Morgunblaðið - 22.03.2019, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 22.03.2019, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARS 2019 Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Hágæða sláttutraktorar frá 40 ár á Íslandi Sterkir og notendavænir Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Mikill samdráttur í humarveiðum hefur mikil áhrif á rekstur fyrir- tækja á Höfn í Hornafirði, Þorláks- höfn og Vestmannaeyjum. Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma hf., sem stundar humar- veiðar frá Þorlákshöfn og vinnslu í landi, segir ljóst að höggið sé þungt. Ákveðið hefur verið að heimilt verði að veiða 310 tonn af humri á þessu fiskveiðiári, sem er margfalt minni afli en heimilt hefur verið að veiða síðustu ár. Síðasta haust veiddu humarbátarnir tæplega 50 tonn af heimildum ársins og því er eftir að veiða aðeins 262 tonn í upp- hafi vertíðar nú og verða veiðar stöðvaðar þegar því marki er náð. Útgerðir humarbáta hafa rætt sam- an um skipulag veiða til að lágmarka skaðann sem myndi hljótast af ólympískum veiðum. Humarkvóti hefur ekki verið gefinn út fyrir þetta ár heldur tekur ákvörðun um afla mið af því að ónýttar heimildir voru 705 tonn í upphafi þessa fiskveiðiárs, skv. upp- lýsingum úr sjávarútvegsráðu- neytinu. Ákvörðun um veiðar ársins er til eins árs og alls óljóst hvernig stofnstærð og nýliðun þróast á næstu árum. Ráðgjöf Hafrannsóknastofn- unar fyrir humarveiðar í ár var upp á 235 tonn og er ákvörðun ráðherra um leyfilegar veiðar í ár því lítillega umfram ráðgjöfina. Aflamark síð- asta fiskveiðiárs var 1.150 tonn, sem reyndar náðist ekki. Bakbeinið í Þorlákshöfn „Fyrir starfsfólk okkar, til sjós og lands, og Ramma í Þorlákshöfn er þetta mikið áfall. Humarveiðar og -vinnsla hafa verið meginverkefnið í átta mánuði á hverju ári og bakbein- ið í rekstri okkar í Þorlákshöfn. Á þessu ári má gera ráð fyrir í mesta lagi tveggja mánaða humarveiðum og -vinnslu. Við erum að vinna að því þessa dagana hvernig brugðist verð- ur við en það er ljóst að höggið er þungt,“ segir Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma. Humarafli hefur dregist saman síðustu ár þrátt fyrir litlar breyt- ingar í sókn. Í svartri skýrslu Haf- rannsóknastofnunar frá því í lok jan- úar segir að fyrirliggjandi gögn bendi til að nýliðun sé í sögulegu lág- marki og að árgangar frá 2005 séu mjög litlir. Verði ekki breyting þar á megi búast við áframhaldandi minnkun stofnsins. Auk þess að leggja til hámarks- afla upp á 235 tonn svo fylgjast megi með stærðarsamsetningu og dreif- ingu stofnsins, lagði stofnunin til að allar humarveiðar yrðu bannaðar í Jökuldjúpi og Lónsdjúpi til verndar uppvaxandi humri. Til að minnka álag á humarslóð lagði Hafrann- sóknastofnun einnig til að veiðar með fiskibotnvörpu yrðu bannaðar á afmörkuðum svæðum í Breiða- merkurdjúpi, Hornafjarðardjúpi og Lónsdjúpi. Ráðherra hefur gefið út reglugerðir þar sem farið er að til- lögum um lokanir á svæðum. Þungt högg í humar- veiðum og -vinnslu Morgunblaðið/Sigurður Bogi Blikur á lofti Um 40 manns hafa starfað í humarvinnslunni hjá Ramma í Þorlákshöfn yfir vertíðina. Á myndinni flokkar Anna Truchel humar, en að baki henni er flæðilínan þar sem afurðum er raðað í öskjur.  