Morgunblaðið - 13.03.2019, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2019
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Þetta gengur ekki lengur, hættum og
gerum eitthvað núna eru skilaboð
Ólínu Stefánsdóttur, nemanda í 8.
bekk Hlíðaskóla í Reykjavík. Ólína
mun ávarpa þátttakendur í alheims-
skólaverkfalli sem boðað hefur verið
til á föstudaginn.
„Ég ætla að tala um af hverju mér
finnst mikilvægt að tala um loftslags-
málin núna. Af hverju mér finnst út í
hött að stjórnvöld hafi ekki gert eitt-
hvað fyrr. Þetta er framtíðin okkar
og ég vil að næsta kynslóð eigi fram-
tíð. Ég vil ekki vera af kynslóð sem
sagt verður um að hún hafi ekki gert
neitt,“ segir Ólína.
Að sögn Elsu Maríu Guðlaugs
Drífudóttur, formanns Lands-
samtaka íslenskra stúdenta, hefjast
mótmælin við Hallgrímskirkju þaðan
sem gengið verður niður á Austurvöll
þar sem ávörp verða flutt. Verkfallið
sé fyrir nemendur á öllum skólastig-
um og aðra sem láta sig umhverf-
ismál varða, óháð aldri.
„Það munu 92 lönd taka þátt í
verkfallinu í yfir 1.200 borgum og
bæjum. Verkfallið á föstudaginn
verður það öflugasta og nauðsynlegt
að sem flestir mæti, ungir sem aldnir.
Upphaflega voru það háskólastúd-
entar sem skipulögðu verkföllin. Við
fengum svo framhaldskólanemendur
með okkur sem og unga umhverf-
issinna. Við höfum einnig verið í sam-
tali við Samfés,“ segir Elsa María
sem telur táknrænt að það séu fyrst
og fremst grunnskólanemendurnir
sem hafi mætt í verkföllin.
„Ég ætla að láta í mér heyra af því
að fullorðnir halda að krakkar skilji
ekki hvað um er að vera. Við fáum
ekki nógu góðar útskýringar og sum-
ir krakkar eru ekki alveg vissir um
hvað loftslagsmál snúast. Við viljum
öll láta gera eitthvað en okkur er ekki
sagt hvað sé hægt að gera. Af því að
það er látið eins og þetta sé bara mál
fullorðna fólksins,“ segir Ólína sem
bendir á að það sé unga fólkið sem
taki við.
Ólína segir að fyrst hafi hún heyrt
að mengun væri vond en ekki af
hverju eða hvað væri hægt að gera.
„Ég fékk áhuga á loftslagsmálum
þegar ég var 11 ára og fékk útskýr-
ingu í skólanum á því hvað við værum
að gera við lofthjúpinn. Ég varð svo
hrædd og reið að ég fór að gráta í
tímanum. Upp frá því langaði mig til
þess að við gætum gert eitthvað. Við
verðum að stoppa meiri eyðileggingu
á lofthjúpnum okkar og mengun í
hafinu. Við þurfum að finna lausnir
og nota þær. Við verðum að fara að
gera eitthvað,“ segir Ólína sem þakk-
ar baráttu Gretu Thunberg, 16 ára
aðgerðasinna í Svíþjóð, að farið sé að
hlusta á umræður um loftslagsmál.
„Eftir að farið var að hlusta á
Gretu þá er miklu betra að fá krakka
til að hlusta og líka fullorðið fólk. Við
vildum sýna því sem Greta er að
segja stuðning og standa fyrir mót-
mælum,“ segir Ólína.
Elsa María, tekur undir með Ólínu
um áhrif Gretu Thunberg sem hún
segir að sé í sambandi við mótmæl-
endur á Íslandi og styðji aðgerðir
þar. Hún segir Thunberg vera lyfti-
stöng í umræðunni fyrir grunn-
skólanema sem hafi fundið ákveðna
valdeflingu í því að sjá þessa stelpu
standa upp og vera í forsvari fyrir
jafnaldra sína. Það hafi orðið til þess
að alda grunnskólanema út um allt
hafi í raun risið upp.
„Grunnskólanemendur gera sér
grein fyrir því að loftslagsmálin
skipti þau einna mestu máli af öllum
samfélagshópum og þau átta sig á því
að þau verða að krefjast þess að þau
sem hafa völdin í dag verði að gera
eitthvað, annars þurfi þau sem eru
börn og unglingar í dag að taka við
ónýtu búi seinna meir,“ segir Elsa
María.
Áhyggjufull
æska vill að-
gerðir strax
Alheimsskólaverkfall á föstudag
Ekki kynslóðin sem gerir ekki neitt
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Framtíðin Ungt fólk ætlar að láta í sér heyra um loftslagsmál á föstudaginn.
Greta
Thunberg
Ólína
Stefánsdóttir
Greta Thunberg
» Greta Thunberg er 16 ára og
sænsk.
» Gréta er aðgerðasinni sem
ferðast um og ræðir loftslags-
mál.
» Greta ferðast ekki með flug-
vélum vegna umhverfissjónar-
miða.
» Greta ferðast eingöngu með
almenningsfarartækjum og
lestum.
» Greta á ekki kost á að heim-
sækja Ísland. Þrátt fyrir vilja til
þess er of tímafrekt að komast
sjóleiðina til Íslands.
Nú finnur
þú það sem
þú leitar að
á FINNA.is