Morgunblaðið - 13.03.2019, Side 17

Morgunblaðið - 13.03.2019, Side 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2019 Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar Mótmæli héldu áfram í Alsír í gær, þrátt fyrir að Abdelaziz Bouteflika, hinn 82 ára gamli for- seti landsins, hefði dregið for- setaframboð sitt til baka á mánu- daginn. Var forsetakosningunum, sem áttu að fara fram í næsta mán- uði, einnig frestað. Óttuðust mótmælendur að yfir- lýsingin og frestun kosninganna væru einungis bragð af hálfu for- setans til þess að framlengja völd sín, en Bouteflika hefur nú þegar setið í fjögur kjörtímabil. Samkvæmt yfirlýsingu Boute- flika mun ný þjóðarráðstefna koma saman til þess að ákveða næsta kosningadag, en kjörtímabili Bou- teflika lýkur 28. apríl næstkom- andi. Segja Bouteflika beita brögðum ALSÍR Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Theresa May reyndi til þrautar að sannfæra neðri deild breska þings- ins um að styðja samkomulag sitt við Evrópusambandið um útgöngu Bretlands úr sambandinu, eftir að hafa seint í fyrrakvöld tryggt það sem hún kallaði „lagalega bindandi“ breytingar á samkomulaginu. Neðri deildin felldi það hins vegar með 391 atkvæði gegn 242, þar sem breyting- arnar þóttu ekki ganga nógu langt til að tryggja hagsmuni Breta. 16 dagar eru nú þar til Bretar eiga að yfirgefa sambandið. Lögfræðiráðgjafi ríkisstjórnar- innar, Geoffrey Cox, veitti sam- komulaginu í raun náðarhöggið í gær, en í áliti hans stóð að þrátt fyrir breytingarnar sem May hefði náð fram í viðræðum í Strassborg væri hættan á því að Bretar gætu orðið innlyksa í Evrópusambandinu „enn óbreytt.“ Neðri deildin felldi upphaflega samkomulag May við sambandið í janúar síðastliðnum með 432 at- kvæðum gegn 202. Helsta ástæðan fyrir höfnuninni þá var sögð „írski varnaglinn“, en það eru ákvæði samningsins sem taka gildi ef ekki næst að semja nánar um viðskipta- samband Bretlands og Evrópusam- bandsins á næstu árum. Varnaglanum er ætlað að tryggja það að landamæri Írlands og Norð- ur-Írlands geti haldist opin, en íhaldsmenn á breska þinginu hafa margir hverjir áhyggjur af því að ákvæði varnaglans reki annars veg- ar fleyg á milli Norður-Írlands og hinna þriggja landanna innan Stóra- Bretlands og hins vegar að Evrópu- sambandinu er fært ákvörðunarvald um það hvenær og hvernig Stóra- Bretland geti sagt skilið við varnagl- ann. Hafa þingmenn flokksins því viljað fá lagalega bindandi heimildir fyrir Breta til þess að slíta sig frá ákvæðum varnaglans eða gera hann tímabundinn að öðru leyti. Mikil andstaða á þinginu Eftir að álit Cox um að breyting- arnar sem samþykktar voru í fyrra- kvöld breyttu í raun ekki þeirri stöðu lýstu helstu andstæðingar Evrópu- sambandsaðildarinnar innan Íhalds- flokksins, sem kenna sig við The European Research Group, að þeir gætu ekki stutt samkomulagið þegar það kæmi til atkvæða í gærkvöldi. Þingmenn hins norður-írska DUP- flokks, sem veitir minnihlutastjórn May stuðning, sögðu sömuleiðis að breytingarnar sem May hefði náð fram gengu allt of skammt til þess að þeir gætu stutt við samkomulagið. Kölluðu forvígismenn flokksins eftir „skynsamlegu samkomulagi“ í stað þess sem May hefði borið á borð. Í ljósi þess að Verkamannaflokk- urinn hefur lýst sig andvígan sam- komulaginu var því snemma orðið ljóst að við ramman reip væri að draga fyrir May. „Brexit gæti glatast“ Í ræðu sinni í þinginu varaði May við því að ef neðri deildin hafnaði samkomulaginu gæti það jafnvel haft þau áhrif að ekkert yrði af út- göngu Breta úr Evrópusambandinu. „Ég tel að allir þurfi að sjá, sér í lagi þeir sem vilja í raun og sann fá Brex- it, að ef samkomulagið verður fellt í kvöld, hættir deildin á að fá ekkert Brexit,“ sagði May og bætti við að betri samningur væri ekki í boði. Leiðtogar Evrópusambandsins tóku undir þau orð May. Jean- Claude Juncker, forseti fram- kvæmdastjórnar sambandsins, sagði til að mynda að það yrði ekki reynt í þriðja sinn að semja við Breta um út- gönguna. Angela Merkel Þýska- landskanslari sagði sömuleiðis að Evrópusambandið hefði nú gengið mjög langt til þess að finna