Morgunblaðið - 13.03.2019, Blaðsíða 4
SVIÐSLJÓS
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
„Dómur frá Mannréttindadómstóln-
um er dómur frá alþjóðlegum dóm-
stóli og hann fjallar um brot á þjóð-
réttarskuldbindingum Íslands, en
hann breytir í engu dómum, ákvörð-
unum eða lögum sem sett hafa verið
hér á landi,“ svarar Björg Thoraren-
sen, prófessor við lögfræðideild Há-
skóla Íslands,
spurð um mögu-
legar afleiðingar
dóms Mannrétt-
indadómstóls Evr-
ópu (MDE) í máli
sem Guðmundur
Andri Ástráðsson
höfðaði gegn ís-
lenska ríkinu
vegna skipunar
dómara við
Landsrétt. Dóm-
urinn, sem birtur var í gærmorgun,
sneri einkum að skipun Arnfríðar Ein-
arsdóttur í embætti dómara við
Landsrétt, en hún dæmdi í máli Guð-
mundar Andra.
Auk Arnfríðar voru þau Ásmundur
Helgason, Jón Finnbjörnsson og
Ragnheiður Bragadóttir skipuð dóm-
arar í því ferli sem MDE hefur með
dómi sínum sagt frábrugðið ákvæðum
laga um skipun dómara, sem þeir
segja brot gegn ákvæðum mannrétt-
indasáttmála Evrópu.
Endurupptaka
Björg segir dóminn varpa fram
spurningum um þau mál sem þessir
dómarar við Landsrétt hafa dæmt í og
jafnvel í víðara samhengi. Þá segir
hún að ekkert gerist sjálfkrafa hvað
það varðar, heldur þurfa málsaðilar í
hverju máli fyrir sig að taka ákvörðun
um að fara fram á endurupptöku og
senda beiðni þess efnis til endurupp-
tökunefndar. Nefndin mun síðan meta
beiðnina og taka afstöðu til hennar.
„Aðilar máls verða að vega og meta
það hver fyrir sig hvaða líkur séu á því
að fá einhverja aðra niðurstöðu ef mál-
ið verður endurupptekið og dæmt af
öðrum dómurum,“ útskýrir prófessor-
inn. Hún segir jafnframt að það sé
ekkert sem gefur til kynna að efnisleg
niðurstaða Landsréttar í máli Guð-
mundar Andra hafi verið einhver önn-
ur vegna setu þessa tiltekna dómara.
„Það þarf að fara yfir þennan dóm
vel og kannski fyrst og fremst að
skoða framhaldið. Sérstaklega hvaða
áhrif þetta hefur á þessa fjóra dómara
og hvernig það stenst kröfur MND að
þeir dæmi áfram í málum,“ segir
Björg sem bendir jafnframt á að málið
snúi ekki að brotum á ákvæði um rétt
til réttlátrar málsmeðferðar, heldur að
skipun dómstóla skuli ákveðin með
lögum.
Ekki á grundvelli laga
Í málinu sem höfðað var gegn ís-
lenska ríkinu er meðal rökstuðnings
málshefjanda að honum hafi ekki ver-
ið tryggð réttlát málsmeðferð þar sem
skipun dómara hafi ekki verið rétt-
mæt. Fram kemur í dómi MDE að
ekki hafi verið talin ástæða til þess að
skoða umkvörtunarefni er snýr að
réttlátri málsmeðferð þar sem ljóst sé
að ferlið við skipun dómara við Lands-
rétt hafi verið ólöglegt. Rök íslenska
ríkisins voru þau að Hæstiréttur Ís-
lands hefði vissulega gert athuga-
semdir við skipunarferlið, en að dóm-
stólinn hefði ekki dregið í efa lögmæti
skipunarinnar. Þessu hafnaði MDE
undir þeim formerkjum að augljóst
var að þegar ráðherra breytti tilnefn-
ingarlista um dómara hafi það ekki
samræmst gildandi lögum. Jafnframt
hafi það verið „skýlaust brot“ af hálfu
framkvæmdavaldsins þegar það beitti
valdi sínu með óhóflegum hætti í þeim
tilgangi að komast hjá þeim vilja sem
löggjafinn hafi sett í ákvæði um skipan
dómara, að því er segir í dómi MDE.
