Morgunblaðið - 22.03.2019, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.03.2019, Blaðsíða 11
Ljósmynd/Verzlunarfjelag Árneshrepps Árneshreppur Þar verður brátt opnuð heilsársverslun. „Það er talsverður áhugi á þessu. Það bárust sex til átta umsóknir og fyrirspurnir eftir að við þreif- uðum fyrir okkur á Facebook, en nú ætlum við að birta formlega auglýsingu í blöðununum og þá skýrist betur hve margir hafa áhuga á þessu starfi,“ segir Arin- björn Bernharðsson, stjórnar- formaður Verzlunarfjelags Árnes- hrepps. Félagið, sem stofnað var í síðasta mánuði til að reka verslun allan ársins hring í hreppnum, sem er hinn fámennasti á landinu, leitar nú að starfsmanni til að ann- ast daglegan rekstur verslunar í Norðurfirði. Hluthafar í verslunarfélaginu eru 70 og hlutafé fjórar milljónir króna. Stefnt er að því að hefja starfsemi í vor með takmörkuðum afgreiðslutíma þó til að byrja með en fullri lengd í sumar. Íbúar í Ár- neshreppi eru nú 38, en 15 til 18 manns hafa dvalist þar í vetur. Mikill fjöldi ferðafólks er hins veg- ar á þessum slóðum að sumarlagi. gudmundur@mbl.is. Verslun í Norðurfirði í vor  Talsverður áhugi á umsjón með verslun í Árneshreppi FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARS 2019 Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is Verð 3.990 kr. Bolir Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150 Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju Fyrir ökuskírteinið, passann, ferilskrána o.fl. Góð passamynd skiptir máli Engar tímapantanir Skjót og hröð þjónusta MEIRIHÁTTARMARS Í FÓÐURBLÖNDUNNI 20% ÚTSALA AFSLÁTTUR25% ÚTSALA AFSLÁTTUR 20% ÚTSALA AFSLÁTTUR 15% ÚTSALA AFSLÁTTUR ALL MIN STEINEFNABLANDA STALDREN OG SAG 18 KG STEINAR & STAMPAR ALLIR STAMPAR OG SALTSTEIN- AR SEM VIÐ BJÓÐUM UPP Á ERU Á TILBOÐI HJÁ OKKUR LÝSI OG KETOGLYKHNOKKI OG ÞOKKI LIFELINE 20% ÚTSALA AFSLÁTTUR SKOÐAÐU ÚRVALIÐ Á WWW.FODUR.IS ÖLL TILBOÐ GILDA Í VERSLUNUM OKKAR & Í VEFVERSLUN Ársreikningur Isavia » Hagnaður félagsins nam um 4,2 milljörðum eftir skatta á síðasta ári. Rekstrartekjur voru um 41,7 milljarðar á árinu. » Heildareignir félagsins námu um 79,8 milljörðum í árslok 2018. Eigið fé Isavia var um 35,2 milljarðar og skuldir þess um 44,5 milljarðar. » Gjaldfallnar kröfur fóru úr 1,6 milljörðum króna 30.6. 2018 upp í 2,6 milljarða 31.12. 2018. Stefán Einar Stefánsson Stefán Gunnar Sveinsson Viðskiptakröfur Isavia á hendur við- skiptavinum sínum stóðu í tæpum 5,9 milljörðum króna um síðustu ára- mót. Höfðu þær aukist um ríflega 2 milljarða króna frá áramótum 2017. Þetta má lesa úr ársreikningi félags- ins fyrir árið 2018, sem birtur var ný- lega. Þar kemur einnig fram að rekstrartekjur ársins 2018 hafi verið um 41,7 milljarðar króna og jukust þær um 3,8 milljarða á milli ára. Hagnaður ársins nam um 4,2 millj- örðum króna, og jókst hann um 313 milljónir frá árinu 2017. Heildar- eignir félagsins jukust þá um tæpa 7,3 milljarða á árinu en þær námu um 79,8 milljörðum króna í lok árs- ins 2018, samanborið við 72,5 millj- arða í árslok 2017. Eigið fé félagsins var um 35,2 milljarðar í árslok 2018 og skuldir um 44,5 milljarðar. Þar af voru langtímaskuldir um 35,7 millj- arðar. Viðskiptakröfur jukust Í ársreikningi félagsins eru við- skiptakröfurnar sundurliðaðar eftir því hvort þær eru ógjaldfallnar eða komnar yfir gjalddaga. Samkvæmt þeirri sundurliðun jukust ógjald- fallnar kröfur milli ára um 1,2 millj- arða króna og stóðu þær í 3,2 millj- örðum í árslok 2018. Þá höfðu kröfur sem komnar voru fram yfir gjalddaga, sem nam frá einum og upp í 90 daga, aukist um 159 milljónir króna og stóðu þær í tæpum 1,4 milljörðum króna. Hins vegar jukust kröfur sem voru komn- ar 91 til 180 daga fram yfir gjalddaga mun meira, eða um ríflega milljarð króna. Námu þær 1,1 milljarði tæpum í árslok 2018 en höfðu aðeins verið 74 milljónir við árslok 2017. Innlendar kröfur hækkuðu Séu gjaldfallnar viðskiptakröfur félagsins teknar saman námu þær 2,6 milljörðum í árslok 2018 en höfðu numið 1,7 milljörðum króna í árslok 2017. Miðað við árshlutareikning Isavia fyrir fyrri hluta ársins 2018 virðast gjaldfallnar viðskiptakröfur hafa aukist um ríflega milljarð, fóru þær úr 1,6 milljörðum tæpum um mitt ár 2018 í rúma 2,6 milljarða í lok sama árs. Í skýringum með ársreikningnum kemur fram að innlendar viðskipta- kröfur Isavia hafi numið um fimm milljörðum króna í árslok 2018, en þær námu um 2,9 milljörðum í árslok 2017. Innlendar kröfur félagsins hækkuðu því um rúma tvo milljarða á milli ára. Þá voru erlendar við- skiptakröfur félagsins um 833 millj- ónir í árslok 2018, en voru um 645 milljónir í árslok 2017. Vanskil jukust um milljarð á hálfu ári  Hagnaður Isavia 2018 um 4,2 millj- arðar  Heildareignir 79,3 milljarðar Morgunblaðið/Hari Aðalfundur Björn Óli Hauksson forstjóri í ræðustól.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.