Morgunblaðið - 13.03.2019, Page 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2019
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is
Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Áratuga
reynsla
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
Anna Karín Lárusdóttir bar sigur
úr býtum fyrir myndina XY í stutt-
myndasamkeppninni Sprettfiskur á
Stockfish-hátíðinni, sem haldin var
í fimmta sinn í Bíó Paradís og lauk
um helgina. Verðlaunin voru ein
milljón króna í tækjaúttekt frá
KUKL.
Anna Karín er hvort tveggja leik-
stjóri og framleiðandi XY. Myndin
fjallar um Lísu, sem er 15 ára og
býr yfir stóru leyndarmáli um lík-
ama sinn og læknasögu. Þegar
Bryndís æskuvinkona hennar kem-
ur aftur inn í líf hennar áttar Lísa
sig á hve lítið hún í rauninni veit um
sjálfa sig.
Markmið keppninnar er að vekja
athygli á ungu og upprennandi
kvikmyndagerðarfólki og hvetja til
frekari dáða með verðlaunum sem
leggja grunninn að næsta verkefni.
Fjöldi umsókna barst í keppnina,
en sex myndir voru valdar til þátt-
töku. Í dómnefnd sátu Alissa Sim-
on, dagskrárstjóri Palm Springs
IFF, Steve Gravestock, dagskrár-
stjóri á Toronto IFF, og Wendy
Mitchell, norrænn fréttaritari hjá
Screen International tengiliður San
Sebastian-kvikmyndahátíðarinnar.
XY besta stuttmyndin á Sprettfiski
Sigurvegari Anna Karín Lárusdóttir.
Sviðsupptaka á Júlíusi Sesari eftir
William Shakespeare í leikstjórn
Nicholas Hytner verður sýnd í Bíó
Paradís í kvöld kl. 20, en upptakan
er hluti af NT Live á Breska þjóð-
leikhússins. Í upphafi verks kemur
Sesar sigri fagnandi til Rómar og
íbúar þyrpast út á götur borg-
arinnar til að taka þátt í hátíð-
arhöldunum. Gríðarlegar vinsældir
Sesars valda óróa hjá mennta-
elítunni sem leggur á ráðin um að
steypa honum af valdastóli. Í kjöl-
far morðsins á honum brýst út
borgarastyrjöld á götum höfuð-
borgarinnar. Í aðalhlutverkum eru
Ben Whishaw, Michelle Fairley,
David Morrissey og David Calder.
Uppfærslan var þátttökusýning þar
sem áhorfendur léku Rómarbúa.
Uppfærslan hlaut frábærar við-
tökur breska gagnrýnenda. Í fjög-
urra stjörnu dómi í The Guardian
segir að verkið sé „stórbrotið og
pólitískt aðkallandi“. Í fjögurra
stjörnu dómi Time Out segir að
uppfærslan sé „einstaklega gríp-
andi“ og „springi út eins og glæsi-
legur njósnaspennutryllir“. Í fjög-
urra stjörnu dómi Sunday Times er
leikhópnum hælt í hástert og í fjög-
urra stjörnu dómi Daily Telegraph
er talað um stjörnuleikhóp sem skili
pólitísku umróti sem kallist á við
okkar tíma.
Júlíus Sesar frá London í Bíó Paradís
Júlíus Sesar Aðalleikararnir fjórir.
Söngvaskáldið og trúbadorinn Halli
Reynis mætir með kassagítarinn
sinn á Sagnakaffi kl. 20 í kvöld í
Borgarbókasafnið Gerðubergi. Þar
í kaffihúsinu mun hann skemmta
gestum og gangandi til kl. 22 með
söng og sögum af fólki sem hann
hefur hitt gegnum tíðina og hefur
gefið honum ástæðu til að semja lög
og texta. Inn í frásögnina blandast
sögur af ferðalögum en einmitt á
ferðum sínum hefur hann hitt
margt af þessu fólki.
Halli hefur gefið út nokkrar plöt-
ur, þá fyrstu 1993. Síðasta platan
hans og Vigdísar Jónsdóttur harm-
onikuleikara, Ást og friður, kom út
í fyrra, en Halli samdi öll lögin á
plötunni.
Halli spilar, syngur og kennir
tónlist en hann lauk B.ed-gráðu í
tónlistarkennslu vorið 2012 frá Há-
skóla Íslands og 2014 lauk hann
meistaranámi sem tónlistar- og
leiklistarkennari frá HÍ.
Á Sagnakaffinu er reynt að víkka
út ramma hefðbundinnar sagna-
mennsku. Sagðar eru sögur í tali,
tónum, takti, ljóðum og leik.
Með kassagítarinn á Sagnakaffi
Söngvaskáld Halli Reynis trúbador.