Dómurinn segir einnig ljóst að Al-
þingi hafi ekki tryggt réttmæta þing-
lega meðferð þegar ákveðið var að
greiða atkvæði um skipun 15 dómara
við Landsrétt í einu lagi, en ekki um
hvert embætti.
Fimm þeirra sjö dómara sem
dæmdu í málinu segja í rökstuðningi
sínum fyrir dómnum að þeir hafi verið
knúnir til þess að dæma málshefjanda
í vil þar sem ákvæði mannréttinda-
sáttmálans um að dómarar skuli skip-
aðir á grundvelli laga sé afdráttar-
laust. Sögðu þeir andstæða niðurstöðu
til þess fallna að draga úr vægi ákvæð-
isins og jafnvel gera það merkingar-
laust.
Frestuðu málum
„Þau mál sem eru í þessari viku sem
þessir dómarar sem um ræðir hafa að-
ild að, þeim málum hefur verið frest-
að,“ hafði mbl.is eftir Birni L. Bergs-
syni, skrifstofustjóra Landsréttar í
gær. Hann sagði einnig að sett hefði
verið í gang vinna við að greina hvað
felist í dómi MDE. Í gærkvöldi var
greint frá því að engir dómar verði
kveðnir upp í Landsrétti í þessari
viku.
„Mér finnst ekki óeðlilegt að menn
vilji fara betur yfir málið til þess að
átta sig betur á því hvað felst í þessum
dómi og í því ljósi eðlilegt að taka slíka
ákvörðun sem hefur ekki beinar af-
leiðingar, en gefur andrými til þess að
fara yfir stöðuna,“ segir Björg, spurð
hvernig hún meti ákvörðun Lands-
réttar.
Ekki á einu máli
Sjö dómarar MDE dæmdu í mál-
inu, en tveir þeirra, Paul Lemmens,
forseti dómsins, og Valeriu Gritco skil-
uðu séráliti. Sagði minnihlutinn dóm-
inn umfram tilefni og að of mikilli
hörku væri beitt við túlkun málsat-
vika. „Flugstjórinn í málinu (dóms-
málaráðherra og síðar þingið) gerði
mistök undir stýri, en það er ekki næg
ástæða til þess að skjóta niður flugvél-
ina (Landsrétt),“ segir í sérálitinu.
Einnig segir minnihlutinn dóminn
brot á nálægðarreglu er snýr að því að
leita skuli úrlausn mála á lægsta
mögulegu dómsstigi. „Okkar skoðun
er sú að þeir hunsa gildi nálægðar-
reglunnar, með því að hunsa mat
hæsta dómstóls landsins [Hæstarétt-
ar Íslands] á viðeigandi innlendum
lögum. Matið var gert í sambandi við
tilnefningarferlið, sem vissulega hafði
einhverja annmarka, en var að mestu
leyti í samræmi við gildandi lög.“ Þá
gagnrýnir minnihluti dómaranna að-
ferðafræði meirihlutans um að líta
fram hjá þeim þætti er snýr að rétt-
látri málsmeðferð.
Pandóru-box
Dómararnir tveir segja meirihlut-
ann með niðurstöðu sinni opna pan-
dóru-box, sem felur í sér að einstak-
lingar sem hljóta dóm geti dregið í efa
lögmæti dóma á grundvelli þátta sem
tengjast ekki málsmeðferðinni. Held-
ur útfærslu við skipan dómara og að
þær athugasemdir hafi engar tak-
markanir.
Þá er meirihlutinn sakaður um að
notast við veika skilgreiningu á því
sem hann kallar „skýlaus brot“ og að
sú aðferð sem liggur að baki sé röng
leið til þess að nálgast málið. Fram
kemur í sérálitinu að mat minnihlut-
ans sé að þó svo að aðferð meirihlut-
ans væri rétt hafi henni ekki verið
beitt með réttum hætti.
