Morgunblaðið - 22.03.2019, Síða 14

Morgunblaðið - 22.03.2019, Síða 14
BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Rétt fyrir hádegi hinn 5. nóvember í fyrra barst tilkynning í gegnum Kauphöll Íslands um að stjórn Ice- landair Group hefði gert samning um kaup á öllu hlutafé í WOW air. Kaupin voru hins vegar gerð með fyrirvara um samþykki hluthafa- fundar Icelandair, samþykki Sam- keppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. Miðuðu við- skiptin við að kaupverðið næmi allt að 3,6 milljörðum króna. Sléttum þremur vikum síðar barst loðin tilkynning frá Icelandair þess efnis að ólíklegt myndi teljast að allir fyrirvarar við kaupin yrðu uppfylltir fyrir hluthafafund sem boðaður hafði verið vegna kaupanna þann 30. nóvember. Degi fyrir þann fund var svo tilkynnt að fallið hefði verið frá kaupunum. Í ljós kom að staða WOW air var mun erfiðari en fyrir lá þegar viðræður hófust. Snýr sér til Bandaríkjanna Töldu þá margir að öll sund væru lokuð fyrir Skúla Mogensen, stofn- anda, eiganda og forstjóra félagsins. Hann kom flestum þó að óvörum þegar hann tilkynnti að bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Indigo Part- ners, hefði fengist að borðinu sem mögulegur fjárfestir í félaginu. Voru það talin stórtíðindi enda er sjóður- inn áhrifafjárfestir í fluggeiranum og hefur m.a. haft afgerandi aðkomu að flugfélögunum Wizz air og Fron- tier Airlines. Heimildir Morgun- blaðsins herma að yfirlýsing Skúla þess efnis að hann hefði um nokkurt skeið átt í viðræðum við Indigo Part- ners um mögulega aðkomu að félag- inu, hafi lagst þungt í forsvarsmenn Icelandair sem töldu þá yfirlýsingu ganga í berhögg við fyrri yfirlýsing- ar eiganda WOW air. Sú afstaða átti eftir að draga dilk á eftir sér síðar, þegar Skúli leitaði að nýju eftir við- ræðum við Icelandair Group. Urðu undirtektir þá litlar vegna þess sem kallað hafði verið „svik“ í herbúðum Icelandair. En áhrifin af hremmingum WOW air voru ekki einskorðuð við flug- félagið sjálft. Þannig voru starfs- menn flugþjónustufyrirtækisins Air- port Associates á Keflavíkurflugvelli kallaðir til starfsmannafundar þann 29. nóvember. Þar var tilkynnt að 237 starfsmönnum félagsins yrði sagt upp vegna yfirvofandi sam- dráttar í þjónustu við WOW air. 13. desember var tilkynnt að WOW air hefði sagt upp 111 fast- ráðnum starfsmönnum auk þess sem aðgerðir félagsins til endurskipu- lagningar næðu til 240 lausráðinna starfsmanna sem hverfa myndu frá félaginu einnig. Af sama tilefni var tilkynnt að fækkað yrði í flugflota fé- lagsins og að horfið yrði frá þeirri stefnu að hafa Airbus A330 breiðþot- ur í þjónustu þess. 14. desember bárust svo upplýs- ingar um stöðuna og að Indigo Part- ners lýsti sig tilbúið að leggja WOW air til allt að 75 milljónir dollara, jafnvirði 9,3 milljarða króna. Minnihlutaeigandi í WOW Miðaði samkomulagið á þeim tíma við að Indigo myndi kaupa lítinn hlut í félaginu en leggja félaginu til svo- kallað forgangslán að fyrrnefndri fjárhæð sem í fyllingu tímans mætti breyta í hlutafé. Þó var ljóst að möguleg aðkoma Indigo Partners var bundin við minnihlutaeign í fé- laginu þar sem íslensk lög og skuld- bindingar kveða á um að meirihluta- eign í flugfélögum sé í höndum aðila innan Evrópska efnahagssvæðisins. Fyrirhuguð kaup Indigo voru hins vegar háð nýju samkomulagi við kaupendur skuldabréfa sem lagt höfðu félaginu til 6,7 milljarða króna þremur mánuðum fyrr, eða um miðj- an septembermánuð. Var gert ráð fyrir að þeir gæfu eftir hluta af rétt- indum sínum til að liðka fyrir við- skiptunum. Gengu þeir að þeim kröfum en þeir áttu að nýju eftir að koma að borðinu undir afarkostum. Var nú unnið hörðum höndum að því að koma félaginu á réttan kjöl og þannig bárust fréttir um það rétt fyrir jól þess efnis að WOW air hefði selt flugtíma sína á Gatwick-flugvelli í London. Sú aðgerð skilaði félaginu hundruðum milljóna króna í lausafé og létti fjárhagslegum byrðum af fé- laginu líkt og skil á nærri helmingi flugflota þess höfðu gert viku fyrr. Í þeirri aðgerð var vélum félagsins fækkað úr 20 í 11. Síðar átti enn eftir að höggva í flotann og eftir standa níu vélar hjá félaginu í dag. Viðræður dragast á langinn Drógust viðræður milli Indigo Partners og WOW air á langinn og sífellt hefur rekstur félagsins þyngst. Þóttu það nokkur tíðindi þegar félaginu tókst ekki að greiða starfsfólki sínu út laun síðasta dag febrúarmánaðar. Var það skýrt frá- vik frá verklagi fyrirtækisins og talið til marks um lítið lausafé í félaginu. Skömmu síðar greindi Vísir frá því að félagið hefði ekki staðið í skilum með lífeyrisiðgjöld starfsfólks í þrjá mánuði. Falast eftir ríkisábyrgð Á miðvikudaginn síðasta var greint frá því í ViðskiptaMogga að Skúli Mogensen hefði gengið á fund stjórnvalda og óskað eftir ríkis- ábyrgð á frekari lánveitingum til WOW air. Mun viðskiptabanki fé- lagsins, Arion banki, hafa sett slík skilyrði fyrir fyrirgreiðslu til félags- ins. Heimildir ViðskiptaMoggans herma að stjórnvöld hafi tekið dræmt í málaleitan forstjórans. Þann sama dag greindi Markaðurinn frá því að óformlegar þreifingar væru í gangi milli Icelandair Group og WOW air um að hefja viðræður að nýju. Upplýsingar Morgunblaðsins á þeim tíma voru hins vegar þær að engar viðræður væru í gangi. Enginn áhugi væri fyrir því á vett- vangi Icelandair að taka þann þráð upp að nýju eftir „svikin“ í nóvem- ber, eins og það var orðað. Í dag setjast félögin tvö að borð- inu. Það er með öllu óljóst til hvers þær viðræður leiða. Mikið vatn er runnið til sjávar frá því að upp úr slitnaði á síðasta ári. Atburðir síð- ustu vikna vitna þó um þá staðreynd að Skúli Mogensen hefur spilað út fleiri trompum af hendi en flestir hefðu trúað að til væru í stokknum í raun. Flóknir samningar á síðustu mánuðum  WOW air hefur staðið tæpt en enn er reynt til þrautar Morgunblaðið/Hari Ljósin kveikt Ljós voru í höfuðstöðvum WOW air í gærkvöldi. Tilkynning um viðræðurnar barst á tíunda tímanum. Veldisvöxtur » WOW air var stofnað árið 2012 af Skúla Mogensen. » Félagið fór jómfrúarflugið til Parísar 31. maí 2012. » Félagið tók yfir rekstur Ice- land Express sama ár. » Fyrsta árið voru farþegarnir 111.400 » Annað árið 421.000 » 2014 voru þeir 495.000 » 2015 voru þeir 730.000 » 2016 fjölgaði þeim í 1.660.000 » 2017 voru þeir 3.000.000 » Í fyrra voru þeir 3,5 milljónir 14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARS 2019 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager Sími 4 80 80 80 2019 RAM 1500 Rebel Litur: Flame red, svartur að innan. Glæsilega útbúinn off-road bíll. 5,7 L HEMI, 390 hö. 8 gíra sjálfskipting, hæðarstillan- leg loftpúðafjöðrun, lok á palli. VERÐ 12.390.000 m.vsk 2018 RAM 3500 Laramie Litur: Svartur (brilliant black), dökk grár að innan. Black apperance pakki. 35 Dekk Ekinn 17.000 km. 6,7L Cummins, Aisin sjálfskipting, loftpúðafjöðrun, heithúðaður pallu, fjarstart, 5th wheel towing pakki VERÐ 8.530.000 m.vsk 2018 Ford F-150 Lariat Litur: Hvítur og brúnn / brúnn að innan. Einnig til í Ruby red. Mojave leður sæti, bakkmyndavél, heithúðaður pallur, sóllúga, fjarstart, 20” felgur o.fl. 3,5 L Ecoboost (V6), 10-gíra, 375 hestöfl, 470 lb-ft of torque. VERÐ 10.990.000 m.vsk 2019 GMC 3500 Sierra SLT, 35 Litur: Summit white, svartur að innan. 6.6L Duramax Diesel, 445 HÖ, 2019 Módel, 35 breyttur. Vel útbúinn bíll t.d. upphitað stýri, sóllúga, BOSE hátalarakerfi, dual alternators, upphituð og loftkæld sæti, Z71-pakki heithúðaður pallur og kúla í palli (5th wheel pakki) o.lf. VERÐ 11.640.000 m.vsk Sjóðastýringafélag Landsbankans, Landsbréf, hagnaðist um 844 milljónir króna í fyrra, saman- borið við 1.113 milljónir árið 2017. Samdrátturinn nemur ríf- lega 24%. Tekjur félagsins námu ríflega 2 milljörðum króna og drógust saman um 13% frá fyrra ári. munar þar helst um umsýslu- og árangurstengdar þóknanir. Námu þær í fyrra 1,9 milljörðum króna en tæplega 2,3 milljörðum ári fyrr. Rekstrargjöld félagsins jukust á sama tíma og fóru úr 910 millj- ónum í ríflega 972 milljónir. Þannig jukust laun og launatengd gjöld um 85,8 milljónir. Hjá félag- inu starfa 20 manns. Annar rekstrarkostnaður dróst saman og nam 389,6 milljónum, samanborið við 411 milljónir tæpar árið 2017. Landsbréf eru með um 155 milljarða í stýringu og 12 þúsund einstaklingar og lögaðilar eiga hluti í sjóðum þess. Hagnaður Landsbréfa minnkar  Tekjurnar dragast saman um 13% 22. mars 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 116.79 117.35 117.07 Sterlingspund 154.59 155.35 154.97 Kanadadalur 87.51 88.03 87.77 Dönsk króna 17.757 17.861 17.809 Norsk króna 13.672 13.752 13.712 Sænsk króna 12.711 12.785 12.748 Svissn. franki 116.86 117.52 117.19 Japanskt jen 1.0463 1.0525 1.0494 SDR 162.71 163.67 163.19 Evra 132.53 133.27 132.9 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 162.6919 Hrávöruverð Gull 1303.0 ($/únsa) Ál 1907.0 ($/tonn) LME Hráolía 67.66 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.