Morgunblaðið - 05.03.2019, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.03.2019, Blaðsíða 7
Á ÍSLANDI RÍKIR SPILLING OG KLÍKUSKAPUR, SEM TAKA VERÐUR Á BJARNI BENEDIKTSSON; MEÐ EINDÆMUM FRÆND- RÆKINN MAÐUR JARÐARVINIR Ole Anton Bieltvedt, formaður Almenningur getur og verður að refsa fyrir spillingu ogklíkuskap. Það gerir hannbeztmeð atkvæði sínu. 2009 setti þáverandi sjávarútvegsráðherra reglugerð nr. 489/2009 um vinnslu og heilbrigðiseftirlit með hvalaafurðum. Í 10. gr. reglugerðarinnar segir meðal annars þetta: „Hvalskurður skal hafinn um leið og hvalurinn er kominn á land, á þar til gerðum yfirbyggðum skurðarfleti“. Hvalskurður á, skv. þessu, að fara fram í yfirbyggðu, lokuðu rými til að tryggja hreinlæti við verkun, gæðaöryggi og hollustu afurðarinnar. Er hér auðvitað hugsað til alls konar meindýra og fugla, sem ekki verða hamin á opnu svæði undir beru lofti; rottur, mýs, kannske minkar eða refir, máfar, svartbakar, hrafnar, skordýr o.s.frv. Þó að reglugerðin hafi tekið gildi 1. júní 2010, fór Hvalur hf aldrei eftir henni, heldur skar fyrirtækið sína drepnu hvali úti, undir beru lofti, án þeirrar yfirbyggingar og þess matvælaöryggis, sem reglugerðin krafðist. Þegar þetta reglugerðarbrot hafði viðgengist í 8 ár, án þess, að stjórnvöld beittu sér í málinu, og Hvalur hf sá, að þetta viðvarandi reglugerðarbrot gæti farið að mæta andstöðu Matvælastofnunar, sem þó hafði greinilega sýnt ótrúlegt langlundargeð, ritaði Kristján Loftsson Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra, einfaldlega tölvupóst 15. maí 2018 og fór fram á breytingu á reglugerðinni. Var Loftsson kurteis vel og baðst afsökunar á hvabbinu! Skrifaði hann svo m.a. þetta: „Þess vegna hef ég farið fram á það við nokkra af þínum forverum í starfi að reglugerðinni verði breytt, svo hún harmoneri við það hvernig hlutirnir eru framkvæmdir í dag“.Harmóní er auðvitað alltaf af hinu góða. Vísaði hann svo m.a. til þess, að hann skrifaði þáverandi sjávarútvegsráherra þetta haustið 2016: „Frá 1948, er Hvalur hf. hóf starfsemi í Hvalfirði hefur hvalur verið skorinn og limaður í sundur undir berum himni...“. Kristján Loftsson fór með þessu fram á það, að horfið yrði til hollustuhátta og hreinlætis, sem tíðkaðist fyrir 70 árum. Sendi Loftsson svo í viðhengi reglugerð 489/2009, sem hann hafði alltaf hunzað, þar sem hann hafi fært inn allar þær breytingar, sem honum hentuðu og hann vildi fá á henni. Strikaði hann sumt út, breytti öðru. Hafði þetta einfalt. Þetta var svo eins og við manninn mælt: 10 dögum seinna hafði nafni hans Þór, ráðherrann, stillt up nýrri reglugerð, nr. 533/2018, skv. uppkasti Loftssonar. Verklagið í ráðuneytinu hafði þannig nokkuð snúizt við. Krafan um yfirbyggt og lokað rými breyttist nú í þetta: „Hvalskurður skal hafinn eins fljótt og auðið er eftir að hvalur er kominn á land á skurðarfleti með viðeigandi vörnum sem koma í veg fyrir mengun afurða samkvæmt áhættumati sem rekstraraðili gerir“. Svona á eftirlit vitaskuld að vera! Semsagt; góða samstaða og samvinna. Þarna var hreinlætiseftirliti og hollustuháttum við matvælaframleiðsu einfaldlega kippt 70 ár aftur í tímann. Það stöðvar fátt tvo Kristjána, enda annar kenndur við guðinn mikla, hinn reyndar aðeins við loft. Skyldi það hafa haft eitthvað að segja, að Einar nokkur Sveinsson, föðurbróðir fjármálaráðherra, varð umsvipað leyti stjórnarformaður Hvals hf!? Eða, að fleiri af Engeyjarætt eru hluthafar í Hval? Skyldi orðið klíkuskapur eiga við um þetta athæfi?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.