„Við erum meðvitaðir um þá stað-
reynd að [tilnefningar]ferlið varð að
mikilli pólitískri deilu [á Íslandi],“
segja Lemmens og Gritco í áliti sínu
og vísa til þeirrar vantrauststillögu
sem lögð var fram á Alþingi gegn Sig-
ríði Andersen dómsmálaráðherra.
Segjast dómararnir óttast „að uppþot-
ið sem fylgdi skipun fimmtán dómara
við nýtt millidómstig á Íslandi hafi
ekki bara fundið bergmál í niðurstöð-
um dómsins, einnig hefur röksemda-
færsla meirihlutans vikið frá viður-
kenndri meginreglu Mannréttinda-
dómstólsins,“ segir í álitinu.
Engar sjálfkrafa afleiðingar
Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu hefur ekki beina verkan á dóma Landsréttar Undir
málsaðilum komið að biðja um endurupptöku Dómara dómstólsins greinir á um túlkun ákvæða
Morgunblaðið/Eggert
Mótmælt á Austurvelli Ungliðahreyfingar stjórnarandstöðuflokka og „gulu vestin“ kröfðust afsagnar Sigríðar Á.
Andersen dómsmálaráðherra í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu í gær.
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2019
Veður víða um heim 12.3., kl. 18.00
Reykjavík 5 léttskýjað
Hólar í Dýrafirði 1 skýjað
Akureyri 2 rigning
Egilsstaðir 1 slydda
Vatnsskarðshólar 8 léttskýjað
Nuuk -9 léttskýjað
Þórshöfn 5 rigning
Ósló -1 snjókoma
Kaupmannahöfn 4 rigning
Stokkhólmur -1 heiðskírt
Helsinki -3 snjókoma
Lúxemborg 9 heiðskírt
Brussel 10 rigning
Dublin 7 rigning
Glasgow 5 rigning
London 4 skúrir
París 12 alskýjað
Amsterdam 8 rigning
Hamborg 7 rigning
Berlín 8 léttskýjað
Vín 7 léttskýjað
Moskva -2 snjóél
Algarve 19 heiðskírt
Madríd 21 heiðskírt
Barcelona 15 léttskýjað
Mallorca 15 léttskýjað
Róm 14 rigning
Aþena 14 rigning
Winnipeg -6 þoka
Montreal -3 léttskýjað
New York 3 alskýjað
Chicago 5 léttskýjað
Orlando 22 alskýjað
13. mars Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 7:54 19:22
ÍSAFJÖRÐUR 8:01 19:25
SIGLUFJÖRÐUR 7:44 19:08
DJÚPIVOGUR 7:24 18:51
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á fimmtudag Suðaustlæg átt, 8-15 m/s, hvassast á
annesjum. Dálítil slydda eða snjókoma á Vesturlandi,
rigning með köflum með suðurströndinni, en annars
úrkomulítið. Hiti víða 0 til 4 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austlæg átt 5-10 m/s og stöku él. Gengur í austan og suðaustan 10-20
með snjókomu eða rigningu sunnan- og vestanlands eftir hádegi og hiti nálægt frostmarki.
Raumgestalt bretti
Verð frá 2.900 kr.
laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is
Samkvæmt reglum um málsmeðferð Mannréttinda-
dómstóls Evrópu hefur íslenska ríkið þrjá mánuði til
þess að vísa málinu til yfirréttar MDE.
Sigríður Andersen dómsmálaráðherra sagði í samtali
við mbl.is í gær að verið sé að fara yfir dóminn innan
ráðuneytis hennar og skoðað hvort því verði vísað til yf-
irréttar. Vakti það athygli ráðherrans að dómurinn sé
klofinn og sagði hún dóminn fordæmalausan.
Píratar sendu frá sér tilkynningu fljótlega eftir að
dómurinn var birtur í gær og kölluðu eftir afsögn dóms-
málaráðherra. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Sam-
fylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, tók í
sama streng og sagði Sigríði ekki stætt að halda áfram í sínu starfi.
Segir dóminn fordæmalausan
HAFA ÞRJÁ MÁNUÐI TIL ÞESS AÐ VÍSA MÁLINU TIL YFIRRÉTTAR
Sigríður Á.
Andersen
Björg
Thorarensen