Morgunblaðið - 05.03.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2019
Óttar Guðmundsson læknir skrif-ar oft grípandi bakþanka í
Fréttablað. Nú síðast lýsti hann
þekktum samningalotum fortíðar:
Eftir ströng verk-föll Dagsbrún-
armanna og nokk-
urra annarra
stéttarfélaga var
samið um kaup-
hækkun. Þá fór af
stað mikil skriða
launahækkana allra
þeirra sem setið höfðu hjá. Eftir
nokkurt þref var samið við önnur fé-
lög og launamunurinn í samfélaginu
hélst óbreyttur.
Launahækkun hinna lægstlaun-uðu hvarf snarlega á verð-
bólgubálið og allt var sem fyrr.
Þetta kölluðu alvarlegir en gáfuleg-
ir hagfræðingar víxláhrif kaup-
gjalds og verðlags. Það er ekki að
ófyrirsynju að Megas orti um launa-
baráttu fyrri aldar:
Gakktu í Dagsbrún og gamna þérvið,/að geta uppá næstu stór-
sóknarfórn,/hjá Gvendi,/hvaða
Gvendi,/stórsóknarfórn hjá Gvendi
Jaka.“
Sigur alþýðunnar fólst í blóðugumfórnum Dagsbrúnarmanna sem
komu uppmælingaraðlinum til góða.
Orðið stórsóknarfórn var valið eitt
besta nýyrði 20. aldarinnar enda
sorglega lýsandi fyrir baráttu
verkalýðsfélaganna.
Nú er enn á ný blásið til stórsókn-arfórnar með slagorðum og
baráttumálum frá árinu 1955. Menn
ætla að hækka laun hinna lægstlaun-
uðu með blóðugum verkfalls-
aðgerðum.
Stundum finnst mér ég verastaddur í tímavél.“
Óttar
Guðmundsson
Stórsóknarfórn
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Tvö skip kanna nú göngu loðnunnar
með suðurströndinni og hvort bæst
hefur við frá því að rúmlega 200 þús-
und tonn mældust úti fyrir Aust-
fjörðum í loðnuleiðangri nýlega.
Fréttir hafa borist af loðnu fyrir
sunnan land og norðan undanfarið, en
nú líður að þeim tíma að loðnan ætti
að fara að nálgast hrygningu í Faxa-
flóa og Breiðafirði.
Hver dagur er því dýrmætur ef
leyfa á einhverja veiði í vetur. Fregn-
ir bárust fyrir helgi um lóðningar
austur af Eyjum og austur með Suð-
urlandi. Í ljósi tímasetningarinnar
var ákveðið að Polar Amaroq færi til
leitar á sunnudag og byrjaði sína yf-
irferð við Reykjanes. Ásgrímur Hall-
dórsson fór frá Hornafirði síðdegis í
gær og hélt vestur á bóginn með suð-
urströndinni.
„Við töldum rétt að bregðast við
þessum fréttum og fara eins hratt af
stað og við gætum til að kanna hvort
eitthvert ósamræmi væri á milli þess
sem við höfum áður mælt og þessara
frétta,“ sagði Þorsteinn Sigurðsson,
sviðsstjóri á uppsjávarsviði Hafrann-
sóknastofnunar. Hann segir að lokið
verði við vöktun á suðursvæðinu þar
sem gangan er á hefðbundinni göngu-
slóð áður en Polar fer vestur fyrir
land til að kanna mögulega vest-
angöngu og síðan austur með Norð-
urlandi. aij@mbl.is
Brugðist við fréttum af loðnunni
Tvö skip vakta suðurströndina
Ljósmynd/Eyjólfur Vilbergsson
Polar Amaroq Á loðnuveiðum í
fyrravetur, nú er það loðnuleit.
Séra Sigurður Pálsson
lést 2. mars á Dvalar-
og hjúkrunarheimilinu
Grund, 82 ára gamall.
Hann fæddist 19.
september 1936 í
Reykjavík, sonur Páls
Sigurðssonar prentara
og Margrétar Þorkels-
dóttur húsfreyju.
Sigurður lauk kenn-
araprófi og söngkenn-
araprófi frá Kenn-
araskóla Íslands 1957,
BA-prófi í kristnum
fræðum og uppeld-
isfræði, ásamt
kennsluréttindum, frá Háskóla Ís-
lands (HÍ) 1977. Cand. theol. frá HÍ
1986 og lauk doktorsprófi í mennt-
unarfræði frá Kennaraháskóla Ís-
lands (KHÍ) 2008.
Hann kenndi við Breiðagerðis-
skóla 1957-69, var lögregluþjónn
sumurin 1961-68, skrifstofustjóri hjá
Ríkisútgáfu námsbóka 1969-77,
stundakennari við MR 1979-82, við
KHÍ 1979-2010 og guðfræðideild HÍ
1994-2010, námstjóri í kristnum
fræðum og fíknivörnum 1977-84,
deildarstjóri námsefnisgerðar hjá
Námsgagnastofnun 1984-86 og for-
stöðumaður námsefnissviðs 1987-90.
Sigurður vígðist prestur 1988, var
settur sóknarprestur í Hallgríms-
sókn í tæpt ár og aftur um skeið
1993, framkvæmdastjóri Hins ís-
lenska biblíufélags
(Híb) 1990-97 og sókn-
arpestur í Hallgríms-
kirkju 1997-2006. Hann
sat í stjórn Listvina-
félags Hallgrímskirkju
1992-97, í stjórn Híb
1998-2012, var í þýðing-
arnefnd Gamla testa-
mentisins 1990-2007 og
kjörinn heiðursfélagi í
Híb 2015. Sigurður sat í
stjórn KFUM í Reykja-
vík 1974-86 og var for-
maður 1978-84 og 1985-
86, var í samstarfs-
nefnd kristinna
trúfélaga 1979-84, í stjórn Kristilegu
skólahreyfingarinnar 1979-82, í
stjórn Kristilegra skólasamtaka
(KSS) 1964-78, stjórnandi Æsku-
lýðskórs KFUM og KFUK 1972-78,
safnaðarfulltrúi í Nessókn 1972-77,
tók þátt í barna- og unglingastarfi
KFUM í Reykjavík 1951-72, formað-
ur Stéttarfélags barnakennara í
Reykjavík 1968-69 og formaður KSS
1955-57. Hann samdi fjölda kennslu-
rita í kristnum fræðum og ritaði
sögu Hallgrímskirkju í Reykjavík.
Sigurður kvæntist Jóhönnu G.
Möller, söngkonu, 1957. Þau eign-
uðust Ágústu Helgu lögfræðing (d.
1990) og Margréti Kristínu, tónlist-
arkonu, leikkonu og kennara.
Barnabörnin eru fimm og barna-
barnabörnin þrjú.
Andlát
Séra Sigurður Pálsson
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt