Morgunblaðið - 05.03.2019, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.03.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2019 FYRIR HÆSTARÉTTI (HIGH COURT OF JUSTICE) nr. CR-2018-007982 VIÐSKIPTA- OG EIGNADÓMSTÓLUM Í ENGLANDI OG WALES FYRIRTÆKJADÓMSTÓL (ChD) VARÐANDI AVIVA LIFE & PENSIONS UK LIMITED -og- VARÐANDI FRIENDS FIRST LIFE ASSURANCE COMPANY DAC -og- VARÐANDI THE FINANCIAL SERVICES AND MARKETS ACT 2000 HÉR MEÐ TILKYNNIST, í samræmi við kafla 114(2) í lögunum Financial Services and Markets Act 2000 („lögunum“), að þann 20. febrúar 2019 var gefin út tilskipun frá Hæstarétti (High Court of Justice) í Lundúnum samkvæmt 111. kafla laganna um staðfestingu áætlunar („áætlunarinnar“) um flutning frá Aviva Life &PensionsUKLimited („UKLAP“) til Friends First Life AssuranceCompany dac („FFLAC“) á: (i) öllum rekstri sem UKLAP stofnar til eða framfylgir í útibúum UKLAP í Belgíu, Frakklandiog Írlandiog (ii) tilteknumöðrumrekstri semUKLAPstofnar til eða framfylgirágrundvelli frelsis þjónustu í Belgíu, Frakklandi, lýðveldinu Írlandi, Íslandi, Svíþjóð ogÞýskalandi. Áætlað er að áætlunin taki gildi kl. 22:59 (GMT), 29.mars 2019. Hvaðvarðar tryggingarsemheyraundir rekstursemflutturersamkvæmtáætluninni teljastEES-ríki önnur enBretland vera ríkið þar sem samningurinn er gerður (í skilningi kafla 114(2) í lögunum) og tryggingataki hefur rétt á að segja upp tryggingunni samkvæmt áætluninni og lögum viðkomandi EES-ríkis innan 21 dags frá útgáfudegi þessarar tilkynningar í EES-ríkinu (eða, eftir atvikum, innan þess tímabils sem tiltekið er í lögumEES-ríkisins). Ef spurningar vakna um flutninginn eða uppsagnarrétt, eða ef frekari upplýsinga er þörf, má hafa samband við okkur í símanúmerið eða heimilisfangið hér að neðan: Samskiptaupplýsingar fyrir UKLAP: Heimilisfang: Aviva TransferMailing (BAU J) POBox 3661 NORWICH NR1 3JF Bretlandi Símanúmer: +44 (0) 1603 606388 Vefsíða:https://transfer.aviva.com/life Samskiptaupplýsingar fyrir FFLAC: Heimilisfang: Customer Services Department, (Transfer Mailing) Friends First House Cherrywood Business Park, Loughlinstown Dublin 18, Írlandi Símanúmer: +353 (0) 1 618 6816 Vefsíða: https://transfer.aviva.com/life Fallegar tækifærisgjafir U Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl. 12-16Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050 Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Síðar peysur Kr. 5.990 Str: S-XXL Litir: Svart, dökkblár, rauður og offwhite „Við ætluðum aðeins að vera með tvö námskeið þegar við byrjuðum vorið 1996 en eftirspurnin var svo mikil að ég hélt áfram. Ég hef raunar oft ætl- að að hætta en alltaf er verið að hringja og spyrja og ekkert lát hef- ur orðið á því,“ segir Þórhallur Heimisson, prest- ur og ráðgjafi, sem haldið hefur hjónanámskeið í 23 ár. Hafa 10 þúsund pör sótt námskeiðin. Fyrsta vorið voru Guðný Hall- grímsdóttir og Halla Jónsdóttir með honum í námskeiðahaldinu en hann hefur síðan staðið fyrir þeim einn. Námskeiðin eru haldin á höfuðborg- arsvæðinu en hann hefur einnig far- ið með þau út á land og til annarra norrænna landa. Í tilefni af þessum tímamótum hyggst