Morgunblaðið - 22.03.2019, Síða 13

Morgunblaðið - 22.03.2019, Síða 13
DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARS 2019 fragtflugfélagi sem var þá löngu lið- ið undir lok. Ég spurði hann hvort einhverjar minjar væru eftir af þessu félagi og þá kom í ljós að hann átti enn sitt starfsmannakort. Hann gaf mér það og líka bréfsefni frá fé- laginu. Í framhaldinu fór ég að velta fyrir mér sögu annarra horfinna flugfélaga hér á landi og athuga hvort eitthvað væri til eftir þau. Ég hafði samband við fólk út um allan bæ og spurðist fyrir um einkennis- merki eða hluti, og þá fór þetta að vinda upp á sig.“ Eiríkur segir að fyrir honum sé söfnunin fyrst og fremst tilbreyting frá hans daglega starfi, en hann er sálfræðingur. „Mér finnst söfnun mjög skemmtileg og ég safnaði frímerkj- um og íslenskum eldspýtustokkum þegar ég var krakki. En flugmuna- safnið mitt snýst líka um að varð- veita söguna, því ég skrái mjög gaumgæfilega allt í mínu safni, þannig legg ég mitt af mörkum í því að koma í veg fyrir að saga þessara flugfélaga hverfi. Í kringum þessa söfnun hef ég lesið mikið af tengdu efni, ævisögur, viðtöl og fræði- greinar, svo þetta er heilmikil heimildarvinna,“ segir Eiríkur, sem ákvað að færa söfnunarsvæði sitt út fyrir landsteinana og safnar nú einn- ig norðurlandaflugfélögum. „Þá stækkaði akurinn heldur betur hjá mér. Nú eru í safni mínu yfir þúsund einkennismerki, en flug- félögin innan safnsins eru um þrjú hundruð.“ Torsóttur flugfreyjuvængur Eiríkur segir að elsta merkið í safninu sé húfumerki frá Flugfélagi Íslands sem stofnað var 1946. „Þetta er eina eintakið sem ég veit að til er af þessu merki. En einkennismerkin eru tvenns konar, annars vegar tau- merki sem voru saumuð í búninga og húfur, og hins vegar þau sem eru barmnælur. Öll hafa þau vængi og reglan hefur verið að flugfreyjur og flugþjónar hafa aðeins annan væng- inn í sínu merki, en flugmenn hafa báða vængi í sínu. Wow air braut blað í þessari hefð, því hjá þeim ber allt starfsfólk merki með báðum vængjum,“ segir Eiríkur og bætir við að Halldór Pétursson, hönnuður vængjaða fáksins sem var í gamla merki Flugfélags Íslands, hafi verið verðlaunaður fyrir það á sínum tíma. „Það er líka heilmikil hönn- unarsaga í pappírshlutunum í safni mínu sem geymir tímatöflur flug- félaga og fleira, ég hef gaman af að skoða breytingar í grafíkinni þar, þetta er óskaplega fjölbreytt og myndrænt. En vænst þykir mér um elstu íslensku merkin í flugmuna- safni mínu og líka þau sem hefur verið snúnast að hafa upp á. Ég var mjög ánægður þegar ég fékk elstu merkin mín frá Flugfélagi Íslands, en þau eru persónuleg gjöf frá Magnúsi Guðmundssyni sem var flugstjóri þar og margir muna eftir úr Geysisslysinu á Vatnajökli árið 1950. Merkið sem tók mig lengstan tíma að fá, er flugfreyjuvængur úr taui frá Loftleiðum, og sama gildir um slíkan væng frá Flugfélag Ís- lands, sem ég fékk frá fyrrverandi yfirflugfreyju,“ segir Eiríkur og bætir við að stundum finnist merki í töluboxum, þar hafi þau sem betur fer stundum orðið eftir með hnöppum. Ljósmynd/Ólafur K. Magnússon Flugstjóri Magnús Guðmundsson ásamt eiginkonu og dóttur við heimkom- una eftir að hafa brotlent á Bárðarbungu 1950 á flugvélinni Geysi. Dýrasti íslenski seðillinn sem sýndur verður á sýningu Myntsafnarafélagsins er metinn á um 3-4 milljónir króna, en um er að ræða 50 krónu seðil frá árinu 1886, og er hann sá eini sem vit- að er um í einkaeign í heiminum. Fullyrt er að ef slíkur seðill fyndist í fyrsta flokks ásigkomu- lagi mætti áætla að hann seldist á um 10 millj- ónir króna. Það er því til mikils að vinna ef fólk fer að grúska í gömlum seðlaveskjum forfeðra sinna. Íslenskur seðill metinn á 3-4 milljónir SAFNARAR ÞURFA AÐ REIÐA FRAM MIKLAR UPPHÆÐIR EF ÞEIR VILJA EIGNAST FÁGÆTI 50 kr. Hér getur að líta seðilinn dýra, sem hefur aðeins látið á sjá. W W W. S I G N . I S Fornubúðir 12, 220 Hafnarfjörður │ S: 555 0800 │sign@sign.is SMÁRALIND – KRINGLAN Skóbakkar og mottur Skóbakki 88x38cm: 9.890,- Motta 60x90cm: 6.990,- Skóbakki 48x38cm: 7.890,-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.