Morgunblaðið - 22.03.2019, Síða 2

Morgunblaðið - 22.03.2019, Síða 2
Baldur Arnarson Þorgerður Anna Gunnarsdóttir Sérfræðingar á flugmarkaði voru tregir til að koma fram undir nafni til að ræða viðræður Icelandair og WOW air. Þeir voru sammála um að öll sund væru að lokast fyrir WOW air. Í gærkvöldi var tilkynnt að slitn- að hefði upp úr viðræðum Indigo Partners og WOW air. Fulltrúar Indigo vildu ekki tjá sig um málið. Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur hjá Landsbankanum, leiðir líkur að því að fulltrúar félaganna hafi verið í viðræðum undanfarið. Erfiðleikar Icelandair vegna Boeing Max 8- þotnanna hafi „hugsanlega ýtt mönnum í frekari viðræður“. „Málinu er ekki lokið. Þótt við- ræður séu hafnar er ekki þar með sagt að félögin séu að sameinast. Menn þurfa að lenda einhverju sam- an um helgina,“ segir Sveinn og bendir á að Icelandair hafi aðeins helgina til að greina möguleikana og finna rétta leikinn í stöðunni. „Mesta áhyggjuefnið varðandi ferðaþjónustuna er hvað við erum komin nálægt sumrinu. Það hefði verið best ef þetta hefði allt gerst í nóvember og desember og klárast þá. Núna er frekar erfitt fyrir önn- ur flugfélög að grípa slakann. Það verður sífellt erfiðara.“ Sem kunnugt er hafa Boeing Max 8 farþegaþotur verið kyrrsettar um allan heim í kjölfar tveggja flug- slysa. Icelandair hefur stefnt að notkun slíkra þotna við endurnýjun flotans. MAX-vélarnar eru ástæðan „Það að Icelandair séu tilbúnir að taka þráðinn upp að nýju er aug- ljóslega keyrt áfram af óvissunni í kring um MAX-inn,“ segir Steinn Logi Björnsson, eigandi Bluebird og fyrrverandi forstjóri Icelandair. „Það er búið að kyrrsetja þær og þeir sem hafa fylgst með því sem er að gerast í þeim málum vita að það er alls ekki hægt að ganga út frá því að þær fari í loftið á næstu mán- uðum. Það þýðir, í versta falli, að Icelandair vantar níu vélar í sumar- áætlunina sína,“ sagði Steinn Logi. Flugmaður hjá Icelandair sagði mjög erfitt að meta stöðuna varð- andi Boeing Max-þoturnar. Upplýs- ingar í málinu væru mjög misvís- andi. Meiri líkur en minni væru á að vélarnar yrðu kyrrsettar í lengri tíma. Icelandair kynni að sjá tæki- færi í Airbus-þotum WOW air. Ice- landair gæti rekið WOW air á eigin flugrekstrarleyfi eitthvað áfram eða tekið yfir flugrekstrarleyfið strax. Síðari kosturinn væri ólíklegri að sinni. Þá benti flugmaðurinn á að upp- lýsingar um sjálfvirkan öryggisbún- að (MCAS), sem athygli hefur beinst að vegna flugslysanna í Indónesíu og Eþíópíu, væri ekki að finna í handbók Max 8-véla. Það gerði málið enn alvarlegra fyrir Boeing. „Flugmenn gátu ekki kynnt sér kerfið nema viðkomandi flugfélag hefði vitað af kerfinu,“ sagði hann. Fram hefur komið að kaupa hefur mátt öryggisbúnað vegna MCAS- kerfisins sem kostar aukalega. Ásdís Pétursdóttir, upplýsinga- fulltrúi Icelandair, staðfesti að Ice- landair hefði ekki verið með bún- aðinn í sínum vélum. Það hefði verið í skoðun. Önnur flugfélög að falla á tíma  Sérfræðingur segir ferðasumarið svo nærri að erfitt sé fyrir önnur flugfélög að fylla skarð WOW air  Flugmaður hjá Icelandair segir ekki getið um umdeildan öryggisbúnað í handbók Boeing Max 8 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARS 2019 GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Eru sparifötin hrein? Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fjárfestar hafa hægt á markaðs- setningu nýrra íbúða í miðborg Reykjavíkur. Með því hafa þeir brugðist við óvissu í efnahagsmálum. Kjaramálin og erfið staða flugfélag- anna vega þar þungt. Hefur á þessu ári verið dregið úr vinnu við sum verkefnin og vinnutími iðnaðarmanna verið skertur. Áhrifin af þessari óvissu fóru að birtast í byrjun hausts. Hafði þá ver- ið umræða um vanda WOW air. Á óvissan þátt í að íbúðir á nokkr- um þéttingarreitum í miðborginni fara í sölu síðar en gert var ráð fyrir. Má þar nefna Austurhöfn og Hafnar- torg. Þá er uppbygging Vestur- bugtar við Slippinn ekki hafin en tvö ár eru síðan borgin undirritaði samning um verkið. Fjármögnun er sögð ótryggð. Víða seljast nýjar íbúðir hægt. Nokkuð er síðan ákveð- ið var að hægja á uppbyggingu íbúða á svonefndum Blómavalsreit í Sig- túni. Fleiri reitir í jaðri miðborgar- innar gætu farið í biðstöðu. Fjármögnunin erfið Fjárfestar hafa til dæmis reynt að selja frá sér fyrirhugaða uppbygg- ingu 86 íbúða í Borgartúni 34-36. Að- gangur að fjármögnun hefur haft sitt að segja um þá ákvörðun. Uppbygging íbúða og skrifstofu- húsnæðis á Kirkjusandi er hins veg- ar hafin og er áformað að hefja sölu íbúða á reitnum í vor eða sumar. Ís- landssjóðir byggja upp reitinn. Kjartan Smári Höskuldsson, framkvæmdastjóri Íslandssjóða, segir húsin verða í hæsta gæða- flokki. Óvissan í efnahagslífinu sé skaðleg sem birtist í neikvæðum áhrifum á eignamarkaði. »10 Borgartún 34-36 Fjárfestar hafa reynt að selja reitinn frá sér. Hægja á uppbyggingunni  Fjárfestar seinka sölu íbúða í miðborginni Teikning/Atelier arkitektar Alþjóðlegi Downs-dagurinn var haldinn hátíð- legur í gær og boðaði Downs-félagið til sam- komu í veislusal Þróttar í Laugardalnum af því tilefni. Var þar boðið upp á afrískan dans og skemmtu viðstaddir sér konunglega yfir herleg- heitunum taktföstu. Morgunblaðið/Hari Afrískur dans hjá Downs-félaginu Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ræddi meðal annars um þriðja orkupakka Evrópusambandsins á fundi sínum í gær. Sex þingmenn flokksins hafa opinberlega lýst efa- semdum vegna málsins. Samkvæmt heimildum mbl.is er búist við því að frumvörp vegna þriðja orkupakk- ans verði kynnt öðrum hvorum megin við helgi, en ekki er ljóst hvað í þeim felst. Ítrekaðar tilraunir mbl.is í gær til þess að afla upplýsinga um hve- nær kynning yrði haldin og hver hefði orðið niðurstaða fundar sjálf- stæðismanna voru árangurslausar. Komið til móts við gagnrýni? Heimildarmenn mbl.is telja að komið hafi verið verulega til móts við þá gagnrýni sem málið hefur fengið. Aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráð- herra upplýsir að ráðherrann hygg- ist ekki tjá sig umfram það sem kom fram í samtali hans við mbl.is í fyrrakvöld. Þá sagði Guðlaugur Þór að stefnt væri að því að frumvörp vegna þriðja orkupakkans yrðu lögð fram áður en frestur til þess að koma með þingmál fyrir Alþingi rennur út þann 30. mars. gso@mbl.is Tjá sig ekki um orku- pakkann  Búist við kynningu fyrir eða eftir helgi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.