Morgunblaðið - 22.03.2019, Síða 15

Morgunblaðið - 22.03.2019, Síða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARS 2019 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Björgunarmenn reyndu í gær að bjarga um 15.000 manns sem voru í bráðri hættu í Mós- ambík vegna óvenjuskæðra flóða sem hafa valdið miklu manntjóni í sunnanverðri Afríku. Um 350 lík hafa fundist í Mósambík, Simbabve og Malaví en óttast er að meira en þúsund manns hafi látið lífið. Embættismenn Matvælaáætlunar Samein- uðu þjóðanna sögðu í gær að gert hefði verið ráð fyrir því að um 600.000 manns þyrftu á að- stoð að halda vegna flóðanna en sú tala gæti hækkað í allt að 1,7 milljónir. Skortur er á mat- vælum og hreinu drykkjarvatni og óttast er að sjúkdómar á borð við malaríu og kóleru breið- ist út á svæðunum þar sem neyðin er mest, að sögn hjálparstofnana. Flóðin fylgdu fellibyl, sem gekk yfir sunnan- verða Afríku á fimmtudaginn var, og urðu til þess að stór svæði eru umflotin vatni. „Þús- undir manna eru á þökum húsa og í trjám og bíða eftir björgun,“ hefur fréttaveitan AFP eft- ir Caroline Haga, talsmanni Alþjóðasambands félaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans. „Tíminn sem við höfum er að renna út. Fólkið hefur núna beðið eftir björgun í meira en þrjá daga. Því miður getum við ekki bjargað öllum í einu, þannig að börn, barnshafandi konur og slasað fólk eru í forgangi.“ „Ástandið er mjög slæmt. Við höfðum ekkert að borða frá því á fimmtudaginn var og þar til í dag,“ hefur AFP eftir 24 ára konu sem var bjargað í grennd við borgina Beira. „Við sofum undir beru lofti, allt eyðilagðist, húsin okkar eyðilögðust, allt er farið, við höfum ekki fundið neitt nýtilegt.“ Rúm hálf milljón manna býr í Beira og hjálparstofnanir segja að aðeins séu um tveggja eða þriggja daga birgðir af hreinu vatni í borginni. Vegir lokuðust og brýr eyðilögðust Vindhraðinn mældist 49 m/s í fellibylnum sem skildi eftir sig slóð eyðileggingar í Mósam- bík, Simbambve og Malaví. Honum fylgdi mik- ið úrhelli og flóðin eru mest í Mósambík þar sem ár frá grannríkjunum renna til sjávar, m.a. vestan við Beira, nálægt landamærunum að Simbabve. Björgunarmenn og starfsmenn hjálpar- stofnana hafa ekki enn komist á öll hamfara- svæðin vegna þess að margir vegir stór- skemmdust og brýr eyðilögðust. Ekki viðbúin flóðunum Hjálparstofnanir í Afríkulöndunum segja að þær hafi verið viðbúnar fellibylnum en ekki flóðunum. John Mutter, sérfræðingur í lofts- lagsmálum við Columbia-háskóla í Bandaríkj- unum, segir að slíkt óveður sé sjaldgæft á þess- um slóðum og það skýri að nokkru leyti hversu mikið manntjónið varð. Stjórnvöld í Mósambík og Simbabve séu ekki undir það búin að takast á við slíkar náttúruhamfarir. Vísindamenn segja að fellibylurinn og flóðin sem fylgdu honum séu á meðal skæðustu veðurtengdra náttúruhamfara á suðurhveli jarðar, að sögn The Wall Street Journal. Náttúruhamfarirnar ollu miklu efnahags- legu tjóni í Afríkuríkjunum þremur sem eru á meðal fátækustu landa heims og hafa verið mjög háð aðstoð erlendra ríkja. Hundruð þúsunda manna þurfa hjálp  Reynt að bjarga nauðstöddu fólki af húsþökum og trjám á flóðasvæðum í sunnanverðri Afríku 200 km Flóð í sunnanverðri Afríku Heimildir: ERCC/relief.web/WFP HARARE LILONGWE S I M B A B V E S A M B Í A S U Ð U R - A F R Í K A M Ó S A M B Í K M A L A V Í Chimanimani Beira MANICA SOFALA Nampula ZAMBEZIA INHAMBANE > 600 mm 400 - 600 200 - 400 100 - 200 50 - 100 mm Sjö daga úrkoma til 18. mars Um 140 lík hafa fundist og a.m.k. 200 er saknað 920.000 manns hafa orðið fyrir skaða; 82.000 hafa flúið heimkynni sín, að sögn WFP Tala látinna nú: 217 350.000 manns eru í hættu að sögn forseta landsins, Filipe Nyusi Lýst var yfir neyðarástandi og þriggja daga þjóðarsorg á þriðjudaginn var 200.000 manns hafa orðið fyrir skaða Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) telur að allt að 1,7 milljónir manna geti þurft á aðstoð að halda Búist er við átta metra háum öldum og sjávar- flóðum næstu daga, að sögn forsetans Indlandshaf Ófærir vegir Vegir sem eru illfærir AFP Allt á floti Fólk veður vatn á götu í bænum Búzí í miðhluta Mósambík. Mannskæð flóð hafa verið í Mósambík og grannríkjunum Simbabve og Malaví vegna úrhellis sem fylgdi fellibyl. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Leiðtogar Evrópusambandsríkj- anna 27 sem verða eftir þegar Bretar ganga úr sambandinu samþykktu í gær að bjóða Theresu May, forsætis- ráðherra Breta, að fresta útgöngu Breta fram til 12. apríl, en þann dag verða Bretar að gera upp við sig hvort þeir vilja taka þátt í Evrópu- þingkosningunum 23.maí næstkom- andi. Fari svo að neðri deild breska þingsins samþykki í næstu viku að staðfesta samkomulagið sem May gerði við sambandið í lok síðasta árs, verður fresturinn framlengdur til 22. maí til að ganga frá öllum lausum endum. Upphaflega áttu Bretar að ganga úr sambandinu hinn 29. mars næst- komandi, eða á föstudaginn í næstu viku. Neðri deildin hefur hins vegar fellt samkomulag ríkisstjórnarinnar við Evrópusambandið um útgöng- una í tvígang með miklum mun. Þá hafnaði þingið einnig að yfirgefa sambandið án samnings. May óskaði því eftir því við leiðtogafund Evrópu- sambandsins að Bretum yrði veittur tímafrestur til 30. júní svo hægt yrði að komast hjá samningslausri út- göngu. Emmanuel Macron Frakklands- forseti sagði í gærkvöldi að þetta væri síðasti möguleikinn fyrir Breta til þess að samþykkja samkomulag- ið, annars yrði útgangan án samn- ings. May völt í sessi? Breska dagblaðið Daily Telegraph greindi frá því í gærkvöldi að mikil óánægja væri meðal óbreyttra þing- manna Íhaldsflokksins og að þeir krefðust þess að May segði af sér sem leiðtogi flokksins. Þá væru fjár- hagslegir bakhjarlar flokksins farnir að halda að sér höndum. Þá væru „svipur“ þingflokksins óánægðar með ræðu May í fyrradag, þar sem hún kenndi breska þinginu um glundroðann sem hefði skapast. Hermdu heimildarmenn blaðsins að May hefði með ræðu sinni stórskað- að tilraunir þeirra til þess að fá stuðning frá nokkrum þingmönnum Verkamannaflokksins við samkomu- lagið umdeilda. May fær frest fram í apríl  Mikil óánægja innan Íhaldsflokksins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.