Arctic 12
Metacritic 71/100
IMDb 7,3/10
Bíó Paradís 18.00
Free Solo
Metacritic 83/100
IMDb 8,8/10
Bíó Paradís 18.00
Heavy Trip
Metacritic 72/100
IMDb 7,2/10
Bíó Paradís 22.30
Capernaum
Metacritic 75/100
IMDb 8,4/10
Með enskum texta.
Bíó Paradís 17.30
Brakland
IMDb 6,9/10
Bíó Paradís 22.00
Taka 5
Morgunblaðið bbbnn
Bíó Paradís 20.00
Tævanskir kvik-
myndadagar
Bíó Paradís 20.00
Julius Caesar -
National Theatre Live
Bíó Paradís 20.00
Serenity 16
Metacritic 38/100
IMDb 5,2/10
Sambíóin Álfabakka 19.40,
22.00
Sambíóin Egilshöll 22.30
Sambíóin Akureyri 22.20
Alita: Battle Angel 12
Metacritic 54/100
IMDb 7,6/10
Smárabíó 19.40, 22.30
Fighting With
My Family 12
Laugarásbíó 22.20
Sambíóin Keflavík 22.00
Smárabíó 19.40, 22.10
Borgarbíó Akureyri 19.30
Vesalings
elskendur Morgunblaðið bbbnn
IMDb 7,8/10
Smárabíó 19.50
Háskólabíó 18.10, 21.00
Tryggð Morgunblaðið bbbbn
Háskólabíó 18.20
The Mule 12
Metacritic 58/100
IMDb 7,2/10
Sambíóin Álfabakka 22.20
Vice Laugarásbíó 19.45
Cold Pursuit 16
Metacritic 66/100
IMDb 6,9/10
Smárabíó 22.20
Háskólabíó 20.40
Borgarbíó Akureyri 21.40
Green Book 12
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 70/100
IMDb 8,3/10
Sambíóin Kringlunni 16.10,
19.00, 21.45
Sambíóin Akureyri 19.40
The Favourite 12
Ath. Íslenskur texti.
Morgunblaðið bbbbb
Metacritic 90/100
IMDb 7,9/10
Háskólabíó 18.00, 20.30
The Wife Metacritic 77/100
IMDb 7,3/10
Sambíóin Kringlunni 16.40
Instant Family
Metacritic 57/100
IMDb 7,6/10
Sambíóin Álfabakka 19.50
Bohemian
Rhapsody 12
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 49/100
IMDb 8,1/10
Háskólabíó 20.40
A Star Is Born 12
Morgunblaðið bbbbm
Metacritic 88/100
IMDb 7,8/10
Sambíóin Kringlunni 19.00
The Lego Movie 2
Morgunblaðið bbbmn
Metacritic 64/100
IMDb 7,4/10
Sambíóin Álfabakka 17.20
Sambíóin Akureyri 17.20
Spider-Man: Into the
Spider-Verse Morgunblaðið bbbbm
Metacritic 87/100
IMDb 8,8/10
Smárabíó 17.00
Ótrúleg saga um
risastóra peru IMDb 6,2/10
Smárabíó 15.00, 17.40
Ralf rústar
internetinu Metacritic 71/100
IMDb 7,6/10
Sambíóin Álfabakka 17.20
Metacritic 65/100
IMDb 6,1/10
Laugarásbíó 17.20, 19.45, 22.20
Sambíóin Álfabakka 16.40 (VIP), 17.00,
18.00, 19.20 (VIP), 19.40, 20.50, 22.00 (VIP),
22.20
Sambíóin Egilshöll 17.20, 18.00, 20.00, 21.00, 22.40
Sambíóin Kringlunni 16.20, 19.00, 21.40
Sambíóin Akureyri 17.00, 19.40, 22.20
Sambíóin Keflavík 19.20, 22.00
Smárabíó 16.00 (LÚX), 16.30, 19.00 (LÚX), 19.30, 22.00
(LÚX), 22.30
Captain Marvel 12
Að temja drekann sinn 3 Á sama tíma og draumur Hiccup um að búa til friðsælt fyr-
irmyndarríki dreka er að verða að veruleika, þá hrekja ást-
armál Toothless Night Fury í burtu.
Laugarásbíó 17.30, 19.45,
22.00
Sambíóin Álfabakka
17.30
Sambíóin Egilshöll 17.30
Smárabíó 15.10, 17.10
Háskólabíó 18.20
Borgarbíó Akureyri
17.20, 19.30, 21.50
What Men Want 12
Kona ein grípur til sinna ráða þegar gengið er freklega
framhjá henni á karllæga vinnustaðnum þar sem hún starf-
ar.
Metacritic 49/100
IMDb 4,2/10
Sambíóin Álfabakka 19.50,
22.20
Sambíóin Egilshöll 20.00,
22.20
Sambíóin Kringlunni 21.45
Sambíóin Keflavík 19.30
Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðu kvikmyndahúsanna
Kvikmyndir
bíóhúsanna