Morgunblaðið - 22.03.2019, Page 4

Morgunblaðið - 22.03.2019, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARS 2019 TANGARHÖFÐA 13 VÉLAVERKSTÆÐIÐ kistufell.com Það er um 80% ódýrara að skipta um tímareim miðað við þann kostnað og óþægindi sem verða ef hún slitnar Hver er staðan á tíma- reiminni í bílnum þínum? Hringdu og pantaðu tíma í síma 577 1313 Veður víða um heim 21.3., kl. 18.00 Reykjavík 1 skýjað Hólar í Dýrafirði 0 skýjað Akureyri 2 skýjað Egilsstaðir 3 heiðskírt Vatnsskarðshólar 3 alskýjað Nuuk -17 snjókoma Þórshöfn 5 rigning Ósló 11 heiðskírt Kaupmannahöfn 10 þoka Stokkhólmur 9 léttskýjað Helsinki 3 rigning Lúxemborg 15 heiðskírt Brussel 13 léttskýjað Dublin 13 skýjað Glasgow 12 rigning London 13 skýjað París 15 heiðskírt Amsterdam 10 alskýjað Hamborg 11 skýjað Berlín 13 skýjað Vín 12 heiðskírt Moskva 2 skýjað Algarve 17 léttskýjað Madríd 14 léttskýjað Barcelona 14 heiðskírt Mallorca 14 skýjað Róm 19 heiðskírt Aþena 13 léttskýjað Winnipeg 3 léttskýjað Montreal 5 alskýjað New York 7 rigning Chicago 3 þoka Orlando 20 heiðskírt  22. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:22 19:48 ÍSAFJÖRÐUR 7:26 19:54 SIGLUFJÖRÐUR 7:09 19:37 DJÚPIVOGUR 6:51 19:18 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á laugardag Sunnan 5-10 m/s og úrkomulítið fram- an af degi, en gengur síðan í sunnan og suðvestan 10-15 með snjókomu eða slyddu, fyrst SV-lands. Hiti í kringum frostmark. Norðvestan 20-28 austantil á landinu upp úr hádegi, en annars hægari vestan- og norðvestanátt og snjókoma eða él á köflum. Hiti víða um frostmark að deginum. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Félagsmenn í stéttarfélögunum Efl- ingu og VR sem vinna hjá tilteknum hótelum og rútufyrirtækjum á starfs- svæði félaganna fóru í sólarhrings- langt verkfall um miðnætti. Því lýkur klukkan 23.59 í kvöld. Síðdegis í gær hafði Efling fengið alls um 15 undanþágubeiðnir frá verkfallinu. Þær voru m.a. vegna hótelstarfsmanna, móttökustjóra, næturvarða og aksturs í skólasund. Tryggvi Marteinsson, þjónustu- fulltrúi Eflingar sem sér um undan- þágubeiðnir, sagði að beiðnunum hefði öllum verið hafnað. Ein undan- þága var veitt í upphafi vegna aksturs fatlaðra og ekki boðað verkfall hjá þeim sem sinna þeim akstri. VR ákvað einnig að veita undanþágur frá verkfallsaðgerðum fyrir akstur með fólk með fatlanir. Bílstjórar og fólk í VR sem bókar slíkan akstur fer því ekki í verkfall. Nær til hundraða bílstjóra Verkfallið nær til allra hópbifreiða- fyrirtækja sem starfa á höfuðborgar- svæðinu. Þorri þeirra er í Samtökum ferðaþjónustunnar (SAF). Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi SAF; sagði að innan SAF væru 12-15 stór hópbifreiðafyrirtæki og verkfall mundi snerta þau öll. Þau stærstu eru Kynnisferðir og Gray line. Rútufyr- irtækin Bus Travel/Þingvallaleið og Guðmundur Tyrfingsson eru t.d. ekki innan SAF auk nokkurra smærri fyr- irtækja og einyrkja. Ljóst er að bíl- stjórar sem verkfallið nær til eru tald- ir í hundruðum. Verkfall tekur í „Verkfallið snertir okkur mjög mikið,“ sagði Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða. Alls munu um 170 starfsmenn þeirra leggja niður störf. Þar af eru um 150 bílstjórar. Ekki voru allir skráðir til vinnu í dag því sumir eru í hlutastörf- um og aðrir ganga vaktir. Aðrir starfsmenn sem fara í verkfall vinna við vaktstjórn og skrifstofustörf. Björn sagði að samkvæmt þeirra túlkun væru um 15 bílstjórar undan- þegnir verkfallinu og mættu aka í dag. „Við vinnum að því að halda Flugrútunni gangandi og vonum að við fáum frið til þess,“ sagði Björn. „Fólk þarf að komast í flug. Við telj- um að verði löglegir bílstjórar stopp- aðir við störf sín geti stéttarfélagið orðið skaðabótaskylt ef farþegar missa af flugi eða annað.