Morgunblaðið - 22.03.2019, Síða 1
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Sólarhringsverkfall Eflingar og VR
hófst á miðnætti í nótt, en það nær til
ríflega 2.000 starfsmanna á tilteknum
hótelum og rútufyrirtækjum á starfs-
svæði félaganna. Kl. 10 í gærmorgun
hófst sáttafundur hjá Ríkissáttasemj-
ara milli félaganna fjögurra, sem hafa
verið í samfloti og fulltrúa Samtaka
atvinnulífsins. Átti fundurinn einung-
is að standa í um klukkustund, en
hann dróst á langinn. Var fundi á end-
anum slitið á áttunda tímanum í gær-
kvöldi án þess að tekist hefði að
semja.
Ríkissáttasemjari setti fjölmiðla-
bann á samninganefndir deiluaðila í
gær, og var því ekki aflétt þrátt fyrir
fundarslit. Mun sáttasemjari hafa
samband við deiluaðila í dag um fram-
hald viðræðna en annar fundur var
ekki settur á dagskrá í gær.
Mikil truflun á starfseminni
Jóhannes Þór Skúlason, fram-
kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónust-
unnar, segir að fyrirtæki í geiranum
hafi verið að undirbúa sig eins vel og
mögulegt er, en það sé erfitt. Ljóst sé
að verkföllin muni valda mikilli trufl-
un á starfsemi fyrirtækjanna.
Hann segir að það séu töluverð
vonbrigði að öllum undanþágubeiðn-
um hafi verið hafnað og nefnir sér-
staklega næturvörslu á hótelum, þar
sem þörf sé á fólki sem kunni rétt við-
brögð ef eitthvað komi upp á. „Við
teljum það mikið ábyrgðarleysi,“ seg-
ir Jóhannes.
Hann bætir við að áætlað hafi verið
að beinn fjárhagslegur skaði af verk-
föllunum verði um 250 milljónir króna
á dag. Þá sé eftir að reikna með óbein-
um og afleiddum áhrifum, sem séu
venjulegast talin vera tvöföld á við
beinu áhrifin. Þá séu fréttir af kjara-
deilunum að berast út um allan heim
og fyrirspurnir og afbókanir að utan
hafi aukist mjög í síðustu viku.
„Þannig að það er mjög margt sem er
að leggjast saman til að valda mjög
miklum skarkala í ferðaþjónustunni.“
Yfir 2.000 hófu verkföll í nótt
Maraþonfundi hjá Ríkissáttasemjara lauk án árangurs Starfsmenn VR og Eflingar hjá fjölda hót-
ela og rútufyrirtækja leggja niður störf Fjárhagslegur skaði af verkföllunum um 250 milljónir á dag
Morgunblaðið/Eggert
Verkföll Sólveig Anna Jónsdóttir og
Ragnar Þór Ingólfsson á fundi
Ríkissáttasemjara í gær. MVerkföll og kjaradeilur »4
F Ö S T U D A G U R 2 2. M A R S 2 0 1 9
Stofnað 1913 69. tölublað 107. árgangur
SAGAN VARÐVEITT
Í FLUGMUNA-
SAFNI EIRÍKS
GLUNDROÐI Í
GRIMMÚÐ-
LEGUM HEIMI
MYNDRÆNAR
GERSEMAR
ÞJÓÐAR
CAPERNAUM 33 DAGUERREO-TÝPUR 30DÝRGRIPIR 12
Ferðamenn í miðborginni fengu óblíðar móttökur frá veður-
guðunum í gær, og minnti veðrið fremur á vetur en vor.
Samkvæmt Veðurstofunni mun kröpp lægð ganga norður
með austurströnd landsins í dag, og má búast við stormi á
landinu austanverðu. Það mun því þurfa að huga vel að ferða-
lögum víðs vegar um landið í dag.
Morgunblaðið/Eggert
Veðurguðirnir láta til sín taka
Stefán E. Stefánsson
Baldur Arnarson
Í dag munu fulltrúar Icelandair Group og
WOW air hefja viðræður um mögulega aðkomu
fyrrnefnda fyrirtækisins að rekstri hins síðar-
nefnda. Þetta var tilkynnt í gærkvöldi í kjölfar
þess að upplýst var að bandaríski fjárfesting-
arsjóðurinn Indigo Partners hefði slitið viðræð-
um við WOW air um mögulega aðkomu að fyrir-
tækinu. Þær viðræður höfðu staðið yfir frá 29.
nóvember á síðasta ári. Samkvæmt tilkynningu
frá Icelandair í gærkvöldi sagði að ef af aðkomu
þess að WOW air yrði myndi sú aðkoma byggj-
ast á þeim forsendum samkeppnisréttar að
WOW air teldist á „fallanda fæti“. Þá var þar
einnig áréttað að viðræðurnar færu fram í sam-
ráði við stjórnvöld. Heimildir Morgunblaðsins
herma að stjórnvöld hafi lagt ríka áherslu á að
reynt yrði til þrautar að félögin næðu sam-
komulagi. Sama dag og tilkynnt var að viðræð-
urnar við Indigo væru hafnar í nóvember sl.
höfðu viðræður milli WOW air og Icelandair
siglt í strand.
Gefa sér fjóra daga til viðræðna
Samkvæmt fyrrnefndri tilkynningu er stefnt
að því að ljúka viðræðum næstkomandi mánu-
dag. Þá rennur upp gjalddagi á skuldabréfum
sem WOW air gaf út í september síðastliðnum
að fjárhæð 50 milljónir evra, jafnvirði 6,7 millj-
arða króna. Þann dag þarf félagið að standa skil
á 150 milljóna króna vaxtagreiðslu. Í drögum að
samkomulagi sem WOW air hugðist ná við eig-
endur skuldabréfanna sama dag var stefnt að
því að fá vextina að fullu fellda niður.
Skömmu eftir að tilkynning Icelandair var
send í gegnum Kauphöll Íslands birtist tilkynn-
ing á vef forsætisráðuneytisins. Þar kom fram
að ríkisstjórn Íslands myndi áfram fylgjast
grannt með framvindu mála og að hún byndi
vonir við farsæla niðurstöðu í viðræðunum.
Sérfræðingur á flugmarkaði sem þekkir vel
til Icelandair benti á að í tilkynningu Icelandair
væri hvergi minnst á kaup á WOW air.
Útilokað væri að Icelandair keypti WOW air.
Það væri alltof áhættusamt.
Sjái tækifæri í þotum WOW air
Taldi hann líklegra en ekki að Icelandair tæki
nokkrar þotur WOW air í leiðakerfið. Tíma-
setningin á því gæti verið heppileg. Þá m.a.
vegna kyrrsetningar á Boeing Max 8 þotum
Icelandair. Sérfræðingur á fjármálamarkaði
sagði stöðu WOW air ekki hafa styrkst síðan
Icelandair féll frá hugmyndum um yfirtöku. Því
þyrftu grundvallarforsendur að breytast. T.d.
verulegar afskriftir á skuldum WOW air.
Icelandair kallað að borðinu
Indigo Partners hefur dregið
sig út úr viðræðum við WOW air
Stjórn Icelandair Group sam-
þykkir nýjar viðræður við WOW
Stjórnvöld segjast binda vonir
við farsæla niðurstöðu viðræðna
MÖnnur félög »2 og 14