hann fara hring- ferð um landið næsta haust, eins og hann gerði nokkrum sinnum fyrstu árin, og bjóða upp á námskeið í Vest- mannaeyjum, á Höfn í Hornafirði, Egilsstöðum, Akureyri, Ísafirði og ef til vill víðar. „Efnið hittir í mark. Ég hef aldrei fengið kvörtun frá fólki. Efnið er þannig að það veltur mikið á pör- unum sjálfum, hvernig þau vinna að málum. Ef þetta gengi illa væri ég löngu hættur,“ segir Þórhallur. Árangurinn mældur í því hvernig fólk heldur áfram Hann segir að árangurinn sé ekki mældur í fjölda para sem ákveða að halda áfram sambandi sínu. „Árang- urinn er mældur í því hvernig fólk heldur lífinu áfram, hvort sem það ákveður að halda áfram sambúð, hamingjusöm, eða sitt í hvoru lagi. Þótt þau ákveði að skilja þarf ekki að verða heimsendir og mikilvægt fyrir þau að finna leiðir til að lífið verði gott, meðal annars fyrir börnin ef þau eru með í spilinu,“ segir Þórhall- ur. Hjónanámskeiðin eru aðeins fyrir pör, eins og heitið gefur til kynna, en Þórhallur býður einnig upp á hlið- stæð námskeið fyrir einhleypt fólk: 10 leiðir til að lifa lífinu lifandi. helgi@mbl.is 10.000 pör á hjónanámskeið  Sr. Þórhallur fer hringferð um landið Þórhallur Heimisson Opnunarathöfn verkefnisins „Sjúk- ást“ var haldin í gær og snýr það að fræðslu um mörk, samþykki og kynferðislega áreitni. Á næstu tveimur vikum munu 4.500 ungling- ar á aldrinum 13-15 ára fá slíka fræðslu og verður hún um allt land, að því er segir í fréttatilkynningu Stígamóta. Fræðslan er unnin í samstarfi við samtök félagsmið- stöðva og ungmennahúsa á Íslandi, Samfés. Viðstödd athöfnina voru fulltrú- ar femínistafélaga úr átta fram- haldsskólum, en 17 skólar taka þátt í verkefninu og munu nemendur safna sögum um óheilbrigð sam- bönd frá skólafélögum og fræða samnemendur. Þá verður einnig sett af stað undirskriftasöfnun með það að markmiði að auka kynja- fræði í skólunum. Fjöldi nemenda fræðist um sambönd Ljósmynd/Eygló Árnadóttir Sjúkást Fræðsluverkefni um óheilbrigð og heilbrigð sambönd var hrint af stað í gær. David Malpass, aðstoðarfjár- málaráðherra Bandaríkjanna, fundaði í gær með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra og ráðherrum annarra norrænna landa og Eystrasaltsríkja í kjör- dæmi Alþjóðabankans. Malpass er frambjóðandi Bandaríkjanna í stöðu forseta bankans. Ísland tekur sæti í stjórn Alþjóðabankans í sum- ar fyrir hönd kjördæmisins sem hefur eitt atkvæði af 25 í stjórn bankans sem tekur ákvörðun um nýjan forseta. Á fundinum kynntu Norðurlönd og Eystrasaltsríkin þau málefni sem ríkin átta leggja áherslu á í málflutningi sínum innan Alþjóða- bankans, að því er fram kemur í til- kynningu utanríkisráðuneytisins. Þau eru einkum á sviði jafnréttis- mála, mannréttinda og loftslags- og auðlindamála, auk málefna sem lúta að viðkvæmum og óstöðugum ríkjum. Þá leggja löndin áherslu á að bæta mannauð í þróunarríkjum og að Alþjóðabankinn verði leið- andi á alþjóðavettvangi á sviði efnahags- og þróunarmála. Ráðherrar funduðu um Alþjóðabankann Ljósmynd/Utanríkisráðuneyti Ráðherrar Guðlaugur Þór Þórðarson og David Malpass ræddu saman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.