“ Hann sagð- ist líta svo á að verkfallið næði ein- ungis til þeirra sem fengu að kjósa um verkfallsboðun í sínu stéttarfélagi. Félagsmenn í öðrum verkalýðsfélög- um kusu ekki um verkfall og eiga ekki rétt á greiðslum úr verkfallssjóði. Þeir hlytu að geta sinnt sínum störf- um svo fremi þeir væru ekki að ganga í störf annarra. „Við vonum að verk- fallsvarslan verði í takti við lög svo þeir bílstjórar sem mega vinna fái að sinna störfum sínum óáreittir,“ sagði Björn. Verði verkfall munu Kynnisferðir ekki sækja farþega á hótel eða aka þeim þangað. Farþegar þurfa að fara á BSÍ til að taka Flugrútuna. Fáar dagsferðir verða í dag og var lokað fyrir sölu í flestar dagsferðir. Fleiri ferðum hjá Kynnisferðum var einnig aflýst vegna verkfallsboðunarinnar. Morgunblaðið/Eggert Ríkissáttasemjari Fulltrúar stéttarfélaganna Eflingar, VR, VLFA, VLFGR, LÍV og Framsýnar funduðu með fulltrúum SA lengi dags í gær. Hefur áhrif á hótel og rútuakstur  Efling neitaði undanþágum  Akstur með fatlaða óbreyttur Fyrirhuguð verkföll VR og Efl ingar MARS MÁN ÞRI MIÐ FIM FÖS LAU SUN 25 26 27 28 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 APRÍL MÁN ÞRI MIÐ FIM FÖS LAU SUN 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 1 2 3 4 5 Tímabundin vinnustöðvun: VR Efl ing Ótímabundin vinnustöðvun VR og Efl ingar Guðni Einarsson Gunnlaugur Snær Ólafsson „Stjórnarskrá lýðveldisins hefur að geyma ákvæði um félagafrelsi. Í því felst að þú getur verið í því félagi sem þú vilt og staðið utan þess félags sem þú vilt,“ sagði Helgi Jóhannesson, hæstaréttarlögmaður. Hann sagði að hluti rútubílstjóra á höfuðborgar- svæðinu væri hvorki félagar í Efl- ingu né VR. „Það að þeir séu bundnir við verkfallsboðun þessara félaga er algjörlega útilokað. Þeir eru ekki í fé- lögunum og þurfa ekki að vera í þeim. Auk þess hafa þeir ekki rétt- indi í félögunum t.d. til að fá úr verk- fallssjóðum. Sú túlkun Eflingar að allir sem aka stórum bílum á þessu svæði eigi að vera í verkfalli stenst ekki skoðun.“ Helgi sagði að í 3. grein laga um stéttarfélög og vinnudeilur segði að boðvald stéttarfélaganna væri bara yfir félagsmönnum en ekki öðrum. „Ég skil ekki hvernig fólki getur dottið í hug að það geti ráðskast með allt og alla svona,“ sagði Helgi. Hann kvaðst vita að hópbifreiða- fyrirtæki ætluðu að láta reyna á skaðabótakröfur gegn verkalýðs- félaginu ef verkfallsverðir þess mein- uðu bílstjórum, sem þurfa ekki að vera í verkfalli, að gegna störfum. „Fólk getur misst af flugferðum eða orðið af dýrum ferðum vegna svona aðgerða svo það geta myndast háar skaðabótakröfur,“ sagði Helgi. Verða að leggja niður störf Lára V. Júlíusdóttir, hæstarétt- arlögmaður, segir að allir þeir sem sinna starfi sem heyrir undir kjara- samning Eflingar og verkfallsboðun félagsins nær til, verði að leggja niður störf í dag hvort sem þeir eru í öðrum félögum eða utan stéttar- félaga. Samtök atvinnulífsins (SA) hafa sagt verkföll Eflingar aðeins ná til fé- lagsmanna stéttarfélagsins. Segja samtökin það liggja fyrir að fullyrð- ingar um að verkföll nái til þeirra sem ekki hafa aðild að félagi sem hef- ur boðað verkfall, eigi enga stoð. Þetta mat SA gildir þó aðeins ef við- komandi einstaklingur er félagi í öðru stéttarfélagi sem semur við við- eigandi vinnuveitenda um laun og starfskyldur hans, að sögn Láru. „Ef hópbifreiðastjóri er ekki í félagi sem hefur boðað verkfall – þeir geta verið í stéttarfélagi í Keflavík, Grindavík eða félaginu fyrir austan – ef þessi félög hafa ekki boðað verkföll og þau semja fyrir hópbifreiðastjóra, þá geta þeir keyrt áfram. Ef þeir eru hins vegar ekki í öðru félagi og vinna á grundvelli Eflingar-samningsins, eiga þeir að leggja niður störf,“ út- skýrir hún. Lára segir þetta byggjast á túlkun ákvæðum laga um stéttar- félög og vinnudeilur eins og þau hafa verið framkvæmd frá setningu lag- anna 1938. „Hins vegar er greinin ekki sjálf alveg skýr, en þetta bygg- ist á dómaframkvæmd.“ Boðvald stéttar- félaga nær til félagsmanna  Áhrifasvið verkfallsboðana umdeilt Helgi Jóhannesson Lára V. Júlíusdóttir Skólaakstur fellur niður í Reykjavík í dag vegna verkfallsins sem skall á í nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg sem send var í gærkvöldi. Samkvæmt tilkynningunni mun akstur í og úr skóla, akstur í sund og akstur í íþróttir falla niður. Frístundaakstur er hins vegar á vegum hvers og eins íþróttafélags og eru aðstandendur vin- samlegast beðnir um að vera í sambandi við viðkomandi félag varð- andi íþróttaæfingar. Segir jafnframt í tilkynningunni að sundkennsla muni víða falla nið- ur. Akstursþjónusta fatlaðra nemenda verður með óbreyttu sniði. Að lokum eru foreldrar og aðstandendur nemenda hvattir til að sameinast um akstur til og frá skóla þar sem það á við. Skólaakstur fellur niður VERKFALLIÐ HEFUR ÁHRIF VÍÐA Verkföll og kjaradeilur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.