Fá að veiða 262 tonn  Ónýttar heimildir voru 705 tonn Svört skýrsla » Í ráðgjöf Hafró kemur fram að humarafli tvöfaldaðist frá árinu 2004 til ársins 2010 þeg- ar hann náði 2.500 tonnum. » Síðan hefur aflinn minnkað og var 728 tonn árið 2018, sem er minnsti afli frá upphafi veiða árið 1957. » Sókn í stofninn hefur verið nokkuð stöðug frá árinu 2009 en afli á sóknareiningu er nú í sögulegu lágmarki. » Útgefið aflamark hefur ekki náðst síðustu tvö fisk- veiðiár. Tveir farþegar sem komu með ferj- unni Norrænu til Seyðisfjarðar síð- ast liðinn þriðjudag voru stöðvaðir á leið inn í landið, skv. upplýsingum lögreglunnar á Austurlandi. Annar þeirra framvísaði fölsuðum skilríkj- um og var hann handtekinn og í framhaldi tekinn til yfirheyrslu hjá lögreglu. Í ljós kom að um var að ræða stolin og breytt eða fölsuð skilríki. Var maðurinn dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Hér- aðsdómi Austurlands daginn eftir. Óskaði maðurinn þá eftir hæli hér á landi og er mál hans komið í ferli hjá yfirvöldum. Einnig kom í ljós að hinum mann- inum hafði verið vísað af Schengen- svæðinu og var honum vísað frá Ís- landi og til baka til Danmerkur. Stöðvaðir við komu með Norrænu Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Þetta byrjaði með því að starfs- menn kvörtuðu undan óþægindum og urðu sumir þeirra veikir. Í kjölfar þess var ákveðið að láta skoða málið,“ segir Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans, í sam- tali við Morgunblaðið. Greint var frá því á mbl.is í fyrradag að fundist hafa gró og sveppahlutar í Vörðuskóla, austan við Hallgrímskirkju á Skólavörðu- holti í Reykjavík. Voru það starfs- menn Ríkiseigna sem framkvæmdu skoðun á húsnæðinu, en þeir eru sagðir hafa haft nokkrar áhyggjur af ástandi hússins um skeið. Eftir að upp komst um hugsanlegt myglu- vandamál í skólanum var tekin ákvörðun um að rýma húsnæðið og flytja starfsemi annað. „Við erum heppin að því leyti til að við búum yf- ir kennslustofum annars staðar sem við getum nýtt. Það eru því allir ánægðir með að flytja upp í Sjó- mannaskólahúsið, það er fallegt hús,“ segir Hildur. Gluggar skólans lekir Helgi Vignir Bragason, sviðs- stjóri byggingasviðs hjá Ríkis- eignum, segir ómögulegt á þessari stundu að gera nánari grein fyrir umfangi vandans. „Það á eftir að koma í ljós hvað við þurfum að gera í kjölfar rým- ingar. Þau ætla að reyna að flytja út sem allra fyrst og þá förum við inn, en Mannvit hefur séð um þessar rannsóknir fyrir okkur,“ segir hann og bætir við að vitað sé um leka- vandamál í tengslum við glugga. Starfsmenn kvörtuðu undan óþægindum  Gró og sveppahlutar hafa fundist í Vörðu- skóla  Flytja sem fyrst í Sjómannaskólann Skjáskot/ja.is Mygluhús Gamli Vörðuskóli er nú í hópi þeirra skóla sem glíma við myglu. Mikill viðbúnaður björgunarsveita var í gær þegar neyðarkall barst frá togskipinu TFRX/Degi 5 sjó- mílur vestur af Hafnarfirði á öðr- um tímanum í gær. Leki kom upp í skipinu og voru björgunaraðilar kallaðir til. Fimm manns voru um borð í skipinu. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni komu að að- gerðinni sjóbjörgunarsveitir frá höfuðborgarsvæðinu og Suður- nesjum, varðbátur og björgunar- bátar varðskipsins Þórs, sem og þyrla Landhelgisgæslunnar. Skömmu síðar tilkynnti áhöfnin að svo virtist sem hún hefði náð stjórn á lekanum. Um klukkan 14.30 var búið að dæla sjó úr vélarrúmi skipsins. Dráttarbátur- inn Hamar tók skipið í tog og kom með það til Hafnarfjarðar síðdegis. Björgunarbátar Landsbjargar og Þórs fylgdu skipunum áleiðis til hafnar í öryggisskyni. Viðbúnaður þegar leki kom að togskipi í gær

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.