ásætt- anleg svör við þeim áhyggjum sem Bretar hefðu lýst yfir. Framhaldið ræðst í dag Niðurstaðan í gærkvöldi þýðir að neðri deild þingsins mun ákveða í dag hvert framhald málsins verður, en þá mun ráðast endanlega hvort Bretar ákveði að yfirgefa Evrópu- sambandið án samnings 29. mars næstkomandi. Talið er ólíklegt að sú leið njóti meirihluta innan neðri deildarinnar, þar sem mikil óvissa ríkir um efnahagslegar afleiðingar þess. Fari svo að neðri deildin felli samningslausa útgöngu verður kosið um það á morgun, fimmtudag, hvort Bretar muni biðja Evrópusamband- ið um að fresta útgöngudeginum um einhvern tíma. Slík bón þyrfti þó að fá samþykki ríkjanna 27 sem áfram verða innan sambandsins, en leiðtog- ar þeirra munu funda í Brussel dag- ana 21.-22. mars. Strassborgarsam- komulagið ekki nóg  Neðri deildin felldi samkomulag May enn og aftur AFP Brexit Theresa May reyndi að tryggja sér stuðning þingsins í gær. Brexit » Neðri deildin felldi sam- komulag Theresu May við ESB með 391 atkvæði gegn 242 í gærkvöldi. » Þingið mun ákveða í dag hvort Bretar yfirgefi sam- bandið án samnings 29. mars nk. » Verði það fellt verður ákveð- ið á morgun hvort beðið verður um frest á útgöngunni. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Flugöryggisstofnun Evrópusam- bandsins ákváð í gær að banna notk- un flugvéla af Boeing 737 Max 8 gerð í lofthelgi aðildarlandanna, í kjölfar flugslyssins í Eþíópíu á sunnudag- inn. Áður hafði flugmálastjórn Bret- lands, CAA, ákveðið slíkt bann og sagt það vera tímabundna neyðar- ráðstöfun meðan komist væri til botns í orsökum slyssins, en yfirvöld í Malasíu, Singapúr, Kína, Óman og Ástralíu hafa einnig ákveðið að loka lofthelgi sinni fyrir Max 8-þotunum. Þá ákváðu þýsk flugmálayfirvöld einnig að loka lofthelgi sinni fyrir vélunum síðdegis í gær. Bandaríska flugumferðarstofnun- in, FAA, fyrirskipaði í fyrrakvöld Boeing-verksmiðjunum að gera betrumbætur á hönnun vélarinnar, sem yrðu teknar í gagnið ekki síðar en í apríl. Miðuðust betrumbæturnar einkum að sjálfvirkum kerfum sem eiga að koma í veg fyrir ofris flugvél- arinnar. Sagði í yfirlýsingu stofnun- arinnar að gripið yrði til frekari að- gerða ef þörf krefði vegna flug- öryggis, en hún ákvað að kyrrsetja ekki vélarnar að svo stöddu. Hefur stofnunin sent menn ásamt fulltrú- um frá rannsóknarnefnd flugslysa til Eþíópíu til þess að aðstoða við rann- sókn slyssins, en flugritar vélarinnar fundust í fyrradag. Flugfélög kyrrsetja vélarnar Auk þeirra ríkja sem kyrrsettu eða meinuðu Max 8-vélunum að fljúga innan lofthelgi sinnar ákváðu nokkur flugfélög að kyrrsetja vélar sínar að fyrra bragði. Norska lágfar- gjaldaflugfélagið Norwegian Air Shuttle, sem rekur 18 vélar af þess- ari gerð, tilkynnti þannig í gær að það hygðist kyrrsetja þær tíma- bundið. Aerolinas Argentinas, helsta flugfélag Argentínu, kyrrsetti fimm Max 8 vélar í gær og flugfélög í Bras- ilíu, Suður-Afríku og Mexíkó gerðu slíkt hið sama. Þá fyrirskipuðu yfir- völd í Suður-Kóreu eina flugfélaginu þar í landi sem rekur vélarnar að kyrrsetja þær. Indverska flugfélagið SpiceJet, sem á 13 vélar, sagði hins vegar að það myndi ekki leggja sín- um vélum. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gær um harmleikinn að svo virtist sem það væri að verða of flók- ið að fljúga flugvélum. Kvaðst forset- inn sjá það of oft að framleiðendur tækju flækjustigið einu skrefi of langt, þegar gömlu góðu einföldu að- ferðirnar hefðu reynst miklu betur. AFP Kyrrsettar Boeing 737 Max 8 kemur til lendingar í Bretlandi á síðasta ári. Loka lofthelg- inni fyrir Max 8  Flugöryggisstofnun Evrópusam- bandsins bannar þotunum að fljúga Flugslysið í Eþíópíu » Bretland, Frakkland, Þýska- land, Ástralía, Malasía, Singa- púr, Óman og Kína voru meðal þeirra ríkja sem lokuðu loft- helgi sinni í gær fyrir Boeing 737 Max 8-vélum. » Flugfélög í Argentínu, Bras- ilíu, Noregi, Suður-Kóreu og Mexíkó kyrrsettu Max 8-vélar sínar að fyrra bragði. » Bandarísk flugmálayfirvöld fyrirskipuðu betrumbætur á hönnun vélarinnar, en ákváðu ekki að kyrrsetja þær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.