færa henni og börnunum lítilræði. Börn „Guðrúnar í skúrnum“ voru dugleg og vel gerð og urðu bæði landsþekktir vísindamenn í okkar þjóðfélagi. Ég er hræddur um að þau sjái ekki kostina við þær fyrir- ætlanir Dags B. Eggertssonar og fylgifiska hans að endurvekja þetta ástand í húsnæðismálum Reykjavík- urborgar. Sem betur fer voru Reykvíkingar svo lánsamir eftir þetta hræðilega ástand að kjósa sem borgarstjóra úrvalsmenn, hvern á eftir öðrum, sem tókust á við þennan vanda og leystu hann. Byggðu stórhýsi, íbúðablokkir fyrir fátækt fólk, með öllum nýjustu þægindum. Við Hringbraut í vesturbæ Reykjavík- ur, við Skúlagötu og við Lönguhlíð og síðar við Meistaravelli. Um miðj- an sjöunda áratuginn var síðan hið stórmerka hverfi Breiðholtið byggt upp með samvinnu framsýnna for- ingja verkalýðsfélaga, borgaryfir- valda og fulltrúum þáverandi stjórnvalda. Í þessum húsum fengu mörg hundruð fjölskyldur langþráð mannsæmandi húsnæði. Og í kjöl- farið voru allir skúrarnir, Höfða- borgin, Pólarnir og Selbúðirnar rifnar niður. Svo og allir braggarnir að undanskildum þeim fræga bragga að Nauthólsvegi 100 sem Dagur B. Eggertsson tók ástfóstri við og verið hefur í fréttum að und- anförnu. Það er eins gott að búið var að rífa alla hina svo að misvitrir ráðamenn borgarinnar gætu ekki tekið upp á því að endurbyggja þá með skelfilegum afleiðingum. Þá kemur líka upp í hugann það ótrúlega afrek að malbika næstum allar götur Reykjavíkur á örfáum árum. Og síðan undir kjörorðinu „Græn torg, fögur borg“ var borgin fegruð með gróðri og grænum svæðum, þar sem því var við komið. Maður fann þegar komið var heim til Íslands úr ferðalögum erlendis hvað maður átti heima í rúmri og fagurri borg. Nú um stundir er varla hægt að halda gatnakerfi borgarinnar ökuhæfu og ekkert hugsað um að umferðin gangi eðli- lega. Menn hanga tímunum saman í umferðarteppum, því bannað er að lagfæra götur og gatnamót. Og búið er að útrýma svo til öllum grænum blettum í borginni undir því yf- irskyni að þétta þurfi byggðina, enda þótt borgin eigi og hafi aðgang að nægu landi til uppbyggingar í ná- grenninu allt um kring. Borgaryfir- völd ættu að hlusta á nýlegt út- varpsviðtal við Eygló Harðardóttur, fv. félagsmálaráðherra Framsókn- arflokksins. Hún lýsti því í smáat- riðum hvernig þau hjónin reistu sér lítið hús á lóð sem þau fengu út- hlutað hjá bæjaryfirvöldum Mos- fellsbæjar. Gerðu það með eigin höndum og útsjónarsemi rétt eins og fjöldi Reykvíkinga í Smáíbúða- hverfi á sjötta tug síðustu aldar. En þeirra tíma yfirvöld borgarinnar út- hlutuðu lóðum til ungs fólks, sem síðan byggði á sínum hraða e.t.v. á nokkrum árum. Og borgin sá að sjálfsögðu um gatnagerð og fráveit- ur. Nú skal unga fólkinu komið fyrir í skúrum og bílageymslum á baklóð- um borgarinnar, en stórfyrirtækj- um og byggingavertökum afhentar allar góðar byggingalóðir miðborg- arinnar. Öll miðborgin er orðin að einu stóru Skuggasundi, þar sem aldrei sést til sólar og Reykvíkingar geta hvorki séð hafið né Esjuna, fjall Reykjavíkur. Að sjálfsögðu hef- ur enginn venjulegur borgari efni á að kaupa íbúðir miðborgarinnar sem eru til sölu á margföldu verði. Núverandi borgarstjóri ætlar sem sagt, með stuðningi fulltrúa „Viðreisnar“ og „Pírata“ í borgar- stjórn, að fara þá leið að endurvekja ástand eftirstríðsáranna í búsetu- málum Reykvíkinga. Nú skulu sem flestir hljóta örlög „Guðrúnar í skúrnum“. Eftir Svein R. Eyjólfsson »Nú skal unga fólkinu komið fyrir í skúrum og bílageymslum á bak- lóðum borgarinnar, en stórfyrirtækjum og byggingavertökum afhentar allar góðar byggingalóðir miðborgarinnar. Sveinn R. Eyjólfsson Höfundur er fv. blaðaútgefandi. Guðrún í skúrnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.